Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 15 TALNINGA- VOGIR Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is  Léttu þér vinnuna í talningunni!  Leiga eða sala  Vog á fínu verði Hafðu samband eða skoðaðu www.eltak.is KÍNVERJAR minntust þess í gær að 110 ár voru liðin frá fæðingu Maós Zedongs, fyrrum þjóð- arleiðtoga Kína. Mikill fjöldi gerði sér ferð í grafhýsið þar sem lík hans er og margir fóru einnig í pílagrímsferðir til borg- arinnar Shaoshan þar sem Maó fæddist 26. desember árið 1893. Fjallað hefur verið um Maó í rík- isfjölmiðlum og þar hefur því verið komið á framfæri að Maó hafi verið maður en ekki guð. Margar kínverskar fréttastofur lögðu áherslu á að lýsa hinum mannlegu þáttum Maós. Hu Jintao, forseti Kína, tók þátt í sérstakri ráðstefnu um Maó, sem haldin var í Alþýðuhöll- inni í Peking. Hu var einnig í hópi þeirra 26 þúsund manna sem gengu fram hjá smurðu líki Maós í grafhýsinu við suðurenda Torgs hins himneska friðar í borginni. Margar kínverskar fréttastofur lögðu áherslu á að lýsa hinum mannlegu þáttum Maós. „Per- sónudýrkunin er að hverfa,“ sagði í forustugrein eins dag- blaðsins. „Í því felast mikil verð- mæti fyrir þjóðina.“ Á myndinni virða ungir Kín- verjar fyrir sér höggmynd af leiðtoganum í borginni Guangzhou, sem er höfuðstaður Guangdong-héraðs. Reuters 110 ár frá fæðingu Maós DÓMSTÓLL í Berlín hefur komist að þeirri niðurstöðu að hægrisinnuð rokkhljómsveit í Þýskalandi sé glæpafélag og dæmt aðalsöngvara hennar í rúmlega þriggja ára fang- elsi fyrir texta þar sem nasismi er lofsunginn og kynt er undir kyn- þáttahatri. 38 ára söngvari hljómsveitarinnar, Michael Regener, var dæmdur í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi eftir hálfs árs réttarhöld sem álitin voru prófsteinn á mörk tjáningarfrelsisins í Þýskalandi þar sem sett hafa verið ströng lög sem banna hatursáróður. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að hljóm- sveit Regeners, Landser, ógni þýsk- um gyðingum og milljónum innflytj- enda frá Afríku og múslímalöndum. Bassaleikari hljómsveitarinnar, Andre Möricke, og trommuleikarinn Christian Wenndorff voru dæmdir í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og 90 klukkustunda samfélagsþjón- ustu. Hljómsveitin var stofnuð árið 1992 og hét þá Final Solution, eða „Loka- lausnin“. Hún hefur notið mikilla vinsælda meðal nýnasista. „Þetta er í fyrsta skipti sem hljóm- sveit hefur verið úrskurðuð glæpa- félag,“ sagði þýski saksóknarinn Joachim Lampe. „Hryðjuverkamenn með rafmagnsgítara“ Hljómsveitarmeðlimirnir, sem eru síðhærðir og klæðast svörtum leður- jökkum, hafa sagt að þeir séu „hryðjuverkamenn með rafmagns- gítara“. Textar þeirra þykja vit- rænni en flestra hljómsveita nýnas- ískra snoðinkolla en boðskapurinn er jafnhispurslaus. „Ráðumst á óvininn, vörpum sprengjum á Ísrael,“ segir í einum textanna. „Í gamla daga var Afríka dásamleg, nú eru hvítir bræð- ur okkar með bakið upp við vegg.“ Þýsku lögin sem banna haturs- áróður tóku gildi eftir helförina og eru á meðal ströngustu laga sem sett hafa verið í heiminum til að stemma stigu við kynþáttahatri. Landser – sem er gamalt þýskt orð yfir fót- gönguliða og var notað í síðari heimsstyrjöldinni – þurfti því að gefa út fjóra af diskum sínum utan Þýska- lands. Hljómsveitin varð fljótt eftirlæti hægriöfgamanna og í textunum var snoðinkollum hrósað fyrir morð á innflytjendum og íkveikjur seint á síðasta áratug. Nýnasistinn Thor- sten Reise bar vitni fyrir réttinum og sagði að textar Regeners væru „rót- tækir, kaldhæðnislegir og mein- glettnir“. Þýsk rokkhljóm- sveit dæmd fyrir hatursáróður Berlín. Los Angeles Times. Sögð ógna gyðingum og innflytj- endum frá Afríku og múslímalöndum Moggabúðin Músarmotta, aðeins 450 kr. ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.