Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 27
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 27 R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Atvinnuhúsnæði Mjög gott og snyrtilegt atvinnuhúsnæði til sölu í Ármúla 22 (2. hæð). Húsnæðið getur hentað fyrir ýmis konar starf- semi, s.s. læknastofur, tannlæknastofur, sjúkraþjálfun, skrifstofur, heildsölur, auglýsing- astofur og ýmislegt fleira. Ásett verð 21 millj. Áhvílandi er 11 millj. kr. skuldabréf til átta ára með 7% föstum vöxtum. Allar raf- og tölvulagnir eru nýjar og býður hús- næðið upp á mjög mikla möguleika. Stórar vörudyr Síðumúlamegin. Ýmiss konar skipti eru hugsanleg, s.s. á íbúðar- húsnæði, sumarhúsi eða minna atvinnu- húsnæði. Hlutur í vel reknu fyrirtæki kemur einnig til greina. Upplýsingar í síma 868 0329. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Eflingarfélagar athugið Jólaball Eflingar-stéttarfélags verður haldið 28. desember kl. 16 í Iðnaðarmannahúsinu við Hallveigarstíg 1. Húsið opnað kl. 15.30. Miðasala er á skrifstofu Eflingar, Sætúni 1. Miðar einnig seldir við innganginn. Í dag kl. 15.00 Jólafagnaður fyrir eldri borgara. Hin árlega blysför FÍ sunnu- daginn 28. desember. Lagt af stað frá Nauthóli kl. 16. Blys seld á kr. 400. Gengið að Minni Öskjuhlíð og horft á flug- eldasýningu Þátttaka í göngunni er ókeypis. Allir eru velkomnir. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan heldur félagsfund laugardaginn 27. desember kl. 15.00. Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu, 2. hæð, inngangur að norðan. Léttar veitingar. Stjórnin. RAÐAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is ÍSLAND er aðeins í 21. sæti í samfélagi þjóðanna hvað varðar nýsköpun í atvinnulífinu. Þó hef- ur framlag fyrirtækja til rann- sókna og þróunar þrefaldast á einum áratug. Einnig hefur hið opinbera tvöfaldað framlag sitt á sama tíma til þessa málaflokks og á Ísland nú heimsmet í fram- lagi hins opinbera til rannsóknar og þróunar eða um 1,2% af vergri landsframleiðslu. Þetta segir Jakob Kristjánsson, forstjóri Prokaria, að sé þver- sögn sem þurfi að skilja og taka á. „Íslenskir vísindamenn kvarta enn yfir fjárskorti og benda rétti- lega á að Samkeppnissjóðir Rannís séu jafnlitlir og áður, þó að íslenska rannsóknar- og þró- unarkerfið velti 23 milljörðum,“ segir Jakob. Hann segir þetta koma verulega niður á fyr- irtækjum sem skorti fé til sinna rannsókna. Sjóðir Rannís, sem hafa 400 milljónir til umráða á hverju ári, hafi verið einu op- inberu sjóðirnir, sem allir hafa haft aðgang að. Þó fyrirtæki hafi haft jafnan rétt á að sækja til Rannís eins og stofnanir og há- skólar, þá hafa yfirleitt fá verk- efni frá fyrirtækjum uppfyllt vís- indakröfur Rannís. „Sjóðirnir eru hannaðir fyrir opinberar stofnanir og stýrt af þeim. Það er því ekki fyr- irsjánlegt að neitt muni breytast hvað varðar aukningu á opinberu fé til nýsköpunar- og sprotafyr- irtækja þó að nýr tækniþróun- arsjóður hafi nú verið stofnaður,“ útskýrir Jakob. Jakob segir að því þurfi að breyta sjóðakerfinu hér á landi, sem hafi allt aðra uppbyggingu en gengur og gerist er- lendis og einnig hlut- verki stofnana sem stundi rannsóknir og þróun í samkeppni við fyrirtækin. Samkvæmt tölum frá Rannís fóru tæpir 23 milljarðar króna til rannsókna- og þróun- arstarfsemi árið 2001, að sögn Jakobs. Þar af komu tæpir 9 millj- arðar frá hinu op- inbera. „Samkvæmt þessu ætti allt að vera í lukkunnar vel- standi þar sem níu milljarðar eru umtalsvert meira en meðaltal hinna Norðurlandanna af op- inberu fé til rannsókna og þróun- ar,“ segir Jakob, en svo er ekki þar sem fénu er ekki skipt með sama hætti hér og annars staðar. „Ef við myndum skipta þessum peningum ríkisins með sama hætti og gert er á hinum Norð- urlöndunum, mætti nálgast það með tvennum hætti. Ef dreifa ætti þess- um níu milljörðum þannig að hlutföllin yrðu svipuð og á hinum Norðurlönd- unum þá myndi framlagið til op- inberra stofnana lækka um þrjá millj- arða, háskólar fengju 300 millj- ónum meira en nú og og 2,7 milljarðar færu til fyrirtækja í stað rúmra 200 milljóna eins og nú. Ef peningarnir færu hinsvegar allir til stofnana og há- skóla en fyrirtæki fengju ekkert eins og nú er, en hlutföllin yrðu eins og á hinum Norðurlönd- unum, færðust um 2,2 milljarðar frá stofnunum til háskóla.“ Stofnanirnar berjast um féð Jakob segir það endurspeglast í tölum frá Rannís að nánast allt fjármagnið til þeirra stofnana sem sækja fé í sjóði til rannsókna og þróunar komi á endanum frá ríkinu þó að hluta þess eigi í raun og veru að vera aflað með tekjum af markaði. „Stofnanirnar berjast hart um fé, það er hörð samkeppni á milli stofnana. Það hefur auðvitað áhrif á stöðu fyr- irtækja sem eru að reyna að sækja inn á þann markað sem stofnanirnar þjóna. En þar mæt- um við mikilli samkeppni frá stofnununum.“ Á síðasta ári voru sett ný lög þar sem Rannsóknarráðinu var breytt og vísinda- og tæknisjóður sameinaðir. „Það er ljóst að þessi breyting leggur meiri áherslu á grunnrannsóknir en áður,“ út- skýrir Jakob. „Það sem líka hef- ur breyst á undanförnum árum er að rannsóknarnemum hefur fjölgað. Þetta er góð þróun en krefst fjár og það hefur sýnt sig að stór hluti af fé frjálsu sjóð- anna fer einmitt til þessa hóps en flestir nemanna starfa inni á stofnunum. En það þýðir að sá litli hluti sem þó var merktur fyrirtækjum áður kemur til með að nánast hverfa.“ Að sögn Jakobs hefur nýr sjóð- ur verið stofnaður til að bregðast við þessu, tækniþróunarsjóður, sem er með 200 milljónir á fjár- lögum. „Það sem ég óttast er að reglur sjóðsins verði með þeim hætti að það verði fyrst og fremst stofnanir sem fái úthlutað úr þeim sjóði en ekki fyrirtækin.“ Ranghugmyndir um nýsköpun Jakob segir að svo virðist sem ætlast sé til þess að fyrirtækin standi sjálf straum af kostnaði við sínar rannsóknir, þróun og nýsköpun eða eigi að sækja fé til útlanda. Að hans sögn tengist angi af þessum ranghugmyndum um hvernig nýsköpun eigi sér stað. Samkvæmt gamla módelinu byrji nýsköpun í háskólunum, færist síðan yfir í stofnanir og þaðan til fyrirtækjanna. Það sé hins vegar alls ekki reyndin. „Ef þetta módel hefur einhvern tím- ann virkað í raun og veru, þá er það löngu horfið núna.“ Jakob segir lítil fyrirtæki í þessum geira ekki eiga auðvelt uppdráttar, erfitt sé að nálgast styrktarfé til rannsókna. Flest fyrirtækjanna séu stór, hafi byrj- að með einhvern heimamarkað en hafi vaxið með útflutningi. „Stóru fyrirtækin hafa komist á erlendan markað og hafa þá lítið að sækja hér. Það er líka skýr- ingin á því af hverju íslensk fyr- irtæki kaupa mjög takmarkaða þjónustu frá íslenskum stofn- unum. Þessi fyrirtæki þurfa ekki á því að halda. Þau eru með hátt þekkingarstig, hærra en er hjá stofnununum.“ Stofnanir kaupa ekki vinnu af öðrum Jakob segir að fjármunum fyr- irtækjanna sé betur varið í að byggja upp þekkingu innan fyr- irtækisins heldur en að kaupa hana frá stofnunum. „Þetta sýnir að gamla nýsköpunarmódelið virkar ekki, en styrkjakerfið ger- ir samt sem áður ráð fyrir því og stjórnmálamenn telja margir svo vera.“ Þar liggur vandinn að stórum hluta að mati Jakobs sem telur að breyta þurfi hlutverki stofnanna, þær eigi til að mynda alls ekki að keppa við fyrirtæki sem eru að reyna að hasla sér völl á ákveðnum sviðum. „Það er ennfremur afar athygl- isvert að af því fjármagni sem fyrirtæki nota til að kaupa vinnu af hinu opinbera skuli tvöfalt meira vera keypt af háskólum heldur en stofnunum, sem þó flestar eiga að hafa það markmið að þjónusta atvinnulífið,“ segir Jakob. Hann segir það viðtekna venju innan þessa kerfis að stofnanir kaupi ekki vinnu af öðrum, hvorki af einkafyrirtækjum né af öðrum stofnunum. „Þannig sé mikið óhagræði innbyggt í kerfið þar sem stofnanir leggja mikla áherslu á að geta gert allt sjálfar og því er eins eða svipuð starf- semi dreifð um allt stofn- anakerfið með tilheyrandi yf- irbyggingu og endurteknum kostnaði, sem felst í stofnkostn- aði og rekstri á sams konar að- stöðu og tækjabúnaði.“ Bandaríska kerfið virðist virka En hvernig má lagfæra ís- lenska styrktarkerfið til rann- sókna og þróunar? Jakob telur að hægt væri að horfa til þess kerfis sem notað er í Bandaríkjunum. „Þar fá sprota- fyrirtæki mikla styrki auk þess eru stofnanir hvattar til að selja rannsóknir sínar en að öðrum kosti gefa þær. Ef ekkert fyr- irtæki vill taka við rannsókninni ber stofnunum að birta þær. En stofnanirnar eiga ekki að keppa á markaði.“ Jakob segir banda- ríska kerfið skýrt og árangurinn virðist vera góður. Stofnanir eiga ekki að keppa við fyrirtæki Breyta þarf íslenska rannsóknar- og þró- unarsjóðakerfinu til að efla nýsköpun og auðvelda fyrirtækjum að nálgast styrki. Þetta er álit Jakobs Kristjánssonar, for- stjóra Prokaria. Jakob Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.