Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 34
ÍÞRÓTTIR 34 LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild Charlton – Chelsea...................................4:2 Hermann Hreiðarsson 1., Matthew Hol- land 35., Jonatan Johansson 48., Jason Euell 53. - John Terry 10., Eiður Smári Guðjohnsen 73. - 26.768. Fulham – Southampton ...........................2:0 Louis Saha 19., (vsp.), 63. - 16.767 Arsenal – Wolverhampton ......................3:0 Jody Craddock (sjálfsm.) 13., Thierry Henry 20., 89. - 38.003. Birmingham – Manchester City .............2:1 Jeff Kenna 81., Mikael Forssell 87. - Rob- bie Fowler 14. - 29.520. Blackburn – Middlesbrough ...................2:2 Markus Babbel 3., 90. - Juninho 31., 51. - 25.452. Leeds – Aston Villa ..................................0:0 - 38.513. Leicester – Newcastle..............................1:1 Paul Dickov 67. - Darren Ambros 90. - 32.148. Liverpool – Bolton....................................3:1 Sami Hyypia 30., Florent Sinama Pongolle 47., Vladimir Smicer 54. - Henrik Pedersen 85. - 42.987. Manchester United – Everton ................3:2 Nicky Butt 9., Jose Kleberson 44., David Bellion 68. - Gary Neville (sjálfsm.) 13., Duncan Ferguson 90. - 67.642. Portsmouth – Tottenham........................2:0 Patrick Berger 52.,68. - 20.087. Staðan: Man. Utd 18 14 1 3 37:13 43 Arsenal 18 12 6 0 34:12 42 Chelsea 18 12 3 3 33:16 39 Fulham 18 8 4 6 30:23 28 Charlton 18 7 6 5 26:22 27 Newcastle 18 6 8 4 26:21 26 Southampton 18 7 5 6 18:14 26 Birmingham 17 7 5 5 16:19 26 Liverpool 17 7 4 6 26:19 25 Bolton 18 5 7 6 18:26 22 Middlesbro 17 5 6 6 14:17 21 Aston Villa 18 5 6 7 16:23 21 Man. City 18 5 5 8 25:25 20 Everton 18 5 5 8 22:25 20 Portsmouth 18 5 4 9 20:25 19 Blackburn 18 5 3 10 25:29 18 Tottenham 18 5 3 10 19:28 18 Leicester 18 4 5 9 26:29 17 Leeds 18 4 5 9 17:37 17 Wolves 17 2 5 10 13:38 11 1. deild Coventry – Sheff. Utd...............................0:1 Crewe – Burnley .......................................3:1 Gillingham – Watford ...............................1:0 Reading – Wimbledon ..............................0:3 Stoke City – Preston.................................1:1 Sunderland – Bradford.............................3:0 WBA – Derby ............................................1:1 Wigan – Rotherham..................................1:2 Cardiff – Walsall........................................0:1 Cr. Palace – Millwall .................................0:1 West Ham – Ipswich.................................1:2 Norwich – Nottingham Forest ................1:0 Staðan: Norwich 25 14 7 4 37:21 49 WBA 25 13 7 5 36:22 46 Sheff. Utd 24 13 5 6 38:26 44 Ipswich 25 12 6 7 45:35 42 Sunderland 25 11 8 6 32:22 41 Wigan 25 11 8 6 34:27 41 Preston 25 11 6 8 39:30 39 West Ham 25 9 11 5 34:23 38 Reading 25 11 4 10 29:32 37 Millwall 25 9 9 7 28:24 36 Cardiff 25 9 8 8 41:33 35 Crewe 25 10 5 10 32:32 35 Walsall 25 9 7 9 27:26 34 Rotherham 25 8 9 8 24:30 33 Coventry 25 7 11 7 30:31 32 Stoke City 25 8 6 11 32:34 30 Gillingham 24 8 6 10 29:37 30 Nottingham F. 24 7 7 10 34:33 28 Burnley 25 7 7 11 37:46 28 Cr. Palace 25 7 7 11 29:39 28 Watford 25 6 8 11 26:33 26 Derby 24 5 9 10 25:37 24 Bradford 25 4 5 16 19:39 17 Wimbledon 25 5 2 18 27:52 17 2. deild Blackpool – Tranmere ..............................2:1 Bournem. – Plymouth...............................0:2 Chesterfield – Peterborough ...................2:1 Colchester – Luton ...................................1:1 Grimsby – Oldham ...................................3:3 Hartlepool – Barnsley ..............................1:2 Notts County – QPR.................................3:3 Rushden & D. – Swindon .........................2:0 Sheff. Wed. – Port Vale ...........................2:3 Stockport – Wrexham...............................0:1 Brighton – Wycombe ................................4:0 Brentford – Bristol City ...........................1:2 Staðan: Plymouth 23 13 7 3 50:25 46 QPR 23 11 9 3 43:20 42 Barnsley 23 11 7 5 32:27 40 Brighton 23 11 5 7 36:25 38 Bristol City 23 9 10 4 29:19 37 Colchester 23 10 6 7 27:29 36 Port Vale 22 10 5 7 30:28 35 Wrexham 22 10 4 8 25:22 34 Luton 23 9 7 7 36:35 34 Blackpool 22 10 3 9 27:29 33 Hartlepool 23 8 8 7 34:30 32 Rushden & D. 23 9 5 9 39:36 32 Bournem. 23 8 8 7 28:27 32 Swindon 23 8 7 8 31:29 31 Tranmere 23 7 8 8 24:33 29 Grimsby 22 7 7 8 28:31 28 Oldham 23 6 9 8 36:37 27 Sheff. Wed. 23 6 9 8 26:30 27 Brentford 23 8 3 12 25:35 27 Peterborough 23 5 8 10 28:34 23 Stockport 23 4 9 10 28:38 21 Notts County 23 5 6 12 22:37 21 Chesterfield 23 3 9 11 18:30 18 Wycombe 23 3 7 13 24:40 16 HANDKNATTLEIKUR Þýskaland Wallau Massenheim – Kiel ...................36:33 Essen – Wilhelmshavener....................36:27 Flensburg – Pfullingen.........................38:22 Stralsunder – Lemgo............................27:35 Eisenach – Nordhorn............................29:40 Kronau/Östringen – Wetzlar ...............25:27 Staðan: Flensburg 18 15 2 1 584:469 32 Lemgo 18 13 2 3 592:503 28 Magdeburg 17 13 1 3 517:437 27 Kiel 18 12 2 4 558:486 26 Hamburg 17 13 0 4 480:427 26 Essen 18 10 2 6 496:448 22 Gummersb. 17 10 1 6 471:440 21 Wallau 18 9 2 7 562:547 20 Nordhorn 18 8 2 8 536:520 18 Wetzlar 18 8 1 9 448:491 17 Grosswallst. 17 5 4 8 405:450 14 Stralsunder 18 6 0 12 400:496 12 Wilhelmshav. 18 4 2 12 467:501 10 Göppingen 17 5 0 12 442:478 10 Minden 17 5 0 12 442:506 10 Kr-Östringen 18 4 1 13 469:523 9 Eisenach 18 4 1 13 468:547 9 Pfullingen 18 3 1 14 472:540 7 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA Aðfaranótt föstudags: Orlando - Cleveland ..........................113:101  Eftir framlengingu Sacramento - Dallas ..........................103:111 LA Lakers - Houston............................87:99 ARNÓR Atlason, handknattleiks- maðurinn stórefnilegi í liði KA, hefur ákveðið að ganga að tilboði þýska stórliðsins Magdeburg en liðið vill gera við hann þriggja ára samning. Atli Hilmarsson, faðir Arnórs, sagði við Morgunblaðið í gær að Alfreð Gíslason, þjálfari Magde- burg, kæmi til landsins í kvöld frá Þýskalandi með samninginn við Arnór í farteskinu og ef sama stæði í honum og tilboðinu sem Arnór fékk yrði skrifað undir samninginn um helgina. Atli segir að Arnór gangi til liðs við Magdeburg í sumar en samningurinn á að taka gildi 1. júlí. „Mér líst mjög vel á þetta fyrir hönd Arnórs og þó svo að skrefið sé stórt þá held ég að þetta sé réttur tími. Hann er að verða stúdent og vissi ekki alveg hvaða skref hann ætti að taka en nú hefur hann tekið stefnuna á að stunda háskólanám í Magdeburg ásamt unnustu sinni samhliða handknattleiknum. Magdeburg er stórt og öflugt félag og það er mikill styrkur fyrir hann að hafa bæði Alfreð og Sigfús með sér,“ sagði Atli Hilmarsson við Morg- unblaðið. Arnór skrifar undir við Magdeburg  BRYNJAR Björn Gunnarsson var á varamannabekknum þegar Nott- ingham Forest sótti Norwich heim í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Brynjari Birni var ekki skipt inn á í leiknum. Norwich vann leik- inn, 1:0, með skallamarki frá Math- ias Svensson á 14. mínútu leiksins. Norwich komst þar með í efsta sætið en Forest er í 18. sæti.  CHRIS Kirkland, markvörður Liverpool, meiddist á fingri í leikn- um við Bolton í gær. Við myndatöku eftir leikinn kom í ljós að meiðslin eru alvarlegri er talið var í fyrstu og verður Kirkland frá keppni í þrjár til fjórar vikur, eftir því sem Gerard Houllier, knattspyrnustjóri Liver- pool, greindi frá í gærkvöldi. Meiðsl- in verða sennilega til þess að Jerzy Dudek verður ekki seldur frá Liver- pool en orðrómur hefur verið uppi um að hann verði seldur þegar opnað verður fyrir kaup og sölu á leik- mönnum í byrjun næsta árs.  BANDARÍSKI kylfingurinn Greg Kraft hefur ákveðið að höfða mál gegn forsvarsmönnum PGA þar sem hann hefur glímt við lungnasjúkdóm allt frá árinu 2002. Lögfræðingur Kraft segir að kylfingurinn hafi misst réttindi sín á PGA vegna sjúk- dómsins og honum hafi verið gert að leika við aðstæður þar sem vitað var að sjúkdómurinn myndi taka sig upp á ný.  KYLFINGURINN Ernie Els frá S- Afríku ferðaðist gríðarlega mikið á þessu ári og segir ESPN-fréttastof- an að Els hafi ferðast um 160.000 km á árinu 2003 eða um 440 km að með- altali á dag. Els varð í öðru sæti á heimslista atvinnukylfinga á eftir Tiger Woods. Þetta var dæmigert mark eftirfast leikatriði og það er alltaf gaman að skora,“ sagði Hermann en þetta er annað mark hans á leiktíð- inni í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði einnig eftir hornspyrnu frá DiCanio gegn Blackburn í 1:0 sigri Charlton. „Við höfum ekki náð að leika vel í undanförnum leikjum og við vildum ná hagstæðum úrslitum á heimavelli gegn Chelsea. Það hefur ekki gengið vel að skora í undan- förnum leikjum og því var gríðar- lega mikilvægt að liðið skoraði þessi fjögur mörk. Sjálfstraustið er því í lagi.“ Hermann segir að hann og fjöl- skylda hans hafi verið með fullt hús af gestum frá Íslandi yfir jólahátíð- ina og íslenskur jólamatur hafi greinilega farið vel í hann. „Við fáum ekki tíma til þess að fagna þessum sigri því á sunnudag er annar slagur gegn Lundúnaliði er við leikum gegn Tottenham á útivelli. Liðið fer saman á hótel fyrir þann leik þannig að það verða allir komnir á jörðina er við mætum til leiks á White Hart Lane. Það er nokkuð óvenjulegt að leika tvívegis í London á þessum tíma árs og það er í raun heppni að dagskráin sé með þessum hætti.“ Hermann sagði að Eiður Smári Guðjohnsen hefði verið sprækur í framlínu Chelsea í síðari hálfleik. „Ég ræddi við hann eftir leikinn og hann er að ná fyrri styrk eftir ökkla- meiðsli, en hann lét mikið að sér kveða í leiknum og það var erfitt að eiga við hann. Hann lék mjög vel,“ sagði Hermann sem er í hópi tíu ís- lenskra íþróttamanna sem koma til greina sem íþróttamaður ársins 2003 eins og Eiður Smári. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera einn af þeim sem koma til greina sem íþróttamaður ársins,“ sagði Her- mann Hreiðarsson. Hermann skoraði eftir 40 sekúndur Reuters Jimmy Floyd Hasselbaink, framherji Chelsea, komst lítt áleiðis gegn Hermanni Hreiðarssyni, varnarmanni Charlton, en Her- mann skoraði eftir aðeins 40 sekúndur í 4:2 sigri liðsins. SVONA er nú bara knattspyrnan, að þessu sinni nýttum við færin mjög vel og það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að ná þremur stigum úr viðureigninni gegn Chelsea,“ sagði Hermann Hreið- arsson við Morgunblaðið eftir 4:2 sigur Charlton gegn Chelsea í gær. Þar kom Hermann sínum mönnum á bragðið með marki eftir aðeins 40 sekúndur, skallaði knöttinn í netið eftir hornspyrnu frá Paolo DiCanio. Eiður Smári Guðjohnsen kom inná í liði Chelsea í upphafi síðari hálfleiks og skoraði fyrir gestina. ÚRSLIT FÓLK David Beckham, fyrirliði enskalandsliðsins í knattspyrnu og leikmaður Real Madrid á Spáni, segir í nýrri heimildarmynd að hann sé enn undrandi á að Man- chester United skyldi hafa selt sig til Real Madrid í sumar. „Ég átti aldrei von á að þetta myndi gerast,“ segir Beckham í myndinni sem ITV-sjónvarpsstöðin sýndi um jólin. Manchester United seldi Beck- ham á 25 milljónir punda, jafnvirði 3,2 milljarða króna en forráða- menn enska liðsins höfðu áður sagt við Barcelona að Beckham væri til sölu fyrir þessa upphæð. „Mig óraði ekki fyrir að þetta yrði niðurstaðan. Satt best að segja var ég nokkuð sár að Man- chester United skyldi láta mig fara þar sem ég hafði lagt mig fram í þágu liðsins. Mér fannst ég leggja mig fullkomlega fram í hvert sinn sem ég lék með Manchester Unit- ed,“ segir Beckham. Beckham víkur meðal annars að í myndinni að samskiptum sínum og Sir Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóra Manchester United, en þeir voru nokkuð nánir árum saman. „Hann [Alex Ferguson] hefur nánast ekkert talað við mig síðan ég fór til Real Madrid í júlí. Hann hefur ekkert hringt og einu sam- skipti okkar er þegar við hittumst í jarðarför. Þar heilsaði hann mér og við áttum fáein orðaskipti sam- an. Ég verð að segja að ég átti von á að mér yrði sýnd meiri virðing þar sem ég var búinn að vera hjá félaginu allan minn feril,“ sagði Beckham í fyrrgreindri mynd. Beckham enn undr- andi á United

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.