Morgunblaðið - 17.01.2004, Síða 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 43
ur hárskeri. Manna á meðal var orð-
inu „rakari gjarnan bætt aftan við
nafnið þitt og þá vissu allir við hvern
var átt. Við unnum líka saman um
tíma við smíðar hjá honum pabba en
smiður varstu góður þó ómenntaður
værir sem slíkur. Aldrei man ég eft-
ir þér öðruvísi við vinnu en harð-
duglegum og ósérhlífnum.
Vissulega voru þröskuldar á vegi
þínum í gegnum lífið, eins og okkar
hinna. Mesta áfall þitt varð fyrir 20
árum þegar konan þín hún Lillý
frænka, lést langt um aldur fram,
aðeins 45 ára gömul.
Seinna fannstu þér annan lífsföru-
naut, hana Eddu, sem studdi þig til
hinstu stundar.
Ég votta að lokum Eddu og börn-
unum þínum þeim Gurrý, Úlla,
Ólöfu og Ástu Rán mína innilegustu
samúð.
Ég mun sakna þín mjög og bið
guð að blessa minningu þína.
Guðni Walderhaug.
Fimmdudaginn 8. janúar lést á
krabbameinsdeild Landspítalans við
Hringbraut mikill vinur minn, Sig-
urður B. Guðnason, eftir tveggja
mánaða erfiða legu.
Sigurður var alla tíð sérlega léttur
og ljúfur í lund og átti mjög gott með
að koma öðrum í gott skap.
Eftir hálfrar aldar góð kynni kveð
ég minn ljúfa vin með ljóði skáldsins
góða frá Fagraskógi:
Við sjáum, að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng
svo brjóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt
og svanur á bláan voginn.
Eddu vinkonu minni, börnunum
og systkinum Sigurðar votta ég
mína dýpstu samúð.
Megi góður guð vin okkar geyma.
Jóhann S. Walderhaug.
Með þessum fátæklegu orðum vil
ég kveðja góðan vin, Sigurð Guðna-
son. Ég átti því láni að fagna að
kynnast Sigga í gegnum mína kæru
vinkonu Eddu, og var jafnan tíður
gestur á notalega heimilinu þeirra í
Hörðalandinu. Gestrisni þeirra og
glaðværð þekktu allir sem þangað
komu. Hógværð og hjálpsemi ein-
kenndu Sigga í hvívetna. Hann var
náttúrubarn sem hvergi kom betur í
ljós en á litla setrinu þeirra á Snæ-
fellsnesinu, „þar, sem jökulinn ber
við loft“.
Dvöldu þau þar jafnan sumar-
langt og þar var unaðslegt að fá að
heimsækja þau og dvelja nokkra
daga og njóta með þeim hreina lofts-
ins og fjallanna og horfa með honum
Sigga á kríugerið sem flögraði við
húsdyrnar. Aldrei var Siggi glaðari
en þar og óþreytandi að fara með
okkur Eddu í göngu- eða ökutúra
um þetta kynngimagnaða umhverfi
og sýndi okkur Eddu ótrúlegt um-
burðarlyndi að hirða með okkur
steina og skeljar og annað dýrmætt,
sem við fundum, og troða því í fína
bílinn sinn sem alltaf var tandur-
hreinn. Snyrtimennska og reglu-
semi var honum í blóð borin og sást
það best hve natinn hann var að
snyrta og fegra í kringum litla bú-
staðinn þeirra. Þá var ekki síst horft
á silfurbláan hafflötinn og kíkt eftir
bátum, sem voru að koma og fara, og
þar var Siggi á heimavelli. Því sjó-
maður var hann og þekkti vel til
flestra þeirra. Stundum brá hann
sér líka á sjóinn frá Arnarstapa og
sótti í soðið.
En ferðunum fækkaði smátt og
smátt eftir því sem heilsunni hrak-
aði og nú er hinsta ferðin framund-
an, því miður allt of fljótt.
Ég vil þakka þessum góða dreng
margar ánægjustundir og óska hon-
um góðrar heimkomu. Ég sendi
Eddu, börnum hans og öllum að-
standendum mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Dagbjört.
✝ Hulda Harðar-dóttir fæddist 16.
mars 1955. Hún and-
aðist á Borgarspítal-
anum 8. janúar síð-
astliðinn. Hulda var
dóttir þeirra hjóna
Harðar Bjarnasonar
og Aðalheiðar Ólafs-
dóttur sem búa í
Stóru Mástungu II í
Gnúpverjahreppi í
Árnessýslu. Hulda
var næstyngst systk-
ina en þau eru Þór-
dís, Jóna Sigurbjörg,
Ólöf Unnur, Jóhanna
og Bjarni.
Sambýlismaður Huldu var
Steindór Stefánsson frá Skyggni í
Hrunamannahreppi. Þau eignuð-
ust þrjá drengi; Ólaf Steindórsson
f. 4. ágúst 1976, Kristin f. 18.
ágúst 1981, dó í sama mánuði, og
drengur f. 21. ágúst
1984, dó í október á
sama ári.
Hulda ólst upp í
Stóru Mástungu II,
stundaði gagnfræða-
nám og lauk bú-
fræðinámi frá
Hvanneyri. Hulda og
Steindór hófu bú-
skap í Stóru Mást-
ungu II, þá í Hvera-
gerði um nokkurra
ára skeið en síðan að
Austurhlíð í Gnúp-
verjahreppi. Síðustu
ár átti Hulda við erf-
ið veikindi að stríða og bjó með
Ólafi syni sínum í Reykjavík, milli
þess sem hún þurfti að dvelja á
sjúkrahúsi löngum stundum.
Útför Huldu verður gerð frá
Stóranúpskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Við systkinin ólumst upp saman í
Mástungu enda voru ekki nema tæp
tvö ár á milli okkar yngstu, mín og
Huldu. Kyrrð sveitarinnar var al-
gjör, ekki var sjónvarpi til að dreifa
fyrr en við vorum orðnir unglingar
en við lékum okkur saman og fórum
þá oft í „Hornamóinn“. Þá kom fljótt
í ljós áhugi hennar og natni fyrir bú-
fénaði, hún hugsaði af alúð um bú-
peninginn sem voru leggir og völur
og aldrei gleymdist að forða þeim frá
vondum veðrum og setja inn áður en
við fórum heim. Mitt hlutverk var
aftur á móti að brjóta land til rækt-
unar og leggja vegi.
Fyrirvaralaust barði alvara lífsins
að dyrum, aðeins tíu ára gömul hafði
Hulda fengið sykursýki sem færði
hana næstum úr þessum heimi en ég
stóð óttasleginn og horfði á og skildi
ekki óréttlæti heimsins.
En Hulda tók þessu með stóískri
ró, ekkert virtist geta raskað jafn-
aðargeði hennar, hún hélt áfram líf-
inu, lagaði það að breyttum forsend-
um og aldrei heyrði ég hana barma
sér eða fyllast sjálfsvorkunn yfir
hlutskipti sínu, þvert á móti var hún
skyldurækin við námið og naut þess
að hirða um skepnurnar í útihúsun-
um og var ekki laust við að ég fylltist
lotningu yfir slíkri samviskusemi.
Og þannig liðu unglingsárin, hún
hafði til að bera þetta jafnaðargeð og
gleði í fari sínu þrátt fyrir að lenda í
alvarlegum veikindum og horfast í
augun við dauðann.
En flestir dagarnir voru bjartir
því að það var bjart í sál Huldu og
þrátt fyrir mótlæti sem lífið skapaði
henni, þá nýtti hún mótlætið til eigin
þroska og fór aldrei í biturleika eða
reiði.
Þegar ég lít til baka sé ég að fyrir
löngu var hún byrjuð að þroska með-
vitað sína visku og vitund um tilgang
lífsins, hún trúði á Guð og við sátum
oft og ræddum um veru okkar hér á
þessari jörð.
Hulda, ég trúi því að allir gætu
verið stoltir af þeirri hugarró sem þú
hafðir, þú tókst með þér þau mestu
verðmæti, reynsluna, þú kenndir
mér svo margt um lífið, hvað sé
mikilvægt og hvað ekki, Guð geymi
þig.
Þakka ykkur sem hugsuðuð svo
vel um hana í veikindum.
Bjarni Harðarson.
Mig langar að minnast Huldu
Harðardóttur, fyrrverandi mágkonu
minnar, með nokkrum fátæklegum
orðum, en hún lést á Landspítalan-
um hinn 8. janúar sl. eftir hetjulega
baráttu við þrálátan sjúkdóm, langt
um aldur fram.
Hulda var næstyngsta barn
hjónanna Harðar Bjarnasonar og
Aðalheiðar Ólafsdóttur sem búa í
Stóru-Mástungu í Gnúpverjahreppi.
Ég ætla ekki að rekja lífshlaup
Huldu, en mig langar til að þakka
henni fyrir öll góðu árin og þær
stundir sem ég fékk að deila með
henni.
Þótt tengslin hafi slitnað fyrír
nokkrum árum fylgdist ég alltaf með
Huldu og baráttu hennar við sjúk-
dóm sinn, sem var aðdáunarverð.
Aldrei kvartaði Hulda þótt vitað
væri að hún var sárþjáð.
Maður verður orðlaus á svona
stundu og ekki laust við að reiði
blossi upp í manni. Finnst manni
mikið ósanngjarnt að svona ung
kona sé tekin í blóma lífsins, en
svona er lífið. Þetta kennir manni að
þakka fyrir hvern dag sem maður
fær að lifa og vera ekki að kvarta yfir
því sem ekkert er.
Elsku Hulda nún, þjáningum þín-
um er lokið og vonandi líður þér vel.
Ég sendi öllum aðstandendum og
sérstaklega Ólafi syni Huldu mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Hvíldu í Guðs friði.
Rúnar Sigurðsson.
Síminn hringir, Heiða er í síman-
um. Ég fann strax, það er búið,
Hulda er dáin. Ég finn engin orð en
það þurfti engin orð. Mikil baráttu-
kona er horfin á braut. Kona sem
barist hefur fyrir lífi sínu nærri alla
ævi. Þegar Hulda var 10 ára greind-
ist hún með sykursýki, þessi knáa,
glaðlega, ljóshærða telpa, full af lífs-
orku og gleði. En, allt í einu er kippt í
spottann.
Áhugi Huldu á hestum leiðir okk-
ur saman strax í æsku hennar. Mér
líður aldrei úr minni er hún reið heim
á folanum sínum sem hafði verið hér
í tamningu. Hún strax dugleg á hest-
um og folinn þægur, góður, ljúfur
með 10 ára telpuhnokka á baki.
Bjarta geislandi brosið og björtu
lokkarnir blaktandi í vindinum þegar
við riðum inn Steinsholtshaga og
heim að St.-Mástungu. Foreldrarnir
Heiða og Hörður á hlaðinu með út-
breiddan faðminn og geislandi brosi
að taka á móti dótturinni, og svo stolt
með hana og folann. Allt eins og ósk-
að hafði verið. En rétt seinna kom
áfallið. Hulda, svona ung, greinist
með þennan skæða sjúkdóm. En
Hulda hélt áfram, ekkert gat bugað
hana. Væntumþykja hennar og
áhugi á öllum dýrum var einstakur
og áhugi á búskap var svo einarður
að hún fór á Bændaskólann á Hvann-
eyri og eignaðist jörð. Með manni
sínum rak hún myndarlegt kúabú og
fjárbú, stundaði hestana og eignaðist
lítinn dreng. Allt lék í lyndi, fram-
tíðin blasti við. En, aftur er kippt í
spottann. Hulda og Denni eignuðust
tvo drengi með fárra ára millibili
sem báðir létust nokkurra daga
gamlir. Þvílík sorg, þvílíkt áfall sem
ekki allir hefðu þolað. En Hulda,
sterk, æðrulaus með sitt ljúfa skap
bugaðist ekki, hélt áfram. Með sinn
sjúkdóm sem gekk á líkamann með
tímanum starfaði hún í Kvenfélagi
Gnúpverja, söng í kirkjukórnum og
stundaði búskapinn eins og heilsan
leyfði. Styrkleiki Huldu var þannig
að maður gerði sér ekki grein fyrir
hversu veik hún var. Hún kvartaði
aldrei, var alltaf bjartsýn, glöð en
barðist fyrir lífi sínu.
Elsku Hulda, það var gaman að
koma til þín í Austurhlíð í sumar. Ég
gleymi þér ekki þegar þú komst til
dyra, sama geislandi brosið þitt, þú
teinrétt og á göngulagi þínu gat mað-
ur varla séð að þú hafðir misst annan
fótinn. Þinn sérstaki hlátur hljómar í
eyrunum. Glaðværðin, þrátt fyrir
erfiðleikana, ætti að vera okkur hin-
um til eftirbreytni þótt eitthvað bjáti
á. Þakka þér, Hulda, fyrir það sem
þú gafst okkur, kjark og æðruleysi
til eftirbreytni.
Megi góður guð styrkja Óla son
þinn í sorginni og ykkur, elsku Heiða
og Hörður, og aðra aðstandendur.
Guð veri með þér.
Rosemarie.
Allir sem það hafa reynt skynja
gildi þess að eiga gott nágrenni og
hvað í því felst. Hvergi verður það þó
ljósara en í hinum dreifðu byggðum,
þar sem hver einstaklingur og fram-
ganga hans ræður miklu um þróun
samfélagsins. Þegar þau Hulda og
Denni fluttu að Austurhlíð fyrir
rúmum tveimur áratugum fundum
við hér í Steinsholti fljótt að þar
höfðum við eignast góða granna.
Samvinna, samhjálp og hlýhugur
hefur ávallt einkennt samskipti þess-
ara bæja frá upphafi og engan
skugga borið þar á.
Tæpast verður sagt að þau Hulda
og Denni hafi gengið að neinu gróða-
fyrirtæki í Austurhlíð, eða heldur
höfðu þau digra sjóði að leggja til
með sér. Jörð og húsakostur þörfn-
uðust endurbóta og bústofninn lítill,
þótt hann væri að grunni til ágætur.
Þetta voru tímar mikils samdráttar
og erfiðleika í íslenskum landbúnaði
og bitnaði það að sjálfsögðu á Aust-
urhlíðarbúinu eins og öðrum. Aldrei
var þó að finna neinn uppgjafartón í
þeim Huldu og Denna en með þraut-
seigju og viljastyrk bættu þau húsa-
kost, ræktun og juku við bústofninn.
Auk þess sótti Denni vinnu út í frá,
fyrst á sjóinn og seinna með vinnu-
vélum.
Hulda var í eðli sínu mikið nátt-
úrubarn, hún unni mjög sveitinni
sinni og í Austurhlíð var eins og hún
ætti sitt eigið ríki. Hún hafði mikið
dálæti á skepnum og áhugi á ræktun
þeirra var henni í blóð borin. Búfé
sitt annaðist hún af alúð og hjá henni
áttu allar skepnur ætíð sína máls-
vörn.
Óhætt er að segja að skipst hafi á
skin og skúrir í Austurhlíðarbú-
skapnum, þar fengu þau Hulda og
Denni að ganga í gegnum mörg
þungbær áföll, sem trúlega hefðu
hvert og eitt verið flestum nægur
kross að bera. Auk þess átti Hulda
lengst af við heilsuleysi að stríða sem
ágerðist eftir því sem á leið. Hvað á
hugann leitaði í mótlætinu bar Hulda
aldrei á torg en tók því öllu með ein-
stöku langlundargeði og yfirvegun.
Hógvær, reglusöm og staðföst.
Hulda var í raun ekki sérlega
mannblendin og barst ekki mikið á
innan um fólk. Hún var hins vegar
mikill vinur vina sinna og trú þeim
sem traust hennar áttu. En þess
nutu þeir líka í ríkum mæli.
Hulda hafði mikið dálæti á tónlist
og söng með Söngfélagi Stóra-Núps-
kirkju og Árneskórnum. Í þessu átt-
um við samleið eins og mörgu öðru
og urðum því oftast samferða á æf-
ingar og fleira sem þessu starfi
fylgdi. Ósjaldan var ýmislegt órætt
þegar heim var komið og þá var
stundum sest inn í kaffi þó að farið
væri að halla í miðnætti. Þá bar
margt á góma. Búskapurinn var
reyndar alltaf fyrirferðarmikill, en
einnig tónlist og þá ekki síst óperur.
Hulda var einlægur óperuaðdáandi
og tónlistin var henni auðsjáanlega
mikil lífsnautn.
Nú er lífssól Huldu Harðardóttur
hnigin eftir þunga baráttu við illvíg-
an sjúkdóm. Eftir lifa minningar um
mæta vinkonu og góðan granna sem
seint verða fullþakkaðar. Aðstand-
endum öllum er vottuð innileg sam-
úð. Megi góður Guð styrkja ykkur
öll.
Sigurður og Sigríður,
Steinsholti.
HULDA
HARÐARDÓTTIR
Elsku pabbi, ég vil
minnast þín í fáeinum
orðum við ferðalok.
Vegir þínir voru mis-
greiðfærir eins og hjá
okkur hinum en við stjórnvölinn
sat þróttmikill, glaðvær og auð-
mjúkur maður. Mér fannst þú oft á
tíðum æði glannalegur þegar þú
ókst um á risafengnum Bedfordin-
um til að færa hestamönnum vistir
SIGURÐUR Á.H.
JÓNSSON
✝ Sigurður ÁgústHafsteinn Jóns-
son fæddist í Reykja-
vík 24. maí 1929.
Hann lést á Hjúkrun-
arheimilinu Skóg-
arbæ 5. janúar síð-
astliðinn og var
jarðsunginn frá Bú-
staðakirkju 16. jan-
úar.
og búnað. Á ferðum
okkar austur í Mýrdal
efaðist ég jafnan stór-
lega að þér tækist að
komast upp Gatna-
brún eða hvort við
myndum húrra rak-
leiðis aftur á bak, ég
stóð dísilinn í botni
með þér. Þetta var nú
bara vinnan þín og þú
skoraðist aldrei undan
enda reynsla þín sú að
ógerlegt var að draga
fram lífið án ötullar
vinnu. Skoðun þín á
stúdentum var af
þessum sökum fremur einstreng-
ingsleg: „Stúdentar eru kolbrjálað
fólk,“ og saupst hveljur yfir lát-
æðinu í uppreisnarseggjum í þeirra
röðum. Mér fannst þú öllu fremur
skoplegur en sannfærandi í þess-
um efnum svo að ég ákvað að
ganga menntaveginn.
Í þessu samhengi er ekki úr vegi
að minnast Valla gamla á Álfhólum
í V-Landeyjum enda átti hann rík-
an þátt í að móta þá hugmynd okk-
ar beggja að vinnusemi væri af
hinu góða. Hann bætti þó jafnan
við að með bókalestri og sjónvarps-
glápi fengi maður riðu í glyrnurnar
og yrði hálfvitlaus. Þið frændurnir
voruð oft ansi þrautseigir í rök-
semdafærslunum.
Þið mamma voruð um margt ólík
og skiptuð með ykkur verkum við
hæfi. Eitt af því sem var þér hvað
ástkærast var tilþrifamikil matar-
gerð. Þú sveifst um á blankskónum
léttur á fæti, flautandi lagstúfa lið-
inna ára með dálitlu djassívafi svo
glitti í forkunnarfagra gulltönnina.
Þú varst sannarlega lífskúnstner í
eðli þínu en gekkst jafnframt fús til
verka sem voru mömmu hvað kær-
ust, garðræktar og hestamennsku.
Raunar er langt síðan ég kvaddi
þig í eigin persónu sökum veikinda
en bros þitt lifir í minningunni.
Vilborg Þórunn Sigurðardóttir.
AFMÆLIS- og minningar-
greinum má skila í tölvupósti
(netfangið er minning@mbl.is,
svar er sent sjálfvirkt um leið
og grein hefur borist) eða á
disklingi. Ef greinin er á disk-
lingi þarf útprentun að fylgja.
Nauðsynlegt er að tilgreina
símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusíma og heima-
síma). Ekki er tekið við hand-
skrifuðum greinum.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein aðalgrein af hæfi-
legri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar séu um 300 orð
eða 1.500 slög (með bilum) en
það eru um 50 línur í blaðinu
(17 dálksentimetrar).
Frágangur
afmælis- og
minningar-
greina