Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Beini © DARGAUD © DARGAUD framhald ... NOKKRUM STUNDUM SÍÐAR Á ROISSY FLUGVELLI ... ... OKKUR ÞYKIR LEITT AÐ HAFA EKKI GETAÐ FRAMREITT MAT VEGNA BILUNAR, EN FLUGSTJÓRINN OG ÁHÖFN HANS VONAR AÐ ÞIÐ HAFIÐ SAMT ÁTT ÁNÆGJULEGT FLUG ... DING DONG ... VEGNA AÐGERÐA VERKALÝÐSFÉLAGA VERÐUR SEINKUN Á FLUGI NÚMER 570, 602, 737, 848, OG 914, LÍKLEGA UM SEX TIL ÁTTA STUNDIR ... VEITINGASALAN ER OPIN ... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. BÓKIN sem dr. theol Sigurbjörn Einarsson biskup sendi frá sér fyrir síðustu jól, væri jafn gild jölagjöf nú í ár 2003. Sókn og vörn er mikil gersemi. Hún ætti að verða eign hvers heim- ilis á voru landi, eins og Vídalíns postilla var á einni tíð. Margsinnis útgefin allt fram á 20. öld. Til voru þeir menn eftir miðja 20. öld, sem töluðu jafnvel líkt postillunni. Vandi er að vitna í bók herra Sig- urbjarnar biskups og slíta úr sam- hengi um leið. Biskup tekur á þeim spurningum, bæði spekinga, trúaðra og vantrúaðra, og heimspekinga frá heiðinni öld og frá síðari tíma. Einn- ig tekur hann á vísindalegum spurn- ingum vísindamanna frá ýmsum tímum. Og svo á ýmissa manna út- leggingum á kenningum vísinda- manna og heimspekinga hjá mörg- um mönnum, sem ekki eru allskostar vel að sér í þeim skoðun- um, sem fram hafa komið á þeim sviðum. Og þá fyrst þær spurningar, sem almennt hefir verið spurt um: Hver er ég? Hvaðan kom ég? Hvert fer ég? Rædd er trú gyðinga og kristinna manna. Mjög þykir mér mikið til umræðunnar og svaranna koma. Svo sem við var að búast, hvort sem bisk- upinn talar ungur maður eða aldinn. Nokkrar tilvitnanir: „All snemma kom sú skoðun fram að jörðin svifi í geimnum. Að öðrum kosti gátu menn ekki skýrt gang stjarna. Þessa skilnings verður vart í Biblíunni, þótt frumstæðari heims- mynd sé yfirleitt ríkjandi þar. Í Jobsbók (26.k., 7.v.) segir að Guð láti jörðina svífa í tómum geimnum. Grikkir vöktu snemma máls á þessu. Fyrst Anaximandros, svo vitað sé um miðja 6. öld f. Krist. En hér og víðar varð Aristóteles (4. öld f. Kr.) það kennivald, sem mótaði viðhorfin til frambúðar. Hann dró saman og staðfesti þá vitneskju og tilgátur sem fyrir lágu um það að jörðin væri höttótt og miðdepill alheims. En samtímamaður Aristótelesar, Her- akleides, lærisveinn Platons, eins og Platon, varpaði fram þeirri skoðun, að jörðin snúist um sólu. Þá skoðun flutti annar Grikki um 100 árum síð- ar, Aristarkos frá Samos, með sterk- ari rökstuðningi. Hann hélt því fram, að jörðin hverfist um öxul sinn og snúist um sólu, ásamt reikistjörn- unum. En sólin sé miðja alheims. Það var þessi kenning, sem Kóp- ernikus flutti rúmum 17 öldum síðar. Hvernig var nú þessari skoðun tekið í grískri heiðni meira en hálfri þriðju öld fyrir Kristsburð? Það er vænt- anlega ekki síður fróðlegt en hitt, hvernig sömu kenningu var tekið í hinni kristnu Evrópu. Aristsarkos var m.a. sakaður um guðleysi, því kenning hans þótti ganga í berhögg við skoðanir, sem höfðu öðlast trúarlega helgi í augum manna. Hinar göfgari Guðshug- myndir voru svo samfléttaðar heimsmyndinni, að þar mátti ekki á milli sjá. Einkum var svo um algyð- ishugmyndir Stóumanna. Hinn ágæti Stóuspekingur Kleanþes, deildi hvasst á Aristarkos, og sagði hann fara með guðlast. Almennt litu heimspekingar þess tíma svo á, að það væri aðför að guðdómshelgi til- verunnar að umbylta arfhelgri mynd af jörð og himni. Jafnframt snerust færustu stjarn- fræðingar gegn kenningu Aristar- koss og hnekktu henni með knýjandi vökum, öldungis, eins og síðar á 16. öld. Heimsmynd Aristótelesar gekk með sigur af hólmi. „Jörðin er hnöttur, sem hvílir í jafnvægisstöðu í miðdepli alheims og sólin, tunglið og stjörnurnar snú- ast um hann.“ Miðaldir tóku þessa heimsmynd í arf. En hún er sem sagt grísk og á engar rætur í Biblíunni.“ „Jesús sagði það sem enginn mað- ur rís undir að segja. Komið til mín, allir, ég veiti hvíld, lærið af mér, allt er mér falið af föður mínum.“ Hér er stytt. Þetta eru dæmi af handahófi byggð á þremur samstofna Guð- spjöllum. Stytt hér. „Sök hans, ákæruefnið var ekki tilefnislaust. Hann gerði sig Guði jafnan, kvaðst vera Guðssonur. Hann gekkst við þessu þunga sak- arefni, játaði á sig þessa sök og áréttaði það með eiði frammi fyrir æðstaprestinum og meðdómendum hans – stytti hér. Og spurður stað- festi hann einnig það fyrir þeim hæsta yfirdómara. Rétt segir þú ég er konungur. Til þess er ég fæddur og til þess er ég kominn í heiminn, að ég beri sann- leikanum vitni. Hver sem er af sann- leikanum heyrir mína rödd (bls. 148). Hann er m.ö.o. ekki yfirbug- aður innra með sér. Þögn hans er al- gjör í dómsölunum. Hann þegir við móðgunum og misþyrmingum, svar- ar ekki forvitnis- eða kersknisspurn- ingum Heródesar eða Pílatusar. En þegar Pílatus segir: Veistu ekki að ég hefi vald til að krossfesta þig, svarar Jesús: Þú hefðir ekkert vald yfir mér ef þér væri ekki gefið það að ofan. Þá reif æðstipresturinn klæði sín. Vottar með því hneykslun sína og segir: Hann guðlastar. Þér heyrðuð guðlastið. Og allir svara: Hann er dauðasekur. Dómnum er fullnægt. Stytt. Allir vita hvernig fór. Og síðar, þegar máttur líkamans er að fjara út í kvöl krossins, enn á þeirri stundu sama meðvitund um valdið, sem eng- inn maður getur tekið sér. Hann sýknar ræningjann, sem var að deyja við hlið hans. Í dag skaltu þú vera með mér í paradís (bls. 149).“ Því miður get ég ekki tekið fleiri dæmi úr öllum frábæru kapítulunum þar sem myndirnar eru svo skýrt settar fram, að það minnir á, hvernig landslag í tæru skyggni virðist fær- ast nær. RÓSA B. BLÖNDALS, Grænumörk 1, 800 Selfoss. „Sókn og vörn“ Kristin viðhorf kynnt og skýrð Frá Rósu B. Blöndals

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.