Morgunblaðið - 17.01.2004, Síða 19
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 19
Fitulítil
og freistandi
SILVIO Berlusconi,
forsætisráðherra Ítalíu,
fór í andlitslyftingu í
desember, að sögn
ítalskra dagblaða í gær.
Ráðherrann,sem er 67
ára gamall, var ekki í
Róm frá 23. desember
til 13. janúar og var þá
sagður halda sig í glæsi-
villu sinni á eynni Sard-
iníu. En dagblaðið Li-
bero sagði að hann hefði
skroppið til lýtalæknis í
París og Umberto Sca-
pagnini, þekktur læknir
og flokksbróðir ráð-
herrans, sagði í viðtali
við La Stampa í Torino að leiðtoginn
hefði farið í „dálitla skurðaðgerð“ á
augnumbúnaði.
Kosið verður til Evrópuþingsins í
sumar og segja heimildarmenn að
Berlusconi vilji líta vel
út í kosningabarátt-
unni. Vitað er að hann
er mjög upptekinn af
útliti sínu og telur það
skipta miklu máli við
að byggja upp jákvæða
ímynd í stjórnmálum.
Hann er aðeins um 170
cm á hæð en notar að
sögn skó með óvenju
háum hælum. Berlus-
coni hefur kvartað yfir
því að skopmynda-
teiknarar sýni hann
stundum eins og
dverg.
Scapagnini sagði að
Berlusconi væri í betra formi en
hann hefði verið um langt skeið: „Við
fengum hann til að létta sig – hann
passaði upp á mataræðið, þjálfaði sig
og nú er hann tilbúinn.“
Berlusconi í andlits-
lyftingu í París?
Róm. AFP.
Silvio Berlusconi
Í GÆR voru 40 ár liðin síðan smá-
skífa Bítlanna, „I Want to Hold Yo-
ur Hand“, komst í efsta sæti vin-
sældalista í Bandaríkjunum og var
það fyrsta lag þeirra sem sló í
gegn vestra. Þetta gerðist aðeins
þremur vikum eftir að útgáfufyr-
irtækið Capitol Records gaf lagið
út í miklum flýti eftir að hafa
hafnað fyrstu þremur smáskífum
Bítlanna í Bretlandi.
Yfirmenn Capitol Records töldu
í fyrstu að Bítlarnir „hentuðu ekki
bandaríska markaðnum“. Þegar
smáskífan var gefin út 26. desem-
ber 1963 höfðu tiltölulega fáir
Bandaríkjamenn heyrt af hljóm-
sveitinni.
Hún var hins vegar þekkt í
bandarísku höfuðborginni. Wash-
ingtonbúar höfðu fengið forskot á
sæluna vegna 15 ára stúlku í Sil-
ver Spring í Maryland og bréfs
sem hún sendi plötusnúði í borg-
inni. Í bréfinu óskaði hún eftir því
að plötusnúðurinn léki lag lítt
þekktrar breskrar hljómsveitar og
margir telja að þessi hógværa ósk
hafi komið Bítlaæðinu af stað í
Bandaríkjunum.
Hún er þó sjálf treg til að við-
urkenna þetta og virtist hafa horf-
ið sporlaust fyrir mörgum árum.
Tilraunir fjölmiðlamanna til að
finna hana mistókust þar til nú í
vikunni.
„Þakka þér fyrir, Marsha“
Bítlarnir komu til John F. Ken-
nedy-flugvallar í Bandaríkjunum
7. febrúar 1964 og þúsundir æstra
unglinga tóku á móti þeim með
öskri og skrækjum. Tveimur dög-
um síðar kom hljómsveitin fyrst
fram í „The Ed Sullivan Show“ og
talið var að 73 milljónir manna
hefðu fylgst með sjónvarpsþætt-
inum, en það var met á þeim tíma.
Bítlarnir héldu fyrstu tónleikana
í Washington 11. febrúar. Áður en
þeir stigu á sviðið komu þeir við í
hljóðveri útvarpsstöðvarinnar
WWDC í hjólhýsi sem lagt var við
tónleikastaðinn. Þeir vildu heilsa
upp á Carroll James, sem varð
fyrstur bandarískra plötusnúða til
að leika „I Want to Hold Your
Hand“ í útvarpi – og líka Marsha
Albert, stúlkuna frá Silver Spring.
„Þakka þér fyrir, Marsha,“
sögðu Bítlarnir við stúlkuna í
beinni útsendingu.
Marsha er enn mjög eftirsótt og
margir vilja þakka henni. Hópur
vina, ættingja og samstarfsmanna
Bítlanna hafði lengi leitað hennar
til að fá hana til að taka þátt í há-
tíðahöldum í tilefni af 40 ára af-
mæli Bítlaæðisins í Bandaríkj-
unum. Hópurinn hafði jafnvel rætt
við einkaleynilögreglumann. Og á
blaðamannafundi á Hard Rock
Cafe í New York í gær hugðist
hópurinn tilkynna að hafin væri
leit út um öll Bandaríkin að „ung-
lingsstúlkunni sem kom Bítlaæðinu
í Bandaríkjunum af stað fyrir 40
árum með hógværri beiðni til út-
varpsstöðvar í Washington“.
Marsha er ekki ánægð með leit-
ina. Hún er nú gift og vill ekki að
fjölmiðlar gefi upp nýtt eftirnafn
hennar og aðsetur.
Hún varð mjög undrandi þegar
blaðamaður The Washington Post
fann hana loksins á miðvikudaginn
var. Nágrannar hennar vissu ekki
af þætti hennar í sögu Bítlanna
þótt þeir hefðu þekkt hana í mörg
ár og fjölskylda hennar hafði svar-
ið þagnareið.
„Þegar desember var liðinn og
ég heyrði ekkert um þetta hélt ég
að ég væri hólpin vegna þess að í
þeim mánuði var haldið upp á út-
gáfuafmælið,“ sagði hún. „Auk
þess var það Carroll James [er lést
árið 1997] sem hélt þessu alltaf
gangandi. Ég hélt að þessu væri
lokið!“
Hún segist þó ekki skammast sín
fyrir bréfið. Hún líti aðeins á þátt
sinn í sögu Bítlanna sem „nokkurs
konar neðanmálsgrein“.
„Algjör hetja“
Þetta er fjarri öllum sannindum,
segir Bítlasagnfræðingurinn Bruce
Spizer og höfundar bókarinnar
„The Beatles Are Coming! The
Birth of Beatlemania in America“
sem kom út í Bandaríkjunum í
gær.
„Marsha Albert varð til þess að
stórt útgáfufyrirtæki neyddist til
að flýta útgáfu smáskífu óþekktrar
hljómsveitar í Bandaríkjunum og
platan kom út um jólin, á degi sem
fyrirtækin gefa yfirleitt ekki út
nýjar plötur,“ sagði Spitzer. „En
þar sem „I Want to Hold Your
Hand“ kom út daginn eftir að
Bandaríkjamenn héldu jólin og
unglingarnir voru í fríi, heyrðu
lagið í útvarpi nokkrum sinnum á
dag, voru með jólapeningana og
gátu notað þá til að kaupa plötur,
varð allt þetta til þess að platan
rauk upp vinsældalistana miklu
fyrr en annars hefði orðið.“
Spitzer bætti við að Bítlarnir
hefðu örugglega slegið í gegn síð-
ar ef útgáfunni hefði ekki verið
flýtt en einhver hefði þurft að
koma Bítlaæðinu af stað. „Hefði
hún ekki sent bréfið, sem varð til
þess að lagið var leikið í nokkrar
aukavikur í útvarpi, hefðu ekki
þúsundir ungmenna fagnað Bítl-
unum á Kennedy-flugvelli og 73
milljónir manna hefðu ekki stillt á
„The Ed Sullivan Show“. Hún er
algjör hetja í allri þessari sögu.“
Flugfélag útvegaði
plötusnúðnum eintak
Bítlaæðið í Bretlandi hófst árið
1963 og fréttamaður CBS tók við-
tal við Bítlana sem senda átti út í
heild í kvöldfréttum sjónvarps-
stöðvarinnar 22. nóvember, þegar
önnur breiðskífa hljómsveitarinnar
„With the Beatles“, var gefin út í
Bretlandi. Þennan sama dag var
John F. Kennedy Bandaríkja-
forseti myrtur og þess vegna var
hætt við að sýna viðtalið í kvöld-
fréttunum. Það var ekki sýnt fyrr
en 10. desember. Marsha Albert sá
það og heillaðist svo af laginu „She
Loves You“ að hún ákvað að skrifa
plötusnúðnum.
„Ég hafði aldrei gert neitt þessu
líkt áður,“ sagði hún. „Ég skrifaði
að ég héldi að Bítlarnir yrðu mjög
vinsælir hérna og það væri frá-
bært ef James gæti fundið ein-
hverja af plötunum þeirra.“
Plötusnúðurinn fékk einn af yf-
irmönnum útvarpsstöðvarinnar til
að hafa samband við flugfélagið
BOAC (nú British Airways) sem
útvegaði eintak af plötunni „I
Want to Hold Your Hand“ frá
Bretlandi. Tveimur dögum síðar
birtist flugfreyja með plötuna á út-
varpsstöðinni.
„Carroll James hringdi í mig
daginn sem hann fékk plötuna,“
sagði Marsha. „Hann sagði: Ef þú
kemst hingað fyrir klukkan fimm
færð þú að kynna hana.“
Hún kynnti plötuna með orð-
unum: „Dömur mínar og herrar, í
fyrsta sinn í Bandaríkjunum, núna
syngja Bítlarnir „I Want to Hold
Your Hand“.“
Yfirmenn Capitol Records höfðu
þá ætlað að gefa plötuna út 13.
janúar en vinsældir hennar voru
svo miklar í Washington að útgáf-
unni var flýtt. Fyrirtækið hafði
ætlað að gefa út 200.000 eintök en
ákvað að þrykkja milljón platna.
Fjórðungurinn seldist fyrstu þrjá
dagana, helmingurinn á tíu dögum
og afgangurinn 10. janúar. Næstu
árin seldist smáskífan í fjórum
milljónum eintaka til viðbótar.
Hún kom Bítlaæðinu af stað vestra
The Washington Post.
’ Marsha Albertvarð til þess að stórt
útgáfufyrirtæki
neyddist til að flýta
útgáfu smáskífu
óþekktrar hljóm-
sveitar í Bandaríkj-
unum. ‘
Washington Post/Jahi Zhikwendiu
Marsha Albert er „unglingsstúlkan
sem kom Bítlaæðinu í Bandaríkj-
unum af stað fyrir 40 árum með hóg-
værri beiðni til útvarpsstöðvar“.
TALSMAÐUR lögreglunnar í Finn-
landi viðurkenndi í gær, að 16 flótta-
mönnum hefðu verið gefin róandi
lyf, þar af þremur gegn vilja þeirra,
þegar þeir voru fluttir úr landi eftir
að umsókn þeirra um hæli var hafn-
að.
Þetta kom fram í máli Jorma Vu-
rio, sem er yfirmaður innri rann-
sókna á vegum finnsku ríkislögregl-
unnar.
Þeir sem fengu lyf gegn vilja sín-
um voru maður sem vísað var úr
landi í fyrra og tveir úr úkraínskri
fjölskyldu sem vísað var úr landi ár-
ið 2002. Byrjað var að gefa flótta-
fólki róandi lyf í Finnlandi árið 2000.
Upp komst um málið þegar nefnd
á vegum Evrópusambandsins skoð-
aði flóttamannamiðstöð í Helsinki í
fyrra og vakti það mikla athygli.
Samkvæmt finnskum lögum má
gefa fólki, sem vísað er úr landi, ró-
andi lyf ef það óskar þess, en ólög-
legt er að gefa fólki lyf gegn vilja
þess nema lífshætta vofi yfir.
Finnska landlæknisembættið hef-
ur veitt lækninum og hjúkrunar-
fræðingnum, sem gaf fólkinu lyf
þvert á samþykki þess, áminningu.
Flóttafólk var neytt
til að taka róandi lyf
Helsinki. AFP.
Lögreglan í Finnlandi