Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Meistaraprófsverkefni í íþróttafræði Ókeypis þjálfun fyrir aldraða Samanburður á þjálf-unaraðferðum eldrialdurshópa,“ er yfir- skrift meistaraprófsrann- sóknar Janusar Guðlaugs- sonar, íþróttafræðings, við Kennaraháskóla Íslands. Markmiðið með rannsókn- inni er tvíþætt, þ.e. að kanna heilsufar og áhrif líkamsþjálfunar á heilsufar Íslendinga, 70 ára og eldri. Þátttaka í rannsókninni felur í sér 12 vikna ókeypis líkamsþjálfun undir eftirliti íþróttafræðings auk fjög- urra heilsutengdra fyrir- lestra. Enn er hægt að taka á móti sjálfboðaliðum í rannsóknarverkefnið. Kynning á verkefninu verður haldin í félagsað- stöðu eldri borgara í Hafn- arfirði, Hraunseli við Flatahraun 3, kl. 15.30 mánudaginn 5. janúar 2004. Janus er vafalaust kunnastur fyrir farsælan feril sinn í knatt- spyrnu hér heima og erlendis á ár- um áður. Eftir að hafa lagt skóna á hilluna jók hann við íþróttakenn- aramenntun sína frá Íþróttakenn- araskóla Íslands með BS-gráðu frá Institut for Idræt við Kaup- mannahafnarháskóla árið 1997. Nú er hann aftur sestur á skóla- bekk í því skyni að afla sér meist- aragráðu í íþróttafræði við Kenn- araháskóla Íslands. Hafa margir verið í meistara- námi í íþróttafræðum við KHÍ? „Nei, ég veit ekki til að aðrir hafi stundað þar meistaranám í íþróttafræði. Ég hef verið einn í náminu og raunar var hannað sér- stakt námskeið fyrir mig í KHÍ. Hlutföllin snerust við miðað við venjulegan bekk því að ég naut einn leiðsagnar tveggja kennara á námskeiðinu, þ.e. Ólafs Þórs Gunnarssonar, lyf- og öldrunar- læknis og dr. Erlings Jóhannes- sonar, dósents við KHÍ.“ Hvers vegna valdir þú að vinna verkefni um aldraða? „Ég var upphaflega að velta fyr- ir mér 2 til 3 hugmyndum. Aldr- aðir urðu ofan á af því að tilfinn- anlegur skortur er á rannsóknum á því hvernig aldraðir bregðast við líkamsþjálfun hérlendis. Við höf- um gert ítarlegar rannsóknir á fiskistofnunum, unglingum og lengi væri hægt að halda áfram. Hins vegar hafa aldraðir víða orðið svolítið hornreka,“ segir Janus og tekur fram að hvatning frá Ólafi Þór og Erlingi hafi haft töluverð áhrif á valið. „Sömu sögu er að segja af læknum á Reykjalundi.“ Hvernig undirbjóst þú verkefn- ið? „Námskeiðið hjá Ólafi Þór og Erlingi og meistaraprófsverkefnið mynda nokkurs konar heild. Nám- skeiðið gekk í rauninni út á að ég aflaði upplýsinga um erlendar nið- urstöður sambærilegra rannsókna og ég ætla að gera á Íslandi eftir áramót. Lokaritgerðin úr nám- skeiðinu mótaði þannig grunninn að meistaraprófsrannsókninni.“ Hverjar eru megin- niðurstöður erlendu rannsóknanna? „Niðurstöðurnar eru vægast sagt mjög já- kvæðar. Regluleg lík- amsrækt virðist skila sér fljótt bæði í auknu þoli og vöðvastyrk. Ekki skiptir minna máli að fólki líður almennt betur bæði andlega og líkamlega. Stuðningur við lík- amsrækt aldraðra ætti því án efa að skila sparnaði í ríkiskassann.“ Hvernig fer rannsóknarverk- efnið fram? „Rannsóknarverkefnið felst í því að 45 til 65/70 manns um og yfir sjötugt er skipt upp í þrjá hópa. Tveir hópanna stunda líkamsrækt um eina klukkustund fimm sinnum í viku í 12 vikur,“ segir Janus og tekur fram að í öðrum hópnum verði lögð áhersla á styrktarþjálf- un en í hinum verði meiri fjöl- breytni eða styrktar- og þolþjálfun auk leikfimi. „Þriðji hópurinn er viðmiðunarhópur og heldur sinni daglegri rútínu auk þess sem þess- ir þrír hópar verða bornir saman í lokin. Allir eiga þátttakendurnir þess svo kost að sækja fjóra fyr- irlestra um þolþjálfun, styrktar- þjálfun, mataræði og hvernig hægt sé að skipuleggja sína eigin þjálfun.“ Er ekki hætt við að of mikið verði lagt á fólkið í æfingunum? „Nei, nei, alls ekki. Fyrsta skrefið verður að meta getu hvers og eins og útbúa æfingaáætlun í samræmi við niðurstöðurnar. Enginn ætti því að eiga á hættu að ofgera sér. Þátttakendurnir geta líka hætt í þjálfuninni hvenær sem er á ferlinu.“ Hvar fer þjálfunin fram? „Ég verð með aðstöðu í Hraun- seli í Hafnarfirði svo Hafnfirðing- ar og nágrannar eiga ekki langt að sækja þjálfunina. Ég miða við að hún fari fram á milli kl. 9.30 og 10.30/11 á morgnana. Þessi aldurs- hópur hefur ótrúlega mikið að gera svo það er eins gott að skipu- leggja þetta að þeirra þörfum.“ Hverjir greiða kostn- aðinn ef ekki þátttak- endurnir? „Styrktaraðilar verk- efnisins eru Íþróttasjóður mennta- málaráðuneytisins, Menningar- sjóður Íslandsbanka og Öldrunarráð Íslands en þess má geta að hægt verður að afla upp- lýsinga og fylgjast með verkefninu á vef Öldrunarráðsins ellismellur- .is. Enn á eftir að fjármagna hluta kostnaðarins og verður vonandi hægt að finna fleiri styrktaraðila fljótlega.“ Janus Guðlaugsson  Janus Guðlaugsson er fæddur 7. október 1955. Hann lauk íþróttakennaraprófi frá Íþrótta- kennaraskóla Íslands árið 1976, BS-gráðu og framhaldsnámi í íþróttafræðum og stjórnun við Kaupmannahafnarháskóla árið 1997. Hann hefur verið atvinnu- maður í knattspyrnu, knatt- spyrnuþjálfari, kennari, náms- stjóri í íþróttum og faglegur umsjónarmaður með náms- skrárgerð í menntamálaráðu- neytinu. Janus kennir íþrótta-, líkams- og heilsurækt auk þess að stunda nám á meistarastigi við KHÍ. Eiginkona Janusar er Sigrún Edda Knútsdóttir og eiga þau þrjú börn. Regluleg lík- amsrækt skil- ar sér fljótt SIGMUND teiknari verður í fríi fram yfir áramót. Myndir hans birtast því ekki á þessari síðu fyrr en með nýju ári. Sigmund í fríi SAMKVÆMT bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands um mannfjölda 1. desember sl. fjölgaði lands- mönnum um 0,79% frá sama tíma á síðasta ári. Landsmenn eru núna 290.490 talsins. Þetta er heldur meiri fjölgun en í fyrra en talsvert minni en áratuginn þar á undan. Fjölgunin í Reykjavík er í sam- ræmi við landsmeðaltal. Mest fjölgun er í tveimur sveita- hreppum á Vesturlandi, Eyja- og Miklholtshreppi 12% og Leirár- og Melasveit 10% og á Fljótsdalshér- aði á Austurlandi 10,7%. Þar á eft- ir kemur Vatnsleysuströnd með 7,7% fjölgun og Bæjarhreppur á Ströndum með 7,4%. Reykvíkingar voru 113.387 hinn 1. dember sl. Næstflestir búa í Kópavogi, eða 25.291, en það er fjölgun um 1,4%. Heldur meiri fjölgun er í Hafnarfirði, eða 2,5%. Íbúum fjölgar í öllum sveitarfélög- um á höfuðborgarsvæðinu nema á Seltjarnarnesi, en þar fækkar íbú- um um 1,2%. Íbúum fækkar einnig örlítið í Reykjanesbæ. Umtalsverð fjölgun er í flestum sveitahreppunum í Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu. Einn hreppur sker sig þó úr, en það er Skorradals- hreppur, en þar fækkaði fólki um 15,4%. 4,5% fjölgun í Grímsey, en 10,6% fækkun á Raufarhöfn Fólki fækkar einnig á Snæfells- nesi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þó fjölgar fólki á Blönduósi um 2,7%, á Hólmavík um 2,9%, í Skagafirði um 0,3% og Tálknafirði um 0,9%. Íbúum á Akureyri fjölgaði um 1,3% sem er yfir landsmeðaltali. Þá fjölgaði íbúum Grímseyjar um 4,5%, en þar búa nú 93 íbúar. Íbúum fækkaði í flestum sveitarfélögum um norðaustanvert landið. Reyndar fjölgaði fólki í Aðaldælahreppi og Arnarnes- hreppi um 2,6% og 5% á Svalbarðsströnd. Mikil fækkun varð á fólki á Raufarhöfn, eða 10,6%. Nokkuð breytilegt er hvernig mannfjöldi þróaðist á Austurlandi. Fólki fjölgaði í Fjarðabyggð, Fellahreppi, Fljótsdalshéraði, Mjóafirði og Austurhéraði, en ann- ars staðar varð fækkun. Á Suðurlandi fjölgaði fólki í Ár- borg, en fækkaði á Hornafirði og í Vestmannaeyjum. Nokkur fjölgun varð í sumum smærri hreppum á Suðurlandi, en ekki öllum. Heldur meiri fjölgun í ár en var í fyrra                                    !"#$%#&#    ' (  ( '   $    )      (  '  *       +  $   !                                                ,,--./ 0102, 3144 ..4- 0,,25 ,./4 41/- ,.,/34 ,525/ 030, ,-2- ,0.- 20. 11.0 01.2 2-4 ,,4, ,/30 233 3,0/ ,5/- '  6 7  8 9' 7    (  )' 8  :   ;   < ' '  !  ) =6 6 7   $ * ' 6 7>   ?9' 7   ?9' 7   ' ' 6  '7   ?    @)A;&#7)@@B !                                                ,3-. 3,/. ,,/1 21. ,453. 031- 223 0501 21. /3, -,,5 0,3, 0-53 3-32 4-04 ,442 ,3-4 ,../ ,/54 251 025325 SAMKVÆMT bráðabirgðatölum Hagstofunnar um mannfjölda hér á landi 1. desember síðastliðinn voru 29 Íslendingar 100 ára og eldri, þar af 21 kona. Tvær konur voru þá elstar, eða 106 ára, og ein kona var 105 ára. Hlutfall þessa aldurshóps, 100 ára og eldri, er svipað og undanfarin ár, eða 0,01% af heildarmannfjölda sem fór nú í fyrsta sinn yfir 290 þúsund manns í nýjustu tölum Hagstofunnar. Samkvæmt sömu tölum eiga 26 Íslendingar 100 ára afmæli á næsta ári, þar af 18 konur og átta karlar. Frá árinu 1991 hafa á bilinu 22–32 Íslendingar náð því ár hvert að vera 100 ára og eldri, fæstir árið 1998 en flestir árin 1991–92. Ólöf Garðarsdóttir, deildarstjóri mannfjöldadeildar Hagstofunnar, segir að hlutfall aldraðra sé lægra hér á landi en hjá nágrannaþjóð- um, þó að meðalaldur hér sé með þeim hæsta sem tíðkist í heim- inum. Er hlutfallið 0,28 sam- anborið við 0,38 í ríkjum Evrópu- sambandsins. Segir Ólöf að í alþjóðlegum samanburði eignist Ís- lendingar fleiri börn en aðrir og eldist þjóðin því ekki eins hratt og víða annars staðar. Samkvæmt framreikningi Hag- stofunnar munu Íslendingar ná því hlutfalli í kringum árið 2020 og ár- ið 2040 er hlutfallinu spáð um 0,55. Er þá hlutfall aldraðra reikn- að sem hlutfall 60 ára og eldri af íbúum 20–59 ára. Ólöf segir að minna sé vitað um samanburð milli landa um elstu einstaklingana, erf- itt sé að skoða þennan hóp hér á landi sökum þess hve fámennur hann er. Ekkert samhengi sé á milli meðalævilengdar og þess háum aldri fólk nái. Skýringar á hækkandi meðalaldri séu oftast betri lífslíkur á yngri árum og auknar forvarnir í heilbrigðisþjón- ustu. Bendir Ólöf á að mjög hár aldur skýrist oftar en ekki af erfð- um frekar en þáttum í umhverf- inu. Lífslíkur þeirra elstu batna ekki Meðalævilengd íslenskra karla er 78,2 ár en kvenna 82,2 ár. Ólöf bendir á að þetta sé talsvert minni munur milli kynja en í öðrum lönd- um, víða muni sjö til níu árum milli karla og kvenna, körlunum í óhag. Er Hagstofan birti í haust fram- reikning mannfjöldans til ársins 2040 var t.d. ekki gert ráð fyrir bættum lífslíkum 85 ára Íslendinga og eldri þar sem dánartíðni þessa aldurshóps hefði verið nær óbreytt síðustu tvo áratugina. 29 Íslendingar 100 ára og eldri                                         LOFTLEIÐIR Icelandic hefur tekið aðra breiðþotu af gerðinni B767 í þjónustu sína. Verður hún í tveggja ára verkefni fyrir breska ferðaskrif- stofu og flýgur einkum milli Man- chester og áfangastaða í Suður-Afr- íku og við Miðjarðarhaf. Fyrir er Loftleiðir með B767 þotu sem sinnir flugi í Portúgal og síðar á Ítalíu. Þá er félagið með fimm B757 þotur. Allstór hópur flugmanna Ice- landair, sem annast flug fyrir Loft- leiðir, hafa fengið réttindi á B767 en flugmenn með réttindi á B757 þotur þurfa aðeins lítilsháttar viðbótarpróf til að afla sér réttinda á 767 þotur. Fimm B757 þotur Loftleiða eru nú í verkefnum erlendis. Ein er með heimahöfn í Boston og flýgur viku- lega til Grænhöfðaeyja og þess á milli til staða í Karíbahafinu, önnur er í Gatwick og fer þrisvar í viku til Sierra Leone, ein er í Kaupmanna- höfn og flýgur fyrir Krone rejser, sú fjórða er hér og flýgur mikið fyrir Úrval-Útsýn og sú fimmta er nú í verkefnum fyrir Avianca í Kólumbíu en að því loknu verður henni skilað. Loftleiðir bæta við breiðþotu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.