Morgunblaðið - 17.01.2004, Side 36

Morgunblaðið - 17.01.2004, Side 36
36 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í þessari viku hefur staðið yfir mikil ófrægingarherferð á hendur persónu minni. Hefur varla mátt opna dagblað eða kveikja á ljósvakamiðli án þess að þar sé fólk að skeggræða persónu mína og dæma hana. Ég á að hafa brotið lög um spari- sjóði, stolið eigin fé þeirra, grafið undan heilu sparisjóðakerfi. Ég sé græðgin uppmáluð. Van- hæfur, siðlaus og svo má lengi telja. Allt ósann- aðar ávirðingar sem grafa undan trúverðugleika mínum og meiða æru mína og eru endurteknar í sífellu. Nú getur verið að ýmsum liggi það í léttu rúmi að vera nefndur lögbrjótur, siðleysingi og þjófur. En svo er ekki um mig. Alla tíð hef ég vandað mig við að halda lög og mér svíður þessi rakalausi áburður. Neyðist ég því til að verja mig Dagskrártillagan Kveikjan að þessari herferð er dagskrártillaga Samfylkingarfólks í Efnahags- og viðskipta- nefnd þann 12. janúar sl. um að ég viki úr nefnd- inni vegna vanhæfis. Ég hafi verið of tengdur SPRON-málinu sem nefndin ætlaði að afla upp- lýsinga um. Tillagan er undirrituð af Jóhönnu Sigurðardóttur, Lúðvík Bergvinssyni og Ágústi Einari Ágústssyni, sem mun hafa mætt í nefnd- ina fyrir Össur Skarphéðinsson. Þessari tillögu fylgdi greinargerð sem mikið hefur verið vitnað til í umræðunni eins og um heilagan sannleika væri að ræða. Í þessu makalausa plaggi segir að óskráðar réttarreglur gildi um hæfi alþingismanna sam- kvæmt stjórnsýslulögum. Um störf Alþingis, löggjafarsamkundunnar, gilda hins vegar sérlög, þingsköp, sem hafa að geyma reglur um störf þingmanna og hafa gilt mjög lengi. Þessar álykt- anir í tillögu Samfylkingarinnar eru því út í hött. Í greinargerðinni segir enn fremur að formað- ur nefndarinnar, Pétur Blöndal, sé stofnfjáreig- andi í SPRON og hafi mikla persónulega hags- muni af því hver verði niðurstaða Alþingis. Niðurstaða Alþingis liggur þegar fyrir í lögum og þau lög hljóta að gilda. Þess vegna get ég ekki haft hagsmuni, hvorki fjárhagslega né pólitíska af því hver verði niðurstaða Alþingis. Ég get ekki verið vanhæfur. Málið er í eðlilegum farvegi og liggur nú fyrir Fjármálaeftirlitinu til ákvörð- unar. Það væri alvarleg atlaga að réttarríkinu ef Alþingi tæki fram fyrir hendurnar á eftirlits- stofnunun framkvæmdavaldsins eða dómsvald- inu með því að taka ákvörðun um þetta mál eða breyta lögum afturvirkt. Þá segir að Efnahags- og viðskiptanefnd hafi ákveðið að taka málefni SPRON til sérstakrar meðferðar. Þetta er ekki rétt. Málefni SPRON voru ekki tekin til meðferðar í nefndinni heldur var það ákvörðun mín sem formanns að verða fúslega við beiðni Ögmundar Jónassonar um að afla upplýsinga um afleiðingu þessara atburða á aðra sparisjóði og landsbyggðina. Ég deildi áhuga Ögmundar um að fá slíkar upplýsingar. Svo segir í greinargerðinni að tillaga stjórnar SPRON sé ekki í samræmi við þau viðhorf sem ríktu á Alþingi. Ég skil ekki þessa fullyrðingu. Alþingi samþykkti lög um þetta mál. Er verið að staðhæfa hér að Alþingi geti ekki sett lög eftir þeim viðhorfum sem þar ríkja? Að alþingismenn séu ekki starfi sínu vaxnir? Þessi tillaga og greinargerð með henni hefur dunið yfir þjóðina þó að ekki standi steinn yfir steini af því sem þar er fullyrt. Kemur það mér á óvart hve gagnrýnilausir fjölmiðlar hafa verið í umfjöllun sinni um málið og ekki hirt um að kanna réttmæti greinargerðarinnar. Þegar nógu oft er tönglast á fullyrðingunum fara þær að verða sannar í hugum fólks og það fer að trúa þessum röngu persónulegu árásum á mig. Vanhæfi þingmanna Síðan þessi fundur var haldinn hafa fjölmiðlar hamast á vanhæfi þingmanna og alltaf í tengslum við mína persónu. Eins og ég hafi gert eitthvað af mér. Virðast mjög margir rugla sam- an gildandi lögum og því hvernig breyta ætti lög- um svona eða hinsegin. Ég get svo sannarlega tekið undir það að breyta þurfi lögum um starf- s s f m g r s e a þ þ u m e h g s þ – t s a a u a é þ i M e s h s b s f l m h þ s Hvers virði er Eftir Pétur H. Blöndal N ýlega voru kynntar helstu niðurstöður rannsóknar á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa árið 2003. Þessi könnun var unnin fyrir borgaryfirvöld á árunum 2002 og 2003 af starfshópi undir forystu dr. Bjarna Reyn- arssonar landfræðings, en IMG Gallup sá um framkvæmd viðhorfskönnunarinnar. Niðurstaðan byggist á túlkun á greiningu Gallups og samanburði við kenningar og rannsóknir á þessu sviði. Mjög gagnlegar upplýsingar koma fram í þessari könnun og mikilvægt er að borg- aryfirvöld nýti sér þau viðhorf sem þar koma fram, meðal annars um ástæður fyr- ir vali á búsetu í einstaka borgarhlutum og hve mikilvægt er að til staðar sé góð svo- kölluð nærþjónusta, svo sem grunnskólar, leikskólar, félagsþjónusta og ýmis önnur þjónusta. Einnig kemur fram í skýrslunni að öryggismál almennt svo sem umferð- aröryggi og öryggi barna skipta miklu máli og betri aðstæður fyrir bíla og bíla- umferð. 74% borgarbúa vilja búa í sérbýli Þessi könnun sýnir einnig betur en nokkuð annað að borgaryfirvöld hafa ekki komið til móts við óskir Reykvíkinga hvað varðar framboð lóða undir sérbýli og gildir það jafnt um einbýli, rað- og parhús. Í könnuninni var spurt um húsnæðisóskir borgarbúa og nefndu 74% svarenda sér- býlishús, þar af rúmur helmingur einbýlis- hús. Hlutfall húsagerðar í Reykjavík árið 2002 var 52% í sérbýli og 47% í fjölbýli. Stefna R-listans í skipulags- og lóða- málum tekur ekkert mið af þessum óskum borgarbúa. Frá því lóðauppboð borg- arinnar hófust árið 2000 hafa einungis ver- ið seldar lóðir undir 167 einbýlishús eða um 8%, fjöldi rað- og parhúsa er 247 eða um 12% og íbúðir í fjölbýli eru rúmlega 1.590 eða um 80%. Greinilega er ekkert lát á þessari stefnu R-listans, því á Norð- lingaholti, sem nú er í uppbyggingu, er fjöl- býli um 80%. Þegar ný íbúðarhverfi eru skipulögð er mikilvægt að tekið sé tillit til þessara óska 74% borgarbúa og þess gætt um leið að ákveðið jafnvægi milli húsagerða sé til stað- ar í íbúðarhverfum. Eins og fyrrgreindar tölur sýna fer því fjarri að tekið hafi verið tillit til þessara mikilvægu sjónarmiða í skipulagningu nýrra íbúðahverfa á und- anförnum árum. Ekki er ólíklegt að lóða- uppboð borgarinnar eigi þátt í þessari þró- un og auk þess má fullyrða að söluhagnaður borgarinnar verði meiri eftir því sem lóðir undir fjölbýlishús eru fleiri. R Þrátt fyrir sóknarinnar að hundsa þ fundi borgar arráðsfulltrú gefur fremu Eru húsnæðis- og bú Reykvíkinga einskis Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson ’ Stefskipulag tekur ek um ósku Greinarhöfundur telur of mörgum fjölbýlishúsalóðum haf EIMSKIP 90 ÁRA Eimskipafélag Íslands hf. er 90ára í dag. Félagið er nánastjafnaldri Morgunblaðsins og var stofnað 10 árum eftir að Ísland fékk heimastjórn. Stofnun Eimskipa- félagsins var grundvallarþáttur í sjálfstæðisbaráttu íslenzku þjóðar- innar. Með stofnun þess og starfsemi hófust Íslendingar handa um að taka flutninga til og frá landinu í eigin hendur eftir margra alda hlé. Þessum aðstæðum lýsti Thor Jen- sen, einn mesti athafnamaður ís- lenzkrar sögu, með eftirfarandi orð- um í hinni merku bók Valtýs heitins Stefánssonar, ritstjóra Morgunblaðs- ins um ævi Thors og störf: „Þegar Íslendingar hættu að sigla sínum eigin skipum, glötuðu þeir sjálfstæði sínu. Enn var það svo, eftir að verzlunin var gefin frjáls, að þeim sem vildu beina verzluninni inn á nýj- ar brautir var sniðinn stakkur af þeim, sem réðu kaupskipaferðunum. Þetta lá í augum uppi. Þetta hafði sagan kennt okkur. Ég hugsaði með mér, að Íslendingar gætu orðið sigl- ingaþjóð eins og Norðmenn, sem ekki létu sér nægja að sjá fyrir flutninga- þörf sjálfra sín, einni saman. Við ætt- um með tímanum að eignast stór skip, sem færu um heimshöfin með stærri farma en við þyrftum sjálfir á að halda. Farmenn Íslands skyldu ryðja sér braut á sviði heimsviðskipt- anna.“ Eimskipafélag Íslands hf. hefur staðið undir þeim vonum, sem við það voru bundnar í upphafi. Félagið hefur frá stofnun sinni skipt sköpum um að Íslendingar tóku flutninga afurða sinna í eigin hendur svo og flutninga nauðsynja frá útlöndum. Til Eim- skipafélagsins og starfsemi þess verður jafnan litið, sem lykilþáttar í baráttu þessarar fámennu eyþjóðar fyrir sjálfstæði sínu bæði fyrr og nú. Eimskipafélagið hefur jafnan verið fyrirferðarmikið í íslenzku atvinnu- lífi. Forystumenn þess hafa jafnan verið í hópi þeirra sem mest hefur kveðið að í viðskiptalífinu. Það hefur alltaf staðið töluverður styr um Eim- skipafélagið. Slíkt er ekki sagt félag- inu til lasts. Það ríkir aldrei logn- molla um þá sem hafa einhver umsvif. Eimskipafélagið hefur líka haft for- ystu um nýjungar í íslenzku atvinnu- og viðskiptalífi. Sumir töldu Eim- skipafélagið bezta viðskiptaháskóla landsins í forstjóratíð Harðar Sigur- gestssonar. Átökin í íslenzku atvinnulífi hafa frá upphafi náð til Eimskipafélagsins og gera enn. Þau stóðu í aðdraganda stofnfundar félagsins og þau setja mark sitt á starfsemi Eimskipa- félagsins um þessar mundir. Nýir stjórnendur og eigendur Eimskipa- félags Íslands hafa tekið við merki- legri arfleifð. Hún snýst um fleira en krónur og aura. Eimskipafélagið og Morgunblaðið hafa átt samleið í 90 ár og yfirleitt farið vel á með þeim þótt stundum hafi leiðir skilið um skeið en aldrei til langframa. Morgunblaðið óskar félaginu, for- ráðamönnum þess og starfsfólki til hamingju með þann glæsilega árang- ur sem náðst hefur í starfi þess á 90 árum. „FRAMÞRÓUN“ Í SKJÓLI TOLLVERNDAR Pálmi Vilhjálmsson, framkvæmda-stjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segir í svörum sínum við verðkönnun Neytendasamtakanna á osti, sem fram komu í Morgunblaðinu í fyrradag, að því sé ekki mótmælt að mygluostar séu talsvert dýrari hér á landi en í nágrannalöndunum. „Það er þannig, hefur verið þannig og verður líklega þannig á meðan þeir eru fram- leiddir hér á landi,“ segir Pálmi í blaðinu. „Þetta er sambland margra þátta en mygluostarnir eru dýrari hérna vegna mun minni framleiðslu. Á Íslandi eru búin til 500 kíló til eitt tonn á mánuði. Þetta er handavinna sem fólk situr við því ekki er hægt að vél- væða fyrir svona lítið magn. Í ná- grannalöndum okkar er þetta verk- smiðjuframleiðsla nánast allan sólarhringinn. Þarna liggur mikill munur.“ Ennfremur segir Pálmi: „Sú skoðun hefur verið sett fram að mjólkuriðn- aðurinn á Íslandi ætti að laga sig að komandi samningum ríkja innan Heimsviðskiptastofnunarinnar, WTO. Í því fælist að hætt yrði að leggja áherslu á fjölbreytni og vöruþróun og framleiðslunni einbeitt að fáum teg- undum sem staðist gætu samkeppni við frjálsan innflutning. Slík stefna leiddi til óheilla vegna þess að enginn iðnaður lifir morgundaginn nema að vera í stöðugri framþróun.“ Þetta er gjörsamlega fráleitur mál- flutningur og nú til dags dettur varla talsmönnum nokkurrar annarrar at- vinnugreinar en landbúnaðarins í hug að hafa slíkt á orði. Það, sem hér er í raun um að ræða, er að viðkomandi framleiðsla er óhagkvæm vegna smæðar markaðarins. Þess vegna er verðið á henni hátt. Hægt væri að flytja jafngóða eða betri erlenda fram- leiðslu til landsins á miklu lægra verði, en af því að innlenda framleiðslan er til staðar, eru lagðir á innflutninginn geysiháir tollar, sem vernda innlendu framleiðsluna fyrir samkeppni og veita framleiðendum hennar engan hvata til að reyna að ná aukinni hagkvæmni í framleiðslunni, eða þá til að stækka markaðinn með því að lækka verðið. Neytendur verða að biðja þess heitt og innilega að t.d. kornbændum detti ekki í hug að fara að framleiða morg- unkorn í neytendaumbúðum undir merkjum fjölbreytni og vöruþróunar, vegna þess að það myndi með sömu rökum væntanlega leiða til þess að toll- ar legðust af ofurþunga á innfluttu kornflögurnar og -hringina, sem neyt- endur leggja sér til munns á morgn- ana. Rétt eins og allar aðrar atvinnu- greinar verður landbúnaðurinn fyrr eða síðar að horfast í augu við að hann verður að framleiða þær vörur, sem standast samkeppni, hvort sem hún er innlend eða erlend. Hugmyndir, fram- tak og tækifæri skortir ekki í íslenzk- um landbúnaði. En það er herfilegur misskilningur ef menn halda að það sé „framþróun“ að ástunda dýra og óhag- kvæma framleiðslu í skjóli tollverndar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.