Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 29
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 29 Til sölu Nissan Double Cap árg. 86. Dísel m. mæli 31" dekk, sk. 04. 110 þús. Sími 894 0103. Renault 19, árg. '92, ek. 153 þús. km. Renault 19 txe 1800, árg. '92, ek.153 þ. Skoðaður '04. Þarfnast smá lagf. Verð 70 þús. Uppl. í síma 868 0301. Jeppar. Til sölu Galloper 4x4 dísel, árg. '98. Verð 750 þús. Einnig Ford Explorer '91, MMC Lancer 4x4, Hyundai Elantra '95. Uppl. í s 587 1099 og 894 3765. Hyundai Accent árg. '96 ek. 101 þús. km. Góður bíll, gott verð. Ásett verð á bílasölu c.a. 300.000 kr. Fæst á 150.000 kr. staðgreitt. Gott og reglubundið viðhald. Nánari upplýsingar í síma 892 1786 og 823 7063. Jeppaplast.is Brettakantar á flestar tegundir jeppa. Uppl. í síma 868 0377 og á www.jeppaplast.is. Skolphreinsun Ásgeirs sf. s. 892 7260 og 567 0530 Losa stíflur úr salernum, vöskum, baðkörum og niðurföllum. Röramyndavél til að staðsetja skemmdir í lögnum. FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum og niðurföllum – Við notum ný og fullkomin tæki Yfirvélstjóri óskast Yfirvélstjóri óskast á úthafsrækju- bát frá Vestfjörðum. Vélarstærð 560 kw. Uppl. í síma 893 8269. SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra fékk ein- tak af tveimur nýjum nátt- úrulífsmyndum eftir Magnús Magnússon kvikmynda- gerðarmann nýverið. Önnur myndin fjallar um fuglamerk- ingar í 100 ár en hin um mink- inn í íslenskri náttúru. Myndin um fuglamerkingar í 100 ár er 30 mínútna löng og inniheldur efni sem Magnús hefur viðað að sér á 40 stöðum á landinu síðastliðin 25 ár. Náttúrufræðistofnun Íslands styrkti gerð myndarinnar. Myndin um minkinn í íslenskri náttúru er 27 mínútna löng og var tekin á árunum 1997–2001 aðallega á Reykjanesi og Snæfellsnesi. Fjallað er um landnám minksins, áhrif hans á lífríki Íslands og afstöðu manna til hans. Náttúrustofa Vest- urlands styrkti gerð myndarinnar. Náttúrulífsmyndir afhentar ráðherra Úr myndinni Fuglamerkingar í 100 ár eftir Magnús Magnússon. Magnús Magnússon afhendir Siv Friðleifsdóttur eintak af verkum sínum. Morgunblaðið/Þorkell HÖRÐUR Smári Hákonarson, 65 ára Reykvíkingur, datt í lukkupott- inn á laugardaginn en þá var nafn hans dregið upp úr pottinum í „Létt- ara líf með Smáralind“ leiknum. Þetta þýðir að Hörður Smári ekur inn í nýtt ár á nýjum Hyundai Getz frá B&L. Hörður fær einnig úttektir hjá m.a. Símanum, Smáralind, Orkunni og Öryggismiðstöðinni og svo árs afnot af Hyundai Getz frá B&L. Nýi „Getz-inn“ hefur verið til sýnis í Smáralindinni undanfarið. Um 70.000 gestir Smáralindar fylltu út þátttökuseðil. Nýr Getz dreginn út í Smáralind DAGANA 27.–31. desember heldur Taflfélagið Hellir alþjóðlegt ung- lingaskákmót. Mótið er fyrsta al- þjóðlega unglingaskákmótið sem haldið hefur verið hér á landi síðan 1986, segir í fréttatilkynningu. Hing- að til lands koma fjórir ungir og efni- legir norskir skákmenn sem munu etja kappi við 12 íslenska unglinga, en þar af eru 11 þeirra úr Helli og einn úr TG. Meðal keppenda eru margir af efnilegustu skákmönnum landsins og má þar nefna að fimm keppendur voru fulltrúar Íslands á síðasta Heimsmeistaramóti barna og ung- linga, þau Hjörvar Steinn Grétars- son, Helgi Brynjarsson, Svanberg Már Pálsson og stúlkurnar Hall- gerður Helga Þorsteinsdóttir og Elsa María Þorfinnsdóttir. Mótið fer fram í húsakynnum Hellis, Álfabakka 14a, og fer fyrsta umferð fram í dag, laugardaginn 27. desember, og hefst kl. 18. Alþjóðlegt unglinga- skákmót Hellis BRAUTSKRÁNING var frá Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ laugar- daginn 20. desember sl. Alls voru brautskráðir 49 stúdentar. Margir nemendanna voru brautskráðir eft- ir þriggja og hálfs árs nám, flestir nemendur í svonefndum HG – hóp sem starfað hefur undir kjörorð- unum Hópur – Hraði – Gæði. Hóp- urinn er þjónusta við sterka nem- endur sem hefur skilað frábærum árangri. Úr HG – hópnum kom dúx skólans, Einir Guðlaugsson, stúd- ent af náttúrufræðibraut með með- altal 9,80 sem er hæsta einkunn í skólanum frá upphafi. Ásrún Hildur Kolbrúnardóttir og Svanhildur Rósa Pálmadóttir, ný- stúdentar sungu við athöfnina. Þor- steinn Þorsteinsson skólameistari greindi síðan frá starfsemi skólans og afhenti nemendum skírteini. Í frétt frá skólanum segir að skólameistari hafi í ávarpi sínu til brautskráðra nemenda hvatt nem- endur til að íhuga tvö heit. Hið fyrra að stunda námið af alúð en hið síðara að sýna þolinmæði og umburðarlyndi gagnvart öðru fólki og eyða þannig misskilningi, einelti og illindum. Hverjum manni fylgir saga – lífssaga sem er ætíð stór- merkileg. Mannlífið er fjölbreyti- legt og þannig á það að vera. Nauð- synlegt er að átta sig á hvað skiptir máli, staldra við og móta sína eigin stefnu. Að lokinni afhendingu prófskír- teina voru afhent verðlaun fyrir frábæran árangur í ýmsum náms- greinum. Matthías G. Pétursson, formaður skólanefndar, flutti ávarp og einnig Einir Guðlaugsson fyrir hönd ný- stúdenta. Morgunblaðið/Kristinn 49 stúdentar brautskráðir frá FG EKIÐ var á gráa Mitsubishi Out- lander-bifreið á bifreiðastæði í porti á bak við JL-húsið, Hringbraut 121 í Reykjavík á Þorláksmessu, klukkan 19.40–19.50. Sá sem það gerði fór í burtu án þess að gera viðeigandi ráð- stafanir. Þeir sem hafa upplýsingar varðandi málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 569 9020 eða 569 9014. Vitni vantar ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ HAUSTÖNN Iðskólans í Hafnar- firði var slitið þann 20. desember síðastliðinn. Við það tækifæri fengu 42 nemendur burtfararskírtini. Þeir voru 9 af hársnyrtibraut, 2 af hús- gagnasmíðabraut, 3 af húsasmíða- braut, 1 af pípulagnabraut, 11 af rafvirkjabraut, 1 af stálsmíðabraut, 2 af vélsmíðabraut, 4 af listnáms- braut og þar af einn sem lýkur stúd- entsprófi og 9 af tækniteiknara- braut. Viðurkenningar hlutu: Fyrir hæstan árangur á burtfar- arprófi iðnnáms, verðlaun frá Sam- tökum iðnaðarins: Særún Ægisdótt- ir. Fyrir hæstan árangur á burtfararprófi í tækniteiknun, verð- laun frá félagi Tækniteiknara: Guð- rún Jóna Jónsdóttir. Þá fékk Að- alheiður Pálína Davíðsdóttir verðlaun frá skólanum fyrir að vera jafnbesti og jákvæðasti nemandinn sem var að brautskrást. Hún var að útskrifast í annað sinn, lauk áður hönnunarbraut en nú útskrifaðist hún sem tækniteiknari. Aðalheiður flutti ávarp af hálfu útskriftarnema. Yfir 40 útskrifuðust frá Iðnskólanum í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.