Morgunblaðið - 17.01.2004, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 17.01.2004, Qupperneq 31
FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 31 Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgr. gjöld á flugvöllum). Aðrir litlir og stórir bílar 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið - Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU FJÓRÐA hverjum Norðmanni þykir æskilegt að leikskólar séu opnir á nóttunni, sam- kvæmt könnun sem gerð var á vegum barna- og fjöl- skylduráðuneytisins í Noregi og greint frá á fréttavef Aft- enposten. Ráðherrann, Laila Dåvøy frá Kristilega þjóðarflokkn- um, er hlynnt því að málið verði skoðað. „Ef fólk hefur raunverulega þörf fyrir þetta ætti ekkert að standa í vegi fyrir því að leikskólarnir séu opnir á nóttunni,“ segir hún. Slík þjónusta gæti hentað ein- stæðum foreldrum og vakta- vinnufólki. Persónulega er Dåvøy þó þeirrar skoðunar að leik- skólar eigi aðeins að vera opnir að degi til og sjálf myndi hún ekki hafa börnin sín á leikskólanum að nóttu til. 29% kvenna sem tóku þátt í könnuninni voru með því að leikskólar væru opnir á nótt- unni en 21% karlanna sem svöruðu.  LEIKSKÓLAR Vilja hafa opið að næturlagi Morgunblaðið/Golli Dagur eða nótt: Það yrði líklega rólegra á leikskólanum á nóttunni en að deginum. Á FÁUM árum hefur tilfellum af gáttatifi, sem er eitt afbrigði af óreglulegum hjartslætti, fjölgað til muna hjá dönskum karlmönnum sem komnir eru yfir fimmtugt sam- kvæmt frétt í Berlingske Tidende. Á árunum 1974 til 1994 fjölgaði þeim úr 1,4% í 3,3% hjá körlum á þessum aldri á meðan tíðnin lækkaði úr 1,5% í 1,1% hjá konum. Vitnað er í rannsókn sem gerð var að Jens Friberg lækni á Bispebjerg- sjúkrahúsinu og er haft eftir honum að lítið sé vitað um orsakir þess að eldra fólk fær þessa hjartslátt- aróreglu. Hún sé ekki lífshættuleg í sjálfu sér en eykur hættuna á heila- blóðfalli hjá sjúklingunum. Davíð O. Arnar hjartasérfræð- ingur á Landsspítala telur hins veg- ar að ein ástæðan gæti verið sú að sífellt fleiri sem fá kransæða- sjúkdóm lifa lengur. Þessir sjúkling- ar hafa aukna tilhneigingu til að fá gáttatif. „Tíðni gáttatifs hefur einnig farið vaxandi hér á Íslandi og má segja að þetta sé að verða þó nokkuð heilsu- farsvandamál. Þegar hjartsláttur verður óreglu- legur er oftast reynt að leiðrétta hann með svokallaðri rafvendingu. Staðreyndin er hins vegar sú að það eiga sér stað vissar breytingar í hjartanu við gáttatif. Það leitast við að viðhalda óreglunni og því er erfitt að halda hjarta sjúklingsins í réttum takti eftir rafvendingu. Um 50–60% þeirra sem fara í rafvendingu þurfa því að koma aftur eftir um það bil hálft ár í aðra slíka tilraun,“ sagði Davíð. Hann segir að einkenni gáttatifs séu aðallega skerðing á úthaldi, mæði og hjartsláttaróþægindi. Al- varlegasti fylgikvillinn er hins vegar möguleiki á heilablóðfalli, því óregl- an veldur því að blóðtappi getur myndast í vinstri gátt, losnað og far- ið af stað upp í heila. „Fyrir um áratug kom í ljós mikill ávinningur af því að gefa þessum sjúklingum blóðþynningarlyfið Kóv- ar. Magnyl hefur stundum verið notað og það er klárlega betra að nota það en ekkert. Það hefur sýnt sig að blóðþynningarlyfið Kóvar getur dregið úr blóðtappamyndun um 62%, en áhrif Magnyls eru síðri en minnka hættuna um 22%. Kóvar er talsvert notað við þessu hér á landi en hefur þann galla að það eykur blæðingarhættu. En það eru ekki einungis kransæðasjúklingar sem þjást af gáttatifi. Einnig er vit- að að háþrýstingur getur leitt til gáttatifs. Dæmi eru líka um gáttatif hjá ungu fólki sem hefur annars eðlilegt hjarta. Mikill áhugi er á hvort gáttatif er ættgengt og er það talsvert til skoðunar um þessar mundir.“  HEILSA| Óreglulegur hjartsláttur Morgunblaðið/Þorkell Rannsóknir: Nú er verið að skoða hvort gáttatif er ættgengt. Tíðni gáttatifs fer vaxandi asdish@mbl.is Kristín Johansen á margauppáhaldsstaði í Kaup-mannahöfn, bæði veit-ingahús, skemmtileg söfn og síðan finnst henni gaman að kíkja í búðir. „Kronprins- ensgade, sem liggur út frá Købmagergade, er vinsæl versl- unargata en þar eru nokkrar góð- ar fataverslanir á borð við Flying A, Bruuns Basaar og skóversl- anirnar Bruno & Joel og Nota- bene,“ segir Kristín. „Flestir hafa þá gaman af að skoða sig um í stóru verslunarhús- unum á borð við Illums og Magas- in du Nord sem bæði eru í mið- bænum. Illums Bolighus á Strikinu er í sérstöku uppáhaldi, en þar fást bæði húsgögn og smávara eftir þekkta hönnuði. Litla Latínuhverfið svokallaða, við Larsbjørnstræde, sem liggur út frá Strikinu, lumar á skemmti- legum litlum verslunum eins og Sneaky Fox og kaffihúsi á borð við Robert’s Café. Helstu antík- verslanirnar eru í Nørrebro- hverfinu í nágrenni við Ravns- borggade og Sankt Hans Torv, en á torginu eru líka skemmtileg kaffihús.“ Að mati Kristínar ætti svo eng- inn að láta Louisiana-safnið í Humlebæk framhjá sér fara. Safnið er eitt vinsælasta og þekktasta listasafn Dana en þar eru munir frá milli- stríðsárunum auk þess sem áhersla er lögð á listasögu áranna eftir 1945 og má m.a. sjá þar muni eftir Arne Ja- cobsen, Hans Arp, Francis Bacon o.fl. Fjölda áhugaverðra veit- ingastaða og kaffihúsa er í Kaup- mannahöfn þar sem gaman getur verið að tylla sér niður og njóta góðra veitinga. Að mati Kristínar Johansen standa nokkrir upp úr. Kronborg – Þetta segir Kristín að sé besti „smørrebrød“- staðurinn í Kaupmannahöfn. Þar er hægt að fá hefðbundinn danskan mat eins og heita lifr- arkæfu, síld og rauðsprettu, sem er þar algjört lostæti, ekki síst ef veitinganna er notið við arineld á veturna. Þetta er lítill staður sem lætur lítið yfir sér og er rekinn af fjölskyldu, svo þjónustan er góð og persónuleg. Aura – Skemmtilegur staður með spænsku eldhúsi. Kristín mælir með sjö rétta matseðlinum með mjög góðum tapas-réttum. Góður „brunch“-staður. Café Victor – Klassískur staður og á besta stað í miðbænum. Minnir á evrópskan brasseri-stað, er frekar dýr en maturinn alltaf góður og andrúmsloftið þægilegt. Margir úr viðskiptalífinu sækja staðinn og þar er hægt að panta úrval kjöt- og fiskrétta. Extra – Frábært veitingahús í Østerbro. Lætur lítið yfir sér í fyrstu en maturinn er ótrúlega góður og eftirréttirnir ekki síðri. Matreiðslan er í evrópsk- latneskum stíl þar sem aðal- áhersla er lögð á tapas úr fersk- asta hráefni sem fáanlegt er hverju sinni. Bibendum – Þægilegur og per- sónulegur staður þar sem eru yf- irleitt tveir réttir á boðstólum hverju sinni. Réttirnir eru á góðu verði, en valið stendur oftast á milli tapas-disks og „mömmu“- gúllasréttar sem yljar um hjarta- ræturnar. Eins og nafnið gefur til kynna er mikið lagt upp úr góðu víni, en vínkjallari er við hliðina á staðnum. Notalegur staður fyrir unga og ástfangna!  UPPÁHALDSSTAÐIR |Kristín Johansen í Kaupmannahöfn Smurbrauð og dönsk hönnun Kaupmannahöfn er vin- sæll viðkomustaður Ís- lendinga. Gréta Hlöðversdóttir fékk Kristínu Johansen til að segja frá upphalds- stöðum sínum í borginni. Kristín Johansen: Segir Louisiana safnið í Humlebæk athyglisvert.  Almennar upplýsingar um Kaupmannahöfn: www.aok.dk/Copenhagen Veitingastaðir og verslanir: Kronborg Brolæggerstræde 12, Kbh K Aura Raadhusstræde 4, Kbh K Cafe Victor Ny Østergade 8, 1101 Kbh K www.cafevictor.dk Extra Østerbrogade 64, Kbh Ø Bibendum Nansensgade 45, Kbh K Robert’s Café www.robertscoffee.com Illums-vöruhúsið www.illum.dk Magasin du Nord www.magasin.dk Louisiana-safnið Gammel Strandvej 13, Humle- bæk www.louisiana.dk Morgunblaðið/Golli Egilsstöðum þann 19. janúar á skrif- stofu UÍA á tjaldstæðinu. Fundurinn hefst klukkan 18 með kynningu á helgarferðum, m.a. til Manchester 6.-8. febrúar og einnig verða kynntar gönguferðir á Spáni í júní, í Noregi í júní og leiguflug til Stavanger. Þá verður sérstök kynn- ing á íþróttaferðum. Þá verða ÍT-ferðir með kynningu á gönguferðum ársins sunnudaginn 25. janúar í Félagshúsi Þróttar í Laug- ardal (við gervigrasvöllinn) og hefst hann klukkan 20. Ferðavefur samkynhneigðra Nýr upplýsinga- og ferðavefur fyrir samkynhneigða ferðamenn hefur Yfir 700 hótel hjá Minotel Minotel International hefur gefið út bækling sinn fyrir árið 2004 og eru Fosshótelin tvö í Reykjavík, Lind og Baron þar áskrá. Minotel International eru með um700 hótel á skrá og á vefnum www.minotel.com eru t.d. hótel í Evr- ópu, Suður Ameriku, Afríku og á Mið- austurlöndum. Hægt er að bóka beint á vefnum en rúmlega 200 hót- el eru í boði í Frakklandi og um 60 í Þýskalandi. Hægt er að nálgast bæklinginn hjá Fosshótel ehf. í síma 562-4000 eða á Netinu á bok- un@fosshotel.is ÍT-ferðir með ferðakynningu ÍT ferðir verða með ferðakynningu á verið opnaður og er slóðin www.gayi- ce.is. Vefurinn verður til að byrja með einungis á ensku, en honum er helst ætlað að vera leiðandi í miðlun upplýsinga til samkynhneigðra um Ís- land og það sem landið hefur upp á að bjóða með áherslu á menningu og náttúru landsins. Með því að vekja áhuga samkynhneigðra á Íslandi vænta forsvarsmenn vefjarins til að líkur aukist á því að samkynhneigðir velji Ísland sem áfangastað. Auk fróðleiks um land og þjóð, staðhætti, samgöngur, menningu, gistimöguleika og afþreyingu, er menningu samkyn- hneigðra á Íslandi gerð skil. Öllum er velkomið að kynna þjónustu sína á vefnum sér að kostnaðarlausu og hægt að senda efni um viðburði á netfangið: info@gayice.is  VÍTT OG BREITT DAGLEGT LÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.