Morgunblaðið - 17.01.2004, Síða 44

Morgunblaðið - 17.01.2004, Síða 44
✝ Kristín Ólafs-dóttir fæddist á Patreksfirði 8. mars 1959 og ólst upp á Sellátranesi í Pat- reksfirði. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi 9. janúar síðastliðinn. Kristín var dóttir hjónanna Ólafs Kristins Sveinssonar, f. 8.3. 1928, d. 14.8.3, og Grétu Árnadóttur, f. 19.7. 1939. Systkini Kristína eru: Guðni, f. 10.10. 1957, maki Inga, f. 30.3. 1961, búsett á Tálknafirði; María, f. 5.12. 1960, maki Guðjón, f. 2.12. 1947, búsett í Hænuvík; og Sveinn, f. 5.4. 1971, maki Stein- unn Rán, f. 6.8. 1971, búsett í Reykjavík. Kristín giftist Stefáni Jóhann- esi Sigurðssyni vélvirkja frá Kópavogi, f. 12.2. 1953, d. 23.1. 1999, og voru þau búsett á ýmis störf, sótti m.a. sjóinn, vann við heimilishjálp og öldrunar- þjónustu á árunum 1988–2000. Hún var héraðslögreglumaður 1998–2001 og sótti ýmis nám- skeið á vegum lögreglunnar. Á árunum 2002–2004 starfaði hún sem forstöðumaður íþróttamið- stöðvar Tálknafjarðar. Kristín tók virkan þátt í málum sveitarfé- lags síns og átti hún sæti í hreppsnefnd Tálknafjarðar frá vori 1994 fram að vori 2002, eða tvö kjörtímabil. Einnig sat hún í mörgum nefndum á vegum sveit- arfélagsins, fyrir og eftir þann tíma. Kristín vann vel og lengi fyrir Verkalýðs- og Sjómannafélag Tálknafjarðar. Veturinn 1982 hóf hún störf við félagið, þá sem rit- ari. Sumarið 1987 var hún kosin varaformaður og gegndi hún því starfi til sumarsins 1990 þegar hún var kosin formaður félagsins. Kristín var formaður félagsins allt þar til félagið sameinaðist Verkalýðsfélagi Vestfjarða árið 2003. Árið 1996 fékk hún sæti í Alþýðusambandi Vestfjarða og sat hún þar til ársins 2004. Útför Kristínar verður gerð frá Tálknafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Tálknafirði alla sína sambúð. Börn þeirra eru: Ólafur Sveinn, f. 30.9. 1979, maki Rak- el, f. 17.11. 1980, Árni Grétar, f. 6.12. 1983, Eydís Hulda, f. 13.7. 1988, og Gunnar Smári, f. 4.9. 1992. Kristín hóf sambúð með Karli Þór Þóris- syni, f. 22.2. 1952, í lok árs 2003. Kristín gekk í barnaskóla í Örlygs- höfn. Eftir það hóf hún nám við Ungl- ingaskólann á Reykjanesi í Ísa- fjarðardjúpi, á árunum 1975– 1976. Heima á Sellátranesi tók hún fullan þátt í öllum hefð- bundnum sveitastörfum.Við 15 ára aldur fór Kristín til Tálkna- fjarðar til að vinna í fiski, 16 ára fór hún að vinna í mötuneyti HT og hafði umsjón með því aðeins 17 ára. Á þeim tíma sem Kristín dvaldist á Tálknafirði vann hún Með fáeinum línum ætla ég að kveðja mjög kæra frænku og vin- konu. Elsku Stína. Mín fyrstu kynni af þér urðu þegar þú bankaðir uppá hjá mér, er við hjónin vorum ný- flutt í sama fjölbýlishús á Tálkna- firði. Þarna stóðst þú með Óla í fanginu, há og grönn með fallegu grænu augun og hrokkna hárið. Óli var fjögurra mánaða, ljós og bjart- ur og brosandi út að eyrum. Þú hélst á litlum barnatreyjum og spurðir hvort ég gæti ekki notað þær á litla drenginn minn sem þá var hálfs mánaðar gamall. Upp frá þessum degi urðum við vinkonur og bar aldrei skugga þar á. Við fylgd- umst að og börnin urðu fleiri. Mennirnir okkar voru saman til sjós og við vorum saman í sauma- klúbbi. Þú hafðir eins og ég gaman af að sauma föt á börnin og okkur sjálfar. Oft var setið yfir sauma- blöðum og skipst á skoðunum, hvað var smart og hvað ekki. Það var ekki hlaupið út í búð og ný föt keypt og oft voru ekki peningar til þess. Þú varst svo smekkleg, allt vel gert sem þú tókst þér fyrir hendur. Ófáar uppskriftir af ýmsu góðgæti gengu á milli. Ef mér leiddist eða leið illa, þá var oft sem ég leitaði til þín, við gátum alltaf hlegið saman og gert að gamni okk- ar. Við komumst að því eftir nokk- urra ára vináttu að við vorum ná- skyldar. Við vorum samtaka að byggja okkur hús, keyptum einingahús sem reist voru á sama tíma, en að- eins tvö hús voru á milli okkar í götunni. Svo kom að við fluttum suður fyrir sjö árum og var mikill söknuður að góðum vinum, þó að við héldum alltaf sambandi. Fórnfýsi þinni voru engin tak- mörk sett, hvort sem það var fyrir verkalýðsfélagið, hreppsnefndina, gamla fólkið eða félagsheimilið. Sl. sumar þegar við stormuðum vestur og Guðni og Hugrún giftu sig á Tálknafirði og margir lögðu leið sína til okkar þá varst það þú sem komst og hjálpaðir við matinn og útvegaðir gestunum húsnæði. Hræðilegt áfall varð þegar Stebbi Jói eiginmaður þinn fórst af slysförum fyrir fimm árum og setti það mikið mark á þig, þótt þú bærir þig alltaf vel. Við bættist annað áfall þegar þú misstir pabba þinn síðastliðið haust. Þrátt fyrir annir og álag daglegs lífs varst þú ávallt tilbúin að þjóna öðrum og gefa af þér. Hvers vegna guð kallar þig til æðri starfa svo fljótt fáum við ekki svör við. Ég vil þakka þér allt sem þú gerðir fyrir mig og mína og veit að ég á eftir að finna nærveru þína áfram þótt þú sért komin í annan heim. Þegar skugga ber á í litlu sjáv- arþorpi standa allir saman og verða eins og ein stórfjölskylda. Það er huggun mín að börnin þín standa ekki ein, þau eiga svo marga góða að. Grétu móður Stínu, börnunum hennar, þeim Óla, Árna, Eydísi og Gunnari Smára, Kalla sambýlis- manni hennar og öðrum aðstand- endum votta ég mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að halda sinni verndarhendi yfir þeim. Þegar heima dvelur sorgin sár er sælt að gefa gaum að því að Drottinn þerrar tregatár og trúin gefur styrk á ný Þótt vinir verði heim að hverfa til hans sem ræður vorum vegi er gott að vita alla sofa eilífa lífið, þótt þeir deyi. (Ellert Ág. Magnússon.) Elín Anna. Í dag verður lögð til hinstu hvílu góð vinkona okkar, Stína Ólafs, eins og hún var alltaf kölluð. Við erum hljóð og harmi slegin og get- um ekki skilið hvað æðri máttar- völd geta verið ósanngjörn. Maðurinn minn kynntist Stínu fyrst þegar hann fluttist vestur og fór á verbúð aðeins fimmtán ára gamall. Þar passaði hún upp á hann og reyndi að siða hann til eins og hægt var, þótt hún væri litlu eldri. Ég kynntist henni hins vegar síðar á lífsleiðinni þegar við Fjölli tókum saman og fluttumst á Tálknafjörð. Stína var glæsileg kona, há og grönn og uppfull af krafti og dugn- aði. Hún virtist vera ein af þeim sem aldrei þurfti að sofa eða hvíl- ast. Hún var á fullu í pólitík, Verka- lýðsfélaginu, vann með eldri borg- urum, ungmennafélaginu, bakaði og þreif af miklum krafti. Mér er það minnisstætt þegar mér var boðið á kynningu heima hjá henni þegar hún var nýflutt að Eyrarhús- um. Þar var kona að kynna vörur sem ætlaðar voru til hreinlætis- notkunar og það var sama hvar hún leitaði, hún fann varla rykkorn, en þarna bjó Stína með sín fjögur börn og hund. Já, það var líf og fjör í kringum Stínu. Maður sér hana fyrir sér hlæjandi sínum smitandi hlátri, haldandi um andlitið með tárin rennandi niður kinnarnar. En sorgin knúði líka dyra hjá henni af fullum þunga. Fyrir aðeins tæpum fimm árum lést eiginmaður hennar, Stefán Jó- hannes, í sviplegu slysi og allir bæjarbúar fundu mikið til með fjöl- skyldunni í Móatúninu. Þá fundum við samt best hversu mikla um- hyggju Stína bar fyrir öðrum. Hún hafði miklar áhyggjur af Fjölla, þar sem hann hafði komið á slysstað ásamt henni. Hún sendi prestinn til okkar og hringdi til þess að athuga hvort Fjölli svæfi ekki örugglega og borðaði nóg. Þetta var konan sem var að missa manninn sinn og föður barnanna sinna. Vorið 2001 ákváðum við hjónin að flytjast búferlum ásamt börnum okkar suður á bóginn og þá hringdi ég í Stínu og sagði henni í trúnaði að ég hygðist segja upp störfum á sveitarskrifstofunni og flytja. Hún svaraði um hæl: „Viltu ekki selja húsið?“ Ég jánkaði því, og hún sagði því næst: „Helltu upp á kaffi. Ég er að koma. Mig vantar hús!“ Ég gleymi þessum degi aldrei. Við þömbuðum kaffi, reyktum, út- bjuggum pappíra, hringdum út og suður og við bara redduðum þessu tvær. Það þurfti engan fasteigna- sala til. Allt gerðist mjög hratt í kjölfar- ið. Stínu lá alltaf á. Og fyrr en varði sat ég í sófasettinu inni í eldhúsi, smiðir uppi á lofti og málari í stof- unni. Stína var að flytja inn, ég var að flytja út. Síðast þegar ég fór vestur fór ég til Stínu, í gamla húsið mitt, og dáðist að því hversu allt var fallegt, fínt og heimilislegt og hve garð- urinn var búinn að taka miklum stakkaskiptum enda var hún dugn- aðarforkur í garðinum eins og ann- ars staðar. Í dag kveðjum við einstaka konu. Megi minning þín lifa, Stína mín. Takk fyrir allt! Elsku Óli Sveinn minn, mikið óskaplega eru systkini þín heppin að eiga jafn vel gerðan einstakling og þig fyrir stóra bróður. Megi al- góður Guð styrkja þig, Árna Grét- ar, Eydísi Huldu og Gunnar Smára og leiðbeina ykkur í gegnum lífið. Ingibjörg Kristjánsdóttir. Ég er stödd vestur á Tálknafirði, mínum æskuslóðum. Ég vakna við að útidyrahurðinni er lokið upp, bankað léttilega í hana um leið og rödd kallar: „Halló, Inga mín, ertu heima?“ – Svo, án þess að bíða boðanna, segir röddin: „Heyrðu, ég kem bara upp.“ Þetta er Stína, Stína Ólafs, heyri ég. Hún er komin, með Moggann, eða í smáinnlit eða að fara með mömmu í búðina eða eitthvað allt annað. Ég heyri í mömmu uppi: „Ertu bara komin, Stína mín?“ – og hún kemur niður og þær mætast í gang- inum. Ég sit við eldhúsborðið hjá Steinu frænku (Steinu brúnu eins og börnin mín kölluðu hana) og við drekkum kaffi, hún reykir vindla. Stína rennir upp að húsinu og hleypur upp stigann – hún þiggur kaffi og þær sitja reykjandi. Við hlæjum allar að einhverju smálegu og það er gaman að vera til. Inni í sundlaug – Stína í sundi og krakkarnir líka. Það er margt í sundi, þó nógu rólegt til að synda að vild og liggja í pottinum. Stína rýkur burt löngu á undan okkur hinum. Alltaf mikið að snúast hjá henni. Nýlegra minningarbrot: Sunnu- dagur á Tálknafirði og Stína er bú- in að vera á lögregluvakt alla helgina, – nú sefur hún, þreytt eftir vökurnar. Þó er hún komin á stjá um síðdegið og er að útbúa krakk- ana í eitthvert mótið. Hún er dug- leg að styðja þau í sundinu og öllu sem þau hafa áhuga á. Í allmörg ár annast hún Stína aldraða á Tálknafirði, meðal annars hana mömmu mína, Ingu á Hrauni. Hún hugsar líka um Hóffí á Eyri og Stínu á Gileyri og margar aðrar. Þær eru svo ánægðar með hana „gömlurnar“ því hún Stína er svo hress alltaf, ræðin og létt að eldri borgararnir í Tálknafirði hressast, og yngjast upp um mörg ár við að fá hana í heimsókn. Ef þurfti að fara í permanent eða klippingu þá skrapp Stína bara með þær, fór með fólk til læknis og margt annað. Umfram allt var hún hressilegur félagsskapur, vinur og góður félagi með ríka þjónustulund og alúð. Mamma býr ein meiri hluta árs- ins og stundum var allt of lengi á tali eða eitthvað annað. Þá var gott að hringja til Stínu – hún skrapp út að Hrauni og athugaði málin. Átti til að hringja í mann og segja bara: „Hæ, vildi láta þig vita að þetta er allt í lagi – hún mamma þín var ekki heima en hefur ekki lagt sím- ann alveg á. Nú er engin Stína lengur, það heyrist ekki glaðvær röddin henn- ar. Nei, hún er farin til hans Stebba Jóa og þau njóta aftur samvista. Hennar bíður betra líf og við hin sitjum eftir hnípin og söknum hennar. Tálknafjörður hefur glatað einni litfögru fjöðrinni en þannig vil ég minnast Stínu, sem konu sem gaf lífinu lit og gleði í kringum sig. Fyrir hönd mömmu og okkar systkinanna langar mig að þakka öll elskulegheit, alúðina, umhyggju og vinskap Stínu og fjölskyldu við mömmu. Lífið var innihaldsríkara og skemmtilegra með Stínu. Ég votta börnunum hennar og öðrum aðstandendum innilega sam- úð og bið þeim blessunar og styrks. Blessuð sé minning Kristínar Ólafsdóttur. Stella Aðalsteinsdóttir frá Hrauni, Tálknafirði. Hver er tilgangurinn? Við því fæst aldrei svar. Við erum harmi slegin. Elsku Óli, Árni, Eydís og Gunnar Smári, hvernig verður hægt að sefa hina miklu sorg ykk- ar? Það eru aðeins liðin rétt tæp fimm ár síðan hann pabbi ykkar lést og núna hún mamma ykkar. Okkur langar að kveðja hana Stínu vinkonu okkar með nokkrum orðum. Hugurinn hvarflar aftur. Við komum öll sumarið 1976 hingað til að vinna í H.T. og þetta sumar fór Stína fljótlega að vinna í mötuneyt- inu, þar fann hún sig enda alltaf svo mikið líf í kringum ráðskon- urnar. Við bjuggum öll í verbúðinni Ystu-Tungu. Það varð til þess að milli okkar mynduðust sterk vina- bönd. Það var oft mikið fjör í Litlu- Tungu eins og við kölluðum hana enda ekkert video og fátt hægt að gera af sér á þessum tíma. Það varð mikil breyting þegar Stína flutti til okkar í Litlu-Tungu, við vorum með einhver hallærisplaköt, netakúlur og einhverjar sultu- krukkur með smá aurum í. En hún útvegaði sér ölkassa (sem voru not- aðir sem húsgögn til skreytinga) sem hún málaði og skreytti með dúkum og ýmsu punti. Þar með breytti hún herberginu sínu í hina hlýlegustu vistarveru. Stína var alla tíð mjög smekkleg og vildi allt- af hafa svo fínt í kringum sig. Eins og heimilið hennar bar með sér alla tíð. Við settumst hér að og byrjuðum öll okkar búskap hér á Tálknafirði. Leiðir okkar allra lágu oft saman, hvort sem var í vinnu eða fé- lagsstörfum. Þar má helst nefna í Verkalýðsfélaginu. Fórum við í eina frægðarför í þess þágu til Reykjavíkur. Vegna slæmra veður- skilyrða var flugi aflýst. Verkalýðs- foringinn Stína var ekki af baki dottin frekar en fyrri daginn, til Reykjavíkur skyldum við fara. Hafði henni borist til eyrna að gamli forstjórabíllinn hans Péturs þyrfti að komast suður. Og end- irinn varð sá að við fórum á honum þessa frægðarferð. Gekk ferðin vel inn að Klettshálsi en lentum þá í snjókomu og stórhríð. Fór þá ferð- in að ganga frekar hægt en það kom aldrei til greina að snúa við. Þegar til Reykjavíkur var komið seint og um síðirfréttum við að Klettshálsinn hefði verið auglýstur ófær og margir haft áhyggjur af okkur. En við vissum það ekki þar sem útvarpið í bílnum var bilað. Oft hafði þessi ferð borist í tal og mikið hlegið að henni. Minningarnar sem við áttum með henni Stínu eru óteljandi og eru þessar aðeins brot af þeim. Þeir segja mig látna, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. (G. Ingi) Við biðjum góðan guð að hjálpa ykkur og fjölskyldu ykkar. Guðný, Brynjar, Birna og Símon. Það var sumarið 1979 sem ég flutti vestur á Tálknafjörð. Fljót- lega tók ég eftir ungri stúlku í næsta húsi sem var alltaf brosandi eða hlæjandi, alltaf á stuttermabol og berfætt. Seinna meir komst ég að því að þegar hún setti upp trefil væri kominn vetur. Stuttu seinna var mér boðið að vera með í sauma- klúbb ásamt nokkrum öðrum ung- um konum. Þar var hún þessi hressa stelpa, Stína Ó. Hún var þá nýbúin að eignast sitt fyrsta barn Óla Svein. Fljótlega urðum við góð- ar vinkonur og var hún ein af mín- um bestu vinkonum þau 16 ár sem ég bjó á Tálknafirði. Árið 1982 byggðu Stína og Stebbi Jói hús að Móatúni 7 og við Ævar fluttum á Móatún 6 ásamt dætrum okkar tveimur. Og jókst þá samgangur okkar til muna, fjölskyldurnar stækkuðu. Stína og Stebbi eignuð- ust Árna Grétar, Eydísi Huldu og Gunnar Smára og við Rakel Rós. Það var aldrei lognmolla í kringum Stínu, enda var það svo að Rakel Rós vildi vera þar öllum stundum því þar var svo mikið líf og fjör. Fyrir utan það að passa mikið hvor fyrir aðra unnum við líka saman, fyrst í fiski og síðan á Hópinu, og fannst mér skemmtilegast ef Stína var að vinna líka og áttum við oft ógleymanlegar stundir þar. Margt fleira tók Stína sér fyrir hendur, hún sinnti gamla fólkinu af alúð, var formaður verkalýðsfélags- ins, átti setu í sveitarstjórn ásamt mörgu fleiru. Enda var yfirleitt margt um manninn á heimili þeirra Stebba Jóa. Ógleymanlegar stundir áttum við líka með saumaklúbbn- um, eins og ferðina til Glasgow og helgina í Reykjavík þegar Stína varð fertug fyrir tæpum fimm ár- um. Ég var einmitt að hugsa núna yfir áramótin að Stína yrði fjörutíu og fimm ára í mars og hvort ekki væri kominn tími til að sauma- klúbburinn hittist aftur. En lífið er stundum svo ósanngjarnt. Ekki ór- aði mig fyrir því síðast þegar ég kom á Tálknafjörð fyrir tæpum fimm árum til að vera við útför Stebba Jóa að ég kæmi aftur eftir tæp fimm ár til að kveðja Stínu. Ung kona í blóma lífsins er hrifin burt og eftir standa fjögur börn sem þegar hafa misst föður sinn. Ég kveð þig með sorg í hjarta, kæra vinkona, og bið algóðan guð að vaka yfir börnunum þínum. Elsku Óli Sveinn, Árni Grétar, Eydís Hulda og Gunnar Smári og aðrir ættingjar og vinir, ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Guðlaug Friðriksdóttir. Það er oft stutt á milli hláturs og gráts, það hefur margsannað sig. Ekki óraði okkur fyrir því, þegar skóli hófst aftur eftir jólafríið, við undirrituð og nemendur mættum aftur til starfa eftir jólastússið, bros á hverju andliti og margt skemmtilegt á döfinni, að slíkur harmur myndi sækja okkur heim KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.