Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 11.30 Sýnd kl. 12. Sýnd kl. 12, 2, 4 og 6. Með íslensku tali. Sýnd kl. 8 og 11. B.i. 14. Pow er- sýni ng kl. 11 og12 ámið nætt i Sýnd kl. 12, 2, 3, 4, 6, 7, 8, 10 og powersýningar kl. 11 og 12 á miðnætti  Kvikmyndir.com „Ein besta jólamynd sem sést hefur...“ Hjörleifur Pálsson, Kvikmyndir.comkl. 12, 4, 8 og 12 á miðnætti EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 2. Með ísl. tali. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 10 og kraftsýning kl. 12.  Kvikmyndir.com KRAFT SÝNIN G KL. 12 Will Ferrell Á HVERJU ári bætist við sístækk- andi flóru jólatónlistar, þennan sér- staka geira tónlistarinnar sem springur út með látum einu sinni í mánuði ár hvert og er svo horfinn með það sama, um og upp úr þrettándanum. Endurnýjunin er með ýmsum hætti. Á öld tækninnar hafa margir lætt frá sér einu lagi og vistað í vef- heimum. Þannig er hægt að nálgast jólalag með trúbadornum JoJo á grandrokk.is, rokksveitin Dikta er með jólalag sem hægt er að nálgast á heimasíðu þeirra (www.dikta.net) og á hljómskrárvefnum rokk.is má sjá að margar sveitir þar eru að dansa í kringum jólatréð um þessar mundir. Nú svo ráðast menn ein- faldlega í plötuútgáfu. Tvöfalda platan Jólalögin okkar inniheldur bæði hljóm- og mynddisk með lög- um sem flutt voru í Stundinni okkar af landsþekktum söngvurum. Páll Óskar og Monika eiga hina und- urfallegu Ljósin heima en svo eru líka þeir sem fara furðulegri leiðir. Bassaleikarinn Jakob Smári Magn- ússon gaf út Bassajól fyrir skemmstu þar sem er að finna jóla- lög eingöngu leikin á bassa og hinn átján ára Gísli Hvanndal hefur gef- ið út fjögurra laga jóladisk. Jóla- sögur Júlla er þá nýr diskur með fjórum sögum eftir Júlíus Júlíusson sem höfundur les sjálfur. Þrjár plötur, sem hafa verið ófá- anlegar lengi hafa líka verið endur- útgefnar. Þetta eru Jólin, jólin með Svanhildi (kom upprunalega út 1972), Jólin hennar ömmu frá 1969 og Hátíð fer að höndum ein með Þremur á palli. Þá er líka komin út safnplatan Hátíð í bæ, tvöfaldur hljómdiskur með 48 íslenskum jólalögum sem hafa orðið sígild síðustu ár, lög eins og „Jólahjól“ með Sniglabandinu, „Gleði- og friðarjól“ með Pálma Gunnarssyni og „Jólastund“ með Stuðkompaníinu. „Stoltust af þessari“ Jólaplata Þriggja á palli, Hátíð fer að höndum ein, kom upp- runalega út árið 1971. Platan, sem inniheldur íslensk þjóðlög, var end- urútgefin á diski árið 1994, seldist fljótlega upp á nýjan leik, og er nú endurútgefin í annað sinn. „Það er mikið spurt um þennan disk um hver jól,“ segir Edda Þór- arinsdóttir, söngkona tríósins. „Fólk hringir t.d. utan af landi og spyr um þetta.“ Edda segir að verulega hafi verið vandað til verka á þessum tíma, meðlimir hafi t.a.m. lagst í tölu- verðar rannsóknir vegna plötunnar í góðu samstarfi við starfsmenn hjá Árnastofnun. „Jón „bassi“ Sigurðsson útsetti svo lögin, sem flest voru fengin úr Þjóðlagasafni séra Bjarna Þor- steinssonar og platan var tekin upp í Stokkhólmi. Ég er eiginlega stolt- ust af þessari plötu, þó ekki nema bara út af metnaðinum sem við lögðum í þetta,“ segir Edda að lok- um. Gömul og ný jólatónlist arnart@mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.