Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 37
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 37 ULLARHATTARNIR héldu á Þorláks- messu tónleika á veitingastaðnum Fel- ix. Hljómsveitina skipa Jón Ólafsson, Stefán Hilmarsson, Eyjólfur Krist- jánsson, Friðrik Sturluson og Jóhann Óskar Hjörleifsson. Hljómsveitin lék jólalög auk nokk- urra Upplyftingarlaga við góðar und- irtektir tónleikagesta. Ullarhöttunum til halds og trausts var söngkonan Ruth Reginalds. Ullar- hattarnir á Felix Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson báru kúnstug höfuðföt, sem að öllum líkindum eru úr íslenskri ull. Morgunblaðið/Árni Torfason Ruth Reginalds hafði ekkert höfuðfat en söng engu að síður af miklum krafti. BANDARÍSKI rokksöngvarinn Elvis Presley er ókrýndur kon- ungur breska smáskífulistans þótt rúmur aldarfjórðungur sé frá láti hans. Samkvæmt nýjum lista, sem birtur var í vikunni, hefur Presley átt lög á 1.193 vikulegum smáskífulistum frá árinu 1952 þeg- ar slíkur listi var fyrst tekinn sam- an og birtur. Breski söngvarinn Cliff Rich- ards kemur næstur með lög á 1.152 listum og hljómsveitin Shad- ows, sem Richards söng eitt sinn með, er í 3. sæti með lög á 771 lista. Listarnir hafa verið mislangir. Þegar Presley kom fyrsta laginu á listann árið 1956, „Heartbreak Hotel“, voru birt 30 efstu lögin. Árið 1978, ári eftir lát Presleys, var farið að birta 75 efstu lögin og hefur svo verið síðan. Breski smáskífulistinn er einn af fáum listum yfir vinsælustu lögin sem eingöngu tekur mið af smá- skífusölu en ekki útvarpsspilun eins og t.d. bandaríski Billboard- listinn gerir. Á meðfylgjandi lista sjást þeir listamenn sem oftast hafa átt lög á breska smáskífulistanum. Innan sviga er fjöldi þeirra vikulista sem þeir hafa átt lög á:  Elvis Presley (1.193)  Cliff Richard (1.152)  The Shadows (771)  Elton John (623)  Madonna (606)  Diana Ross (560)  Michael Jackson (509)  Rod Stewart (477)  Bítlarnir (456)  David Bowie (452)  Frank Sinatra  Queen  Status Quo  Stevie Wonder  Paul McCartney  Tom Jones  Rolling Stones  Bee Gees  Oasis  Roy Orbison Reuters Elvis Presley Elvis er smáskífu- kóngur í Bretlandi Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.