Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 20
ÚR VESTURHEIMI 20 LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Valdimar Arnason eða Valdibutch er einn af þessummönnum sem nánast allir ííslenska samfélaginu í Nýja Íslandi þekkja. Hann rak versl- un og var slátrari í Gimli í um 40 ár og var virkur stjórnarmaður í Íslend- ingadagsnefndinni í rúma fimm ára- tugi, m.a. forseti í tvö ár, en er nú heiðursfélagi. „Ég lít ennþá stundum við í Tip Top, sem ég rak með bróður mínum í um 40 ár, og hjálpa strákun- um við að skera kjötið, úrbeina það og útbúa hinar og þessar steikur,“ segir Valdi. „Annars hef ég alltaf nóg að gera. Ég syng reglulega með karla- kórnum í Gimli og stjórna kór eldri borgara, Senior Echos, auk þess sem ég sinni öðru félagsstarfi. Er virkur félagi í frímúrarareglunni og sker niður kjöt í gesti á ýmsum sam- komum. Og svo er ég formaður hús- stjórnar hérna í byggingunni, þar sem ég bý. Það er því lítið um dauðar stundir.“ Byrjaði sem fiskimaður Í Vesturheimi eru viðurnefni al- geng, rétt eins og á Íslandi. „Við vor- um tveir með sama nafni, ég og Valdi Arnason, frændi minn. Til að rugla okkur ekki saman var ég alltaf kall- aður Valdi butch og það hefur haldist síðan,“ segir Valdi og bætir við að hann hafi reyndar byrjað að vinna sem fiskimaður en ekki slátrari. „Það var erfitt að vera fiskimaður á þess- um árum. Á veturna brúkuðum við fyrst hunda til að draga fiskisleðana og síðan hesta. Það var býsna erfitt, en svo vorum við í hvítfiski á litlum bátum norður á vatni. Einu sinni ætl- uðum við þrír að fara að leggja net í nóvember en allt í einu kom sunn- anvindur og ísinn brotnaði. Þá sá ég fram á endalokin, taldi að leiknum væri lokið, en þegar allt virtist von- laust kom maður á byttu og bjargaði okkur af þunnum ísnum. Allt annað fór niður, eins og sleðinn og netin. Þetta gerðist 11. nóvember og ég man það eins og það hefði gerst í gær. Ísinn lagði ekki aftur fyrr en eftir jól og því gátum við ekki farið til veiða í margar vikur. Ég hætti þessu fiskiríi fljótlega og lærði að verka kjöt hjá kjötfélaginu Burns & Company. Mér þótti það mjög gaman og svo fór að ég keypti búðina með Jóa, bróður mín- um, hérna niðri á fyrsta stræti, skömmu eftir að hann hafði gegnt herþjónustu. Það eru 52 ár síðan við opnuðum og reyndar rákum við tvær kjötbúðir um tíma, en strákarnir hans hafa alfarið tekið við rekstrinum.“ Meðferð og verkun á kjöti hefur breyst á umliðnum áratugum, en Valdi segir að menn hafi þurft að bjarga sér í þá gömlu, góðu daga. „Það var ekki um það að ræða að bíða eftir því að einhver kæmi með kjöt í búðina heldur þurftum við að fara að loknum vinnudegi og líta á gripi hjá bændunum í nágrenninu. Við fórum svona tvö kvöld í viku til að litast um og þegar við sáum skepnur sem okk- ur leist vel á gerðum við eigandanum tilboð. Stundum fengum við það sem við vildum en stundum var okkur sagt að fara til h..., þú veist. Morg- uninn eftir slátruðum við skepnunum við næsta tré svo við gætum hengt skrokkana upp, en við nýttum allt sem til féll. Seldum meira að segja húðirnar í Winnipeg. Svona byrjaði þetta nú og við héldum uppteknum hætti nokkuð lengi en síðar keyptum við kjöt af Kristni Lárussyni í Winni- peg. Á tímabili gekk þetta mjög vel og þá áttum við gjarnan um 30 skrokka hangandi í kæligeymslu, sem við skárum niður á kvöldin fyrir við- skiptin næsta dag. Þetta var mikil vinna en við hugsuðum ekki um það heldur gengum í verkin, enda voru gjarnan raðir fyrir utan þegar við opnuðum klukkan sjö að morgni. Við seldum mikið magn af kjöti, en svo kom að því að fæturnir fóru að gefa sig og fyrir 28 árum seldi ég sonum Jóa minn hlut.“ Valdi talar góða íslensku en hann hefur aðeins einu sinni farið til Ís- lands. Kona hans var Kristín Jónína Benson, sem var m.a. fjallkona 1973, en hún dó 1999. Þau eignuðust þrjú börn, Tim, fráfarandi forseta Íslend- ingadagsnefndar, Patriciu og Valdín, og eiga átta barnabörn og sex barna- barnabörn. „Við hjónin fórum til Íslands 1977 og þá kynnti ég mér meðal annars kjötverkun. Þegar ég leit við í einni verkuninni var verið að úrbeina síður. Konurnar vönduðu sig mikið og tóku eitt rif í einu en auðvitað tók þetta drjúga stund. Ég stóðst ekki mátið og vildi sýna þeim hvernig við færum að, tók hnífinn og afgreiddi síðuna í einu handtaki. Konurnar horfðu á mig og sögðu: „Ef við gerðum þetta svona yrði atvinnuleysi í hópnum“.“ Íslendingadagshátíðin ríkur þáttur í lífi fjölskyldunnar Íslendingadagshátíðin og skipu- lagning hennar hefur verið ríkur þáttur í lífi Valda og fjölskyldu, en hann var forseti Íslendingadags- nefndarinnar 1970 og 1971. Jóhann Vilhjálmur Arnason, pabbi hans, sem fæddist í Gimli, starfaði lengi í nefnd- inni og Tim, sonur hans, hefur verið í nefndinni í meira en 20 ár, þar af for- seti undanfarin tvö ár, en er nú frá- farandi forseti og gegnir því embætti í tvö ár. „Pabbi minn leit meðal ann- ars eftir bókunum 1919 og þá var hagnaðurinn 68 dollarar. Hann sá um Gimligarðinn um árabil og við sáum lengi um að skreyta garðinn og sviðið vegna hátíðarinnar. Tim var ekki nema 12 eða 13 ára þegar ég byrjaði að taka hann með vegna starfa fyrir nefndina og það er ánægjulegt að hafa fengið tækifæri til að fylgjast með honum í forsetaembættinu. Col- in Wilcox, tengdasonur minn, hefur verið fulltrúi lögreglunnar í göngunni undanfarin 18 ár og farið fyrir henni sem slíkur en ég á eflaust eftir að tengjast hátíðinni um ókomin ár haf- andi í huga að mamma varð 110 ára gömul.“ Móðir Valda var Guðrún Björg Björnsdóttir og var hún fjögurra ára þegar hún kom til Kanada 1892 með foreldrum sínum sem voru Björn Jónsson frá Vopnafirði og Guðrún Grímsdóttir frá Axarfirði. Jóhann Vil- hjálmur, pabbi hans, var sonur Jó- hanns Péturssonar og Dórotheu Soffíu Abrahamsdóttur frá Vill- ingadal í Eyjafirði. Valdi er hrókur alls fagnaðar og mikill sögumaður. „Ég hef heyrt þær margar skemmtilegar en Ted Krist- janson, fiskimaður, sagði mér margar góðar og þar á meðal eina þá bestu. Þannig var að Helgi nokkur heimsótti Jón og Guðrúnu. Jón var ekki heima en Guðrún bauð Helga til stofu og færði honum kaffi. Hún fór að sýna honum myndir en þegar búið var að fletta albúmunum sagðist hún eiga fleiri myndir uppi á lofti og sagði hon- um að fylgja sér. Það var frekar dimmt inni og stiginn upp var býsna brattur en Helgi fylgdi Guðrúnu og var býsna fljótur á fæti. Svo fljótur var hann að hann lenti undir pilsi kerlingar. „Guð minn almáttugur, hingað hef ég aldrei komið áður,“ sagði hann og segir ekki meira af myndunum. En talandi um myndir þá byrjuðum við, ég og Freddie Sig- mundson, að mála og máluðum við hvor sína myndina, en að því loknu töldum við tímabært að hætta þeirri iðju. Ég hef því bara málað þessa einu mynd enda hef ég ekki þolinmæðina sem þarf. Ég get ekki setið lengi í einu.“ Félagslífið hefur verið snar þáttur í lífi Valda. Hann hefur mikið látið til sín taka í ýmsum nefndum og ráðum í Gimli og verið ötull félagi í kirkju- starfi, Rotary og fleiri félögum. „Þetta hefur allt verið mjög skemmtilegt en einna skemmtilegast hefur mér þótt að syngja. Því þótti mér gaman þegar strákarnir úr Hafnarfirði, KK, kölluðu mig upp í hátíðarmatnum í tengslum við Ís- lendingadagshátíðina í sumar og báðu mig um að syngja með þeim. Þá fannst mér við hæfi að syngja Hvað er svo glatt, því það á við þegar fólk kemur saman. Öll félög, nefndir og ráð eru hluti af mér og störfin þar hafa veitt mér mikla ánægju. Nú er kórinn minn eitt helsta eftirlætið og það er mjög gaman að stjórna hon- um, en Snjólaug Peterson spilar und- ir á píanó og gerir það listavel, þó hún sé komin á tíræðisaldur. Þegar við komum fram erum við alltaf eins klædd og það eykur samheldnina, en við æfum einu sinni í viku, klukkan 10 á mánudagsmorgnum, og erum með 69 söngva á dagskrá. En fiskimað- urinn er líka enn þá í mér og mér finnst gaman að veiða. Því fer ég stundum niður á bryggju með stöng- ina mína og fæ mér í soðið en er latari við það eftir því sem árunum fjölgar. Þá er betra að skera niður kjöt og taka lagið.“ steg@mbl.is Söngelskur slátrari og sögumaður Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Valdi butch sker kjöt fyrir Dan Johnson, framkvæmdastjóra styrktargolfmóts Lögbergs-Heimskringlu. Morgunblaðið/Steinþór Valdimar Arnason söng með KK Víkingabandinu frá Hafnarfirði, Kjartani Ólafssyni og Kára Friðrikssyni, í hátíðarkvöldverðarboði Íslendingadagsnefndar í sumar og vöktu þremenningarnir mikla lukku viðstaddra. Þegar fólk kemur saman í Gimli í Kanada til að gera sér glaðan dag, borða eða syngja, er líklegt að Björn Valdimar Arnason, Valdi butch, eins og hann er kallaður, sé í hópnum. Steinþór Guðbjartsson spjallaði við þennan síunga slátrara, söngvara og kórstjóra. Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga sendir sjóðsfélögum sínum og samstarfsaðilum hugheilar jóla- og nýárskveðjur með ósk um farsæld á komandi ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.