Morgunblaðið - 23.11.2003, Page 58

Morgunblaðið - 23.11.2003, Page 58
58 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 13.30 3D gleraugu fylgja hverjum miða Það sem þú veist um ótta kemst ekki nálægt þessu. Beintá toppinní USA! Kl. 8 og Powersýning kl. 10.10. B.i. 16 Stranglega bönnuð innan 16 ára!  Kvikmyndir.com Skonrokk FM909  ÞÞ FBL HJ MBL HK DV Sýnd kl. 2, 4 og 6. Með íslensku tali. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 16. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Medallían er annað öflugasta vopn í heimi. Hann er það öflugasta! Frábær mynd stútfull af gríni og spennu! Power-sýningkl. 10 FRUMSÝNING Power-sýningkl. 10.10 Sýnd kl. 4, 6, 8 og Powersýning kl. 10. B.i. 10. Will Ferrell  Kvikmyndir.com Hann hélt alltaf að hann væri bara venjulegur álfur, þangað til annað kom í ljós.kl. 3, 5.40, 8 og 10.10. B.i. 16. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i. 10. Sýnd kl. 2. með ísl. tali. Miðav erð kr. 50 0 Sýnd kl. 8. B.i. 10. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Með íslensku tali. Sýnd kl. 10.Sýnd kl. 2, 4 og 6. Will Ferrell  Kvikmyndir.com Stranglega bönnuð innan 16 ára! Beint átoppinn í USA! Kl. 8 og Kraftsýning kl. 10. B.i. 16. Það sem þú veist um ótta kemst ekki nálægt þessu. Stærsta grínmynd ársins! í i ! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna Power-sýning kl. 10. Það vill nú vera svo að margtþað skemmtilegasta sember fyrir eyru er bræð-ingur af ólíkum stílum og stefnum, þegar menn hræra saman því sem maður að óreyndu hefði ekki sett saman. Stundum heppn- ast það miður, en ef menn eru nógu djarfir gengur það bara býsna vel upp. Breska tríóið Mountaineers sendi frá sér ágæta skífu á dög- unum sem er einmitt samkrull af rafeindatónlist og rokki með tals- verðum poppkeim. Eftir því sem þeir Mountaineers- menn rekja söguna eru þeir af tón- listarmönnum að langfeðgatali. Ceri James státar af því að amma hans hafi verið píanóleikari hjá konservatoríinu í Vínarborg (og afi hans, sem var fiðlusmiður, fundið upp gamba-ballettskóinn, þótt það tengist ekki tónlist beint). Tomas Kelar er af tékknesku bergi brot- inn. Móðir hans er þekkt sígauna- söngkona og frænka hans fræg fyr- ir framúrstefnulegan fiðluleik. Þriðji liðsmaður sveitarinnar er svo Alex Germains, afi hans var kynnir í fjölleikahúsi en amma hans sýndi listir sína á svifrá. Foreldrar Germains voru svo bæði menntuð í sígildri tónlist en höfðu mikinn áhuga á tónlist almennt, enda seg- ist hann hafa alist upp við flamenco, boogie-woogie-píanólög, fjalla- tónlist frá Virginíu og Status Quo. Eftir því sem þeir segja sjálfir hefur sveitin starfað saman í ára- tug eða svo, byrjaði sem skóla- hljómsveit sem lék lög eftir aðra og þróaðist síðan í þann mannskap og þá tónlist sem sveitin leikur í dag. Þeir kynntust í velska smábænum Hope og segja að þar hafi þrennt verið til dægrastyttingar: Að klífa Hope-fjall, en hljómsveitin hefur einmitt nafn sitt frá þeirri iðju, sækja eina skemmtistaðinn í bæn- um, Tivoli Ballroom Gardens, sem bauð upp á lifandi tónlist einu sinni í viku, eða reykja hass og sitja í Austin Mini Kelars, sem þeir segja að hafi oft verið skemmtilegra en að sækja tónleika í Tivoli Ballroom Gardens. „Það voru því leiðindin sem leiddu okkur saman og komu okkur út í tónlistina, það var ekkert annað að gera.“ Til að byrja með spiluðu þeir lög eftir aðra og léku víða á krám og búllum í Wales, en þegar þeim bauðst siðan að spila í drauma- staðnum sjálfum, Tivoli Ballroom Gardens, fóru þeir að taka tónlist- ina af meiri alvöru. Eftir að þeir félagar luku skóla- námi fór hver í sína áttina, James nam rafeindatónlist við Bangor- háskóla, Kelar sneri sér einnig að náminu eftir ár í verksmiðjustriti, fór í skóla í Leeds, en Germains gerði mest lítið annað en að safna spiki ef marka má frásögn hans. Fríum eyddu þeir félagar svo sam- an, oftar en ekki í Brno í Tékklandi, en þar átti Kelar marga ættingja. Kelar flutti síðan þangað um hríð en þeir James og Germains byrjuðu að taka upp lög sem þeir höfðu allir lagt drög að á meðan sveitin var enn starfandi og því er trommu- leikur á fyrstu smáskífunum tölvu- gerður, enda sá Kelar um þá hlið mála á meðan hljómsveitin var starfandi. Þeir James og Germains, sem voru fluttir til Liverpool þegar hér var komið sögu, héldu nokkuð af tónleikum tveir með trommu- heila en þegar kom að því að taka upp breiðskífu kölluðu þeir á Kelar og upp frá því hefur hann verið með. Hljómsveitin komst snemma á samning hjá Deltasonic-plötuútgáf- unni í Liverpool, en fékk góðan tíma til að undirbúa sig fyrir frægð- ina; það leið nokkur tími áður en fyrsta skífan, áðurnefnd nafnlaus stuttskífa, kom út skömmu fyrir jól 2001. Plötunni var vel tekið og í kjölfarið færði sveitin sig yfir til Mute-útgáfunnar sem gaf út næstu smáskífu, einnig nafnlausa, og síð- an breiðskífuna í haust. Platan heitir Messy Century, subbuleg öld, „og heitið er einmitt valið vegna þess að öldin okkar er subbuleg, kæruleysislegt klúður“, segja þeir, en eins mætti heimfæra þessa lýsingu upp á tónlist sveit- arinnar, víst er hún grípandi og út- pæld, en útsetningar hræra saman rafeindahljóðfærum, órafmögn- uðum hljóðfæraleik og beittu rokki með góðum árangri, eins konar endurvinnsla á nokkrum helstu tónlistarstefnum síðustu áratuga. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Subbuleg öld Það er alltaf gaman þegar menn hræra saman ólík- um tónlistarstefnum og búa til nýtt úr gömlu. Breska hljómsveitin Mountaineers er einmitt að reyna að gera eitthvað nýtt úr gömlu. Blákaldi veruleiki: Cancun The Real Cancun Leikin heimildarmynd Bandaríkin 2003. Skífan VHS. (96 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn Rick de Oliveira. Aðalhlutverk Fullt af ungu, sætu og ljósabrúnu fólki. ÞESSIR þættir, Real World sem sýndir hafa verið á MTV við miklar vinsældir hjá unglingum, ruddu um margt brautina fyrir raunveru- leikasjónvarp það sem lagt hefur undir sig dagskrá sjónvarpsstöðva um heim allan. Vissulega gáfu þeir tóninn, höfðu þá nýjung fram að færa að í þeim gat að sjá „alvöru“ ungmenni en ekki lærða leikara. Nokkra einstak- linga – nær und- antekningalaust með útlitið í lagi – sem koma hver úr sinni áttinni en þurfa að þola að búa saman í ákveðnu rými. Auðvitað hefur þetta aldrei verið alvöru. Auðvitað er þetta allt klippt til og dramat- íserað fram í fingurgóma. Hver getur líka verið sannur þegar hann starir í myndavélina allan sólar- hringinn? Eini tilgangurinn með því að gera einn þessara þátta fyrir myndband er sá að geta hellt unga fólkið fullt og sýnt meira hold. Auðvitað snúast sólarferðir ungs fólk um þetta sama en samt er þetta eins sönn skrumskæling á raunveruleikanum og hugsast get- ur. Lágkúra!  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Sönn skrum- skæling

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.