Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.12.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ DÚKKA sem ber andlit George W. Bush Bandaríkjaforseta er komin á markað í Bandaríkjunum. Það er smáfyrirtækið Toypresidents í Tex- as sem selur forsetadúkkurnar, sem eru á stærð við Barbie dúkkur, en hafa það þó fram yfir Barbie að geta talað, að því er segir í frétt AP. Bush dúkkan er sú fyrsta af átta sem til stendur að setja á markað í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur látið gera dúkkur sem eiga að vera eftirmyndir af sjö fyrrverandi for- setum Bandaríkjanna; Bill Clinton, Ronald Reagan, John F. Kennedy, Abraham Lincoln, George Wash- ington, Thomas Jefferson og Theo- dore Roosevelt. Hver dúkka er klædd í fatnað sem talinn er lýsandi fyrir þann for- seta sem hún er gerð eftir. Þannig er Clinton dúkkan til dæmis íklædd bláum jakkafötum, með rautt bindi og í svörtum kúrekastígvélum, sem Clinton mun hafa haldið mikið upp á. Engar gríndúkkur Dúkkurnar eru ekki settar á markað í því skyni að gera grín að þjóðarleiðtogum Bandaríkjanna fyrr eða nú, heldur segjast fram- leiðendur vilja votta þeim virðingu og vonast til að dúkkurnar nýtist til stjórnmálafræðslu fyrir yngri kyn- slóðina. Dúkkurnar eru þannig gerðar að þær geta farið með 25 setningar hver. Setningarnir eru fræg ummæli hvers forseta en vandræðaleg ummæli eru þó ekki höfð með. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að með framleiðslunni leitist Toy- presidents við að „ýta undir betri skilning á lýðræðinu og þeim ein- staklingum sem hafa helgað líf sitt þjónustu við bandarísku þjóðina.“ Frá því dúkkan sem ber ásjónu Bush kom á markað í ágúst hafa 8.000 eintök selst, en hver dúkka kostar sem samsvarar 2.200 krón- um. Forstjóri Toypresidents segir að hugmyndin að baki dúkkunum hafi kviknað eftir árásirnar 11.september, enda hafi þjóðern- isvitund Bandaríkjamanna aukist mjög í kjölfarið og fyrirtækið talið að markaður væri fyrir vörur af þessu tagi. Bush skákar Barbie Reuters Hugsanlega verður Kennedy- dúkka framleidd hjá Toypresidents innan skamms, en viðskiptavinir geta kosið á heimasíðu fyrirtæk- isins hvaða forseta þeir vilja næstan sjá í dúkkulíki. NEFND á vegum breska fjármála- ráðuneytisins hefur skipað greiðslukortafyrirtækjum landsins að hætta að okra á þjónustu sinni og afvegaleiða viðskiptavini. Í skýrslu sem nefndin lagði fram ný- verið segir að fyrirtækin nýti sér úreltan lagaramma til að forðast það að bæta upplýsingar og þjón- ustu við viðskiptavini. Nefndin hvetur iðnaðar- og viðskiptaráðu- neyti að beita sér fyrir hertum reglum á þessu sviði. Frá þessu segir í frétt Reuters. Notkun greiðslukorta í Bretlandi hefur fjórfaldast á síðasta áratug, nam 30 milljörðum punda, um 3.840 milljörðum króna, árið 1993. Á síðasta ári voru kortin straujuð fyrir sem nemur 120 milljörðum punda, eða 15.360 milljarða ís- lenskra króna, samkvæmt tölum frá breska seðlabankanum. Greiðslukortaskuldir hafa á sama tímabili aukist um 420%, úr 10 milljörðum punda árið 1993 í 52 milljarða punda í fyrra. Greiðslukortafyrirtækjum er legið á hálsi fyrir að hvetja við- skiptavini til að steypa sér í skuldir með því að veita ekki nægilegar upplýsingar um vaxtakjör og hækka heimildir án þess að við- skiptavinir biðji um það. Rannsókn nefndarinnar hófst í júlí á þessu ári. Í frétt Reuters er haft eftir formanni nefndarinnar, John McFall, að fari fyrirtækin ekki að tilmælum nefndarinnar og bæti upplýsingagjöf til viðskiptavina verði gripið til aðgerða. Fyrirtækin hafa nú þegar brugð- ist við tilmælunum með því að sam- þykkja að láta verð- og vaxtalista fylgja öllu kynningarefni. Nefndin gerir kröfu um að þetta sé gert skilmerkilega og með stóru letri. „Kósý samband“ við lánardrottna Auglýsingar greiðslukortafyrir- tækja eru sagðar hvetja viðskipta- vini til að steypa sér í skuldir. Barclay’s-bankinn er sérstaklega gagnrýndur í skýrslunni fyrir aug- lýsingar undir titilinum „0 prósent að eilífu“ en nefndin segir að með slíkum auglýsingum þurfi meiri upplýsingar um skilyrði að fylgja, enda feli tilboðið ekki í sér að við- skiptavinur fái vaxtalaust lán í gegnum greiðslukortið heldur fylgi ákveðin skilyrði. Þá vill nefndin að fyrirtæki sem gefa út greiðslukort setji sér það markmið að hvetja fólk ekki til skulda sem það hefur ekki efni á. Gagnrýni nefndarinnar er enn- fremur beint að breskum smásöl- um, en algengt er að verslanir gefi út sérstök greiðslukort. Nefndin telur þau of hátt verðlögð og segir smásala oft eiga í „kósý sambandi“ við lánardrottna sem rukka sem nemur allt að áttföldu vaxtastigi Englandsbanka, sem er 3,75%. Kortafyrirtækin hætti að blekkja viðskiptavini Bresk nefnd segir greiðslukortafyrirtæki hvetja til skuld- setningar með því að veita ekki nægar upplýsingar. Morgunblaðið/Kristinn Vaxtar- listinn lagð- ur niður UM áramót verður Vaxtarlisti Kauphallar Íslands lagður nið- ur. Ástæðan er sú að nýskrán- ingar á listann hafa ekki verið í þeim mæli sem áætlanir gerðu ráð fyrir, samkvæmt upplýs- ingum frá Kauphöll Íslands. Félög á Vaxtarlistanum verða færð upp á Aðallista og fá þrjú ár til þess að uppfylla skrán- ingarskilyrði um auknar kröf- ur. ÚR VERINU SJÁVARÚTVEGINUM í Kanada vex stöðugt fiskur um hrygg, þrátt fyrir að ekki hafi verið leyft að veiða þorsk við Nýfundnaland í meira en áratug. Verðmæti fiskaflans á síðasta ári var 151 milljarður króna að meðtöldu fiskeldi og hefur það aldrei verið meira. Ráð er fyrir því gert að útkoman verði svipuð á árinu, sem er að líða. Þá hefur út- flutningsverðmæti sjávaraf- urða aukizt ár frá ári. Á síð- asta ári nam verðmæti þeirra 254 milljörðum króna og jókst um 14 milljarða frá árinu þar áður. Samdráttur í botnfiski Eftir þorskveiðibannið sem sett var á árið 1992 hafa Kan- adamenn snúið sér í auknum mæli að veiðum á rækju, krabba og öðrum skelfiski og einnig hafa þeir flutt inn mikið af fiski til vinnslu og endurútflutnings. Fiskafli Kanadamanna á árinu 2002 varð alls um 1,1 milljón tonna, sem er 19% minna en á árinu 1992, en á þessu tíu ára tímabili hefur verðmæti aflans aukizt um 52%. Miklu minni veiði á botnfiski hefur sett mark sinn á sjávar- útveginn. Þorskveiði hefur dregizt saman um 82%, ýsuveiði um 32% og veiði á karfa um 69%. Aðeins hefur orðið um aukningu að ræða í einni fisktegund frá árinu 1992, það er í lúðu. Þar var aflinn í fyrra 8.100 tonn og hafði aukizt um 32% frá árinu 1992. Verð- mæti landaðs botnfisks var 15 milljarðar króna í fyrra, en 22,4 milljarðar fyrir 10 árum. Veiðar á uppsjávarfiski og öðrum fisktegundum hafa dre- gizt saman um 19% á umræddu tímabili, þrátt fyrir að veiðar á makríl úr Atlantshafi hafi aukizt um 32% og túnfiski úr Kyrra- hafi um 583%. Veiðar á síld og sverðfiski úr Atlantshafi hafa dregizt saman um 12% og 38% og laxi úr Kyrrahafi um 50%. Hvað verðmæti varðar er mest- ur samdrátturinn í laxinum, eða 73% og hefur verðmætið fallið úr 10,4 milljörðum í 2,8 millj- arða á þessum 10 árum. Á sama tíma hefur verðmæti túnfiskaflans aukizt úr 75,6 millj- ónum í 405 milljónir eða um 435%. 77% aukning í skelfiski Veiðar á skelfiski hafa aukizt um 77% á síð- ustu 10 árunum og námu þær 469.000 tonnum á síðasta ári. Mest veiddist af rækju, ríflega 139.000 tonn, en snjókrabbi var í öðru sæti, 107.000 tonn. Humarinn skilaði hins vegar mestum verðmætum eða 32 milljörðum króna. Verðmæti krabbans var 25,2 milljarðar, rækju 15,9 milljarðar og hörpudisks 6,9 milljarðar króna. Megnið af þessum skelfiski var veitt í Atlantshafinu. Humar og krabbi skila mestu Í útflutningi sjávarafurða skiluðu humar og krabbi mestum verðmætum, en eldislax og rækja komu þar næst á eftir. Útflutningur á botnfiski jókst um 11% á síðasta ári og nam alls um 91.000 tonnum. Verðmætið jókst um 5% og var alls 28,4 milljarðar króna. Af botn- fiskinum var mest af þorski, 21.000 tonn að verðmæti 9,5 milljarðar króna. Þá jókst út- flutningur af lúðu úr Kyrrahafi um 90% mælt í magni. Lítilsháttar aukning varð á útflutningi á uppsjávarfiski og öðrum tegundum, eða um 8%, og nam hann 192.000 tonnum. Verðmætið var svipað og árið áður eða 59,4 milljarðar. Í þessum afurðaflokki munar mest um laxinn. Verðmæti útfluttra skelfiskafurða jókst um 19% og nam 146 milljörðum króna, en 21% aukning varð í magni. Mestu munaði um 68% aukningu í rækju. 60.000 manns í vinnu Ör vöxtur hefur verið í laxeldi í Kanada og met slegið á hverju ári. Í fyrra var verðmætið 34,5 milljarðar króna og jókst um 7% frá árinu áður. Laxinn er langmikilvægastur í eldinu og skilaði 75% magnsins og 81% verðmætanna í fyrra. Gert er ráð fyrir að útkoman á þessu ári verði svipuð og á því síðasta. Þó er búizt við því að einhver samdráttur geti orðið í veiðum á humri og krabba. Sjávarútvegurin veitir um 60.000 manns at- vinnu og tugir þúsunda eru í tengdum störfum. Fiskeldið eitt veitir um 14.000 manns atvinnu. Á síðasta áratug hefur skipum fækkað um 31%, en meðaltekjur hafa aukizt um 50% á sama tíma. Útvegurinn í Kanada skilar stöðugt meiru Fiskur unninn í einni af vinnslustöðvum FPI á Nýfundnalandi. Afla- og útflutningsverðmæti mun meiri en fyrir þorskveiðibannið NASDAQ-hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum hefur lýst áhuga á að ræða við Kauphöllina í New York, NYSE, um möguleika á samruna þess- ara tveggja kauphalla, að því er fram kemur í The Wall Street Journal. Hug- myndin mun þó vera á frumstigi og formleg tilboð liggja ekki fyrir. Nasdaq er 32 ára gömul kauphöll sem byggist á rafrænum viðskiptum. Kauphöllin hefur haft forystu í skrán- ingu hátæknifyrirtækja, og þar er með- al annars fyrirtækið deCODE skráð. Í The Wall Street Journal segir að Nasd- aq hafi farið illa út úr því þegar net- bólan svokallaða á hlutabréfamark- aðnum sprakk fyrir fáeinum árum, og kauphöllin hafi ekki náð sér að fullu eftir það. Blaðið bendir einnig á að NYSE eigi erfitt eftir að stjórnandi kauphall- arinnar til margra ára neyddist til að segja af sér vegna hneykslismáls sem tengt var ríflegum launakjörum hans. Ennfremur hafi vaknað efasemdir um heiðarleika viðskiptanna hjá NYSE. Viðskiptin þar fara fram í gegnum miðlara sem hafa leyfi til að kaupa og selja á gólfi kauphallarinnar, en nokkr- ir þeirra eru til rannsóknar grunaðir um að hafa svikið fé út úr viðskiptavin- um sínum. Nasdaq ræðir sameiningu við NYSE Kauphöllin í New York, NYSE.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.