Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 35 LANDSLIÐSMENNIRNIR í hand- knattleik, Einar Örn Jónsson og Rúnar Sigtryggsson, voru í liði Wallau Massenheim sem vann óvæntan sigur á Kiel í 1. deild þýska handknattleiksins í gær. Tapið setti strik í reikning Kiel sem þar með missti aðeins af efstu liðum deildarinnar, Flensburg, Lemgo og Magdeburg, en tvö fyrrgreindu lið- in unnu leiki sína í gær. Einar Örn skoraði fjögur marka Wallau í sigrinum á Kiel en Rúnar komst ekki á blað en var að vanda fastur fyrir í vörn Wallau. Essen, lið Guðjóns Vals Sigurðs- sonar landsliðsmanns, vann einnig og komst upp í 6. sæti deildarinnar þegar það lagði Gylfa Gylfason, landsliðsmann, og samherja hans í Wilhelmshavener, 36:27, á heima- velli. Guðjón skoraði 6 mörk fyrir Essen en Gylfi var með 4 mörk fyrir Wilhelmshavener. Enn sígur á ógæfuhliðina hjá Guðmundi Hrafnkelssyni og sam- herjum hans í Kronau/Östringen. Í gær töpuðu þeir á heimavelli fyrir Wetzlar, 27:25. Kronau/Östringen er í 16. sæti en sigurinn var Wetzlar mikilvægur og er liðið nú um miðja deild. Róbert Sighvatsson og Gunn- ar Berg Viktorsson landsliðsmenn voru í liði Wetzlar. Sir Alex Ferguson stjóri meistar-anna gerði talsverðar breyting- ar á liði sínu fyrir leikinn gegn Ever- ton. Roy Keane gat ekki leikið sökum meiðsla, Ryan Giggs, Phil Neville og Ruud Van Nistelrooy fegnu að kvíla sig og Paul Scholes lék aðeins síðasta hálftímann. Það breytti engu fyrir United því liðið vann sigur á Everton, 3:2, þar sem Duncan Ferguson minnkaði muninn fyrir Everton þremur mínútum fyrir leikslok. Nicky Butt, Kleberson og David Bell- ion nýttu tækifærin vel, allir skoruðu þeir mark og Gary Neville sá um að skora fyrra mark Everton þegar hann skallaði glæsilega framhjá Tim Howard. „Sigurinn var það sem skipti öllu og það var mjög mikilvægt að vinna þar sem við eigum annan leik á sunnudaginn. Við spiluðum á köflum skínandi vel en mér urðu á mikil mis- tök þegar ég skoraði sjálfsmarkið. Sem betur fer náðum við að bæta við tveimur mörkum en við vorum full- kærulausir undir lokin þegar við lét- um Ferguson minnka muninn,“ sagði Gary Neville sem bar fyrirliðabandið í liði Manchester United. Neville hrósaði portúgalska táningnum Ron- aldo en hann fór á kostum í síðari hálfleik og lék varnarmenn Everton oft grátt. Henry aftur í markaskóna Thierry Henry fann netmöskvana á nýjan leik þegar Arsenal vann auð- veldan sigur á botnliði Wolves, 3:0, á Highbury. Henry skoraði tvívegis en fyrir leikinn hafði honum ekki tekist að skora í fimm leikjum í röð. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark Jody Craddocks en Arsenal var komið í 2:0 eftir 20 mín., leik. Arsenal réð lögum og lofum á heimavelli sínum og hefði hæglega getað unnið stærri sigur. „Ég var mjög ánægður með ein- beitingu minna manna og hversu inn- stilltir þeir voru. Við skoruðum tvö mörk snemma leiks sem getur oft verið snúið að höndla en við héldum okkar striki og hleyptum Úlfunum aldrei inn í leikinn. Leikurinn var kannski fullflatur en engu að síður var ég ánægður með frammistöðu liðsins,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Úlfanna sem virðast á hraðri leið niður í 1. deild. Fulham lyfti sér upp í fjórða sætið með 2:0 sigri á Southampton og skor- aði Louis Saha bæði mörkin, það síð- ara úr vítaspyrnu. Saha hefur sterk- lega verið orðaður við Manchester United á undanförnum dögum og sjálfur hefur hann sagt að hann vildi leika með meisturunum. „Það er alveg skýrt í mínum huga. Saha er ekki til sölu og hann verður hjá okkur að minnsta kosti til loka þessa tímabils,“ sagði Chris Coleman, stjóri Fulham. Ranieri ósáttur Claudio Ranieri, stjóri Chelsea, sagði að sínir menn hefðu alveg getað tapað stærra á móti Charlton. „Við vorum illa á verði og ég er ákaflega ósáttir við úrslitin. Charlton skoraði fjögur mörk og fékk nokkur góð færi til að bæta fleiri mörkum við. Það er alveg ljóst að eitthvað fór úr- skeiðis og við verðum að taka okkur saman í andlitinu fyrir leikinn á móti Portsmouth,“ sagði Claudio Ranieri. Það gengur hvorki né rekur hjá lærisveinum Kevins Keegans í Man- chester City. Finninn Mikael Forsell tryggði Birmingham sigur á sveinum Keegans með þegar hann kom sínum mönnum í 2:1 þremur mínútur fyrir leikslok. Robbie Fowler kom City yfir en Jeff Kenna jafnaði tíu mínútum fyrir leikslok fyrir Birmingham. Leikmenn Liverpool gáfu stuðn- ingsmönnum sínum bestu mögulegu jólagjöfina þegar þeir lögðu Bolton á sannfærandi hátt á Anfield, 3:1, en Liverpool hefur ekki tapað heimaleik á Anfield á öðrum degi jóla síðan 1986. Sami Hyypia, Sinama Pongolle og Vladimir Smicer komu Liverpool í 3:0 en Daninn Henrik Pedersen minnkaði muninn fyrir Bolton skömmu fyrir leikslok. Tékkinn Patrick Berger skoraði bæði mörk Portsmouth sem vann langþráðan sigur með því að leggja Tottenham að velli, 2:0. Markus Babbel skoraði í tvígang fyrir Blackburn Þýski varnarmaðurinn Markus Babbel skorar ekki á hverjum degi en hann var svo sannarlega hetja Black- burn þegar liðið gerði jafntefli við Middlesbrough. Babbel skoraði bæði mörk Blackburn og jafnaði á lokamín- útu leiksins. Brasilíumaðurinn Jun- inho var sömuleiðis á skotskónum í liði Boro en hann skoraði bæði mörk liðsins sem tekur á móti Manchester United á morgun. Leeds er ósigrað í fimm leikjum í röð en Leeds og Aston Villa gerðu markalaust jafntefli á Elland Road. „Þetta var erfiður leikur en ég er ánægður með leik liðsins. Ég held samt að úrslitin hafi verið sanngjörn,“ sagði Eddie Gray, stjóri Leeds.  ÍVAR Ingimarsson var í liði Read- ing sem steinlá á heimavelli fyrir Wimbledon, 3:0. Reading hefur held- ur betur misst flugið en þetta var þriðji ósigur liðsins í röð og allir hafa leikirnir tapast, 3:0.  HEIÐAR Helguson lék allan tím- ann fyrir Watford sem tapaði fyrir Gillingham, 1:0. Heiðar skallaði boltann í slá í fyrri hálfleik.  FRANSKI knattspyrnusnillingur- inn Zinedine Zidane ætlar að enda knattspyrnuferl sinn hjá spænska liðinu Real Madrid. „Ég er sann- færður um að ég verði hjá Real Madrid það sem eftir er af mínum ferli og það er það besta sem gæti gerst hjá mér,“ sagði Zidane við spænska íþróttablaðið Marca.  ZIDANE, sem er 31 árs gamall og var á dögunum útnefndur knatt- spyrnumaður ársins hjá FIFA í þriðja sinn, er samningsbundinn Real Madrid til 2005. Zidane segist ætla að ákveða eftir EM í Portúgal næsta sumar hvort hann hætti þá með franska landsliðinu.  STEVE Mclaren, knattspyrnu- stjóri Middlesbrough, segir ekki koma til greina að selja varnarmann- inn Gareth Southgate en ýjað hefur verið að því að Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester Unit- ed ætli að bjóða í Southgate.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, hefur trú á að dóm- urinn yfir Rio Ferdinand varnar- manni Manchester Utd á dögunum verði til að efla liðsandann hjá Unit- ed og hjálpi liðinu við að leiða í bar- áttuna um enska meistaratitilinn.  TOTTENHAM hefur gengið frá samningi við Sheffield Utd um kaup á varnarmanninum Michael Brown. Leikmaðurinn, sem er 26 ára gamall, gengur til liðs við Tottenham 1. jan- úar eða um leið og leikmannamark- aðurinn opnar. Samningur Browns við Sheffield átti að renna út í sumar og því greiðir Tottenham aðeins 500.000 pund fyrir hann.  HELDER Postiga, framherji enska úrvalsdeildarliðsins Totten- ham, segir við íþróttablað í heima- landi sínu, Portúgal, að hann verði að finna leiðina að marki andstæð- inganna á nýju ári. Postiga var keyptur frá Porto fyrir um 800 millj. kr. en hinn tvítugi framherji hefur aðeins skorað eitt mark á leiktíðinni, 5. desember gegn Manchester City í enska deildabikarnum.  RONALDO og Roberto Carlos eru sagðir vera tilbúnir að leika með U-23 ára landsliði Brasilíu á Ólymp- íuleikunum í Aþenu á næsta ári. Það er spænska íþróttadagblaðið AS sem greinir frá þessu. Í hverju liði mega vera þrír leikmenn sem eru eldri en 23 ára og eru félagarnir frá Real Madrid á Spáni sagðir vera tilbúnir að taka þátt í einhverjum af leikjum liðsins í Aþenu. FÓLK Sörenstam mætir körl- um á Hawaii SÆNSKI kylfingurinn Ann- ika Sörenstam ætlar að keppa við karlmenn í golf- íþróttinni en hún tekur þátt í atvinnumannamót á Hawa- ii 7. janúar. Sörenstam vakti athygli er hún tók þátt á PGA-mótaröðinni á Colonial fyrr á þessu ári. Á Hawaii mun Sörenstam eiga í höggi við áhugamenn sem og atvinnumenn en þar verður einnig hin 14 ára gamla Michelle Wie með. Mótið fer fram á mið- vikudegi en bandaríska mótaröðin hefst á ný á dag- inn eftir á Hawaii oig þá- verða Tiger Woods og Ernie Els með en þeir taka einnig þátt í mótinu dagin áður. Wallau setti strik í reikning Kiel Reuters Nicky Butt, leikmaður Manchester United, skoraði fyrsta mark leiksins í viðureign liðsins við Everton með þrumuskoti af tuttugu metra færi. United og Arsenal héldu sínu striki MANCHESTER United og Arsenal héldu sínu striki í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu í gær. Chelsea fór hins vegar í jólaköttinn og eitthvað hefur jólasteikin farið illa liðsmenn, einkum og sér í lagi varnarmennina. Charlton með Hermann Hreiðarsson í fararbroddi skellti milljarðarliðinu, 4:2, og Chelsea hefur þar með tapað þremur af fjórum síðustu leikjum sínum. Ekkert verður leikið í deildinni í dag en á morgun verður leikin heil umferð. ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.