Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG er ekki lögfróður og hef ekki farið yfir málið nægilega vel til að kveða upp dóm um það hvort þarna sé verið að fara á svig við lögin. Ég tel að þingið hafi alls ekki gert nein mistök í lagasetningunni,“ segir Ein- ar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, sem kom að und- irbúningi heildarlaga um fjármálafyrirtæki haustið 2002 eftir yfirtökutilraunir Búnaðarbankans á SPRON. Átti að treysta yfirtöku- varnir sparisjóðanna í landinu og standa vörð um sparisjóðasamstarf- ið. Verið að tryggja rétt stofnfjáreigenda „Eins og við gengum frá lögunum og áréttuðum í nefndarálitinu, tel ég að þarna hafi verið kveðið skýrt á um það, að við vorum að tryggja það einfaldlega að réttur stofnfjáreig- enda væri sambærilegur fyrir og eft- ir hlutafélagavæðingu sparisjóðanna, ef til hennar kæmi. Í þessu sambandi vil ég vísa í nefndarálit meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar frá þessum tíma,“ segir Einar. Hann segir ekki innistæðu fyrir því hjá forsvarsmönnum SPRON að benda á þetta atriði laganna til að rökstyðja áform um sölu á SPRON nú. Alþingi gerði ekki mistök „ÖLLU er afmörkuð stund, og sér- hver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma,“ segir í upphafsorðum þriðja kapít- ula Predikarans í Gamla testa- mentinu. Á jólunum verður fólki ljós og skýr sá söknuður sem lifir eftir þegar ástvinir falla frá. Margir leggja för sína í kirkjugarðana um jólin til að heiðra látna vini og ættingja og syrgja þá. Í Gufu- neskirkjugarði huldi jörðina snæ- hvít breiða og mýkti spor hinna sorgmæddu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tími til að syrgja BJARNI Þorsteinsson, útgáfu- stjóri Almenna bókafélagsins, sem gaf út bók Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar um Hall- dór Laxness, hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Vegna opinberra ásakana um óvönduð vinnubrögð af hálfu höfundar og útgefanda bókar- innar Halldór eftir Hannes Hólmstein Gissurarson vill út- gáfustjóri Almenna bókafélags- ins taka eftirfarandi fram: Höfundur bókarinnar, Hann- es Hólmsteinn Gissurarson, er staddur erlendis og hefur ekki enn svarað þeim ásökunum sem fram hafa komið. Á meðan svo er getur Almenna bókafélagið ekki látið neitt efnislegt frá sér fara um málið. Hannes hefur lýst því yfir að hann muni svara ásökununum þegar hann kemur til landsins um miðjan næsta mánuð. Varðandi þær ásakanir að rit- stjórnarvinnu forlagsins hafi verið ábótavant skal það áréttað að Almenna bókafélagið hefur gefið út fjölda ævisagna og fræðirita. Líkt og með önnur handrit af þessu tagi var handrit bókarinnar Halldór eftir Hann- es Hólmstein Gissurarson lesið af ýmsum sérfróðum aðilum um efni bókarinnar, bæði á vegum höfundar og útgefanda, og tillit tekið til athugasemda þeirra. Enginn þessara aðila gerði at- hugasemdir um þau atriði sem nú hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Gagnrýni af þessum toga á forlagið er því úr lausu lofti gripin og ekki á rökum reist.“ Yfirlýsing frá Al- menna bókafélaginu Handritið lesið yfir af sérfróð- um aðilum FORSVARSMENN Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis segjast fara nákvæmlega eftir þeim lögum sem Alþingi samþykkti í desember á síðasta ári við undirbúning á sölu SPRON til Kaupþings Búnaðarbanka. Aðspurður hvort ekki sé farið í kringum lögin, eins og þingmenn skilja þau, segir Guðmundur Hauksson spari- sjóðsstjóri: „Alls ekki. Við erum akkúrat að fara eftir lögunum, en það virðist vera sem menn hafi ekki áttað sig á því hvað þessar breytingar, sem samþykktar voru í fyrra, fólu í sér.“ Sama skilning leggur Jón G. Tómasson, formaður stjórnar SPRON, í löggjöf um spari- sjóði sem þingmenn samþykktu. „Vissulega settu þeir upp ákveðnar girðingar fyrir því að bankar gætu komist yfir stofnfé sparisjóða en um leið opnuðu þeir leið sem gerir stofnfé miklu verðmætara ef sparisjóði er breytt í hluta- félag.“ „Ég tók eftir því að forsvarsmenn SPRON vísuðu í þessa breytingu sem gerð var við laga- setninguna haustið 2002. Það er mín skoðun að það sé ekki innistæða fyrir því vegna þess að tilgangur laganna var greinilega skýrður í nefndaráliti meirihluta efnahags- og viðskipta- nefndar,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins. Þar komi skýrt fram að vilji þeirra hafi verið sá að réttur stofn- fjáreigenda ætti að vera sambærilegur fyrir og eftir breytingu sparisjóða í hlutafélög. Stjórnarþingmenn gagnrýndu söluáformin í Morgunblaðinu á aðfangadag jóla og sögðu stjórn og stjórnendur SPRON skulda þing- mönnum skýringar á stefnubreytingunni. Í fyrrasumar hafi þingmenn staðið vörð um sparisjóðinn og sparisjóðasamstarfið þegar Búnaðarbankinn reyndi að taka SPRON yfir. Lagabreytingin hafði úrslitaáhrif „Málið lítur allt öðruvísi út núna en það gerði þá,“ segir Guðmundur. „Fyrir það fyrsta er bú- ið að breyta lögum, sem var gert í desember fyrir ári, og hefur úrslitaáhrif á stöðu mála. Í annan stað eru viðskipti núna byggð á viðskipt- um með hlutabréf en ekki stofnfjárskírteini eins og lagt var af stað með þegar Búnaðar- bankinn reyndi að yfirtaka SPRON í fyrra. Þau viðskipti að okkar mati stönguðust á við lög.“ Hann segir að nú sé hins vegar verið að borga umtalsverða fjármuni til sjálfseignar- stofnunarinnar og forsendurnar nú séu allt aðr- ar en var sumarið 2002. Hyggur hann að ef þingmenn og aðrir skoði forsendurnar sem liggi til grundvallar muni þeir átta sig á þessari breytingu. „Í 74. grein laganna var bætt við setningu, sem kveður á um að nú megi meta verðmæti stofnfjár upp þannig að þegar menn fái hluta- bréf í skiptum fyrir stofnfé þá sé það metið með tilliti til ágóðavonar. Þar af leiðandi er búið að breyta þeirri grunnforsendu sem áður lá til grundvallar að það mætti eingöngu skipta á framreiknuðu nafnvirði,“ segir Guðmundur. Aðspurður segir hann stofnbréfin ekki ígildi hlutabréfa. „Hitt er annað að ef það á að breyta sparisjóðum í hlutafélög, má endurmeta verð- mæti stofnfjárins í hendi stofnfjáreiganda þannig að hann sé ekki verr settur eftir að hann hefur fengið hlutabréf í hendur heldur en hann var þegar hann hélt á stofnfjárskírteini,“ segir sparisjóðsstjórinn. Viðskipti með hlutabréf Ný heildarlöggjöf í desember skipti því höf- uðmáli fyrir þessa umbreytingu á SPRON nú. Guðmundur segir það líka skipta máli að við- skiptin núna gerast á grundvelli þess að búið sé að breyta sparisjóðnum í hlutafélag. Það sé grundvallaratriði en yfirtökutilboð Búnaðar- bankans í fyrra byggðist á því að reyna að ná meirihluta stofnfjárins. Hann neitar því að forsvarsmenn SPRON séu að bregðast þeim þingmönnum sem stóðu við bakið á þeim þegar Búnaðarbankinn reyndi yf- irtöku í fyrra. „Ekki á nokkurn hátt. Markmið okkar í fyrra, með því að breyta sparisjóðnum yfir í hlutafélag, var að styrkja sparisjóðinn og efla stöðu hans. Það eru sömu sjónarmið sem við höfum fyrir okkur núna. Það er hins vegar jafn- ljóst að það sem við erum að gera núna hefði ekki verið framkvæmanlegt nema af því að lögunum var breytt í desember í fyrra,“ segir Guðmund- ur. Jón G. Tómasson tekur undir það að þessi breyting sé möguleg einmitt vegna lagabreyt- ingarinnar og reki í raun á eftir henni. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar, sagði að jafnvel þyrfti að rannsaka hvers vegna stjórnin breytti stefnu sinni varð- andi áframhaldandi rekstrarform SPRON. „Ég held að það byggist einfaldlega á því að það hafi ekki verið nægilega skýrt fyrir henni hvaða breytingar hafa átt sér stað í millitíðinni frá því að þetta mál fór af stað í fyrra til þess tíma að þetta gerist núna,“ segir Guðmundur. „Ég hygg að hún myndi átta sig á þeim breytingum ef það yrði útskýrt fyrir henni.“ Forsvarsmenn SPRON segjast framfylgja lögum frá Alþingi Opnuðu leið sem gerir stofnfé verðmætara TVEIR karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á Selfossi í gær- morgun grunaðir um að hafa brotist inn í tvö fyrirtæki í Hveragerði. Þeir eru einnig grunaðir um að hafa stolið þremur bílum og vélsleða. Mennirnir munu samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglu hafa verið ölv- aðir. Þeir brutust inn hjá Hjálpar- sveit skáta og stálu þaðan flugeldum og vélsleða, og skemmdu sleðann með því að aka á kerru sem einnig var í skemmu hjálparsveitarinnar. Þá veltu mennirnir tveimur bílum sem þeir stálu og festu þann þriðja. Þeir ollu töluverðum skemmdum á bílunum og sleðanum. Málið er enn í rannsókn. Stálu vélsleða frá Hjálparsveit skáta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.