Morgunblaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 27
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 27 Siglufjörður | Eitt af eldri hús- unum í Siglufirði hefur fengið rækilega endurnýjun. Þetta er svokallað Guðnahús, þriggja hæða íbúðarhús sem er númer 18 við Túngötuna nánast í mið- bænum. Húsið var upphaflega byggt árið 1930 og var eitt af hin- um svokölluðu Norsku húsum sem voru byggð víða um land á þeim tíma. Neðsta hæðin var steypt en tvær þær efri úr timbri, hver hæð er um 60 fermetrar að stærð. Böðvar Böðvarsson, bygginga- meistari úr Reykjavík, hefur ann- ast endurbæturnar á húsinu. Hann sagði að Siglufjarðarbær, sem átti húsið, hefði ætlað að láta rífa það enda búið að dæma það ónýtt. Eig- andi þess, Jóhanna Þorsteins- dóttir, forstöðumaður á Sólheimum í Grímsnesi, hefði fengið það gef- ins og raunar smá peningaupphæð með því gegn því að gera húsið upp. Húsinu lyft til að ná því réttu Böðvar sagðist hafa byrjað end- urbæturnar á húsinu árið 2000 og unnið í því eitthvað á hverju ári síðan. Nú væri líklega komin í það um árs vinna hjá honum og auk þess hefðu fleiri iðnaðarmenn komið að því vatns-, skólp- og raf- lagnir voru allar endurnýjaðar og húsið málað bæði utan og innan. Böðvar sagði að húsið hefði ver- ið mjög illa farið þegar hann hófst handa í því og steyptur skorsteinn sem á því var hafi verið nánast að sliga það. Byrjunin hafi verið að tjakka húsið upp og ná því réttu. Það þurfti að steypa nýja gólfplötu því sú gamla var öll sprungin og sigin. Járnklæðning utan á húsinu var öll rifin burt. Þá kom í ljós vatns- klæðning og var hún látin halda sér en endurnýjuð að hluta. Skipt var alveg um þak og þakkanta og endurnýjuð handrið á svölum o.fl. Þá var skipt um alla glugga og þeir færðir í sama horf og var árið 1930 samkvæmt myndum af hús- inu sem fundust meðan á end- urbótunum stóð. Einnig var skipt um talsverðan hluta af klæðningu innandyra og gerefti endurnýjuð. Þá voru allar hurðir settar nýjar, baðherbergi endurnýjuð og sett ný eldhúsinnrétting o.fl. Eftir þessa miklu endurnýjun er húsið hið glæsilegasta jafnt utan sem innan. Sumar- og vetrardvöl fyrir fólk með þroskahömlun En hvað kom til að Jóhanna, sem býr á öðru landshorni og á engar rætur til Siglufjarðar, fékk áhuga fyrir að eignast þetta hús? „Það var árið 1999 að sagt var frá því í fréttum að tvö hús á Siglufirði væru föl til endurbygg- ingar. Áhugi minn á húsum ásamt ótakmarkaðri framkvæmdagleði varð til þess að ég fékk Böðvar til að skoða húsið með mér og jafn- framt til að vinna greinargerð og kostnaðaráætlun um framkvæmdir við það. Bærinn ákvað svo að taka tilboði mínu. Síðan hafa end- urbætur staðið yfir og ráðist af því hvað ég hef haft mikið fjármagn til að leggja í þetta á hverju ári. Ég hef kostað þetta alfarið úr eigin vasa nema hvað ég fékk 400 þús- und króna styrk með húsinu og svo síðar 150 þúsund krónur frá Hús- friðunarsjóði. En Siglfirðingar hafa verið óþreytandi við að heim- sækja mig í húsið og gefa mér góð ráð og iðnaðarmenn sem hafa kom- ið að þessu finnst mér hafa unnið að einstakri natni og smekkvísi við þetta.“ En til hvers á að nota húsið í framtíðinni? „Það mun fá hlutverk með hækkandi sól. Það verður til út- leigu fyrir hópa en aðalhlutverk þess verður að bjóða upp á sum- ar- og vetrardvöl fyrir fólk með þroskahömlun og er íbúð á neðstu hæðinni sérstaklega hönnuð til þess. Ég vil nota tækifærið og senda öllum á Siglufirði sem að- stoðuðu mig og leiðbeindu við þetta mínar bestu kveðjur og þakkir. Þá er hlutur Böðvars byggingameistara við endurgerð Túngötu 18 ekki lítill,“ sagði Jó- hanna Þorsteinsdóttir að lokum. Eitt af elstu húsum Siglu- fjarðar í nýjan búning Verklok nálgast: Þeir Mark Duffield, Georg Ragnarsson og Böðvar Böðv- arsson unnu við húsið á lokastigi framkvæmdanna. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Endurbætur: Guðnahúsið á Siglufirði er glæsilegt útlits eftir viðgerðina og fær nú nýtt hlutverk. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Fékk 400 þúsund króna styrk með Guðnahúsi fyrir fimm árum Egilsstaðir | Mjólkurbú Flóamanna hefur keypt nýjan búnað til fram- leiðslu á mozarellaosti í mjólk- urstöð fyrirtækisins á Egilsstöðum. Um er að ræða ítalska ostavél frá vélaverksmiðjunni Dima og kostaði hún um 160 þúsund evrur, eða jafnvirði rúmra fjórtán millj- óna íslenskra króna. Búnaðurinn meðhöndlar ostinn eftir að hann er tekinn úr ostakari, formar hann og skilar honum til- búnum til söltunar og pökkunar. Nokkuð hliðstæð vél er á Sauð- árkróki, þar sem mozarella er einnig framleiddur. Að sögn Birgis Guðmundssonar, mjólkurbússtjóra MBF, tekur nýja vélin við af eldri búnaði, sem orð- inn var uppslitinn og kom frá Höfn í Hornafirði þegar stöðinni þar var lokað. „Afkastagetan er um 1 tonn á klukkustund sem er ívið meira en í gömlu vélinni,“ segir Birgir. „Á þessu ári ætlum við okkur að framleiða 350 til 400 tonn af moz- arella hér eystra.“ Mjólkurkvóti þarf að haldast á svæðinu Birgir segir rekstur mjólk- urstöðvarinnar á Egilsstöðum standa vel undir væntingum. „Það ferli sem við fórum í gegnum við kaupin á þessari stöð virðist hafa gengið upp og reksturinn gengur vel. Hvað mjólkurkvótamál í fjórð- ungnum áhrærir er það svo að samþjöppun er í frumframleiðsl- unni hér eins og annars staðar. Það þarf ákveðna stærð til að geta rekið svona einingu. Menn þurfa því að reyna að gæta þess að halda kvótanum hér á svæðinu og beita áhrifum sínum til að svo megi verða.“ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Nýr vélbúnaður hjá MBF: F.v. Birgir Guðmundsson, Auðunn Hermannsson, Guðmundur G. Gunnarsson, Gísli Pétursson og Guttormur Metúsalemsson. Ætla að framleiða 400 tonn af osti með nýjum vélakosti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.