Morgunblaðið - 23.11.2003, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 23.11.2003, Qupperneq 34
LISTIR 34 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                         !"   ###$     $  %$    !"    & ' (      )  * +'   ,      -  +  # ' $ .        '    .  '.   '           //$  + 0        % -        Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Fjárfestar! Eignir með langtímaleigusamningum Til sölu í vesturbænum eign með 15 ára leigusamningi, traustur leigutaki. Eignin skiptist í verslun 64,8 fm ásamt kjallara 33,3 fm, samtals 96,9 fm. Leiga kr. 115.000 á mán. Mögul. hagst. fjármögnun. Til sölu á svæði 105 eign með 15 ára leigusamningi, traustur leigutaki. Eignin er samtals 1.900 fm. Leiga kr. 2 millj. Góðar tryggingar. Til sölu í vesturbæ Kópavogs eign með leigusamningi til 2018, traustur leigutaki. Eignin er samtals 370 fm. Leiga kr. 340.000 á mán. Mögul. hagst. fjármögnun. Til sölu á svæði 105 - rétt við Höfða. Eignin er til sölu með 5 ára leigusamningi, traustur leigutaki. Leiga kr. 700.000 á mán. Eignin er ein sér og staðsett á mjög góðum stað með einstöku útsýni. Eignin er á einni hæð, verið er að vinna að nýju deiliskipulagi fyrir eignina og er þar gert ráð fyrir að byggja megi allt að 4 hæðir. Þetta er tækifæri fyrir byggingaraðila, fjárfesta. Uppl. veitir Magnús á skrifstofu. Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala LEIGUÍBÚÐIR FYRIR 60 ÁRA OG ELDRI Íbúðirnar eru ætlaðar fyrir 60 ára og eldri og í boði eru 2 mismunandi stærðir. Íbúðirn- ar eru rúmgóðar, opnar og bjartar. Sameiginlegur salur á jarð- hæð sem snýr að skjólgóðu útivistarsvæði tengist and- dyri fjölbýlishúsanna og er innangengt á milli bygging- anna og Hrafnistuheimilisins um bílageymslu neðanjarðar. Lyfta er í húsunum. Útsýni er fallegt þar sem stórbrotið langslag hrauns og sjávar nýtur sín vel. LEIGUFORM Leigjendur greiða auk húsaleigu ákveðið hlutfall af verði íbúða eða 30% og fá þannig afnotarétt í sam- ræmi við gildandi lagaákvæði og eiga rétt á húsaleigu- bótum í samræmi við gildandi reglur. Mánaðargreiðsla af 75,5 fm íbúð á 1. hæð 84.117 kr. Afnotaréttur 4.683.864 kr. Mánaðargreiðsla af 113 fm íbúð á 1. hæð 122.436 kr. Afnotaréttur 7.001.059 kr. Mánaðargreiðsla af 113 fm íbúð á 3. hæð 136.319 kr. Afnotaréttur 7.645.668 kr. NÁLÆGÐ VIÐ HRAFNISTU Íbúðirnar eru sambærilegar íbúðum á almennum markaði sem njóta góðs af nálægð sinni við Hrafnistu sem hefur ýmsa möguleika í för með sér. Íbúar geta notið náinna samvista við Hrafnistu og keypt þaðan margskonar þjón- ustu og afþreyingu eins og mat, hársnyrtingu, leikhúsferðir, handavinnu, þorrablót og kvöldvökur. Einnig geta íbúar keypt aðgang að ýmis konar hreyfiþjónustu á Hrafnistu, eins og leikfimi, sund og boccia. KVINTETT og oktett er á verk- efnaskrá tónleika Kammermús- íkklúbbsins í Bústaðakirkju kl. 20 í kvöld, sunnudagskvöld. Flytjendur eru átta: Einar Jóhannesson, klarín- etta og bassaklarínetta, Sigrún Eð- valdsdóttir og Zbigniew Dubik, fiðl- ur, Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla, Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló, Richard Korn, kontrabassi, Jósef Ognibene, horn og Rúnar Vilbergs- son, fagott. Fluttur verður Kvintett í A-dúr eftir Wolfgang Amadeus Mozart fyrir klarínettu, tvær fiðlur, víólu og selló K. 581. Verkið er frá árinu 1789 og er í sex þáttum. Einn- ig verður leikinn Oktett í F-dúr eftir Franz Schubert frá árinu 1823. Verkið hefur númerið D.803 og er fyrir tvær fiðlur, víólu, selló, kontra- bassa, klarínettu, horn og fagott. Í efnisskrá segir m.a.: „Klarínettukvintett Mozarts er eitt af síðustu kammerverkum tón- skáldsins og telst til meistaraverka tónlistarsögunnar. Tónskáldið hafði ekki klarínettuna í huga þegar hann samdi verkið, heldur bassaklárínett- hornið. Tónleikagestir fá að heyra upprunalega útgáfu verksins leikna á bassaklarínettu. Schubert samdi Oktettinn fyrir blásara og strengi árið 1823. Menn hafa gjarnan viljað nefna Septett Beethovens op. 20 sem fyrirmynd þessa verks þótt ekki séu allir því sammála. En víst er að margt er líkt með þessum verkum. Hljóð- færaskipun er eins að því und- anskildu að Schubert bætir við einni fiðlu. Bæði verkin eru í sex köflum sem eru sambærilegir og í sömu röð nema að Schubert víxlar röðinni í menúettinum og skersóinu. Það sem skilur verkin að er hins vegar að verk Beethovens ber merki æsku- þróttar. Oktett Schuberts spannar miklu víðara svið tilfinninga og þar skiptast á átakamiklir og ljóðrænir klafar og léttleikandi og fjörmiklar laglínur.“ Morgunblaðið/Þorkell Tónlistarhópurinn sem leikur í Bústaðakirkju í kvöld. Vítt svið tilfinninga Des hefur að geyma þekkt sígild jóla- lög með útsetningum og leik Gunnars Gunnarssonar org- anista. Platan er þriðja í röðinni í svonefndum skálm-stíl, hinir tveir eru Skálm og Á plötunni eru m.a. Nóttin var sú ágæt ein, Hin fyrstu jól, Have Yourself A Merry Little Christmas, Julekveldsvise, Sleðaferðin, The Christmas Song, Yfir fannhvíta jörð og Heims um ból. Gunnar Gunnarsson hefur hlotið lof fyrir nýstárlegar útsetningar og flutning á sálmalögum, djassi og þjóðlegri tón- list. Hann sendi frá sér, ásamt Sigurði Flosasyni, geisladiskana Sálmar lífs- ins og Sálmar jólanna. Auk þess að vera organisti við Laugarneskirkju í Reykjavík hefur Gunnar starfað með mörgum þekktum tónlistarmönnum og m.a. komið fram á tónleikum á öllum Norðurlöndum, í Þýskalandi og Kan- anda. Útgefandi er Dimma ehf, en dreifing er á vegum Smekkleysu SM. ehf. Hljóðrituð í Salnum í Kópavogi og sá Sveinn Kjartansson um hljóðritun og eftirvinnslu. Hlynur Helgason hannaði útlit. Verð: 2.399 kr. Jólalög ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.