Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 18
DAGLEGT LÍF 18 LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Munið að slökkva á kertunum      Treystið því aldrei að sjálfslökkvandi kerti slökkvi á sér sjálf Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins          Indónesíski veitingastaðurinn BALI á Kanarí (Ensku ströndinni) sendir ykkur öllum bestu jóla- og nýárskveðjur. Verið ávallt velkomin að upplifa Kanarí á BALI því það er engu líkt. Þökkum viðskiptin á 25 ára afmælisárinu. Eigendur og starfsfólk BALI. (Geymið auglýsinguna og spyrjið fararstjórann ykkar til vegar, ef þið hafið ekki heimsótt okkur áður). KANARÍEYJAFARAR TAKIÐ EFTIR! Fiskverkun Reykjanesbæ Gott 710 fm hús mikið endurnýjað, m.a nýklætt að utan, nýlegir gluggar og þak. Að innan er húsnæðið nýlega endurnýjað skv. ströngustu kröfum. Laust strax. Bæði leiga og sala kemur til greina. Gott verð og greiðslukjör. Nánari uppl. á skrifstofu. Eignamiðlun Suðurnesja, Hafnargötu 20, 230 Reykjanesbæ, sími 421 1700 — sigurdur@es.is Um hver áramót safnastsaman í Básum í Þórs-mörk hópur fólks sem á það sameiginlegt að hafa áhuga á útiveru og skemmtun í góðum fé- lagsskap utan við ys og þys marg- mennisins. Núverandi sambýlingar, Guð- rún Guðnadóttir, kennari í Rétt- arholtsskóla, og Magn- ús Bergsson, rafvirki, ákváðu sitt í hvoru lagi að gaman væri að eyða áramótunum í Básum um aldamótin 2000– 2001. Þau sjá svo sannarlega ekki eftir þeirri ákvörðun sinni því í ferðinni hittust þau fyrst og kynntust, hófu sambúð og eiga nú orðið „afleggjarann“ Völund Arn- þór, þriggja mánaða mynd- arstrák. Guðrún og Magnús hafa í gegnum tíðina verið mikið útivist- arfólk þar sem hún hefur í frístundum frá kennslunni verið far- arstjóri á vegum Úti- vistar og hann verið forsprakki Fjallahjóla- klúbbsins. „Ætli við sleppum ekki ára- mótaferðinni að þessu sinni og jafnvel næstu árin enda eiga börn ekkert erindi í svona ferð. Hins vegar mæli ég fyllilega með Bás- um fyrir fullorðna fólkið, sem skemmtir sér konunglega saman á hvaða aldri sem er, en ætli ald- ursbilið sé ekki allt frá 25 ára upp í sextugt og fjöldinn í kringum 50–60 manns,“ segir Guðrún. „Þetta er mjög skemmtileg sam- vera fólks, sem leggur upp með það að vera saman og hafa það voða gaman. Sumir koma einir, aðrir taka sig saman í hópum og svo hristast allir saman í eina góða kös.“ Glens og göngutúrar Eins og endranær gengst Úti- vist fyrir áramótaferð að þessu sinni frá 30. desember til 2. jan- úar. Skálarnir verða upphitaðir, skreyttir hátíðarbúningi og þegar dimmir er umhverfið lýst upp með kertaljósum. Á kvöldin verða haldnar kvöldvökur þar sem fólk safnast saman við söng, glens og gaman. Sumir sjá um hljóðfæra- leik, aðrir stjórna fjöldasöng og allir leggjast á eitt um að gera kvöldin sem eft- irminnilegust. Á gaml- árskvöld verður kveikt í brennu og flugeldum skotið upp til að kveðja gamla ár- ið og fagna því nýja. Á nýárskvöld er geng- ið með logandi kyndla á dulmagnaðan stað og nýárssöngvar sungnir. Á daginn, meðan birta leyfir, er farið í mismunandi langar og erfiðar gönguferðir, sem fara eftir aðstæðum hverju sinni. Fararstjóri er með í hverri göngu- ferð. Ef snjóalög leyfa, er upplagt að nota tækifærið og taka gönguskíðin með. Fararstjórar í áramótaferðinni verða þau Bergþóra Bergs- dóttir og Reynir Þór Sigurðsson og hleypur verðið á bilinu 12.600–14.100 kr. fyr- ir manninn. Hlý föt og nesti Brottför er áætluð frá Umferðarmiðstöð- inni kl. 8.00 að morgni þriðju- dagsins 30. desember og er heim- koma áætluð seinnipart föstudagsins 2. janúar. Þátttakendur í áramótaferðinni þurfa m.a. að gera ráð fyrir hlýj- um fatnaði, svefnpoka og nesti, en góð eldunaraðstaða er í Básum og allur borðbúnaður til staðar. Við skálana stendur stórt útigrill, sem margir nýta sér, ekki síst á gaml- árskvöldi eða nýárskvöldi þegar menn vilja gera sér dagamun í mat.  ÚTIVIST | Áramótaferð áformuð í Bása Afraksturinn: Guðrún Guðnadóttir og Magnús Bergsson kynntust í Básaferð fyrir þremur ár- um og eiga nú soninn Völund Arnþór, 3 mánaða. Glens, gaman og göngutúrar Þriggja mánaða snáði í Reykjavík á nú til- veru sína að þakka áramótaferð Útivistar í Bása fyrir þremur árum því í þeirri ferð kynntust foreldrarnir, þau Guðrún Guðna- dóttir og Magnús Bergsson. Áramótagleði: Líf og fjör er ávallt í Básum um áramót. join@mbl.is Fararstjóri er með í hverri gönguferð. Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.