Morgunblaðið - 17.01.2004, Síða 42
MINNINGAR
42 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigurður Bjarna-son Guðnason
fæddist á Flanka-
stöðum í Sandgerði
12. desember 1937.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 8. janúar
síðastliðinn. Hann
var sonur hjónanna
Guðríðar Guðjóns-
dóttur, f. 7. nóvem-
ber 1904, d. 26. júní
1980, og Guðna Jóns-
sonar, f. 29. apríl
1905, d. 24. desem-
ber 1966. Sigurður
var sjötti í röðinni af tíu systk-
inum. Þau eru í aldursröð: María
Gréta, Jón, lést í bernsku, Guð-
jón, Guðrún, látin, Hulda, Haf-
steinn, Karólína, Guðfinna Alda
og Aðalsteinn Hólm.
Hinn 31. desember 1958 kvænt-
ist Sigurður Lilly Henny Walder-
haug, f. 21. júní 1939, d. 14. sept-
ember 1984. Eignuðust þau
fjögur börn. Þau eru: 1) Guðríð-
ur, f. 22. ágúst 1960, sambýlis-
maður hennar er Ævar Þor-
björnsson. Guðríður á dæturnar
Lilly Roslyn og Elsu Söruh. 2)
Sigurður Úlfar, f. 22. febrúar
1962, eiginkona hans er Björk
Magnúsdóttir og
eiga þau þrjá syni,
Dag Sigurð, Úlfar
Mána og Magnús
Gauta. Fyrir á Úlfar
dótturina Henny. 3)
Ólöf, f. 8. október
1965, eiginmaður
hennar er Douglas
Simonds og eiga þau
börnin Johnny Ray
og Shirley. Fyrir á
Ólöf soninn Ásgeir
Loga. 4) Ásta Rán, f.
19. apríl 1970, eigin-
maður hennar er
Sigurður Þorbjörns-
son. Fyrir á Ásta soninn Stefán
Henning.
Sambýliskona Sigurðar sl. ell-
efu ár er Edda Márusdóttir, f. 25.
janúar 1935. Hún á þrjá syni sem
eru: Márus, Jónas og Ólafur Jó-
hannessynir. Edda á einnig átta
barnabörn og tvö langömmubörn.
Sigurður var lengst af búsettur
á Suðurnesjum og starfaði þar
sem rakari.
Síðan lá leið hans á sjóinn og
vann hann við sjómennsku þar til
hann veiktist árið 2000.
Útför Sigurðar fer fram frá
Safnaðarheimilinu í Sandgerði í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku pabbi, í dag ertu borinn til
grafar eftir erfið veikindi. Eftir
margra ára baráttu kom að því að
sjúkdómurinn hafði betur. Mér þótti
vænt um að ég gat verið hjá þér síð-
ustu vikurnar.
Mig langar að kveðja þig með
þessum orðum:
Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og bezta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Þegar freisting mögnuð mætir,
mælir flátt í eyra þér,
hrösun svo þig hendir, bróðir,
háðung að þér sækja fer,
vinir flýja, – æðrast ekki,
einn er sá, er tildrög sér.
Drottinn skilur, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér
hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sig. Kr. Pét.)
Ég og fjölskylda mín vottum
systkinum pabba og öðrum aðstand-
endum dýpstu samúð okkar. Megi
Guðs blessun fylgja ykkur.
Elsku Edda, ég bið um að frið-
arins faðir umvefji þig kærleika og
gefi þér styrk, von og trú í þínum
erfiðu raunum. Ljúfar minningar
um góðan föður lifa í hjarta mér og
fjölskyldu minnar. Eins og við sögð-
um alltaf: Bless á meðan, pabbi
minn, við elskum þig. Far þú í friði
og friður Guðs þig blessi.
Þín dóttir,
Guðríður.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
Ég hitti þig ekki um hríð
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku pabbi, Guð umvefji þig
elsku sinni og bless í bili.
Öllum aðstandendum votta ég
mína dýpstu samúð. Edda mín, ég
bið góðan Guð um að gefa þér styrk í
þessum erfiðu raunum.
Þín dóttir,
Ólöf og fjölskylda.
Það var ekki laust við að ég fyndi
fyrir örlitlum kvíða fyrir tæpum ell-
efu árum. Von var á Sigga tengda-
pabba í heimsókn í fyrsta sinn, en
við Úlfar vorum nýfarin að búa sam-
an. Svo mætti hann í Miðholtið, gler-
fínn og strokinn, sem hann alltaf
var, færandi blómvönd og sjálfur ör-
lítið feiminn. Fann ég strax að ég
kunni vel við hann. Siggi hafði góða
nærveru og alltaf var gaman að hitta
hann og Eddu, sambýliskonu hans.
Hvort heldur var í Hörðalandinu eða
vestur á Arnarstapa, þar sem þau
áttu sinn sælureit. Svo minnumst við
með gleði, dagsins er hann fór með
okkur í bíltúr um Suðurnesin og
sýndi okkur átthagana, stoltur. Ekki
var stoltið minna þegar elsti sonur
okkar fæddist og við skírðum í höf-
uðið á honum. Alltaf var hann boð-
inn og búinn ef þurfti að klippa afa-
strákana. Helst mátti enginn annar
sjá um það en Siggi afi. Svo mætti
hann með brjóstsykur í öðrum vas-
anum og „klippigræjurnar“ í hinum.
Þótt hann væri ákaflega hæglátur
og prúður maður var stutt í grall-
arann og grínistann, sem kom fram
á góðum stundum. Hann kvaddi
þetta jarðlíf alltof fljótt og verður
sárt saknað af okkur öllum.
Far þú í friði, friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk, fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þín tengdadóttir,
Björk.
Þá er Sigurður bróðir sofnaður
eftir hetjulega baráttu við illvígan
sjúkdóm. Þegar Siggi bróðir eða
„rakarinn“ eins og hann var ætíð
nefndur á mínu heimili er fallinn frá,
þá hrúgast minningarnar upp. Það
sem kemur fyrst upp í hugann er
það sem skeði um hádegisbil 10.
nóvember 1944. Siggi bróðir var að
koma úr skólanum og þegar hann
gengur að eldhúsborðinu heima í
Breiðabliki, þar sem eldhúsglugginn
snýr til norðurs, þá hrópar hann allt
í einu: Sjáið þið blossann. Það var
verið að skjóta Goðafoss niður norð-
ur af Garðskaga. Þessi atburður hef-
ur alltaf verið ljóslifandi fyrir manni
þó að maður hafi ekki verið hár í
loftinu þegar hann skeði.
Á uppvaxtarárum okkar var alltaf
nóg við að vera. Verbúðirnar sem ið-
uðu af mannlífi voru skammt undan
og þarna eignuðumst við marga vini,
sjómenn, landmenn og fiskverkafólk
alls staðar að af landinu.
Við vorum ekki gamlir þegar við
byrjuðum að vinna okkur inn ein-
hverja aura. Barnaþrælkun var orð
sem ekki heyrðist. Það var mætt á
reitinn. Þegar Bergur verkstjóri
flauaði eins og kallað var, þegar
unglingar áttu að mæta til að breiða
saltfisk. Hausar voru settir út á tún
til þurrkunar og það þurfti að snúa
þeim svo ekki úldnaði það sem niður
sneri. Á vertíðinni var gellað, hve-
nær sem færi gafst.
Eftir barnaskólapróf lá leiðin á
Núpsskóla en enginn gagnfræða-
skóli var í Sandgerði. Eftir gagn-
fræðapróf hóf Siggi nám í hárskurði
hjá nafna sínum Guðlaugssyni í
Keflavík. Hann vann síðan við iðn
sína í Keflavík í mörg ár, var vinsæll
rakari, alltaf léttur í lund og sagði
skemmtilega frá. En sú tíð kom að
menn hættu að láta klippa hár sitt,
rakarar höfðu því ekki í sig og á.
Siggi hætti að vinna við iðn sína, en
fór að vinna í byggingarvinnu um
tíma.
Leiðin lá síðan á sjóinn þar sem
Siggi starfaði meðan heilsan leyfði.
Hann var fyrst háseti á ýmsum skip-
um en tók síðan til við matseldina.
Honum virtist matargerðin í blóð
borin. Snilldarkokkur og köttur
þrifinn eins og sagt hefði verið í
gamla daga.
Þá skemmdi hárskurðarkunnátt-
an ekki fyrir, því eftir langa túra
komu allir nýklipptir í land.
Siggi var mörg síðustu starfsárin
matsveinn hjá Gísla Arnbergssyni,
kunnum togaraskipstjóra hér á Suð-
urnesjum. Gísli hefur sjálfur sagt
mér að Siggi hafi verið afburða
starfsmaður og vel látinn af skips-
félögum sínum.
Siggi giftist Lillý Henný Walder-
haug, f. 31.12. 1958, og eignuðust
þau fjögur börn.
Lillý andaðist 14. september 1984,
langt um aldur fram.
Síðustu árin hefur hann búið með
Eddu Márusdóttur og höfðu þau bú-
ið sér indælt heimili í Hörðalandi 10
í Reykjavík. Þá höfðu þau keypt
sumarbústað vestur á Stapa, og veit
ég að þar áttu þau nokkur góð sum-
ur saman.
Sem barn og unglingur var hann í
sveit á stórbýlinu Hamraendum í
Breiðuvík, Karolína systir var hjá
Kristni í Syðri-Tungu, en ég hjá
Sveini á Felli á Stapa. Vera okkar
undir Jökli hafði góð áhrif á okkur
öll og síðustu sumur hefur Siggi
endurnýjað kynni sín við marga frá
gamalli tíð. Einnig átti Edda því láni
að fagna, að skyldfólkið frá Skjald-
artröð var oft ekki langt undan.
Nú þegar þú ert horfinn á braut
er mér og fjölskyldu minni efst í
huga þakklæti fyrir allar ánægju-
stundirnar sem við áttum saman. Þá
munum við alltaf dást að æðruleysi
þínu á hverju sem gekk.
Við Eydís biðjum góðan Guð að
hugga þá sem næst þér standa.
Minningin um góðan dreng lifir.
Hafsteinn.
Með Sigga rakara, föðurbróður
okkar er genginn sá maður úr okkar
frændgarði sem við munum minnast
hvað helst fyrir afburða skopskyn.
Siggi ólst upp í Sandgerði og var
rétt rúmu ári eldri en pabbi og
gengu þeir bræður saman í gegnum
margt sem jafnaldrar væru, fermd-
ust m.a. saman. Það var greinilega
eitthvað sem gerði það að verkum að
þeir bræður vildu slá hlutunum sam-
an því þeir sáu nýtt tækifæri á slíku
rúmum tuttugu árum síðar þegar
yngstu börn þeirra voru skírð sam-
an í Hvalsneskirkju á sjómannadag-
inn 1971. Þetta endurspeglaði
kannski viðhorf föður þeirra sem
ekki var mikið fyrir óþarfa bruðl.
Siggi lærði hárskurð og rakaraiðn
og starfaði sem rakari en lengst af
var hann sjómaður, oftast mat-
sveinn. Hann var háseti og mat-
sveinn m.a. á skipum sem pabbi okk-
ar stýrði en síðar á togurum, lengst
með Gísla Arnbergssyni, kunnum
aflaskipstjóra. Hann hefur líklega
eldað kjarngóða íslenska máltíð ofan
í ófáa íslenska sjómenn, máltíðir
sem veittu mönnum nauðsynlegan
kraft á dekkinu eða í lestinni.
Siggi var tíður gestur á Faxa-
brautinni í æsku okkar. Í heimsókn-
um hans sagði hann að jafnaði
brandara eða fór með gamanmál
sem fengu viðstadda til að tárfella af
hlátri. Ekki hvað síst fyrir þær sakir
að Siggi byrjaði yfirleitt að hlæja að
sínum eigin bröndurum áður en
fyndnasti hluti brandarans rann
honum úr munni. Það var síðan til að
æra óstöðugan úr hlátri er þeir
bræður margmenntu á Faxabraut-
ina. Heimsóknir Sigga þýddu jafn-
framt að leikin voru teningaspil.
Yatzy var og er ættaríþrótt númer
eitt hjá okkur afkomendum þeirra
hjóna í Breiðabliki enda amma
Gudda búin að kenna okkur öllum
helstu grunnatriði íþróttarinnar, en
Siggi fékk líklega flesta aukatímana
hjá henni. Siggi var afburða ten-
ingaspilari, eins furðulegt og það
kann að hljóma. Hann gat brugðið á
leik með alls kyns brellum sem við
krakkarnir áttuðum okkur engan
veginn á. Þetta reynum við að leika
eftir Sigga í dag, með misjöfnum ár-
angri. Við höfum líka fengið það í arf
frá Sigga og bræðrum hans og
systrum að það er mjög stutt í okkar
eigin hlátur þegar vel gengur í
spilinu.
Ættaríþrótt hin önnur, þar sem
Siggi var jafnframt afburða leik-
maður, er eggjatínsla. Siggi arkaði
um Miðnesheiðina á hverju vori og
leitaði uppi veiðibjölluegg og
kannski einhverja frekari eggjabó-
nusa ef þeir lágu vel við höggi. Hann
grínaðist að jafnaði með það hversu
E-vítamínrík eggin væru og hló sín-
um smitandi hlátri í kjölfarið.
Á ættarmótum hafa ungir sem
aldnir úr frændgarðinum verið að ná
æ betri tökum á ættaríþróttunum.
En Sigga skarð verður vandfyllt.
Þar skemmti hann okkur jafnan
með leikþáttum, setti á sig hárkoll-
ur, gervitennur og fór með gaman-
mál. Enn og aftur situr eftir minn-
ing um Sigga frænda sem fær mann
til að brosa í gegnum tárin, nú þegar
komið er að kveðjustund.
Síðustu sumur dvaldist Siggi að
mestu vestur á Arnarstapa. Þar
höfðu hann og Edda búið sér unaðs-
reit í sumarbústað. Þar var gaman
að koma í spjall og veitingar og
hlusta á Sigga upplýsa um hvernig
matseld á sjávarfangi væri best
háttað. Þá sagði Siggi okkur jafn-
framt margar skemmtilegar sögur
frá uppvaxtarárum þeirra systkina
frá Breiðabliki. Þær sögur munu lifa
með okkur um ókomna tíð.
Elsku Edda, Gurrý, Úlli, Ólöf og
Ásta Rán. Guð blessi ykkur og fjöl-
skyldur ykkar og styrki ykkur í
sorginni. Minningin um frænda okk-
ar mun ylja alla tíð.
María, Hafdís, Björg og Guðni.
Það var átakanleg sjón er við mér
blasti þegar ég heimsótti þig í síð-
asta skipti, kæri frændi, örfáum
dögum áður en þú kvaddir þennan
heim. Þú varst algerlega þrotinn að
kröftum, lífsneistinn horfinn úr aug-
um þínum og ljóst að hið óumflýj-
anlega væri á næsta leiti. Mikið þótti
mér sárt að horfa upp á þig við þess-
ar kringumstæður.
Nokkrum vikum fyrr, eða þegar
þú varst lagður inn á spítalann,
varstu líkari því sem þú áttir að þér
að vera, kátur að vanda og sagðir
mér brandara. Þú varst búinn að
panta þér ferð til Bandaríkjanna þar
sem þú hugðist dvelja með dætrum
þínum um hátíðirnar. En það átti
ekki fyrir þér að liggja að komast í
það ferðalag þar sem veikindi þín
reyndust miklu alvarlegri en þú ætl-
aðir.
Þegar ég rifja upp kynni mín af
þér koma ekki aðrar en hlýjar minn-
ingar upp í hugann. Alveg frá því ég
var krakki minnist ég þess hve þú
varst léttur og skemmtilegur.
Kímnigáfu hafðir þú ómælda. Und-
antekningarlítið fékk maður að
heyra góða brandara eða eitthvað
annað skemmtilegt þegar við hitt-
umst. Góðum brandara laukst þú
oftast með miklum og smitandi
hlátri. Á mannamótum leitaðist
maður gjarnan við að sitja nálægt
þér svo maður missti nú ekki af
„fjörinu“.
Þú hafðir gaman að ýmsum spil-
um og leikjum. Þegar ég var á ferm-
ingar- og táningsaldri komstu oft
heim og við fórum þrír, ég, þú og
pabbi, í billiard. Þá var oft fjör. Þú
varst mjög leikinn bridge-spilari og
hafðir gaman af golfi.
Ég var svo heppinn að fá að kynn-
ast þér ekki aðeins í leik, heldur líka
starfi. Við vorum saman til sjós hjá
Hafsteini bróður þínum. Þú varst
kokkur og fórst þér það verk sér-
staklega vel úr hendi eins og annað.
Súpurnar þínar voru t.d. alveg ein-
stakar. Það vita þeir sem til þekkja,
hve mikilvægt það er að á hverjum
báti sé góður og hagsýnn kokkur.
Það varst þú svo sannarlega. Mikið
var spilað á sjónum þegar tími
vannst til og varst þú þá gjarnan ná-
lægur. Það var heldur ekki verra
fyrir okkur skipsfélaga þína að hafa
„rakara“ um borð en þú varst lærð-
SIGURÐUR B.
GUÐNASON
Hjartkær maðurinn minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KRISTINN BREIÐFJÖRÐ GÍSLASON,
Skólastíg 14a,
Stykkishólmi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar-
daginn 10. janúar.
Útför hans fer fram frá Stykkishólmskirkju
laugardaginn 24. janúar kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að hafa Orgelsjóð Stykkishólms-
kirkju (Verslunin Heimahornið) eða Krabbameinsfélag Íslands í huga.
Sólveig Sigurðardóttir,
Magdalena Kristinsdóttir, Jón Pétursson,
Sigrún Kristinsdóttir,
Sesselja Kristinsdóttir, Árni Valgeirsson,
afabörn og langafabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÓSKAR GÍSLASON,
Ásabraut 13,
Grindavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grinda-
vík, fimmtudaginn 15. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Jóhanna Dagbjartsdóttir,
Sævar Óskarsson, Khamnuan Óskarsson,
Dagbjört Óskarsdóttir, Þorlákur Bernard,
barnabörn og barnabarnabörn.