Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 17 3 SÖGUR frumsýna í Loftkastalanum í kvöld gamanleikritið Bless fress (The Male Intellect) eftir Robert Dubac í íslenskri þýðingu og stað- færslu Hallgríms Helgasonar. Að sögn Sig- urðar Sigurjónssonar leikstjóra fjallar leikritið um lífið og tilveruna og ástina í sinni víðustu mynd á sprenghlægilegan hátt, auk þess sem köttur kemur talsvert við sögu, sem útskýrir að nokkru íslenska nafngift verksins. „Þessi einleikur hefur slegið í gegn í Ameríku og ver- ið eitt vinsælasta gamanleikritið þar vestra síðustu þrjú árin,“ segir Sigurður og bendir á að Þröstur Leó Gunnarsson leikari þurfi að bregða sér í margvísleg hlutverk í sýningunni. „Því þótt þetta sé einleikur er þetta mjög mannmargt leikrit og nokkrar hópsenur líka, sem eru býsna skemmtilegar.“ Hvað munu áhorfendur sjá mörgum karakt- erum bregða fyrir? „Það birtast afgerandi um sex karakterar, sem stíga þarna á svið og hafa ýmislegt til mál- anna að leggja. Persónurnar eiga fátt annað sameiginlegt en að vera karlkyns, því þeir spanna mjög breitt aldursskeið. Meðal þeirra persóna sem bregður fyrir má nefna lítinn krakka, karlrembu á miðjum aldri og óforbetr- anlegan húmorista sem er 97 ára gamall og nær alltaf að sjá eitthvað skondið út úr ölllu, sem er nú raunar til eftirbreytni. Því ef leik- ritið kennir okkur eitthvað þá er það að við ættum alltaf að líta á björtu hliðarnar og grín- hliðina ef hún er einhvers staðar í nánd því það bjargar ýmsu.“ Hvernig er að leikstýra svona mörgum per- sónum í einum og sama manninum? „Það er eiginlega fátt skemmtilegra, svo ég segi nú bara alveg eins og er. Ég tala nú ekki um þegar maður er með svona frábæran leik- ara eins og Þröst Leó í höndunum. Ég nýt þess auðvitað að þekkja manninn prýðilega og þyk- ist nú kunna býsna vel á hann, bæði af því að við höfum leikið mikið saman og leikið mjög náið saman. Þannig lékum við t.d. síamství- bura fyrir allmörgum árum, en maður kemst eiginlega ekki nær í samleik en það og við bú- um raunar enn að þessu. Síðan erum við nátt- úrlega í sameiningu nýskriðnir upp úr Dýr- unum í Hálsaskógi þar sem ég fékk að leikstýra honum í hlutverki Mikka refs, þannig að við komum nokkuð heitir úr þeirri viðureign að þessu verki, sem er reyndar allt annars eðl- is. Ég leyfi mér að fullyrða það að Þröstur sýn- ir á sér nýjar og glæstar hliðar í þessum ein- leik, enda af nógu að taka hjá honum.“ Nú er verkið skrifað fyrir amerískan mark- að, hvernig hefur tekist til við staðfærsluna? Upplifir maður að þetta séu íslenskir karl- menn og íslenskur veruleiki? „Já, svo sannarlega. Í raun má segja að þetta sé leikrit án landamæra. Hallgrímur er náttúrlega bæði snilldarþýðandi og snilld- arhöfundur og hans handbragð er þannig að okkur finnst leikritið henta afar vel fyrir ís- lenskan markað, án þess þó að vera endilega uppfullt af íslenskum nöfnum og stöðum. Enda snýst það ekki um það. Aðalatriðið er fyrst og fremst að hugsunarhátturinn sé íslenskur en ekki amerískur, enda kemur textinn úr ís- lenskum barka. Á endanum er þessi texti bara leikarans og maður gleymir því hreinlega að hann hafi verið skrifaður einhvern tímann áð- ur eða verið þýddur og til þess er leikurinn auðvitað gerður.“ Úlfur Gröndal sér um hönnun á öllu útliti sýningarinnar, Friðrik Sturluson semur hljóð- myndina og Sverrir Stefánsson hannar lýs- inguna. Frumsýningin hefst kl. 20 í kvöld og sem fyrr segir í Loftkastalanum. Grínhliðin bjargar ýmsu Þröstur Leó Gunnarsson í Bless fress. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Ís- lands er nýlega komin heim úr tónleikaferðalagi um Þýzka- land. Tónleikar hljómsveit- arinnar hlutu góða dóma í dag- blöðum í þeim fimm borgum sem hún átti viðkomu í. „Sinfóníuhljómsveit Íslands býr yfir kröftugum og hlýjum hljómi og sýður og spýr eins og hinn íslenzki Geysir,“ segir í umsögn blaðs í Düsseldorf. „Hið háa listræna stig hljómsveit- arinnar er eftirtektarverður vitnisburður um hið virka tón- listarlíf eyríkisins,“ segir þar. Á efnisskránni voru verk eft- ir Áskel Másson, Sergei Rachm- aninov og Jean Sibelius. Tónverkið Frón samdi Áskell sérstaklega fyrir þessa tón- leikaferð, að beiðni Sinfóníuhljómsveit- arinnar. Því næst var leikinn píanókonsert nr. 2 eftir Rachmaninov. Einleikari var rússneski píanóleikarinn Lev Vinocour, sem búsettur er í Düssel- dorf. Síðast á efnisskránni var 5. sinfónía Sibeliusar. Hljómsveitarstjóri var Rumon Gamba. Hljómsveitin kom fram í Köln, Düssel- dorf, Bielefeld, Osnabrück og Kiel og var aðsókn góð á öllum þessum stöðum. Í Neue Rhein-Zeitung er haft eftir einleikaranum Vinocour um hljómsveitina: „Strax á fyrstu æfingu höfðu allir hljóðfæraleik- ararnir fullt vald á nót- unum. Þeir voru betur und- irbúnir en tilfellið er með flestar aðrar hljómsveitir.“ Vinocour bætir við að á Ís- landi, ólíkt Þýzkalandi, séu hljóðfæraleikarar ekki „tón- listar-embættismenn“. „Túlkendurnir verða stöðugt að sanna sig og leika tónlist á svo ferskan hátt, en jafnframt af mýkt og nákvæmni,“ segir hann. „Íslendingar eru ekki fastir í form- ótuðum hugmyndum um það hvernig leika beri klassíska tónlist, sem á sína skýringu í því að þeir eiga ekki eins sterkar rætur í tónlistararfi [Mið-]Evrópu og í þungbúnum þjóðsögum og heimi skemmtilegra trölla,“ bætir enski hljómsveitarstjórinn Rumon Gamba við. „Hlýir hljómar frá Íslandi“ Rumon Gamba BARNA- og unglingatónleikar verða haldnir í Dalvíkurkirkju kl. 15 á sunnudag. Tónleikarnir verða með leiklistarívafi og eru þeir haldnir í tilefni Evrópuárs fatl- aðra. Börn og unglingar úr tónlistarskóla Dalvíkur, Akureyrar og Eyjafjarðar flytja tónlist við undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur píanóleikara. Þrír ungir menn úr Dalvíkurbyggð flytja örleikritið; Grýla kemst í feitt, eftir Júlíus Júlíusson, í leikstjórn Freys Ant- onssonar og les Júlíus jólasögur eftir sjálf- an sig. Aðgangur er ókeypis en tekið verður á móti frjálsum framlögum sem munu renna til Þroskahjálpar á Norðurlandi eystra. Tónleikar á Dalvík til styrktar fötluðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.