Morgunblaðið - 17.01.2004, Síða 17
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 17
FINNAR stefna á að byggja nýtt
kjarnorkuver, hið fyrsta sem byggt
yrði í einu aðildarríkja Evrópusam-
bandsins síðan snemma á tíunda ára-
tugnum. Þingmenn samþykktu
þessa umdeildu tillögu ríkisstjórnar-
innar árið 2002 með 107 atkvæðum
gegn 92.
Finnska orkufyrirtækið TVO, sem
ber ábyrgð á verkinu, sótti í síðustu
viku formlega um leyfi til að skipu-
leggja verkið þrátt fyrir að hafa þeg-
ar gert 260 milljarða króna samning
við hóp þýskra og franskra verktaka
fyrir nokkrum mánuðum.
Kjarnaofninn yrði tvöfalt stærri
en sá stærsti sem nú er í Finnlandi,
en fyrir eru fjórir ofnar sem sam-
anlagt framleiða meira en fjórðung
alls rafmagns í Finnlandi.
Græningjaflokkurinn
sagði sig úr ríkisstjórn
Gert er ráð fyrir að bygging nýja
versins hefjist 2005 en undirbúning-
ur mun hefjast síðar á þessu ári. Raf-
mangsframleiðsla í kjarnorkuverinu
yrði komin á fullt skrið 2009.
Um er að ræða stærstu bygging-
arframkvæmd sem Finnar hafa ráð-
ist í til þessa og er hún afar umdeild
en önnur Evrópuríki hafa reynt að
draga úr notkun á kjarnorku undan-
farin ár. Græningjaflokkurinn sagði
sig úr ríkisstjórinni til að mótmæla
fyrirætlununum og umhverfissinnar
harma að þjóðin ætli að reiða sig á
kjarnorku í enn meiri mæli en hún
gerir nú. Margir óttast að geislun frá
úrgangi slíkra vera muni valda
spjöllum á umhverfinu.
Timo Rajala, stjórnarformaður
TVO, segir að nýr kjarnaofn sé nauð-
synlegur til að mæta orkuþörf
Finna. „Við erum hér í norðaustur-
horni Evrópu og aðstæður okkar eru
talsvert ólíkar því sem gerist í öðrum
Evrópulöndum. Hér er kalt og iðn-
aður okkar krefst mikillar raforku,“
segir Rajala. „Þessi lausn hentar vel
í Finnlandi og það þarf ekki að þýða
að hún væri góð í nokkru öðru landi.“
Finnar hyggjast hefja smíði á nýju og geysistóru kjarnorkuveri á næsta ári
Stærsta framkvæmdin til þessa
Fyrsta kjarnorkuverið sem reist
hefur verið í ESB í rúman áratug
EMBÆTTISMENN í Ástralíu
hyggjast setja þúsundir kóala-
bjarna á „getnaðarvarnapill-
una“ vegna þess að þeir fjölga
sér of ört. John Thwaites, um-
hverfisráðherra Vikoríuríkis,
segir að kóalabirnirnir séu
orðnir svo margir á nokkrum
svæðum að skortur sé á laufum
tröllatrjáa sem er helsta fæða
þeirra.
Tilraunir með litlar plastpíp-
ur, sem græddar eru undir
skinn kvendýranna og gefa frá
sér hormóna líka þeim sem not-
aðar eru í getnaðarvarnapillur,
hafa reynst árangursríkar.
Vilja líka
til Mars
RÚSSAR sögðust í vikunni
vera að íhuga þann möguleika
að senda geimfara til Mars,
hugsanlega innan tíu ára, eins
og Bandaríkjamenn.
„Við höfum fengið margar
tillögur frá vísindamönnum um
að skipuleggja leiðangra til
tunglsins og Mars,“ sagði Níko-
laj Mojsejev, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri rússnesku geim-
vísindastofnunarinnar
Rosaviakosmos.
Fái upplýs-
ingar um
flugfélag
EVRÓPUSAMBANDIÐ vill
að flugfarþegum séu veittar
betri upplýsingar um flugfélag-
ið sem þeir ferðast með í því
skyni að auka gegnsæi í flug-
samgöngum og bæta öryggi
farþeganna. Þetta kom fram
nýlega í máli Loyola de Palacio,
samgönguráðherra í fram-
kvæmdastjórn ESB.
Margir vonast til þess að
flugslysið í Egyptalandi nýlega,
þegar vél Flash Airlines hrap-
aði í Rauðahafið, verði til þess
að ríkisstjórnir landa greini frá
því opinberlega að þau hafi
neitað tilteknum flugfélögum
um rekstrarleyfi á grundvelli
öryggissjónarmiða.
Konum bann-
að að syngja
FORRÁÐAMENN afganska
ríkissjónvarpsins hafa ákveðið
að hætta við áform um að sýna
konur syngja í sjónvarpinu eft-
ir að hæstiréttur landsins lýsti
andmælum sínum.
Nokkrar konur sungu í þætti
í afganska ríkissjónvarpinu á
mánudagskvöld og hafði það
ekki gerst frá falli kommúnista-
stjórnarinnar í Afganistan
1992. Afnám bannsins var liður
í umbótastefnu Hamids Karza-
is, forseta Afganistans.
Hæstiréttur Afganistans er
að mestu skipaður íhaldssöm-
um múslímaleiðtogum sem vilja
að íslömsk sharía-lög séu í
heiðri höfð í landinu. „Við erum
andvígir því að konur syngi,“
sagði Ahamad Manawi, aðstoð-
arforseti hæstaréttarins.
STUTT
Birnir á
pilluna
Reuters
útsala - útsala
Ýmsar gerðir
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
B
LO
2
26
01
10
/2
00
3
799 kr.
10 túlipanar
Gott verð
Mikið úrval
Áður 6.990 kr.
Nú 4.990 kr.
Stórar kistur
Pottaplöntur
30% afsláttur
Silkiblóm
40% afsláttur
Útsölumarkaður
Gjafavara
og Pottar
50% afsláttur
Minni 3.990 kr.
Stærri 5.990 kr.
Allir Tiffanys lampar