Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 41 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.20. KRINGLAN Sýnd kl. 12, 4, 8 og 12 á miðnætti. Frá framleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. Veistu hvað gerðist í húsi þínu, áður en þú fluttir inn ?? ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. „Drepfyndinn hryllingur!“ Þ.Þ. Fréttablaðið AKUREYRI Sýnd kl. 6. Ísl. tal ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 10.10. Enskt. tal. KEFLAVÍK Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. „ATH!SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI“ AKUREYRI Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal KEFLAVÍK Sýnd kl. 2. Ísl. tal. Kalli Kanína og félagar eru mættir í splunkunýju bráðfyndnu ævintýri. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! „Jólamyndin 2003“ „Snilld! Frábær!“ Peter Jackson, leikstjóri Lord of the Rings Vinsælasta myndin á Íslandi 3 vikur í röð! KRINGLAN Sýnd kl. 1, 3, 5 og 7. Ísl. tal. Frumsýning ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.45, 3.50 og 5.55. Ísl. tal. Sýnd kl. 1. 45, 3.50, 5.55, 8, 10.10. Enskt. tal. KRINGLAN Sýnd kl. 12.45, 2.50 og 4.55.. Ísl. tal. KRINGLAN Sýnd kl. 9.30 og 11.30. B.i. 16 ára. KEISARAKLÚBBURINN Frábær mynd með Óskarsverðlaunahafanum Kevin Kline en hann fer hreinlega á kostum í myndinni. MYNDIN HEFUR FENGIÐ FRÁBÆRA DÓMA.  Kvikmyndir.com  Roger Ebert KEFLAVÍK Kl. 4, 8 og 10.30. „ATH!SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI“ ÞESSI fyrsta plata Láru Rúnars- dóttur kemur einkar skemmtilega á óvart og þar skiptir í því hve hún hefur valið sér trausta meðreiðar- sveina; hljómsveitin sem hún er með með sér fer hreinlega á kost- um, bassaleikur lifandi og skemmti- legur, trommur góðar og rafgítarar grenjandi og vælandi góðir. Heyr þannig sérstaklega súrt og lifandi samspil rafgítara í upphafs- lagi skífunnar „Drifting“. Ekki verður svo skilið við undirleikin án þess að minnast á hljómborðin, enda er platan vaðandi í þeim, smekklegum og nettum, oft spila- mennsku sem maður tekur ekki eft- ir fyrr en við aðra eða þriðju hlustun á lagi, svo vel er verkið af hendi leyst, en svo eru þau líka ágeng og frek þegar við á. Lára er fyrirtaks söngkona, röddin skotin viðkunnanlegum trega, skemmti- lega tær og sakleysisisleg á köflum en svo grípur veröldin inní og röddin verður þrungin depurð, þreytt á heimsins vonsku og erfiðleikum. Röddin, eða radd- beitingin, er aftur á móti þannig að hún fellur ekki alltaf að sterkum tilfinningum; ég á til að mynda erfitt með að trúa því þegar hún syngur „My heart is full of rage“ í „They Took Him Away“, sögumaðurinn of fjar- lægur (Textinn í því lagi, er reyndar sér- kennilega saminn, sýn- ist hann vísa í frægt breskt sakamál, en heldur óenskur á köflum og svo er í fleiri lögum – það er eitt að kunna ensku og annað að skilja hana). Ekki má skilja þetta svo að Lára geti ekki sungið af tilfinningu, strax í næsta lagi á eft- ir, „How Could You“, beitir hún röddinni af næmi, en í því lagi fer Sigurður Guðmunds- son líka á kostum á hljómborð sín eins og svo oft á plötunni. Flest laganna á skíf- unni eru prýðileg og mörg harla góð. Þó upphafslagið hrífi kannski mest finnst mér önnur betur sam- in, til að mynda „Light Me Up“ með snúinni laglínu, og „I Took a Chance on You“ frá- bær útsetning og fyrirtaks söngur í því lagi og laglínan liggur vel á frumlegri útsetningunni. Titillag skífunnar er líka gott lag sem þolir vel svo einfalda og brothætta út- setningu. „Night of Affection“ er líka gott lag með lifandi útsetningu. Textinn þó ekki góður. Svo við rifj- um upp gamalt nöldur: Skil ekki hvers vegna listamenn sem gefa sjálfir út falla sífellt í þá gryfju að syngja á ensku; langar þá ekki að selja plötur? Umslag plötunnar er einkar gott, einföld og góð hugmynd með góðu samhengi í myndskreyt- ingu. Þegar allt er talið er þessi frum- raun Láru Rúnarsdóttur sérlega vel heppnuð fyrsta plata ungs lista- manns, sumpart fyrir það hve góða undirleikara og aðstoðarmenn hún hefur valið sér, en sterkur persónu- leiki skín líka í gegn í lögunum og söngurinn er alla jafna mjög góður. Eins og nefnt er fannst mér stund- um vanta meiri dýpt í túlkun en það kemur. Tónlist Sterkur persónuleiki Lára Standing Still Geimsteinn Standing Still, hljómplata Láru Rúnars- dóttur. Lög og textar á plötunni eftir hana nema þrjú lög sem hún semur með Rúnari Þórissyni. Helstu hljóðfæraleikarar á plötunni eru þeir Sig- urður Guðmundsson sem leikur á gítar, fjölda hljómborða og harmonikku, Guð- mundur Freyr Vigfússon sem leikur á bassa, Guðmundur Kristinn Jónsson sem leikur á gítar og Kristinn Snær Agnarsson sem leikur á trommur og annað slagverk. Árni Matthíasson Standing Still er frum- raun tónlistarkonunnar Láru Rúnarsdóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.