Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Framkvæmdabókin 2004 er ekki eingöngu dagbók, heldur einnig tæki til að koma hlutum í verk! Útsölustaðir: FRAMKVÆMDABÓKIN ... og þú kemur hlutum í verk 2004 MET Í ÁLFRAMLEIÐSLU Framleiðsla Alcan og Norðuráls á áli er í heild um 266 þúsund tonn, sem eru hámarksafköst í hvoru álveri fyr- ir sig og framleiðslumet. Útflutnings- tekjur af álframleiðslunni verða alls 34 milljarðar hjá fyrirtækjunum tveimur, miðað við meðalgengi doll- arans á árinu. Gífurlegt manntjón Óttast er að meira en 20.000 manns hafi farist er mjög öflugur jarðskjálfti reið yfir borgina Bam í Suðaustur- Íran í gærmorgun er fólk var enn í fastasvefni. Er það haft eftir embætt- ismönnum, sem áætla að um 50.000 manns hafi slasast og margir mjög al- varlega. Talið er að hundruð ef ekki þúsundir manna séu grafnar undir rústunum en loftmyndir sýna að um 70% borgarinnar eða meira hafi jafn- ast við jörðu. Hefur verið lýst yfir þjóðarsorg í landinu og hafa fjölmörg ríki boðist til að veita Írönum alla þá hjálp sem unnt er. Bjóða hærra verð Kaupþing Búnaðarbanki hefur boðist til að greiða hærra verð fyrir hlutabréf stofnfjáreigenda í Spari- sjóði Reykjavíkur og nágrennis en hlutabréf í eigu sjálfseignarstofnunar SPRON að sögn sparisjóðsstjóra. Eftir að SPRON verður breytt í hlutafélag eru áform uppi um að eig- endur sparisjóðsins skipti á hlutum sínum og nýjum hlutum í Kaupþingi Búnaðarbanka. Kúariða vestra Staðfest hefur verið að kúariða er komin upp í Bandaríkjunum en hún fannst í kú sem slátrað var í Wash- ington-ríki fyrr í þessum mánuði. Vegna þess hafa mörg lönd bannað innflutning á bandarískum naut- gripaafurðum og meðal þeirra eru Japan og Mexíkó, sem eru stærstu innflytjendurnir. Hefur málið leitt til verðhruns á nautgripaafurðum í Bandaríkjunum og hefur gengi hluta- bréfa í veitingastöðum á borð við McDonalds lækkað mikið. Tengsl eru milli kúariðu og Creutzfeld-Jacob- sjúkdóms í mönnum. Y f i r l i t Morgunblaðinu í dag fylgir kynn- ingarblað frá heilsumiðstöðinni Laugum. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@m- bl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í dag Sigmund 8 Kirkjustarf 25/27 Viðskipti 12 Staksteinar 32 Erlent 14/15 Myndasögur 30 Listir 16/17 Bréf 30/31 Ferðalög 18/19 Dagbók 32/33 Úr Vesturheimi 20 Leikhús 36 Forystugrein 22 Fólk 36/41 Viðhorf 24 Bíó 39/41 Minningar 24/25 Veður 43 * * * JÓLIN eru mikill annatími hjá prestum landsins og hafa þeir margt að starfa við að sinna aðventustarfi og guðsþjónustum, samverustundum og fleiru. Fjöldi fólks sótti kirkjur landsins um jólin. Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindasókn, einni yngstu sókn höfuðborgarsvæð- isins, hafði nóg að gera yfir jólatíðina, enda þjónar hann um sex þúsund sóknarbörnum. „Á aðfanga- dag var jólastund fjölskyldunnar í sal Lindaskóla. Þar söng kór Salaskóla og engill kom í heimsókn. Þetta eru önnur jól safnaðarins,“ segir Guðmundur. „Klukkan sex á aðfangadag var síðan hefðbundinn aftansöngur í salnum. Á jóladag var messa klukkan ellefu og það verður aftur messa á gamlársdag klukkan ellefu, sem mér skilst að sé frekar óvenju- legur messutími, því víðast eru messur haldnar klukkan sex. Helgihald og messur í Lindasókn fara fram í sal Lindaskóla, en það var einnig heilmikið um að vera í safnaðarheimilinu á aðventunni. Þar fara meðal annars fram mömmumorgnar, fermingarfræðsla, unglingastarf og starf fyrir eldri börn og ýmis nám- skeið. „Það hefur verið mjög góð sókn í helgihaldið hjá okkur, sérstaklega í fjölskyldustundina klukkan fjögur á aðfangadag, þá komu á milli tvö hundruð og fimmtíu og sextíu manns og það var mjög góð stemning. Þessi stund er hugsuð fyrir fólk með yngri börn sem eru að bíða eftir að klukkan hringi jólin inn og jafnframt til að fá með sér þennan góða jólaanda, jólaskap og jólafrið með því að hlýða á guðspjallið og syngja saman Heims um ból.“ Guðmundur bætir við sögu úr safnaðarheimili Lindasóknar sem er í litlu timburhúsi og stendur eitt á fyrirhugaðri kirkjulóð. „Það er svolítið skemmtilegt frá því að segja að safnaðarheimilið okkar, sem oft er kallað húsið á sléttunni, var fyrst í stað gjarnan tekið í misgripum fyrir eitthvað ann- að. Einn daginn milli jóla og nýárs í fyrra reif ungur maður upp hurðina hjá okkur, rauk inn og varð hvumsa þegar hann sá hvað var þarna inni og spurði hissa: „Hvað? Er þetta ekki flugeldasala HK?“ Hann varð hálfvandræðalegur þegar hann uppgötvaði að svo var ekki.“ Smella kossi á kinn í kirkjudyrunum Ragnheiður Jónsdóttir, sóknarprestur í Hofsóss- og Hólaprestakalli, þjónar sex kirkjum, Hóladóm- kirkju, Viðvíkurkirkju, Hofskirkju á Höfðaströnd, Hofsóskirkju, Fellskirkju og Barðskirkju í Fljót- um. Það hefur því verið afar annasamt hjá Ragn- heiði um jólin en sóknarbörn hennar eru um 700. „Það voru fimm hátíðarguðsþjónustur í minni um- sjón yfir jólin,“ segir Ragnheiður. „Þetta eru hefð- bundnar fjölskyldumessur í þeim skilningi að allar kynslóðir koma saman til kirkju. Þá eru sungnir há- tíðarsöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar og hátíð- arstemning mikil. Kirkjugestir óska hver öðrum gleðilegra jóla með kossi við kirkjudyrnar að lok- inni athöfn. Börnin koma líka mikið í kirkju yfir jól- in. Það má segja að mannlíf sé hið besta hér í Skagafirði yfir jólin. Veðrið var með eindæmum fallegt yfir jóladagana, kyrrt og bjart jólaveður og færðin góð, þannig að hægt var að komast örugglega á milli staða. Í öllum kirkjum var kirkjusókn meiri en undanfarin ár. Ég hef á að skipa tveimur organistum, þeim Önnu Krist- ínu Jónsdóttur og Jóhanni Bjarnasyni, sem fara með mér á milli kirkna ásamt kórfólkinu.“ Á Hólum var sú nýlunda tekin upp að hafa mið- næturmessu á aðfangadagskvöld þar sem hinn ný- vígði vígslubiskup á Hólum, Jón Aðalsteinn Bald- vinsson, þjónaði. „Það var full kirkja og allir virtust mjög ánægðir með þetta nýja fyrirkomulag. Það ríkti mikil helgi yfir Hólastað þessa nótt, en Hólar eru mjög fallega í sveit settir og almennt hefur ver- ið mikill friður yfir sveitunum þessa jólahátíð,“ seg- ir Ragnheiður að lokum. Fjölmennt í kirkjum landsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup predikaði við jólamessu í Hallgrímskirkju á jóladag, en hann er á 93. aldursári. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson þjónaði fyr- ir altari og söngur Mótettukórsins ómaði um kirkjuna og var yfir athöfninni mikil helgi. Athöfnin var mjög fjölmenn sem og aðrar messur um jólin. Predikaði á tíræðisaldri GERT er ráð fyrir að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið flytji snemma á næsta ári í nýtt húsnæði við Vegmúla 3, en ráðuneytið hefur verið til húsa á Laugavegi 116 þar sem starfsemin hefur í raun verið á þremur stöðum og beggja vegna götunnar. Davíð Á. Gunnarsson ráðuneyt- isstjóri segir að lengi hafi staðið til að flytja starfsemi ráðuneytisins á einn stað og nú hilli undir að það verði að veruleika. „Við höfum verið á tveimur hæð- um í einni byggingu og sitthvoru- megin við götuna einnig, þannig að ráðuneytið hefur í raun verið dreift á þrjá staði, sem er að mörgu leyti afar óhentugt og jafnframt er hús- næðið sjálft afskaplega óhentugt,“ segir Davíð. Ráðuneytið mun flytja í húsnæði við Vegmúla 3 sem KPMG var í áð- ur. Að sögn Davíðs flytur ráðu- neytið þó ekki í nema hluta af hús- næðinu. Hann segir að þótt starfs- fólk fagni því að komast á einn stað sé staðsetningin ekki sú besta sem völ er á, en þar sem fresta þurfti smíði nýrrar stjórnarráðsbygging- ar sé þetta besta lausnin í dag. „Stóra málið er auðvitað að öll starfsemi ráðuneytisins verður á sama stað, en hitt fyrirkomulagið hefur verið mjög umhendis fyrir okkur,“ segir Davíð. Í dag eru um fimmtíu starfs- menn í ráðuneytinu í um fjörutíu starfsstöðum. Reiknað er með að ráðuneytið flytji snemma á næsta ári og þá væntanlega í febrúar eða mars. Heilbrigðisráðuneyt- ið flytur í Vegmúla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.