Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI ALMENNAR sýningar á þriðja hluta Hringa- dróttinssögu hófust í gær og alls sáu hátt í 9.000 manns myndina, en hún er sýnd í sjö bíóhúsum hér á landi. Jón Gunnar Geirdal, markaðsstjóri Hringa- dróttinssögu, segir að myndin fari betur af stað en fyrri myndirnar tvær og vonast til þess að 100.000 manns sjái myndina. Hann segir að ólíkt öðrum myndaflokkum aukist áhorfið og áhugi á myndunum á Hringadrótt- inssögu með fjölgun myndanna, en venjulega dragi úr fjölda áhorfenda á framhaldsmyndir. Spurður um þessar vinsældir, segir Jón Gunnar að myndirnar höfði til mjög breiðs hóps áhorfenda, frá fimm ára upp í áttrætt. „Þetta er bara klassískt ævintýri, fólk er að flýja veruleikann sem það sér í fréttum og les um í blöðunum, það hverfur í bíósalinn í rúma þrjá tíma og sér hið góða sigra hið illa.“ Hátt í 9.000 manns sáu Hringadrótt- inssögu í gær ÍRIS Dröfn Hafberg segir að það hafi farið lítið fyrir hátíðleika jólanna þótt hún hafi fengið bestu jólagjöfina í ár þegar syni hennar var bjargað frá drukknun í sund- lauginni á Flateyri á aðfangadag. „Ég er þakklát fyrir að allt fór vel. Það skiptir mestu máli,“ segir hún. Róbert Máni Hafberg er á öðru aldursári og segir mamman hann vera mikinn sundgarp. Að morgni aðfangadags fór hann með fjöl- skyldunni í sundlaugina á Flat- eyri til að stytta biðina eftir jól- unum, en á meðan var Íris heima að ljúka undirbúningi jólanna. Þegar hún ætlaði að sækja Ró- bert Mána var verið að blása í hann lífi á sundlaugarbakkanaum. „Fyrstu viðbrögð skiptu öllu máli,“ segir Íris og skiptust tveir úr fjölskyldunni á að gera á hon- um lífgunartilraunir. Strákurinn var meðvitundarlaus en sýndi fljótt viðbrögð. Hún segir að hann hafi ekki átt að fara þennan dag. „Ég er bara ótrúlega þakklát að hann skyldi koma aftur.“ Allir voru farnir upp úr laug- inni og búið var að baða og klæða Róbert Mána þegar slysið varð. Íris segir að enginn hafi tekið eft- ir því þegar hann fór út í laugina. Hann hafi farið frá fullorðna fólk- inu á meðan það var að búa sig. Strax var farið að leita að honum og sást þá í hann á botni laug- arinnar þaðan sem honum var bjargað. Lögreglumaður og hjúkr- unarfræðingur á Flateyri voru strax kallaðir út og sjúkrabíll kom frá Ísafirði. Farið var með Róbert Mána á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði og var hann þá enn með- vitundarlaus. Þar dvöldu þau í um og býst við að fljúgja vestur í dag, en í gær var öllu flugi til Ísafjarð- ar frestað vegna veðurs. Hún seg- ir að Róbert Máni hafi þó fengið pakka frá jólasveininum á barna- spítala Hringsins, þar sem þau dvöldu fram eftir jóladegi. Það hefur því ekki mikið farið fyrir hátíðleika jólanna og segir Íris Dröfn að atvikið á að- fangadag setji allt umstangið í kringum þennan árstíma í annað samhengi og undirstriki hvað sé mikilvægast í lífinu. „Svo þegar hann vaknaði var hann alsprækur,“ segir mamman enda Róbert kraftmikill og dug- legur strákur. Pakkarnir bíða heima Eðlilega var hún samt mjög hrædd um drenginn sinn og seg- ist enn vera að ná sér eftir þessa lífsreynslu. Áfallið komi eftir á þegar mesta umstangið sé yf- irstaðið. „Nú bíða bara jólin og pakkarnir heima. Við hlökkum til að komast heim aftur,“ segir Íris klukkustund þangað til sjúkraflug var tilbúið til að ferja þau til Reykjavíkur. Faðir Írisar, Sig- urður Hafberg, fylgdi þeim suður. Íris segir að allir hefðu sagt sér að ástand Róberts Mána væri stöðugt þar sem hjartsláttur var skýr og öndunn örugg. Hann var ekki að fullu kominn til meðvit- undar þegar komið var á Land- spítalann en hjúkrunarliðið var mjög hugulsamt að sögn Írisar og sannfærði hana um að allt færi vel. Í fyrstu hafi hann sofið mikið. Lífgjöfin besta jólagjöfin Morgunblaðið/Árni Sæberg RÓBERTI Mána Hafberg var bjargað frá drukknun á aðfangadegi. Á myndinni er Róbert með afa sínum Sig- urði Hafberg á leið heim til Flateyrar þar sem pakkarnir bíða hans. Flugi var aflýst í gær en reyna á aftur í dag. Pakkarnir bíða heima á Flateyri HELGA Kress, prófessor í almennri bók- menntafræði við Háskóla Íslands, segir í grein í Lesbók Morgunblaðsins í dag að ævi- saga Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Halldór Laxness byggist alfarið á rann- sóknum sænska fræðimannsins Peters Hall- bergs og bæti þar engu við sem máli skipti. Útgefandi bókarinnar um Halldór, Al- menna bókafélagið (AB), sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem m.a. kemur fram að líkt og með önnur handrit hafi handrit bókarinn- ar eftir Hannes Hólmstein verið lesið af „ýmsum sérfróðum aðilum um efni bókarinn- ar, bæði á vegum höfundar og útgefanda, og tillit tekið til athugasemda þeirra“. Enginn þessara aðila hafi gert athugasemdir um þau atriði sem hafi verið til umfjöllunar í fjöl- miðlum. Segir AB gagnrýni af þessum toga á forlagið úr lausu lofti gripna og ekki á rökum reista. Helga Kress segir ennfremur í Lesbókinni að aðferð Hannesar felist ýmist í því að gera útdrátt úr köflum eða endursegja þá svo til orðrétt. Heldur hún því einnig fram að Hann- es hafi á sama hátt nýtt sér texta Halldórs Laxness sem hann setji fram sem sinn eigin. Og Helga bætir við: „Að öðru leyti einkennist stíll bókarinnar af upptalningum, mest á fólki, og samhengisleysi þeirra atriða sem tínd eru til, oft úr annarra manna ritum, og er þá undir hælinn lagt hvort heimilda sé getið.“ Helga sýnir dæmi um vinnubrögð Hann- esar og segir að endingu: „Svona mætti lengi telja, og fer þá að verða spurning eftir hvern bók hans [Hannesar] er.“ Ævisagan byggð á rannsóknum Hallbergs Handritið lesið yfir af sérfróðum aðilum  Fyllt í gap/Lesbók  Yfirlýsing/4 ♦ ♦ ♦ RAFMAGNSNOTKUN höfuðborgarbúa náði ekki hámarki á aðfangadagskvöld eins og margir hefðu búist við, heldur tíunda desem- ber. Skýringin á þessu er að sögn Rúnars S. Svavarssonar, deildarstjóra í greiningu raf- magns hjá Orkuveitu Reykjavíkur, að raf- magnsnotkun iðnaðar og verslunar er meiri en notkun heimilanna. „Toppurinn í rafmagninu var tíunda des- ember,“ segir Rúnar, en 10. desember var orkunotkun höfuðborgarsvæðisins um 172,3 MW. Klukkan sex á aðfangadagskvöld var raforkunotkunin hins vegar 167,3. „Núorðið allt að og leggst saman. En aftur á móti eru skreytingarnar alltaf meiri en árið áður. Toppurinn eykst alltaf um tvö til fimm prósent á milli ára,“ segir Rúnar. Toppurinn á heita- vatnsnotkun höfuðborgarbúa varð klukkan fimm á aðfangadag, um 11.500 rúmmetrar á klukkustund. Ef þessi heitavatnsnotkun er umreiknuð í raforkunotkun samsvarar hún um 700 MW af raforku, en það er u.þ.b. jafn- mikið og orkugeta fyrirhugaðrar Kára- hnjúkavirkjunar. „Ef við þyrftum að hita allt þetta vatn með raforku þyrftum við að styrkja kerfið allverulega,“ segir Rúnar að lokum. kemur toppurinn á þjónustusvæði Orkuveitu Reykjavíkur um miðjan desember, en ekki 24. eins og hann gerði hér áður fyrr. Þegar heim- ilisnotkunin toppar á aðfangadagskvöld, ligg- ur öll iðnaðar- og verslunarstarfsemi niðri. Það segir okkur það að toppurinn frá þessum stóru notendum er ráðandi en ekki heim- ilisnotkunin. Þarna er um að ræða verslanir og fyrirtæki sem eru með starfsemi á höf- uðborgarsvæðinu og eru á fullu í jólaund- irbúningnum. Rafmagnstækin sem voru hér áður fyrr not- uðu líka miklu meira rafmagn. Þetta hjálpast Heitavatnstoppurinn á við stórvirkjun KAUPÞING Búnaðarbanki hefur boðist til að greiða hærra verð fyrir hlutabréf stofnfjáreigenda í Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis en hlutabréf í eigu sjálfs- eignarstofnunar SPRON, segir Guðmundur Hauksson sparisjóðs- stjóri. Áður en til þess kemur verður sparisjóðnum breytt í hlutafélag og fá stofnfjáreigendur hlutfalls- lega stærri eignarhlut í SPRON hf. en sjálfseignarstofnunin, sem byggist á eigin fé sparisjóðsins öðru en stofnfé. Jafngildir það að stofnfjáreigendur selji stofnbréf sín á genginu 2,6 samkvæmt mati irlýsingu stjórnenda þessara fjár- málafyrirtækja. Þetta staðfestir Guðmundur Hauksson. „Það liggur fyrir yf- irlýsing um það að menn eru til- búnir að borga heldur hærra verð til stofnfjáreigenda en sem nemur því sem sjálfseignarstofnunin fær.“ Verðmæti hlutabréfa stofnfjár- eigenda í SPRON hf. verður um 1,4 milljarðar króna og greiðir Kaupþing Búnaðarbanki, sam- kvæmt yfirlýsingu, með nýjum hlutabréfum í sjálfum sér að verð- mæti 3 milljarðar króna. Hins vegar fær sjálf sjálfseignarstofn- unin, sem mun eiga hlutabréf í SPRON hf. að verðmæti 6 millj- arðar króna, hlutabréf í Kaup- þingi Búnaðarbanka að verðmæti 6 milljarðar. Jón G. Tómasson segir það ekki vera sitt mál á hvaða gengi hver stofnfjáreigandi selur hlutabréf sín í SPRON eftir að honum verð- ur breytt í hlutafélag. Það sem varði stjórnina sé að sex milljarð- ar verði í SPRON-sjóðnum, sem sé verðmæti eigin fj́ár SPRON umfram stofnfé samkvæmt mati óháðs aðila. óháðs aðila. Jón G. Tómasson, stjórnarformaður SPRON, segir þá niðurstöðu fást í samræmi við ný lög sem samþykkt voru í des- ember í fyrra og kveði á um hvernig standa skuli að breytingu sparisjóða í hlutafélög. Eftir að SPRON hefur verið breytt í hlutafélag eru áform um að eigendur sparisjóðsins skipti á hlutum sínum og nýjum hlutum í Kaupþingi Búnaðarbanka. Er það liður í að SPRON verði hluti af samstæðu bankans. Aftur fá stofnfjáreigendur mun hærra verð fyrir sín hlutabréf en SPRON-sjóðurinn samkvæmt yf- Stofnfjáreigendur fá hærra verð en sjálfseignarstofnun  Opnuðu leið/4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.