Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 24
Helsti gallinn við bíóferðir er fólkið í salnum. Ekki svo að skilja að mér sé illa við fólk, ég bara vil ekkert endilega hafa það í kringum mig þegar ég fer í bíó. Ónæðinu held ég í lágmarki með því að fara ein í bíó. Bíóhúsin ættu að bjóða upp á sérstakar sýningar, einmennings- bíó, fyrir þá sem telja sig geta þagað myndina á enda. Á dögunum afrekaði ég það að fara ein í bíó – í fyrsta sinn. Þrátt fyrir að vera komin þónokkuð yfir tví- tugt hafði ég aldrei fyrr farið ein- sömul í bíó. Af einhverjum ástæð- um hafði ég alltaf haldið að bíóferðir krefðust föruneytis. Svo er ekki. Kostir þess að vera ein með sjálfri mér í bíósalnum eru langtum fleiri en kostir þess að fara í góðum félagsskap í bíó. Nú ætla ég ekki að fara að halda því fram að vinir mínir séu leiðinlegir, eða vondir bíófélagar. En eftir að hafa – að ráði vinar sem kveðst alltaf fara einn í bíó – prófað að vera stök í bíósaln- um, get ég bara varla hugsað mér betri leið til að sjá kvikmynd. Helsti gallinn við bíóferðir er nefnilega fólkið í salnum. Ekki svo að skilja að mér sé illa við fólk. Ég hef yndi af öðru fólki, og nýt mín hvergi betur en innan um gott fólk. En ég vil ekki endilega hafa það með mér í bíó, né heldur allt um kring í bíósalnum. Stundum velti ég því fyrir mér hvort ég ætti ekki bara að sleppa því að fara í bíó. Ef hreinskilni á að vera eitthvað atriði í þessum dálki, þá get ég reyndar alveg greint frá því að ég myndi miklu frekar vilja að „allir hinir“ slepptu því að fara í bíó þegar ég fer. Þannig gæti ég notið mynd- arinnar í friði frá brakandi popp- pokum, sötri, pískri, óhóflegum hlátri á röngum stöðum og sím- hringingum í gríð og erg. Ah…hvað það væri nú gott að hafa heilan bíósal fyrir bara fyrir mig. Þá myndi enginn trufla mig, ég gæti etið mitt popp og drukkið mitt sódavatn (bendi þeim sem ekki vita að í flestum bíóhúsum er hægt að kaupa sódavatn úr kók- vélinni fyrir sirka fimmtíukall) án þess að eiga það á hættu að setj- ast við hliðina á manni í vindjakka sem skrjáfar í. Eða sitja í næstu röð fyrir neðan hóp af unglingum sem flissa yfir flestu sem gerist í myndinni, en hlæja þó ekki inni- lega nema vera vissir um að allir hinir ætli sér að hlæja líka, til að vera nú örugglega ekki úr takti við hópinn. Ef ég gæti verið alein í bíó þá myndi ég aldrei lenda í því að þurfa að gefa stelpunum í næstu sætum illt auga fyrir að tala hálfa myndina (lét reyna á áhrif augnaráðsins um daginn, en uppskar ekkert nema fliss á móti). Ég gæti notið myndarinnar með sjálfri mér, grátið, brosað og hleg- ið óáreitt. Líklega ætti ég bara að kaupa mér bíósal. Ekki get ég gert þær kröfur á allt hitt fólkið í salnum að það geri mér til hæfis og reyni að þegja myndina á enda. Eða jú… reyndar get ég það. Síðast þegar ég vissi þá giltu ákveðnar óskráð- ar reglur um hegðun í bíósal. Ekki tala, ekki láta skrjáfa meira í nammipokum en þörf er á, ekki syngja með þótt þú þekkir að- allagið í myndinni (kauptu bara geisladiskinn!), ekki hafa kveikt á símanum þínum, ekki svara þegar hann hringir(!) og ekki sötra kók- ið með látum. Þetta er nú allt og sumt. Ef ástandið væri svona, þá gæti ég farið í bíó með öðru fólki, og notið þess. Nú er ég ekki að segja að mínir bíófélagar séu eitthvað verri en aðrir eða virði „bíóreglurnar“ síð- ur en hinir í salnum. Alls ekki. En það að vera ein í bíó minnkar lík- urnar á að reglubrjótar sitji of ná- lægt. Það er ómögulegt að segja hverjir það eru sem brjóta regl- urnar. Með því að vera stök í saln- um get ég þó í það minnsta valið mér sæti á stað þar sem fáir sitja, og þannig lágmarkað ónæði sem fylgir öðru fólki í salnum. Þar að auki eru stakir bíógestir ólíklegri til að vera með vesen. Aldrei hef ég gerst svo fræg að greiða himinhátt verð fyrir að sjá mynd í einhverjum hinna svoköll- uðu lúxusbíósala, enda flestir venjulegir bíósalir búnir afburða þægilegum stólum hvort sem er. Algjör óþarfi að mínu mati að borga tvöfalt verð fyrir að sitja í aðeins mýkri stól. Það sem í mín- um huga væri lúxussalur væri sal- ur þar sem allir bíógestir væru með slökkt á farsímum og næðu að þegja myndina á enda. Að sitja í sal þar sem farið er eftir „bíó- reglunum“, sem ég kýs að kalla svo, væri lúxus í mínum í huga. Ég væri jafnvel tilbúin að greiða hærra verð fyrir að sjá góða mynd við slíkar lúxusaðstæður. Þess vegna langar mig að leggja til við bíóhúsin að þau bjóði upp á sérstakar einmenningssýn- ingar þar sem eingöngu „stökum“ gestum yrði hleypt í bíósalinn. Verð á slíkar sýningar mætti al- veg vera hærra en á almennar sýningar. Ekki af því að gestir fengju meira af poppi, stærra kókglas eða þægilegri stóla. Held- ur af því að í einmenningsbíó ríkti gagnkvæm virðing og gestirnir, sem allir væru einir, gerðu sér grein fyrir því að í þeir væru ekki þangað komnir til að njóta fé- lagsskapar heldur til að njóta bíó- myndar, hver með sjálfum sér. Ætli ég haldi mig ekki bara við það að fara ein í bíó. Ekki vegna þess að eftir þessi skrif vilja ef- laust fáir fara með mér í bíó, held- ur vegna þess að fólk sem fer eitt í bíó er líklegra til að þegja yfir myndinni. Þar sem ég vil leggja mitt af mörkum til bættrar bíó- menningar ætla ég að halda mig við þennan góða sið sem ég tók nýverið upp. Að öllu gamni slepptu finnst mér að bíóhúsaeigendur ættu að aðgreina sýningar miklu meira en gert er. Bæði í verði og gæðum. Lúxussalirnir eru skref í áttina. Þeir sem vilja þægilegri stóla fá þar eitthvað fyrir sinn snúð, en greiða sérstaklega fyrir það. Ég væri hins vegar tilbúin að greiða hærra verð fyrir að fara í bíó með fólki sem er tilbúið að þegja og einbeita sér að myndinni sem í boði er. Þar væri kominn al- vöru lúxussalur í mínum huga. Ekkert mas, ekkert skrjáf, ekkert söngl, ekkert vesen. Bara bíó- mynd, popp og sódavatn. Þannig á það að vera. Ein í bíó VIÐHORF Eftir Eyrúnu Magnúsdóttur eyrun@mbl.is MINNINGAR 24 LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LILJU SIGURJÓNSDÓTTUR, Bjargartanga 10, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarþjón- ustu Karitas og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaka umönnun. Guðríður Jónsdóttir, Lovísa Jónsdóttir, Baldur Birgisson, Jón Sævar Jónsson, Kolbrún Guðjónsdóttir, Ásthildur Jónsdóttir, Smári Sigurðsson, Stefán Ómar Jónsson, Brynja Guðmundsdóttir, Steinar Jónsson, Auður Eygló Kjartansdóttir, Snorri Jónsson, Prachim Phakamart, Reynir Jónsson, Ásta Dís Óladóttir, ömmubörn og langömmubörn. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. ✝ Björn MatthíasTryggvason fæddist í Hnífsdal 27. janúar 1939. Hann lést í Reykjavík 3. desember síðastlið- inn. Móðir hans var Hulda Valdimarsdótt- ir Ritchie, f. í Hnífsdal 22.12. 1917, d. 26.3. 1999. Faðir hans var Tryggvi Þorfinnsson, f. 2.8. 1912, d. 21.9. 1971, Jónssonar að Uppsölum í Flóa, Guðmundssonar, f. 10. júní 1867. Stjúp- faðir Björns Matthíasar var Sam- úel Stewart Ritchie, f. 12. júlí 1912, d. 13. ágúst 1985. Afi í móðurætt Valdimar Björn Valdimarsson, f. 11.9. 1888, d. í júní 1974, ættfræð- ingur og vörubílstjóri frá Hnífsdal. Amma í móðurætt var Sigríður Guð- mundsdóttir frá Fossum við Ísafjarð- ardjúp, f. 13. júní 1898, d. 20. maí 1985, Jónssonar sjómanns, f. 28. júní 1864, d. 27. janúar 1937. Systkini Björns, sammæðra: James Valdimar Samúelsson og Norma E. Sam- úelsdóttir. Síðustu ár ævinnar starfaði Björn Matt- hías við blaðasölu hjá DV. Hann var vistmaður á hjúkr- unarheimilinu Grund v. Hring- braut hin síðari ár. Útför Björns Matthíasar var gerð frá Fossvogskapellu 10. des- ember. Björn Matthías Tryggvason hálf- bróðir minn hafði mikil áhrif á líf mitt. Líf mitt varð stórbrotnara. Flóknara. Hann, án þess að skilja það sjálfur, setti mark á alla þá sem elskuðu hann. Hann var hetja. Geð- veiki gerði hann óvirkan í mörg ár og lífsgangan honum oft ógnvænleg og erfið. Efnilegur námsmaður varð veikindum að bráð innan við tví- tugt. Fram að þeim tíma var tilvera hans hins venjulega bóndastráks sem bjó fyrir norðan. Björn flutti heim til móður sinn- ar, Huldu Valdimarsdóttur Ritchie, og stjúpa, Samúels Ritchie, og afa Valdimars Björns (sem öll eru lát- in), eftir að hafa verið í fóstri frá fjögurra ára aldri hjá Gunnlaugi P. Sigurbjörnssyni, bónda og hagyrð- ingi á Ytri-Torfustöðum í Austur- Húnavatnssýslu, og konu hans, Soffíu Jensdóttur, húsfreyju. Faðir hans var Tryggvi Þorfinnsson, fyrr- verandi skólastjóri Þjóna- og veit- ingaskóla Íslands. – Þegar ég sá hálfbróður minn, sem kominn var til að búa hjá okkur heima, ætlaði ég krakkinn að giftast honum þegar ég yrði stór! Brún augu, kolsvart hár, glettinn, vinalegur. Eftir að veikindi fóru að herja á, sem komu í ljós eftir að hann hafði tekið tvo bekki utanskóla samtímis í Menntaskólanum á Akureyri, tók við langvarandi veikindaferill. Sjúk- dómurinn, geðklofi, var staðreynd. Sjúkdómur sem enn í dag er reynt að halda leyndum. Þykir skömm. En sem betur fer mun sú tíð koma að lækning finnst, og bara það að álíta sjúkdóm skammarblett verður skömmin stærsta. Tímarnir eru að breytast. Björn bróðir var lengi á Klepps- spítala og í Hátúni, en síðustu árin hafði hann búið á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund við Hring- braut. „Það eru allir svo góðir við mig. Mér finnst ég vera hamingju- samur maður,“ hafði hann oft á orði. Hann virtist vera sjálfum sér nógur, en hafði ánægju af að vera innan um fólk, gleðjast. Alltaf mundi hann eftir afmælisdögum okkar systkinanna, mín og Valdi- mars, og hringdi þá til okkar. Hann hafði gaman af börnum, kynntist Lísbet Stellu, dótturdóttur minni, sem hefur nær öll sín fimm að- fangadagskvöld haft hann nærri. Hann var hreykinn af þremur litlum bróðurdóttursonum sem höfðu fæðst á síðastliðnum þremur árum, spurði oft um litlu börnin. Björn Matthías fór að selja Dag- blaðið Vísi fyrir mörgum árum, og þá var eins og líf hans fengi nýjan tilgang. Fékk nokkrar krónur í vas- ann til að fjármagna sérþörf sína, fékk og súrefni í lungun af útiver- unni, og naut þess að vera innan um borgarkliðinn, í umferðinni. Hann seldi mest í miðbænum, við Landsbankann, í Kolaportinu, og stundum fyrir utan Ríkið. Kom stundum við á Kaffi París, eða ann- ars staðar, og honum vel tekið, jafnvel boðinn kaffibolli, eða vatns- sopi. Það voru nokkrir fastakúnnar sem keyptu blaðið, einn og einn ráðherra, þingmenn, ættingjar og vinir keyptu stundum blað og heils- uðu honum í leiðinni. Allsherjargoði hafði keypt blað. Bróðir minn setti svip á bæjarlífið með appelsínugulu töskuna sína yfir bláa galann, sat stundum á tröppum hér og þar, því orkan var ekki nógu mikil til að standa lengi í einu. Síðustu vikurnar fyrir andlátið hafði hann ekki mörg dagblöð í sölu, en útkeyrslufólk DV kom með nokkur blöð beint í hlaðið á Grund, sem hann ráðstafaði á eigin hátt. Ég held að það sé ekki ofsögum sagt, að þeim sem kynntust Bússa þótti heilmikið vænt um hann, og sumir læknar höfðu lúmskt gaman af því að fylgjast með honum. Þvílík seigla! Fara út, taka strætó, í öllum veðrum, eins mikill sjúklingur og hann var, með sykursýki og lungna- sjúkdóm. Já, þvílík seigla. Hann hafði kynnst mörgum á sínu tæplega 65 ára æviskeiði; á sjónum, þegar heilsan leyfði, og þeim stofnunum sem hann bjó á. Þar sér maður mikla samkennd milli fólks. Hann naut betri andlegrar heilsu síðari ár ævinnar, ranghugmyndir og ofheyrnir voru liðin tíð, lyf og umönnun mun betri. Starfsfólk og vistfólk á Grund sýndi honum hlýju og veitti gott aðhald. Hann söng stundum með útvarp- inu þegar honum leið vel, djúpri bassarödd. Móðursystir hans Hrefna gleymir ekki þegar þau nú fyrir stuttu sátu í bíl hennar, óku um í sólskininu, og sungu saman tvísöng. Hjartað gaf sig á leið á sjúkrahús frá Grund. Hann lést 3. desember sl. Við útför Björns Matthíasar frá Fossvogskapellu las sr. Bragi Skúlason vögguljóð eftir fóstra Bússa (Gunnlaug), sem hann orti fyrir munn fóstru hans (Soffíu) (heimild: Skarpheiður Gunnlaugs- dóttir, Akranesi): Svona litli ljúfi vinur minn leggstu nú á hvíta svæfilinn. Leggðu aftur litlu augun þín, mildri hönd ég ylinn að þér ber, alltaf skal minn hugur fylgja þér meðan okkar æviröðull skín. Blessuð sé minning Björns Matt- híasar (Bússa, Bjössa). Þökkum samfylgdina, bróðir, frændi. Þín er saknað. Norma E. Samúelsdóttir og fjölskylda. BJÖRN MATTHÍAS TRYGGVASON AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einn- ig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5– 15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.