Morgunblaðið - 23.11.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.11.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE NS KA AU GL ÝS IN GA ST OF AN /S IA .IS M OR 22 76 4 11 /2 00 3 Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Alla daga Sími 569 1111 eða augl@mbl.is *5 línur; tilboðið gildir til 31. des. Þrátt fyrir strangar yfirheyrslur fæst ekki nokkur skjáta til að játa mök, hr. yfirdýri. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins Menntunar- þarfir metnar Nýverið var sett álaggirnarFræðslumiðstöð atvinnulífsins. Fram- kvæmdastjóri hennar er Ingibjörg Elsa Guð- mundsdóttir og svaraði hún nokkrum spurningum Morgunblaðsins. – Hver er aðdragandi FA og hverjir standa að baki? „Aðdragandann má rekja til yfirlýsingar rík- isstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga í des- ember 2001, en þá ákvað ríkisstjórnin að beita sér fyrir endurskipulagningu á starfsfræðslu í atvinnu- lífinu í samstarfi við ASÍ og SA. Ári síðar, eða í des- ember 2002, stofnuðu Samtök atvinnulífsins og Alþýðu- samband Íslands einkahlutafélag til almannaheilla til að fylgja mál- inu eftir. SA og ASÍ eru eigendur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífs- ins til helminga. Í apríl síðast- liðnum var gerður þjónustusamn- ingur við menntamálaráðuneytið. Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að stefnumótun fyrir starfið og formleg opnun fór fram sl. föstudag.“ – Til hvers er FA stofnuð og eftir hvaða línum verður starfað? „FA er samstarfsvettvangur ASÍ og SA um fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði og mun eiga sam- starf við menntamálaráðuneytið og fræðslustofnanir á vegum samtakanna og aðildarfélaga þeirra. Meginmarkmiðin eru að vinna fyrir þann hóp fólks á vinnumarkaði sem hefur ekki lokið framhaldsskólanámi, einnig innflytjendur og aðra sambæri- lega hópa. Þessum hópum á að skapa tækifæri til að afla sér menntunar og/eða bæta stöðu sína á vinnumarkaði.“ – Verða einhverjar sérstakar áherslur í starfseminni? „Í upphafi verður lögð mikil áhersla á að skilgreina menntun- arþarfir fyrirtækja og starfs- stétta og byggja upp framboð á lengra og styttra námi. Þessum námstilboðum verður lýst í náms- skrám, sem fræðsluaðilar munu geta nýtt sér til að bjóða fram nám. En fræðslumiðstöðin mun ekki standa að námskeiðahaldi sjálf. Annað verkefni tengt þessu og ekki síður mikilvægt er að að- stoða menntamálaráðuneytið við að þróa aðferðir við mat á þessum námstilboðum til styttingar á námi í hinu formlega skólakerfi. Einnig verður unnið að því að finna leiðir til að meta raunfærni fólks. Raunfærni er tiltölulega nýtt hugtak og á að ná utan um alla þá færni sem einstaklingur hefur aflað sér, burtséð frá því hvar hennar er aflað. Til dæmis er vinnumarkaðurinn uppspretta mikillar færni hjá fólki, sem bæði reynir sig við ólík störf, lærir af samstarfsmönnum sín- um og fer á námskeið í tengslum við vinnuna. Þeirri hugmynd hefur verið að vaxa fiskur um hrygg í nágranna- löndum okkar að það sé ástæðulaust að láta fólk læra í skólum hluti, sem það hefur til- einkað sér á vinnumarkaði. Norð- menn hafa gengið svo langt að þingið bað stjórnina um að koma upp kerfi sem gefur fullorðnu fólki rétt til að skrásetja raun- færni sína án þess að þurfa að fara hefðbundnu leiðina í gegnum próf. Tengt þessu verkefni verð- ur unnið að gerð námsferilsskráa í samvinnu við menntamálaráðu- neytið. Þriðja verkefnið er að auka gæði fullorðins- og starfsmennt- unar. Í þessu skyni verður byggð upp kennslufræðimiðstöð. Mark- miðið er að bjóða fræðsluaðilum í fullorðins- og starfsfræðslu upp á námskeið fyrir kennara sína og leiðbeinendur ásamt sérhæfðri kennslufræðilegri ráðgjöf. Einnig mun FA safna og miðla upplýsingum um námstilboð fyrir markhópinn auk þess að byggja upp náms- og starfsráðgjöf fyrir fólk á vinnumarkaði.“ – Fyrir hverja, beinlínis, er FA og hvernig eiga menn að nálgast þá þjónustu sem þar er boðin? „Starfinu er einkum beint til fræðsluaðila og munu verða gerð- ir þjónustusamningar við þá sem sinna vilja markhópnum með námstilboðum. Sama gildir um starfsemi kennslufræðimiðstöðv- arinnar. Í námsráðgjöfinni er nú unnið að verkefni í samstarfi við Mími-símenntun, Eflingu-stétt- arfélag og Mennt, þar sem boðið er upp á námsráðgjöf á nokkrum vinnustöðum.“ – Mun þjónustan kosta eitt- hvað? „Þjónustan mun í flestum til- fellum verða veitt gegn vægu gjaldi.“ – Hefur FA sett sér einhver markmið til lengri eða skemmri tíma? „Fræðslumiðstöðin leggur starfsáætlanir sínar fyrir mennta- málaráðuneytið einu sinni á ári. Í þessum áætlunum eru markmið fyrir árið fram undan. Til lengri tíma litið hyggst Fræðslumiðstöðin koma sem flestum þeirra, sem ekki hafa lokið framhaldsskóla, að sem mestu gagni. Samningurinn við menntamálaráðuneytið er til þriggja ára og á þeim tíma ætlum við að sýna fram á það hversu nauðsynlegt þetta starf er.“ Ingibjörg E. Guðmundsdóttir  Ingibjörg E. Guðmundsdóttir er fædd í Reykjavík 16. ágúst 1951. BA í sálfræði frá HÍ 1978, kennsluréttindi frá HÍ 1983, M.Ed. frá Harvard graduate school of education 1985 og nám í fullorðinsfræðslu á vegum Nordens Folkliga Akademi 1997. Skólastjóri Tómstundaskólans 1985–88, verkefna- og fram- kvæmdastjóri hjá MFA 1989– 2002. Framkvæmdastóri Mímis- símenntunar fyrri hluta 2003 og framkvæmdastjóri Fræðslu- miðstöðvar atvinnulífsins frá 16. júní sl. Börn eru Guðrún Lára Pétursdóttir og Elís Pétursson. Starfinu er einkum beint til fræðslu- aðila HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt fimm Kínverja í 30 daga skil- orðsbundið fangelsi og einn Singa- púrbúa í 45 daga fangelsi fyrir að koma til landsins í nóvember á föls- uðum vegabréfum. Ákæruvaldið krafðist þess að til- dæmd refsing fólksins skyldi vera óskilorðsbundin, bæði vegna al- mennra og sérstakra varnaðaráhrifa. Fólkið, þrír karlmenn og þrjár konur, viðurkenndi að hafa við vegabréfa- skoðun á Keflavíkurflugvelli framvís- að fölsuðu vegabréfi og þannig komið til landsins án gildra ferðaskilríkja og án vegabréfsáritunar. Óumdeilt þótti að fólkið hefði vitað að vegabréf þeirra væru fölsuð og að það framvísað þeim í blekkingarskyni vegna landamæraeftirlits á Keflavík- urflugvelli til að komast út af Scheng- en-svæðinu og til Bandaríkjanna. Málið dæmdi Jónas Jóhannsson héraðsdómari, verjandi var Jóhannes Albert Sævarssson hrl. og málið sótti Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi sýslu- mannsins á Keflavíkurflugvelli. 30 til 45 daga fangelsi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.