Morgunblaðið - 17.01.2004, Side 16
ÚR VERINU
16 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
„GUGGAN verður áfram gul og gerð út frá
Ísafirði.“ Þessi orð Þorsteins Más Baldvinns-
sonar urðu fleyg þegar Hrönn hf., útgerð afla-
skipsins Guðbjargar ÍS, sameinaðist Samherja
fyrir átta árum. Þetta rættist ekki og voru til
þess ýmsar ástæður. Til eru ótal umdeild dæmi
af svipuðum toga, en í flestum eða öllum tilvik-
unum var um að ræða að minni fyrirtæki í
miklum rekstrarerfiðleikum, jafnvel á barmi
gjaldþrots, sameinuðust stærri og sterkari fyr-
irtækjum.
Þá má heldur ekki horfa framhjá því að
markmið kvótakerfisins var, og er, að leita
hagkvæmni með því að fækka skipum. Fram-
salið gerði það svo mögulegt að útvegurinn
sjálfur sæi um nauðsynlega úreldingu án þess
að gífurlegir ríkisstyrkir þyrftu að koma til
eins verið hefur víða í Evrópu.
Guðbjörgin
Guðbjörgin kom ný til Ísafjarðar í október
1994 og var þá stærsta og glæsilegasta fiski-
skip sem hafði verið smíðað fyrir Íslendinga.
Skipið var dýrt og útgerð þess erfið frá upp-
hafi. Það kostaði langleiðina í tvo milljarða en
aflaheimildir voru um 3.400 tonna þorskígildi.
Það var ekki nóg fyrir útgerðina sem sótti þess
vegna mikið á fjarlæg mið. Samherji og Hrönn
unnu mikið saman og útvegaði Samherji mikið
af rækjukvóta á Guðbjörgina. Guðbjörgin var
frystitogari og kom afli hennar því ekki til
vinnslu á Ísafirði, en hún landaði þar af og til
engu að síður. Þessir erfiðleikar leiða svo til
þess að sameining er ákveðin tveimur árum
eftir að skipið kom nýtt til landsins.
Þegar sameiningin var rædd sagði bæjar-
stjórinn á Ísafirði, Kristján Þór Júlíusson,
meðal annars í Morgunblaðinu: „Mér finnst
eðlilegt að forsvarsmenn þessara fyrirtækja
geri þær ráðstafanir, sem þeim þykir eðlilegt
sjálfum. Þeir eiga þessi fyrirtæki og hafa full
umráð yfir þeim. Skoðanir sveitarstjórnar-
manna á þessum málum geta verið æði mis-
jafnar, en áhrif bæjarfélaga, þegar þau eiga
ekki hlut í viðkomandi fyrirtækjum, eru eng-
in.“ Hann sagði að það lægi í augum uppi að
sameining af þessu tagi gæti komið sveitarfé-
laginu bæði vel og illa, það ylti allt á því hvern-
ig forsvarsmenn þessara fyrirtækja spiluðu úr
sínum málum. „Ég er viss um það að eigendur
Samherja sem og eigendur Hrannar muni eftir
sem áður gera það bezta úr kvótanum sem
hægt er,“ sagði Kristján Þór.
Guðbjörgin var svo við veiðar á Flæmska
hattinum 1997, meðal annars á pólskum veiði-
heimildum, þar til hún var leigð til þýzkrar út-
gerðar um haustið og loks seld til þýzka út-
gerðafélagsins DFFU, sem er reyndar í eigu
Samherja, árið 1999. Þorsteinn Már Baldvins-
son sagði þá að yfirlýsingin margumtalaða
hefði verið mistök. „Aðstæður í sjávarútvegi
eru það breytilegar að það verður að viður-
kennast. Sjávarútvegurinn er eins og sjórinn,
síbreytilegur.“
KEA – Snæfell
Árið 1996 fer sjávarútvegsdeild KEA að
færa út kvíarnar, en hún rak frystihús og út-
gerð í Hrísey og á Dalvík. Þá átti KEA 40% í
Snæfellingi í Ólafsvík, sem rak frystihús í
Ólafsvík og gerði út tvo togara. Aflaheimildir
þar voru um 2.600 tonn. Þá var KEA komið
með meirihluta í Gunnarstindi, sem rak frysti-
hús á Stöðvarfirði og gerði út einn togara með
1.200 tonna þorskígildiskvóta. Starfsemi KEA
var svo sameinuð undir nafninu Snæfell og
voru Snæfellingur og Gunnarstindur sameinuð
Snæfelli. Loks var keypt fiskimjölsverksmiðja
í Sandgerði og nótaskip með loðnukvóta. Yf-
irlýst stefna var að halda uppi atvinnu á öllum
þessum stöðum, meðal annars vinnslu á 3.000
tonnum af rækju í Ólafsvík. Næsta skref var
svo sameining Snæfells og BGB á Dalvík og
Árskógssandi og loks rann Snæfell inn í Sam-
herja.
Á þessum tíma hvarf kvótinn frá Ólafsvík og
vinnsla þar lagðist niður. Starfseminni í Hrísey
var hætt. Fiskimjölsverksmiðjan í Sandgerði
var rekin um tíma, en hún síðan seld og er nú í
eigu Síldarvinnslunnar. Verksmiðjan er ekki
starfrækt nú. Fiskvinnslan á Dalvík hefur au-
kizt verulega og mikið af fiski er einnig unnið á
Stöðvarfirði.
HB og Miðnes
Árið 1996 var gengið frá sameiningu HB á
Akranesi og Miðness í Sandgerði, en Miðnes
hafði þá átt í nokkrum rekstrarerfiðleikum.
Mikil samvinna hafði verið á milli fyrirtækj-
anna áratugum saman. Markmiðið var að hag-
ræða í rekstrinum, en Miðnes var með um
4.000 tonna kvóta í botnfiski og 2.000 tonn í
uppsjávarfiski. Surlaugur Sturlaugsson, að-
stoðarframkvæmdastjóri HB, sagði þá að
hagsmunir beggja fyrirtækjanna væru að há-
marka tekjur og lágmarka kostnað. Því yrðu
þau rekin nánast sem eitt fyrirtæki og kvóti,
vinnsla og önnur aðstaða samnýtt. Síðan yrði
farið út í hagræðingaraðgerðir.
Gunnar Ólafsson, framkvæmdastjóri Mið-
ness, sagði þá að sameining skipti fyrirtækið
miklu máli. Henni fylgdu möguleikar á aukinni
sérhæfingu og þar með hagræðingu, meðal
annars með samnýtingu á kvóta og skipum
sem styrkti grundvöll fyrirtækisins.
Niðurstaðan varð sú að smám saman færð-
ust aflaheimildir Miðness og vinnsla upp á
Akranes, togararnir voru seldir og síðasta
starfsemin sem eftir var var loðnuþurrkun,
sem síðan var flutt úr landi.
Þorbjörn og Bakki
Árið 1995 var sjávarútvegsfyrirtækið Bakki
stofnað með samruna fimm sjávarútvegsfyr-
irtækja í Bolungarvík og Hnífsdal. Það stund-
aði rækju- og botnfiskvinnslu og útgerð. Árið
eftir var Bakki sameinaður Þorbirni hf. í
Grindavík og var sameinað fyrirtæki þá með
um 11.500 tonna veiðiheimildir, veiðiheimildir
Bakka voru 5.600 þorskígildistonn. Í frétt frá
hinu sameinaða fyrirtæki sagði að markmiðið
með sameiningu fyrirtækjanna væri að ná
fram hagræðingu með því að nýta sameigin-
lega kvóta betur. Hið sameiginlega fyrirtæki
stefndi að því að halda áfram öflugum rekstri í
Bolungarvík og Grindavík.
„Höfuðstöðvar fyrirtækisins verða í Grinda-
vík en reksturinn verður áfram á báðum stöð-
um og við teljum staðsetningu Bakka á Bol-
ungarvík vera ákjósanlega varðandi þann
rekstur sem þar er,“ sagði Eiríkur Tómasson,
framkvæmdastjóri Þorbjarnar þá.
Í tilefni hlutafjárútboðs í Þorbirni í desem-
ber 1997 sagði Gunnar Tómasson: „Vinnslan í
Bolungarvík er ein hin fullkomnasta hér á landi
og hefur alla beztu möguleika til að nýta sér
þau tækifæri sem felast í frystingu.“
Árið 1998 gekk fyrirtækið Nasco til sam-
starfs við Þorbjörn. Þá voru fasteignir skráðar
á Bakka í Bolungarvík, en skip og kvóti á Þor-
björn. Þorbjörn átti þá 40% í Bakka en Nasco
60%. Í upphafi árs hætti Þorbjörn rækju-
vinnslu í Hnífsdal en hélt áfram vinnslu í Bol-
ungarvík. Í september sama ár var stofnað
dótturfélag um reksturinn fyrir vestan. Um
svipað leyti hætti Þorbjörn botnfiskvinnslu í
Bolungarvík vegna hráefnisskorts.
Um mitt ár seldi Þorbjörn NASCO hlut sinn
í Bakka, en engar aflaheimildir fylgdu með.
Þar með lauk starfsemi Þorbjarnar í Bolung-
arvík. NASCO rak fyrst í stað öfluga rækju-
vinnslu í Bolungarvík, en síðan hallaði undan
fæti vegna lítillar veiði við Ísland og síðan mik-
illar lækkunar á rækjuverði. NASCO varð
gjaldþrota en á grunni þess var Hlutafélagið
Bakkavík stofnað til rækjuvinnslu.
Gjörólík staða
Til eru fleiri dæmi af svipuðum toga, en þessi
eru rifjuð upp til að varpa ljósi á þann gang
sem verið hefur. Með því er ekki verið að spá
því að hið sama gerist í félögunum þremur,
sem nú hafa verið seld út úr Brimi. Þótt ekkert
þeirra hafi í raun verið selt heimamönnum er
staða þeirra gjörólík en hinna sem áður var
sagt frá. Þessi þrjú fyrirtæki eru í góðum
rekstri. Þar hefur þegar orðið mikil hagræðing
og ekkert sem í raun hvetur nýja eigendur til
að draga úr starfsemi eða færa hana til. Bæði
ÚA og HB reka fiskiðjuver á heimsmælikvarða
og fáir eða engir kunna betur að gera út en
Skagstrendingar.
Ljóst virðist að markmið um áframhaldandi
starfsemi á þeim stöðum, þar sem heimamenn
hafa misst forræðið yfir fyrirtækjunum, hafa
ekki alltaf gengið eftir. Skýringar á því geta
verið margar því allt er í heiminum hverfult. Í
þessum þremur nýju tilfellum virðist mun
minni ástæða til ótta en í hinum dæmunum
fjórum. Það má reyndar ekki gleyma því að
heimamenn voru ekki að missa forræðið yfir
fyrirtækjunum í þessari viku. Þeir höfðu selt
þau frá sér að hluta til og að öllu löngu áður.
Hvað sem öðru líður er líklega bezt að forð-
ast hástemmdar yfirlýsingar við tækifæri sem
þessi. Það getur verið erfitt að standa við þær.
Sameiningar fyrirtækja í sjávarútvegi hafa verið tíðar á undanförnum árum. Eftir standa sterkari og
öflugri fyrirtæki, en önnur og veikari hafa horfið úr rekstri. Hjörtur Gíslason og Helgi Mar Árnason
könnuðu nokkur dæmi frá liðnum árum. Uppstokkunin hefur stundum verið sársaukafull.
Markmiðin
nást ekki alltaf
Nokkrar sameiningar í sjávarútvegi skoðaðar
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Það getur sletzt up á vinskapinn þegar sameiningar í sjávarútvegi eru annars vegar.
TIL eru mörg dæmi þess að að-
koma „utanbæjarmanna“ að sjávar-
útvegsfyrirtækjum hafi reynst
renna styrkum stoðum undir at-
vinnulíf einstakra byggðarlaga.
Nærtækast er að nefna útgerðar-
félagið Vísi hf. í Grindavík sem rek-
ur öfluga línuútgerð og fiskvinnslu
á fjórum stöðum á landinu. Vísir
eignaðist um 60% hlut í Fiskiðju-
samlagi Húsavíkur fyrir um tveim-
ur árum en FH hafði þá um nokkurt
skeið átt í talsverðum rekstrar-
erfiðleikum og átt höfðu sér stað
viðræður um sameiningu við önnur
félög. Fyrirtækið hafði meðal ann-
ars selt eina skip sitt, Húsvíking
ÞH, og rækjuverksmiðju á Kópa-
skeri til að bæta skuldastöðu. Síð-
astliðið haust var síðan gengið frá
samkomulagi milli Vísis og Húsa-
víkurbæjar um að Vísir eignaðist
bolfiskvinnslu FH með öllu en legði
fram allar eignir sem lúta að rækju-
vinnslu í nýtt félag sem stofnað var
ásamt Húsavíkurbæ og fleiri aðil-
um. Frá því að Vísir kom að rekstri
FH hafa verið unnin þar árlega um
3.000 tonn af bolfiski og eru uppi
áætlanir um að auka vinnsluna enn
frekar. Eins hefur rækjuvinnsla FH
aukist nokkuð frá því að Vísir kom
að fyrirtækinu og með stofnun nýs
fyrirtækis um rækjuvinnsluna er
gert ráð fyrir verulegri aukningu
til viðbótar.
Umbylting á Djúpavogi
En Vísir hefur komið að upp-
byggingu fiskvinnslu á fleiri stöð-
um á landsbyggðinni. Árið 1999
hafði stærsti atvinnuveitandi
Djúpavogs, Búlandstindur, átt í um-
talsverðum rekstrarerfiðleikum og
stefndi í greiðslustöðvun. Vísir hf.
keypti þá meirihluta í Búlandstindi
sem þá hafði yfir að ráða um 3 þús-
und þorskígildistonna kvóta. Fyrir-
tækið átti og rak fiskimjölsverk-
smiðju á Djúpavogi, frystihús bæði
á Djúpavogi og Breiðdalsvík auk
þess sem það rak ísfiskskipið Mána-
tind og frystitogarann Sunnutind.
Gerðar voru umtalsverðar breyt-
ingar á rekstrinum á Djúpavogi,
fiskimjölsverksmiðjan var seld en í
samvinnu við kaupendurna fjárfest
í öflugri síldarvinnslu á staðnum.
Eins var frystitogarinn Sunnutind-
ur seldur en þótti sýnt að veiði-
heimildir félagsins dugðu ekki til
að halda úti rekstri hans. Þá var
reksturinn á Breiðdalsvík, togskip-
ið Mánatindur, fiskvinnsla og hluti
af aflaheimildum Búlandstinds,
seldur heimamönnum á Breiðdals-
vík. Vísir rekur nú á Djúpavogi öfl-
uga saltfiskverkun og sjá skip fé-
lagsins vinnslunni fyrir hráefni allt
árið. Eins er þar rekin öflug síldar-
vinnsla.
Vísir hf. kom einnig að stofnun
fiskvinnslunnar Fjölnis á Þingeyri
árið 1999 með atbeina Byggða-
stofnunar en þar höfðu stærstu at-
vinnufyrirtæki staðarins farið í
gjaldþrot og þar var engin fisk-
vinnsla. Skip Vísis landa reglulega
afla á Þingeyri og þar eru unnin um
2.500 tonn af bolfiski á ári sem er
mun meiri afli en gert var ráð fyrir
í upphafi.
Fleiri dæmi má nefna. Árið 1997
sameinaðist fiskvinnslufyrirtækið
Dvergasteinn á Seyðisfirði Skags-
trendingi en fyrrnefnda félagið
hafði þá átt í umtalsverðum rekstr-
arerfiðleikum. Runnu um 400 tonn
af kvóta Dvergasteins til Skags-
trendings við sameininguna. Eftir
stofnun Brims, sjávarútvegsstoðar
Eimskipafélagsins, færðist rekstur
Dvergasteins á hendur Útgerðar-
félags Akureyringa. Kvóti Dverga-
steins var frá sameiningunni við
Skagstrending unninn á Seyðis-
firði, auk þess sem Skagstrend-
ingur og síðar Brim, lögðu til kvóta
til vinnslu á Seyðisfirði. Málefni
Dvergasteins voru nokkuð til um-
fjöllunar á síðari hluta síðasta árs
en þá keyptu heimamenn á Seyðis-
firði húseignir Dvergasteins af
Brimi, sem og þann kvóta sem
Dvergasteinn lagði inn í samein-
inguna við Skagstrending á sínum
tíma.
„Utanbæjarmenn“ á hvítum hesti
Stöðug atvinna hefur verið frá því að Vísir tók við rekstri Búlandstinds.