Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 19
H vað er hægt að gera með fullan ísskáp af afgöngum, þegar maður er búin að fá nóg af því að kroppa í kaldan hamborgarhrygg eða kalkúna? Möguleikarnir eru margir og freistandi eins og Guðjón Harð- arson yfirmatreiðslumeistari hjá Veisluréttum – Múlakaffi bendir okkur á. Og það sem meira er að þær uppskriftir sem hann gefur okkur hér eru á léttu nótunum þannig að við þurfum ekki að hafa samviskubit yfir að borða meira af kræsingum. Algengt er að afgang- ar af jólamatnum lendi ofan í tartalettum og þær geta verið með ýmsu móti. Óalgengara er að hann breytist í pastarétt en sá möguleiki er spennandi enda nýtur pasta mik- illa vinsælda hér á landi. Baka (quiche) er skemmtilegur og einfaldur réttur sem má hafa bæði heitan og kaldan. Og þeir sem kjósa hollustuna geta valið kalkúnasalatið. Kalkúnasalat Ferkt jöklasalat rifinn kalkún sólþurkaðir tómatar paprika ananas ristaðar furuhnetur brauðteningar grænmetisafgangar úr kæliskápnum. Blandað saman og borið fram með hvítlauksbrauði og balsamik- dressingu. Baka (quiche) Deig: 100 g hveiti 50 g smjör 50 g rifinn ostur 1 eggjarauða 1 msk. kalt vatn salt, cayennepipar. Hnoðið saman og látið hvíla í ½ klst. Flatt út í bökunarform. Hægt er að nota hvað sem er í fyllinguna; hangikjöt, hamborgar- hrygg, kalkún, lambakjöt eða villi- bráð, ásamt grænmeti. Fylling 2 egg 1 eggjarauða 1 dl rjómi Hrærið eggjum og rjóma saman og blandið við kjöt og grænmeti. Bakið í 30 mín. við 180º C. Borið fram með fersku salati. Tagliatelle-pastaréttur Allir grænmetisafgangar, ham- borgarhryggurinn eða kalkúninn saxað niður, ristað saman á pönnu. Smá rjóma og kjötkrafti blandað saman við og soðið í 1 mín. Taglia- telle-pasta soðið, sett í skál og sós- unni hellt yfir. Ferskur parmes- anostur rifinn yfir. Borið fram með heitu brauði og fersku salati. Hangikjöt í tartalettum Hangikjötið saxað í teninga og baunum og gulrótum blandað sam- an við. Jafningurinn hitaður upp og kjöti og grænmeti blandað sam- an við. Borið fram í tartalettum með eplasalati og rauðkáli. Þeir sem gæddu sér á rjúpum eða annarri villibráð um hátíðarnar geta svo saxað kjötafgangana út í sósuna og borið fram í tartalettum.  MATARKISTAN | Jólamaturinn nýttur til fullnustu Kræsingar úr afgöngunum Í hugum margra er ekk- ert jólalegra en afgang- ur af jólamatnum, narta í kalt kjötið eða borða restina af desertnum, daginn eftir. Það má líka búa til skemmtilega rétti úr afgöngunum. Morgunblaðið/EggertKokkurinn: Guðjón Harð- arson, yfirmatreiðslumeist- ari hjá Veisluréttum – Múlakaffi, segir að mat- reiða megi afgangana á ýmsa vegu. Taglíatelle: Pastaréttur gerður úr afgöngum gærdagsins. Jólamaturinn: Hangikjöt í tartalettum með eplasalati og rauðkáli. Hollt og gott: Kalkúna- salat fyrir þá sem vilja eitthvað létt eftir hátíðarmatinn. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 19 gisting í Kaupmannahöfn frá DKK 90,- www.gisting.dk sími: 0045 32552044 Undirföt fyrir konur Skálastærðir: B-FF undirfataverslun Síðumúla 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.