Morgunblaðið - 17.01.2004, Síða 63
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 63
„ÞETTA var besti kosturinn í stöð-
unni að mínu mati þótt ljóst sé að
samkeppnin við enska landsliðs-
markvörðinn verður hörð,“ sagði
Árni Gautur Arason, landsliðs-
markvörður í knattspyrnu, sem í
gær gerði samning um að leika með
enska úrvalsdeildarliðinu Man-
chester City til loka leiktíðarinnar í
Englandi í maí. „Ég verð bara að
taka því sem að höndum ber og
gera mitt besta þegar tækifæri
gefst. Eftir það verður maður að sjá
til með framhaldið,“ sagði Árni sem
er ánægður með að vera kominn
inn í ensku deildina. „Enska deildin
er ein sú skemmtilegasta í Evrópu
og því þykir mér bæði spennandi og
skemmtilegt að vera kominn í
hana.“ Árni Gautur verður ekki í
leikmannahópi City í dag þegar
Blackburn sækir Manchester heim.
„Það er stefnt að því að ég verði
klár í slaginn eftir viku þegar við
mætum Tottenham í bikarkeppn-
inni,“ sagði Árni en keppinautur
hans, David James, landsliðs-
markvörður Englendinga, er ekki
löglegur með Manchester City-
liðinu í bikarnum þar sem hann hef-
ur áður leikið með sínu fyrra félagi,
West Ham í bikarkeppninni á leik-
tíðinni. „Ég geri mér grein fyrir að
samkeppnin við enska landsliðs-
markvörðinn verður hörð, en ég er
staðráðinn í að nýta þau tækifæri
sem ég fæ til að sýna hvað í mér
býr,“ segir Árni Gautur.
Árni Gautur: Manchester
City er besti kosturinn
NORSKU stúlkurnar Ida Gullak-
sen og Kariana Løck, sem eru að-
eins aðeins 24 og 25 ára, dæma Evr-
ópuleiki ÍBV og búlgarska liðsins
Etar, sem fara fram í Vestmanna-
eyjum í dag og á morgun. Þær dæma
sína fyrstu Evrópuleiki í Eyjum.
Leikmenn Etar komu í gær sjóleið-
ina til Eyja með Herjólfi.
DANIR eru nokkuð undrandi á því
að Gísli Kristjánsson, leikmaður
Fredericia í dönsku úrvalsdeildinni,
væri ekki inni í myndinni í íslenska
landsliðshópnum. Gísli gekk til liðs
við Fredericia fyrir þetta tímabil og
hefur leikið mjög vel en hann spilaði
áður með Gróttu/KR.
ZDRAVKO Zovko, handknatt-
leiksþjálfari sem stýrði Króötum til
gullverðlauna á ÓL í Atlanta 1996, er
aðstoðarþjálfari Ungverja um þess-
ar mundir. Zovko er margreyndir
þjálfari og var Júgóslavíu á EM í
Svíþjóð fyrir tveimur árum og
Egyptalandá HM í fyrra. Hann er
nú þjálfari ungversku meistaranna,
Veszprem, en er ætlað að vera
Laszlo Skaliczki, landsliðsþjálfara
Ungverja, til halds og trausts á EM
vegna yfirgripsmikillar reynslu sinn-
ar og kunnáttu. Ungverjar eru með
Íslendingum í riðli á EM.
STEVE McClaren, knattspyrnu-
stjóri Middlesbrough, sagði í gær að
hann hefði rætt við forráðamenn
Liverpool um kaup á Emile Heskey.
McClare hefur einnig áhuga á Mark
Viduka hjá Leeds. Sir Alex Fergu-
son, Man. Utd, hefur einnig áhuga á
Viduka, sem metinn er á sex millj.
punda, eftir að hann hefur misst af
Louis Saha, miðherja Fulham, sem
er ekki til sölu.
LANDSLIÐSÞJÁLFARI Nígeríu
gaf Kanu leyfi til að leika með Ars-
enal gegn Aston Villa á morgun –
áður en Kanu kemur til liðs við
landsliðshóp Nígeríu fyrir Afríku-
keppnina. Kanu mun leika í fremstu
víglínu við hlið Thierry Henry, en
þrír sóknarleikmenn Arsenal eru á
sjúkralista – Sylvain Wiltord, Denn-
is Bergkamp og Jeremie Aliadiere.
ARSENE Wenger, knattspyrnu-
stjóri Arsenal, þvertók fyrir það í
gær að félagið væri á höttunum eftir
Jermain Defoe, sóknarmanni West
Ham. Sögur hafa verið á kreiki þess
efnis en Wenger neitar því. Hann
reiknar ekki með að kaupa neinn
leikmann á meðan markaðurinn er
opinn nú í janúar – segir að hann sjái
ekki leikmann sem er til sölu á sann-
gjörnu verði. Búið sé að sprengja
upp verð á knattspyrnumönnum.
LEEDS fær tveggja mánaða frest
til að bjarga sér frá gjaldþroti en áð-
ur hafði félagið haft frest til næsta
mánudags.
ÞÝSKI varnarmaðurinn Moritz
Volz, 20 ára, sem hefur verið hjá Ful-
ham í láni frá Arsenal, gerði í gær
samning við Fulham til ársins 2007.
FÓLKÞAÐ mætti ætla að íslenskalandsliðið tæki þátt í tveimurmótum en ekki einu, sitt hvor-um megin við Eyrarsundið.
Þegar leikið er í Danmörku
heitir það LK-bikarinn, eftir
aðalstyrktaraðila danska
landsliðsins, en í Svíþjóð heit-
ir það bara „Fjögurra þjóða
mótið.“ Kannski skiljanlegt að
því leyti að þetta er í fyrsta
skipti sem þjóðirnar halda
þetta mót saman en til þessa
hefur hvor þeirra haldið sitt
mót um miðjan janúar. Ísland
hefur verið með á þeim báð-
um, var síðast með á danska
mótinu í fyrra (Danmörk, Ís-
land, Pólland, Egyptaland) og
tók tvisvar þátt í sænska
mótinu, 1995 (Svíþjóð, Ísland,
Noregur, Danmörk) og 1998
(Svíþjóð, Ísland, Egyptaland,
Túnis.)
Ísland lék mjög vel lengst af en rétteins og fyrir ári, þegar liðið var í
sömu stöðu og á leið á HM, tapaði það
með einu marki, nú
29:28. Svíar nutu
heimavallarins og
knúðu fram sigurinn
eftir að Ísland hafði
verið yfir, 26:24, sex mínútum fyrir
leikslok.
Nutu heimavallarins, sagði ég, því
annars ágætir danskir dómarar voru
þeim sænsku hliðhollir á mikilvægum
augnablikum. Sérstaklega í lok fyrri
hálfleiks þegar þeir komust í 14:11 á
all vafasaman hátt, og síðan þegar
Magnus gamli Wislander fékk víta-
kast á ögurstundu, bara út á aldur og
fyrri störf þegar honum mistókst að
koma boltanum framhjá Reyni Þór
Reynissyni, aleinn í dauðafæri. Þar
jöfnuðu Svíar í 26:26 og náðu í kjölfar-
ið undirtökunum í blálokin.
Tomas Svensson heitir markvörður
einn þrautreyndur og það var hann og
enginn annar sem var maðurinn á
bakvið þriggja marka forystu Svía í
hálfleik, 14:11. Hann varði hvað eftir
annað frá íslensku leikmönnunum úr
dauðafærum, Sigfús Sigurðsson var
t.d. fjórum sinnum einn gegn honum
án þess að ná að skora, og Svensson
varði tvö vítaköst þegar staðan var
5:3.
Framganga hans nægði til þess að
Svíar voru með eins til fjögurra
marka forystu allan fyrri hálfleikinn
en eini gallinn við leik íslenska liðsins
þar var hræðileg nýting. Aðeins þrjár
sóknir af fyrstu fimmtán skiluðu
mörkum – samt var leikurinn nokk-
urn veginn í jafnvægi, og það segir
meira en mörg orð.
Það tók íslenska liðið innan við fjór-
ar mínútur að jafna, 14:14, í síðari
hálfleik og eftir það var jafnt á flest-
um tölum í hálfleiknum. Eftir að Ís-
land hafði nýtt átta af fyrstu tíu sókn-
um sínum brugðu Svíar á það ráð að
láta hinn þrautreynda Stefan Löv-
gren taka Ólaf Stefánsson úr umferð.
Ólafur hafði leikið sænsku vörnina
grátt hvað eftir annað og hafði í fyrri
hálfleiknum hrist strákinn Jonas
Källman auðveldlega af sér þegar sá
félagi hans frá Ciudad Real reyndi að
halda aftur af honum.
En íslenska liðið átti svör við því að
Ólafur væri klipptur út, og það er líka
eins gott, því það má búast við því að
allir mótherjar Íslands í Slóveníu hafi
góðar gætur á handhafa íslensku
fálkaorðunnar. Eins og hann hefur
spilað gegn Svíum og Dönum stendur
hann undir nafni sem einn allra
fremsti handboltamaður heims. Jal-
iesky Garcia lét virkilega vel að sér
kveða vinstra megin, átti sinn besta
leik á undirbúningstímabilinu, og
sóknarleikurinn var hreyfanlegur og
fjölbreyttur. Svo þegar Lövgren var
rekinn af velli fyrir að brjóta á Ólafi,
nýtti sá síðarnefndi tækifærið og töfr-
aði fram þrjú mörk í röð, skoraði tvö
þeirra sjálfur, og Ísland var komið í
26:24. En Ólafi brást sjálfum boga-
listin í dauðafæri þegar hann gat
komið Íslandi í 27:25. Í stað fékk Wisl-
ander gjafavítið sem áður er nefnt og
leikurinn snerist við á ný. Jonas Er-
nelind kom Svíum yfir, 28:27, þegar
70 sekúndur voru eftir. Wislander
skoraði síðan úr hraðaupphlaupi,
29:27, eftir óðagot í íslensku sókninni
en Ólafur átti lokaorðið í leiknum.
Þrátt fyrir ósigurinn var frammi-
staða íslenska liðsins í Malmö stór-
góð. Með aðeins betri varnarleik, sem
reyndar var fínn á köflum, og ívið
betri markvörslu hefði sigur unnist.
Og það hefði reyndar ekki þurft þetta
til, eins og leikurinn gekk fyrir sig.
Eins og í fyrra var hinn örvhenti Kim
Andersson Íslendingum erfiðastur og
þessi unga stórskytta skoraði mörkin
sem vógu þyngst að þessu sinni. Nið-
urstaðan er sú, að þó að um æfinga-
leik hafi verið að ræða fer ekki á milli
mála að íslenska liðið er í góðu standi
og fyllilega tilbúið í átökin suður í
Slóveníu. Guðmundur er greinilega
kominn með sitt byrjunarlið þar:
Guðmundur H., Guðjón Valur,
Garcia, Snorri Steinn, Sigfús, Ólafur
og Einar Örn. Hann hefur látið þessa
leikmenn spila meira og minna gegn
Dönum og Svíum og varla leikur vafi
á því héðan af að þeir hefja Evrópu-
keppnina.
Thommy Nyhln / SCANPIX
Bengt Johansson, landsliðsþjálfari Svía og Sigfús Sigurðsson
skiptast á skoðunum eftir leikinn í Malmö í gær.
Sigur á Svíum var
innan seilingar
ENN tekst íslenska landsliðinu ekki að brjóta ísinn og sigra Svía.
Heil kynslóð af handknattleiksmönnum og áhugamönnum um
íþróttina hefur farið á mis við þá dýrð, enda verið við ramman reip
að draga síðustu fimmtán árin eða svo gegn einhverju albesta
handknattleiksliði sögunnar. En miðað við leik þjóðanna í Malmö í
gærkvöld er aðeins tímaspursmál hvenær það gerist.
Víðir
Sigurðsson
skrifar
frá Malmö
„Tvö mót“ við
Eyrarsund
KLAVS Bruun Jörgensen, danski
landsliðsmaðurinn í handknattleik,
vandaði ekki Sigfúsi Sigurðssyni
kveðjurnar eftir ófarir Dana gegn
Íslendingum í Farum í fyrrakvöld.
Jörgensen þurfti að fara meiddur
af velli eftir aðeins níu mínútna
leik eftir árekstur við Sigfús, og
það var mikið áfall fyrir Torben
Winther, þjálfara Dana, sem ætl-
aði að nota Jörgensen sem leik-
stjórnanda í leikjunum þremur í
mótinu og breyta með því leikstíl
liðsins.
„Sigfús gerði þetta viljandi, það
er hundrað prósent öruggt, og það
er ótrúlegt að menn skuli spila
eins og hann gerði í æfingaleik
fyrir Evrópumót,“ sagði Jörg-
ensen, sem fékk högg á lærið og
sat á varamannabekknum með
kælipoka það sem eftir var leiks-
ins.
Dönsku blöðin sendu flest Sig-
fúsi tóninn fyrir framgang hans
og í grein BT er sagt að Íslend-
ingar hafi barið allt sem hreyfðist.
„Stóri Sigfús frá Magdeburg
entist aðeins í 29 mínútur og 59
sekúndur. Þá sýndi hann takta
eins og Mike Tyson og barði Joac-
him Boldsen beint í andlitið. Og
þar með var hans þætti lokið. Það
var gott fyrir danska liðið því Sig-
fús Sigurðsson er geysilega góður
línumaður. Þrátt fyrir stærðina
fara þessi rúmlega 100 kíló um
völlinn af slíkum krafti að hann
galopnaði dönsku vörnina hvað
eftir annað í fyrri hálfleiknum.
Það var ekki að merkja að mað-
urinn væri meiddur í baki og vafi
léki á þátttöku hans í EM,“ skrif-
aði Ole Ravn í BT.
„Börðu
allt sem
hreyfðist“