Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 23 að samþykkja stjórnarskrárdrögin. En að orðin sem komu í staðinn hafi þýtt nákvæmlega það sama: „So I rewrote my text, replacing intention- ally the word „federal“ with the word „commun- autaire“ which means exactly the same thing.“ Auðvitað skiptir nafnið ekki öllu eins og vefritið Vefþjóðviljinn (www.andriki.is) benti á með þess- um orðum: „Um hið nýja Evrópusamband má segja að ef ríki lítur út fyrir að vera sambandsríki, ef það hljómar eins og sambandsríki og ef það hegðar sér eins og sambandsríki, en það heitir ekki sambandsríki – þá er það samt sem áður sambandsríki.“ Miðstýringin eykst Hið miðstýrða vald sambandsins mun styrkjast á kostnað aðildarríkjanna verði stjórnarskráin samþykkt. Evrópusambandið hefur byggst upp á þremur stoðum. Undir stoð eitt hefur fallið veiga- mikill hluti samstarfsins, svo sem innri markaður- inn, fjórfrelsið og fleira. Undir stoðir tvö og þrjú falla aftur á móti sameiginleg varnar- og utanrík- ismálastefna annars vegar og samvinna í lög- reglu- og dómsmálum hins vegar. Í stoðum tvö og þrjú var hið yfirþjóðlega vald Evrópusambands- ins verulega takmarkað. Í stjórnarskrárdrög- unum er gert ráð fyrir því að öllum stoðunum verði dembt saman í eina og samstarfið verði í einni stofnun, hinu nýja Evrópusambandi. Þetta verður mikil breyting, þar sem ekki verð- ur lengur gerður greinarmunur á stöðu þessara mikilvægu málaflokka. Breytingin mun skapa óskýrleika sem auðveldar miðstjórnarvaldinu að halda áfram á sömu braut, það er að auka vald sitt. Innan nýja sambandsins er að auki gengið langt í að útrýma neitunarvaldi ríkja í einstökum málum. Neitunarvaldið hefur að sjálfsögðu dregið úr valdi hinnar miðstýrðu stofnunar. Stjórn- arskráin innleiðir meirihlutaákvarðanir á fleiri sviðum en áður og tekur neitunarvald af aðild- arríkjunum í staðinn. Í þessu ljósi er ekki hægt að vera hissa á stjórnvöldum einstakra ríkja, þegar þau vilja halda fast í atkvæðastyrk sinn í ráð- herraráðinu og mótmæla hugmyndum um að fækka fulltrúum í framkvæmdastjórninni, sem hefði þýtt að minni ríki hefðu ekki verið örugg með fulltrúa þar. Ef stjórnarskráin yrði sam- þykkt óbreytt, væru kjarnaríki ESB í lykilstöðu. Þetta eru hinir upphaflegu stofnendur og hörð- ustu talsmenn meiri samruna: Þýskaland, Frakk- land, Ítalía, Belgía, Holland og Lúxemborg. Þau mundu þá í raun geta stöðvað flestar tilraunir til að vinda ofan af frekari samruna með at- kvæðastyrk sínum og samstöðu. Allt ber að sama brunni. EES-samningurinn „svínvirkar“ Því er oft haldið fram að breytingar á stofn- anauppbyggingu Evrópusambandsins veiki EES- samninginn. Umfjöllun um stjórnarskrána hér á landi er að sumu leyti þessu marki brennd. Þótt sannleikskorn kunni þarna að leynast virðist meg- intilgangurinn með slíkum yfirlýsingum að skapa þrýsting á aðildarumsókn Íslands. Staðreyndin er nefnilega sú að samningurinn hefur virkað vel og staðið af sér í öllum meginatriðum breytingar inn- an Evrópusambandsins. Þær breytingar hafa fyrst og fremst snert aðildarríkin. EES- samningurinn er samningur milli ríkja sem held- ur gildi sínu og tryggir aðilum samningsins þau réttindi sem þar er mælt fyrir um. Það hefur ekk- ert breyst. Stefán Már Stefánsson lagaprófessors sagði á fundi Lagastofnunar Háskóla Íslands í mars síð- astliðnum að samningurinn „svínvirkaði“, þrátt fyrir breytingar á Evrópusambandinu. Catherine Andersen, talsmaður norska utanríkisráðuneyt- isins, sagði fyrir skömmu að EES-samningurinn hefði virkað vel þótt sáttmálum Evrópusam- bandsins hafi verið breytt. Gengið hafi vel að laga samstarfið að breyttum forsendum. Það hentar aðildarsinnum á Íslandi að tala um að samning- urinn sem þeir börðust svo hart fyrir sé að veikj- ast, því þá geta þeir alið á ótta við að illa fari ef við tryggjum ekki gott samstarf við Evrópusam- bandið. Þetta er ekki rétt og ástæðulaust að óttast þetta. Framkvæmdastjórn ESB lélegur bandamaður Sjónarmiðin um að samningurinn sé að veikjast byggjast meðal annars á því að völd fram- kvæmdastjórnarinnar séu að minnka og ráð- herraráðsins að aukast sem því nemur. Þar sem samningurinn sé verkefni framkvæmdastjórn- arinnar sé þetta slæmt fyrir hagsmuni Íslands, þar sem við höfum betri aðgang að fram- kvæmdastjórninni en að ráðinu, samkvæmt samningnum. Því miður er reynsla okkar af fram- kvæmdastjórninni ekkert sérstök og ég er ekki viss um að hennar yrði saknað. Nægir að vísa til samningaviðræðna okkar um framlag Íslands í sjóði sambandsins vegna aðlög- unar samningsins að stækkuðu Evrópusambandi. Kröfur framkvæmdastjórnarinnar voru ótrúlega ósanngjarnar og á endanum var það í gegnum að- ildarríkin sjálf sem íslensk stjórnvöld unnu að lausn málsins. Lokaorð leiðara Morgunblaðsins um miðjan nóvember voru skynsamlegt framlag til þessarar umræðu: „EES-samningurinn verður á næstu árum undirstaðan í samskiptum okkar við Evrópusambandið. Íslendingar verða að nýta samninginn, væntanlega óbreyttan, með eins skil- virkum hætti og mögulegt er. Það er ekki sízt undir okkur sjálfum komið hversu mikil áhrif Ísland hefur t.d. á ákvarðanir innan ESB sem skipta íslenzka hagsmuni miklu. Þar geta góð tvíhliða samskipti við mörg aðild- arríkin skilað jafnmiklu gagni og stofnanabund- inn aðgangur að ákvarðanatöku ESB.“ Gallarnir við aðild aukast Stjórnarskrá Evrópusambandsins mun hafa veruleg áhrif á aðildarríkin verði hún samþykkt óbreytt. Enda þótt áhrifin verði sennilega tak- mörkuð á EES-samstarfið, verða þau mikil á um- ræðuna um Evrópumál hér á landi. Yrði stjórn- arskráin samþykkt myndi aðild Íslands að sambandinu í kjölfarið þýða víðtækara framsal valds en áður hefur verið gengið út frá í Evrópu- umræðunni. Valdframsalið sem blasir við Íslendingum að óbreyttum reglum sambandsins nægir alveg til að koma í veg fyrir aðild Íslands. En göllunum mun fjölga verði stjórnarskráin samþykkt. Samþykkt stjórnarskrárinar verður því ótvírætt lóð á vog- arskálar andstæðinga aðildar. Hins vegar er ekki víst að stjórnarskráin verði samþykkt. Nú eru komin til sögunnar ný ríki, eins og Pólland, sem eru kannski ekki til í að ganga í takt. Hugsanlega er niðurstaða viðræðnanna í Róm um síðustu helgi til marks um nýja tíma inn- an Evrópusambandsins. Á því eru þó ekki miklar líkur. Þróuninni verð- ur að öllum líkindum ekki snúið við þótt hægja kunni á henni. Staða Íslands gagnvart spurning- unni um aðild breytist því að öllum líkindum ekki nema til verri vegar. Á meðan stjórnarskrármálinu vindur fram er langskynsamlegast fyrir okkur að bíða átekta, fylgjast með og halda áfram að sækja fram á eigin forsendum. Sem fyrr þrýstir nákvæmlega ekkert á að við sækjum um aðild að þessu margbrotna, miðstýrða valdabandalagi. mband verður æ lakari kostur Reuters ti ráðherraráðs ESB, greinir frá því að mistekist hafi að ná samkomulagi um nýja stjórnarskrá á Höfundur er framkvæmdastjóri Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum. ’ Þróuninni verður að öllumlíkindum ekki snúið við þótt hægja kunni á henni. Staða Íslands gagnvart spurning- unni um aðild breytist því að öllum líkindum ekki nema til verri vegar. ‘ ipurð leiðtoga á a mönnum á ðtogafundar ein- Frakka og Þjóð- hraða Evrópu ólverja, Leszek eyru þjóta, og við eitt tiltekið veit sam- um verði stætt á hefur á margan dið í raun og ulaginu sem gert la viss skilyrði inn án þess að samruni sé ekki ætti ekki síst við emur og gætu þá aáform stærri og nn rseta fram- m þess var kraf- sins 2013. Svíar rri má geta áttu kar, auk Breta, ki sem leggja bréfinu skila- sætta sig við að átt við Spán og sem af meiru að ekki síst Þýska- ekist að uppfylla röð, eins og frægt er orðið. Hótanir Þjóðverja og annarra ríkja virðast reyndar hafa haft þveröfug áhrif upp á síðkastið og sú til- hneiging er vaxandi að minni ríki ætli sér alls ekki að láta þvinga sig til hlýðni. Allt eins má telja að hótunin nú um að nokkur ríki, og þá helst upprunalegu aðildarríkin sex, neyð- ist til að sækja ein fram meðan önnur, og þá einkum nýju aðildarríkin, sitji eftir, hafi skammvinn og takmörkuð áhrif. Hollendingar, ein upprunaþjóðanna, hafa sagst algjörlega andsnúnir slíkri þróun. Ítalir hafa einnig dottið úr skaftinu. Tékkar og Ungverjar, sem eflaust óttast að vera spyrtir við óþekktina í Pólverjum, hafa lýst sig reiðubúna til þátttöku í bandalagi forgönguríkja sambandsins. Sem sagt, allt önnur bandalög en ætlast var til að myndast gætu. Dulbúnar varnarskuldbindingar Eitt af þeim málum sem talin voru hvað erfiðust úrlausn- ar leiðtoganna í Brussel var hugmyndin um samstöðu- ákvæði í sameiginlegri varnar- og öryggisstefnu ESB, sem ef grannt er skoðað er að sjálfsögðu náskylt 5. gr. stofnsátt- mála Atlantshafsbandalagsins um gagnkvæmar varn- arskuldbindingar aðildarríkjanna. Sátt náðist um þetta ákvæði í Brussel þótt fimm ríki, þau sem standa utan varn- arbandalaga, þ.e. Atlantshafsbandalagsins, og Danmörk, hafi kosið að standa utan við þessa þróun. Ekki er víst að þau geri það alla tíð. Helsti vaxtarbroddur samruna í sam- bandinu hefur verið á sviði öryggis- og varnarmála, þrátt fyrir að þessi mál séu þau sem ríkin telja helst varða full- veldi þeirra. Þessi þróun er líkleg til að verða til þess að ríki Evrópusambandsins hafi meira samráð en áður í öryggis- og varnarmálum, sem til þessa var nær alfarið á könnu Atl- antshafsbandalagsins. Þá er víst að samráð verði haft við ríkin sem utan Atlantshafsbandalagsins standa um stefnu Evrópusambandríkja innan bandalagsins og sameiginleg stefna mörkuð í mikilvægum málum áður en þau eru út- kljáð á vettvangi bandalagsins. Þrátt fyrir að mörg ríki ESB leggi áherslu á samstarfið í Atlantshafsbandalaginu, ekki síst sem vettvang samráðs yfir Atlantshafið, er víst að aukinn samruni á þessu sviði innan sambandsins mun breyta starfsháttum og jafnvel verkefnum Atlantshafs- bandalagsins í framtíðinni. Hjarta Evrópu brostið? Eins og áður sagði er framvinda samrunaþróunar Evr- ópusambandsins í kjölfar mislukkaðs leiðtogafundar nú ný- verið nokkuð óviss. Ljóst er þó að staða Þjóðverja og Frakka er ekki jafnleiðandi og fyrr. Sú mynd hefur ávallt verið dregin upp í fjölmiðlum að samstaða og sameiginleg framtíðarsýn álfunnar sem þessi stórveldi hafa að sögn átt sameiginlega hafi verið hjarta Evrópu. Á vissan hátt hefur þetta verið tálsýn ein og þegar á reynir eru þessi ríki ekki síður rekin áfram af eiginhagsmunum en önnur ríki og hagsmunir þeirra hafa alls ekki alltaf farið saman. Kom þetta meðal annars glöggt í ljós þegar samið var um breyt- ingar á sameiginlegri landbúnaðarstefnu sambandins. Sameiginleg hefur þó ríkjunum í vaxandi mæli verið sú af- staða, að því er virðist, að önnur ríki ættu að dansa eftir þeirra höfði. Brussel-fundurinn sýndi svo ekki verður um villst að þeim verður ekki kápan úr því klæðinu. Getur verið að menn hafi hreinlega ekki áttað sig á því að stækkunin myndi breyta sambandinu? Af orðum og athöfnum sumra leiðtoga gömlu ríkjanna mætti ætla að þrátt fyrir allt hafi þeir alið í brjósti sínu von um að allt yrði eins og áður og að nýju ríkin í þakklæti sínu myndu láta vel að stjórn. Nú hef- ur annað komið á daginn og fróðlegt verður að fylgjast með því hvert sambandið stefnir og hvaða ríkjabandalög mynd- ast. Mín skoðun er sú að þýsk-franska framvarðasveitin sé ekki jafn leiðandi og ætla mætti og hafi jafnvel aldrei verið það. Önnur bandalög, síður varanleg, verða eflaust mynduð í framtíðinni um einstök mál og málaflokka. Eitt slíkt er í mótun nú um öryggis- og varnarmál sambandsins, annað um fjárlög þess og í framtíðinni verða þau enn önnur, t.a.m. um málefni innflytjenda eða jafnvel mannréttindamál. Sterkt bandalag smærri ríkja bandalagsins náði því fram á dögunum að framkvæmdastjórar verða 25 eða jafnmargir aðildarríkjunum. Hvað stjórnarskrána áhrærir, þá álíta margir að best væri að leggja hana á hilluna um sinn. Kannski er heilla- drjúgast, eins og sumir fréttaskýrendur hafa bent á, að bíða átekta þar til að loknum kosningum á Spáni og í Pól- landi í þeirri von að þar taki við leiðitamari leiðtogar. Verð- ur þetta að teljast óskhyggja og jafnframt mikil skamm- sýni. Í sambandi 25 ríkja og jafnvel 30 áður en langt um líður er alveg víst að eitthvert þeirra verður til að skap- rauna þeim sem telja sig betur til þess fallin í krafti stærð- ar eða auðs að halda um stjórnartaumana á samrunavagn- inum. Nýju aðildarríkin tíu munu öll á sinn hátt móta stefnu og starfshætti sambandsins. Sum eflaust meira en önnur eins og dæmin um Pólland sýna. Efnahagsbandalagið þáverandi fór ekki varhluta af því þegar Spánn gekk til liðs við það. Svíar komu inn í Evrópubandalagið með nýjar áherslur og svo mætti lengi telja. Sú stækkun sem nú stendur fyrir dyr- um er samt sem áður umfangsmeiri og flóknari en nokkru sinni fyrr og því víst að þær breytingar sem hún hefur í för með sér verði djúpstæðari og víðtækari en áður. Fyrir okk- ur sem utan standa verður athyglisvert að fylgjst með þró- un mála. Næsta stækkun veltur á því hversu vel tekst til nú. Nýju ríkin binda miklar vonir við aðildina og Evrópu- sambandinu sjálfu er nauðsynlegt að allt fari á besta veg. Á því gæti oltið framtíð þess. a hraða samrunaþróun í ESB? ’ Fyrir okkur sem utan standaverður athyglisvert að fylgjst með þróun mála. Næsta stækkun veltur á því hversu vel tekst til nú. ‘ Höfundur er aðstoðarmaður utanríkisráðherra og varaþingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.