Morgunblaðið - 17.01.2004, Page 66

Morgunblaðið - 17.01.2004, Page 66
66 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ  EPÓ kvikmyndir.com „Besta ævintýramynd allra tíma.“  ÞÞ FBL „VÁ. Stórfengleg mynd.“ „Besta mynd ársins.“ SV MBL Sýnd kl. 5.50 og 8. Yfir 75.000 gestir HJ MBL VG. DV Sýnd kl. 2, 4 og 8. B.i. 12. Sýnd kl. 2. Með íslensku tali.  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 10.10. Stranglega bönnuð yngri en 16 ára. Frábær rómantísk gamanmynd með ótrúlegum eikkonum HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 13.30 Sýnd kl. 2 og 3.30. Íslenskt tal.  Kvikmyndir.com EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 1.40, 3.45, 5.50, 8 og 10.15. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Frábær rómantísk gamanmynd með ótrúlegum leikkonum Frumsýning Stórskemmtileg gamanmynd með Brittany Murphy (8 Mile og Just Married) sem fer að passa ríka litla stelpu eftir að hún stendur uppi peningalaus. Með hinni frábæru Dakotu Fanning. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i. 12 ára. kl. 2, 6 og 10.  EPÓ kvikmyndir.com „Besta ævintýramynd allra tíma.“ HJ MBL  ÞÞ FBL „VÁ. Stórfengleg mynd.“ „Besta mynd ársins.“ SV MBL Yfir 75.000 gestir VG. DV ÞAÐ hefur vísast ekki fariðframhjá neinum að mik-ill styr hefur staðið umprófessor Hannes Hólm- stein Gissurarson, stjórnmála- fræðing og ævisagnaritara, að undanförnu. Morgunblaðið ákvað að skyggnast aðeins á bakvið for- tjöldin hjá þessum litríka manni. Hvernig hefurðu það í dag? Mér líður vel. Ég er í góðu skapi og með hreina samvisku. Andláts- fregnir um mig eru mjög orðum auknar. Hvað ertu með í vösunum? Lyklana að húsinu mínu, sem ver- ið er að gera við, svo að ég hef varla getað búið þar síðustu vikur. En það stendur til bóta. Uppvaskið eða skræla kartöflur? Jarðepli, eins og við málvöndunar- menn köllum þetta, eru hollari óskrældar, svo að ég segi upp- þvott. Hefurðu tárast í bíói? Það hefur komið fyrir, þegar eitt- hvað hefur hrifið mig eða syrgt. Ef þú værir ekki fræðimaður, hvað vildirðu þá vera? Rithöfundur. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Ég fékk ekki áhuga á tónlist fyrr en seint. Þetta var líklega í Óperunni í Vínarborg 1974, og þar var leikin tónlist eftir Strauss. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Forseti lýðveldisins. Hver er þinn helsti veikleiki? Dauf tilfinning fyrir umhverfi mínu og skortur á nærgætni. Finndu fimm orð sem lýsa per- sónuleika þínum vel. Dugnaður, einbeitni, trygglyndi, ör- læti, baráttugleði. Bítlarnir eða Stones? Rolling Stones. Hver var síðasta bók sem þú last? Andlátsfregnirnar ýktar Hannes Hólmsteinn Gissurarsson við Rauða torgið í Moskvu Speglanir eftir Helgu Kress. Hvaða lag spilarðu áður en þú ferð út á laugardagskvöldi? „It’s Now or Never“, sem er raun- ar ekkert annað en „O, sole mio“, í annarri útfærslu. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Söngva úr rússnesku byltingunni í búð á Moskvuflugvelli. Hver er unaðslegasti ilmur sem þú hefur fundið? Af litlu barni nýlauguðu. Það er besti ilmur í heimi. Hvert er þitt mesta prakkara- strik? Að fá óvini mína til að annast kappsamlegan og ókeypis prófarkalestur á bók minni, Halldór, sem er fyrsta bindi ævisögu Halldórs Kiljans Lax- ness. Það kemur sér vel, þeg- ar bókin verður endurprentuð, sem verður fljótlega, þar sem hún seldist vel. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur borðað? Eitt sinn í Suður-Afríku fékk ég krókódílahala í forrétt og gíraffasteik í aðalrétt, og ég skolaði þessu niður með suður-afrísku rauðvíni. Krókódílahalarnir voru ekki ósvipaðir humar eða þéttum fiski, en gíraffasteikin minnti dálít- ið á hreindýrasteik, ef ég man rétt. Þetta var haustið 1987. Trúirðu á líf eftir dauðann? Já og nei. Ekki á framhaldslíf neinna líkamslausra anda, heldur upprisu holdsins og eilíft líf eftir kennisetningum kristninnar. SOS SPURT & SVARAÐ Hannes Hólmsteinn Gissurarson Verðlaunagripurinn, sem Mín- us fékk fyrir hljómplötu árs- ins, Halldór Laxness, á Ís- lensku tónlistarverðlaununum hvílir nú í öruggum höndum Birgis Arnar Thoroddsen, sem stjórnaði upptökum á plötunni ásamt Ken Thomas og Mínusi. Verðlaunahátíðin var haldin í Þjóðleikhúsinu á miðvikudags- kvöldið. „Ég geymi styttuna fyrir strákana því ég er pródúser- inn. Þeir eru að sýna þakklæti sitt því platan er unnin í mikilli sameiningu. Mér þykir mjög vænt um þetta og ótrúlega vænt um strákana. Við erum allir mjög glaðir að hafa fengið þessa viðurkenningu, bestu plötu ársins, því við lögðum gífurlega hart að okkur. Hún var tekin upp á nóttunni, frá fimm á kvöldin til tíu á morgnana í einn og hálfan mánuð. Allir lögðust á eitt og gerðu sitt allra besta,“ segir Bibbi eins og hann er kallaður en Mínus skipa Krummi, Frosti, Bjarni, Bjössi og Þröstur. – Ert þú sjötti meðlimurinn? „Ég er sjötti meðlimurinn innan sviga. Þeir eru bandið og „dýnamík- in“ en ég kannski spila á bandið, það er mitt hljóðfæri, að reyna að ná því besta út úr því,“ segir hann. – Áttu góðan stað til að stilla gripnum upp? „Já, honum verður stillt upp við hliðina á öðrum Mínus-minjagripum í gegnum tíðina í Stúdíó Tíma,“ segir Bibbi, en það er hljóðverið hans. – Finnst þér styttan falleg? „Styttan er mjög falleg en það sem er langfallegast við þetta er viður- kenningin sjálf,“ segir Bibbi og bæt- ir við að hann hafi hringt í Ken Thomas til að láta hann vita. „Það má ekki gleyma honum. Hann minnti okkur á það að þegar við vor- um að byrja að vinna þessa plötu, settum við okkur þá stefnu að gera eins góða rokkplötu og hægt væri, reyna að gera bestu rokkplötu Ís- landssögunnar. Það getur hver fyrir sig dæmt um niðurstöðuna en við er- um rosalega ánægðir. Það hefur eitt- hvað verið gert rétt.“ Bibbi með gripinn sinn góða. Sjötti meðlimur innan sviga Birgir Örn Thoroddsen geymir Mínus spilar á tónleikum á Grandrokki í kvöld ásamt Jan Mayen og Manhattan kl. 23. Ald- urstakmark er 20 ár og að- gangseyrir 1.000 kr. ingarun@mbl.is verðlaunagrip Mínuss fyrir plötu ársins á ÍTV Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.