Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 1
Hörkuskalli Hermanns Íslenski jólamaturinn fór vel í Hermann Hreiðarsson | Íþróttir Lesbók og Börn í dag Lesbók | Snillingar saman Hvað bar hæst á árinu? Hinn fullkomnandi hlutur Börn | Gaman að gera gagn og selja kerti Hvernig getum við hjálpað? STRAX eftir jarðskjálftann í Íran í gær- morgun hafði Slysavarnafélagið Lands- björg í samvinnu við utanríkisráðuneytið samband við tengiliði sína hjá stjórnstöð SÞ í Genf til að kanna hvort þörf væri á aðstoð Alþjóðasveitar Slysavarnafélags- ins Landsbjargar. Að höfðu samráði við SÞ í Genf var ekki talin þörf á að setja sveitina í við- bragðsstöðu þar sem ferðalag hennar til Íran tæki það langan tíma að sveitin kæmi að takmörkuðum notum með tæknibúnað sinn til leitar að lifandi fólki. Flestir þeir sem finnast á lífi í húsarúst- um bjargast á fyrstu 24–36 klst. eftir að jarðskjálfti gengur yfir en þar sem Al- þjóðasveitin þarf að fara með áætl- unarflugi tekur það talsverðan tíma að koma henni til Írans. Alþjóðasveitin er hinsvegar ávallt tilbúin að bregðast við þegar eftir er leit- að og verða stjórnendur hennar í sam- bandi við SÞ í Genf til að fylgjast með framgangi mála, segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Íslendingar verða ekki sendir til Íran ÁRIÐ í ár virðist ætla að koma vel út hjá fyrirtækjunum sem reka ál- verin í Straumsvík og á Grundar- tanga, Alcan á Íslandi og Norðuráli. Framleiðsla ársins er í heild um 266 þúsund tonn, þar af nærri 176 þús- und tonn hjá Alcan og liðlega 90 þúsund tonn hjá Norðuráli, sem eru hámarksafköst í hvoru álveri fyrir sig og framleiðslumet. Norðurál bætti við sig fáeinum hundruðum tonna og Alcan tæplega þremur þúsundum tonna, þrátt fyrir tækni- vandamál í upphafi ársins. Útflutningstekjur Alcan verða um 305 milljónir dollara og 137 milljónir dollara hjá Norðuráli, eða alls 442 milljónir dollara. Það gerir tæpa 34 milljarða króna, miðað við meðalgengi dollars það sem af er árinu, sem er svipað verðmæti í krónum talið og á síðasta ári. Að sögn Hrann- ars Péturssonar, upplýsingafulltrúa Alcan á Íslandi, eru raunhæfir mögu- leikar taldir á því að geta framleitt 177 þúsund tonn á komandi ári. Hrannar segir að þessu til viðbótar hafi Alcan flutt inn rúm 14 þúsund tonn af málmi sem hafi verið breytt í verðmæta afurð og selt aftur. Er það 40% meira en reiknað var með í upphafi ársins. Segir Hrannar útlitið vera gott á næsta ári hvað pantanir á áli varðar, eins langt og hægt sé að sjá fram í tímann í áliðnaðinum. Fram kemur í pistli Rannveigar Rist, forstjóra Alcan, í nýj- asta tölublaði Ísal-tíðinda, að fram- leiðslumetið hafi verið slegið þrátt fyrir tæknileg vandamál í kerskálum í upphafi árs- ins, þar sem frumorsökin var gæða- vandamál í skautum frá Aluchemie. „Á örstuttum tíma myndaðist nán- ast neyðarástand í kerskálum, en með samstilltu átaki náðist stjórn á vandanum á ótrúlega stuttum tíma. Allir hlutaðeigandi eiga mikið hrós skilið fyrir afrekið,“ segir Rannveig í fréttabréfinu. Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og stjórn- unarsviðs Norðuráls, segir að þetta verði að öllum líkindum besta rekstrarár félagsins til þessa. Framleiðslan sé heldur meiri en ætlað var en útflutningstekjurnar lægri. Eftir sem áður sé rekstrar- niðurstaðan góð, sú besta í sögu Norðuráls. „Veiking dollarans hefur unnið gegn okkur á árinu og þýtt hærra innkaupsverð á rafskautum frá Þýskalandi. Einnig er launakostn- aður hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir en libor-vextir í dollurum hafa hins vegar verið mjög lágir,“ segir Ragnar og er bjartsýnn á gott ár framundan á Grundartanga. Mikil- vægt er að hans mati að vel takist í samningagerð á vinnumarkaði þannig að stöðugleiki í efnahagslíf- inu haldi áfram. Útflutningsverðmæti áls nærri 34 milljarðar króna á þessu ári Framleiðslumet slegin hjá Alcan og Norðuráli Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞÚSUNDIR manna fórust er mjög öflugur jarðskjálfti reið yfir borg- ina Bam í Suðaustur-Íran í gær- morgun og jafnaði hana að stórum hluta við jörðu. Í gærkvöld var haft eftir írönskum embættismönnum, að meira en 20.000 manna hefðu látið lífið en fullvíst var talið, að margir, jafnvel þúsundir manna, væru grafnir undir rústunum enda fólk enn í fastasvefni er ósköpin dundu yfir. Áætlað var, að um 50.000 manns hefðu slasast og margir mjög alvarlega. Haft var eftir írönskum embætt- ismönnum í gær, að 20.000 manns að minnsta kosti hefðu farist í skjálftanum en í Bam bjuggu um 80.000 manns. Sýna myndir, sem teknar voru úr lofti, að 60 til 70% borgarinnar jöfnuðust við jörðu. Að sögn Írana var styrkur skjálftans 6,3 stig á Richter en ýmsar jarðskjálftastöðvar erlendis telja, að hann hafi verið öflugri. Voru upptök hans skammt frá borginni, sem er í um 1.000 km fjarlægð frá höfuðborginni, Teher- an. Reið skjálftinn yfir um klukkan hálfsex að morgni þegar fólk var enn inni í húsum og flestir sofandi að því er fram kemur hjá erlendum fréttastofum, AP og AFP. Sigtryggur Ari Jóhannsson, sem staddur er í Teheran og vinnur þar að undirbúningi pílagrímaflugs á vegum flugfélagsins Atlanta, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hörm- ungarnar væru aðalefnið í öllum fjölmiðlum, sem teldu, að nokkur tími myndi líða áður en vitað væri hve manntjónið er mikið. Í sjón- varpi væru nefndar tölur allt upp í 20.000. Kvaðst Sigtryggur ekki sjálfur hafa fundið fyrir skjálftan- um, sem þó fannst í Teheran. „Kannski sé ég þig ekki aftur“ Þegar í gær var búið að taka um 2.000 manns eina stóra gröf í graf- reit borgarinnar og þar voru hundruð manna, sem grétu og hörmuðu lát ástvina sinna. Meðal þeirra var Mohammed Karimi, maður á fertugsaldri, sem sat yfir líki konu sinnar og fjögurra ára gamallar dóttur. „Í gærkvöldi, áður en við fórum að hátta, teiknaði hún fyrir mig mynd og kyssti mig fjórum koss- um,“ sagði hann um dóttur sína. „Þegar ég spurði hvers vegna hún hefði kossana fjóra, sagði hún: „Kannski sé ég þig ekki aftur, pabbi,“ svaraði hún þá,“ sagði Kar- imi og grét. Í allan gærdag reyndi fólk í ör- væntingu að leita sér hjálpar en mikil ringulreið ríkti á hamfara- svæðinu. Þjóðarsorg Mohammad Khatami, forseti Ír- ans, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna hamfaranna og íranska ríkisstjórnin skoraði á er- lend ríki að koma til hjálpar. Brugðust mörg ríki ásamt alþjóð- legum hjálparstofnunum strax við kallinu og hafa boðið fram aðstoð sína. Dauði og eyðilegging er íranska borgin Bam jafnaðist næstum við jörðu í hörðum jarðskjálfta Óttast að meira en 20.000 hafi farist í hamförunum Talið að þúsundir manna séu grafnar í rústunum Fjöldi erlendra ríkja hefur boðið fram aðstoð Reuters Látið fólk borið burt úr rústunum. Flest hús í Bam eru úr leirsteini og ekki undir það búin að standast jarðskjálfta þótt þeir séu tíðir á þessum slóðum.           Fornfræg borg/14 STOFNAÐ 1913 350. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.