Morgunblaðið - 17.01.2004, Side 69

Morgunblaðið - 17.01.2004, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 69 Magnþrungin erótísk spennumynd með Meg Ryan eins og þið hafið aldrei séð hana áður. „ATH! SÝND MEÐ ÍSLENS KU OG ENSKU TALI“ KRINGLAN kl. 2 og 4. Ísl. tal. AKUREYRI kl. 2 og 4. Ísl. tal. AKUREYRI kl. 2. Ísl. tal. Tónlist myndarinnar er eftir Hilmar Örn Hilmarsson MEG RYAN MARK RUFFALO JENNIFER JASON LEIGH Nýjasta mynd leikstjóra „THE PIANO“ a film by JANE CAMPION ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. ÁLFABAKKI Kl. 1.45, 3.50. Ísl. tal. KRINGLAN Kl. 1.50 og 4. Ísl tal. Kl. 2 og 6. Enskt. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 8. KEFLAVÍK Sýnd kl. 4 og 10. Frá framleið- endum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Kvikmyndir.is AKUREYRI Sýnd kl. 10. KRINGLAN Sýnd kl. 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. GH. Kvikmyndir.com  HJ.MBL Sjáið eina athyglisverðustu og mest sláandi mynd ársins. ÁLFABAKKI Kl. 1.50, 3.45. Ísl. tal. Kl. 2. Enskt. tal.  VG DV KEFLAVÍK kl. 2. Ísl. tal. KEFLAVÍK kl. 2. Ísl. tal. AKUREYRI Sýnd kl. 5, 8 og 11. KEFLAVÍK Sýnd kl. 5, 8 og 11. HJ. MBL „Fantavel leikin eðalmynd“ ÞÞ Fréttablaðið  ÓHT. Rás2 AKUREYRI Sýnd kl. 6 og 8. KEFLAVÍK Sýnd kl. 6 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. Besti aðalleikari Tom Cruise Besti leikari í aukahlutverki Ken Watanabe Besta frumsamda tónlistin Hans Zimmer 3 Tilnefningar til Golden Globe verðlauna NEW Icon Records er útgáfa sem Tommi White rekur hérlendis. New Icon hafa endrum og eins staðið fyrir uppákomum og hafa þá oft fengið hingað erlenda snúða til að spila. Í kvöld á Kapital verður einn slíkur viðburður en þá kemur Bretinn Lewis Copeland í heim- sókn. Copeland þessi hefur verið starfandi í tónlistarbransum síðan 1987 og opnaði hann danstónlist- arbúðina Vinyl Junkies árið 1995 í SoHo, Lundúnum. Síðar dró hann sig úr þeim rekstri og fór að að- stoða vin sinn Matthew Bus- hwacka! við útgáfuna Plank en í dag reka þeir saman Plank, Oblong og Upleft. Copeland hefur þá gefið út sem Landmine, Kopeland & Kooper og unnið með Tomma White í The Shaftesbury Sisters. Ásamt Copeland í kvöld leika Tommi White, Andrés, Funky Mo- ses og Uncle Sam og hugsanlega Urður „Earth“ úr gusgus og Blake. Þess má geta að Copeland og Tommi White munu hita upp í út- varpsþættinum Party Zone á Rás 2 áður en kvöldið á Kapital hefst. Lewis Cop- eland leikur á New Icon kvöldi Lewis Copeland. uðum. Hún sneri sér hins vegar ekki að kvikmyndagerðinni fyrr en hún hafði numið myndlist við Listaháskól- ann í Sydney. Fagið lærði hún í Ástr- alska kvikmyndaskólanum í Sydney þar sem hún hefur búið allar götur síðan á nýbyrjuðum 9. áratugnum. Eftir að hafa gert allmargar verða- launastuttmyndir sendi hún frá sér sína fyrstu mynd í fullri lengd árið 1989 sem heitir Sweetie. Sú mynd vakti þegar mikla athygli á henni á erlendri grundu og færði henni mörg frumraunarverðlaunin. Vegtyllunum fjölgaði enn með hinni metnaðarfullu kvikmyndagerð á sjálfsævisögu skáldkonunnar Janet Frane. Myndin hét An Angel At My Table, kom út 1990, og kynnti til sögunar hina mögnuðu Kerry Fox. Báðar fengur þær Campion og Fox fjölda verð- launa fyrir frammistöðu sína. Myndin fékk verðlaun í Feneyjum, Berlín og Toronto og fór sigurför um aðrar kvikmyndahátíðir heimsins. Það var þó ekki fyrr en með The Piano sem Jane Campion varð al- þekkt nafn í heimi kvikmyndanna. Fyrir hana varð hún fyrsta konan og eina enn þann dag í dag til að hljóta hinn eftirsótta Gullpálma í Cannes, auk þess sem hún fékk Óskarsverð- laun fyrir besta handritið. Síðan þá hefur hún gert tvær myndir sem báð- ar hafa vakið eftirtekt fyrir það að bera einkar sterk höfundareinkenni, The Portrait of a Lady með Nicole Kidman og Holy Smoke með Kate Winslet. Dottið í lukkupottinn En þegar ég vék talinu að henni sjálfri tókst henni ávallt að beina því aftur inn á þær brautir að við töluðum um Hilmar Örn vin hennar, sem var mér náttúrlega síst á móti skapi. Þegar ég segist gefa mér að þeim hafi komið vel saman eftir lofræðurn- ar sem á undan gengu þá bætir hún við með áherslu: „Okkur kom ákaflega vel saman. Mér fannst allt svo frábært og snið- ugt sem hann sýndi mér,“ segir hún og hlær dátt, svefnþreyttum hlátri. Campion segist ekki hafa þekkt Hilmar Örn eða tónlist hans áður en Parker fann hann. „Þetta er eitt af þessum sjaldgæfu tilfellum þegar maður dettur í lukku- pottinn og finnur einhvern sem pass- ar fullkomlega við mann, fattar alveg hvert maður er að fara. Það er draumur er að vinna með honum.“ Og hún segist aldrei hafa hikað við að ráða Hilmar Örn til verksins, ekki einu sinni þótt hann hefði aldrei áður samið tónlist fyrir slíka mynd, svona spennutrylli. „Nei, vegna þess að ef þetta átti að vera spennutryllir þá skyldi hann vera óvenjulegur sem slíkur og þá var fínt að fá fólk sem ekki hafði unnið að þannig myndum. En í reynd litum við aldrei á þessa mynd sem spennu- mynd, ekki í eiginlegri merkingu. Reyndum t.d. aldrei að beita neinum brögðum til að gera framvinduna meira spennandi. Fyrir mér var þetta alltaf rómantísk sorgarsaga, drama.“ – „Sem sagt svona spennandi drama?“ „Já, á sinn hátt.“ Meg Ryan leitaði að bakteríunni Campion segir það ekki endilega alltaf hafa verið markvissa stefnu að velja óvenjulega kandítata til verks- ins. „Venjuleg spennumynd er svo dýr að við þurftum einfaldlega að fara óhefðbundnar leiðir í vali á fólki t.d. en svo hef ég nú reyndar alltaf verið gjörn á að velja mér allt aðra leið en telst sú algenga. Kann betur við mig á jaðrinum enda hefur útkoman úr slíku verki mun sterkari persónuein- kenni. En það að vera með bundnar hendur fær mann til þess að hugsa betur út í hverja maður velur til verksins. Maður verður að vera snjall.“ En Campion segir það hafa verið auðvelt að fá Meg Ryan til þess að vera með, því þessi margfræga Hollywood-leikkona hafi einmitt um það leyti verið að leita sér að ein- hverju bitastæðara en hún hafði fengist við áður. Djarfara og dýpra hlutverki sem hún gæti týnt sér í og fundið aftur gömlu leiklistarbakter- íuna sem hún taldi sig hafa glatað. En hvernig í ósköpunum datt Campion í hug að biðja Ryan um að leika í myndinni? „Mér datt það ekki í hug og hefði örugglega aldrei getað dottið það í hug. Ég þekki leiklistarþjálfara hennar mjög vel og hann benti mér á að hún væri að leita að svona verk- efni.“ – „Og efaðistu aldrei um að hún gæti gert þetta? Hún hafði nú ekki sýnt það í undanförnum myndum sín- um.“ „Nei, það er rétt. En ég treysti þjálfaranum hennar þegar hann sagði hana algjörlega tilbúna í eitt- hvert alvöru dæmi.“ Campion segir Ryan heldur aldrei hafa hikað eða haft efasemdir um að hún væri rétta manneskjan til að leika í myndinni eftir að ljóst hefði orðið hversu opinská hún yrði. En var það nauðsynlegt að hafa myndina svona hispurslausa. Var nauðsynlegt að sýna „allt“? „Já. Algjörlega. Ég varð að sýna það sem hún sá. Til þess að koma til skila hvað það kom henni í opna skjöldu, hafði sterk áhrif á hana. Auk þess sem mér fannst þetta fallegt at- riði.“ Gefandi óöryggi Þegar hér var komið sögu var ég enn að velta fyrir mér því sem hún sagði um sig og tónlistina, að hún væri svo óörugg þegar að því kæmi að finna þá réttu fyrir myndir sínar. Hvernir færi hún þá að því að útskýra það að í nær öllum myndum hennar hefur einmitt tónlistin og valið á henni vakið sérstaka athygli og nægir þar að nefna tónlist Michaels Nym- ans við The Piano og Angelos Badala- mentis við Holy Smoke. „Ég viðurkenni það að mér hefur tekist alveg ótrúlega vel upp við að finna réttu kvikmyndatónskáldin. Þetta er kannski það jákvæða við það að vera óöruggur, maður leggur sig meira fram við að velja vel og það rétta. Og fyrir vikið skipti ég mér heldur ekki af því sem þeir eru að gera, legg traust mitt á það. Kvik- myndatónskáld hafa líka sagt mér að það sé ekkert meira pirrandi og þeg- ar leikstjórinn fer að leggja þeim lín- urnar um einhverja dúra og molla, sem þeir augljóslega hafi ekki hunds- vit á. Þeir vilja að maður tali við þá um tilfinningar og stemningu, en ekki tæknileg atriði, því þá er maður kom- inn inn á þeirra svið.“ Þótt Campion skipti gjarnan um tónskáld með hverri mynd sinni þá segir hún það enga reglu hjá sér. Hún geti því meira en hugsað sér að vinna aftur með Hilmari Erni. „Já, algjör- lega.“ Campion ásamt aðalleikurum sínum Meg Ryan og Mark Ruffalo, rómaður sviðsleikari, sem orðinn er einn heitasti leikarinn í Hollywood í dag. skarpi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.