Morgunblaðið - 17.01.2004, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 17.01.2004, Qupperneq 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Næring ekki refsing „SVÍAGRÝLAN“ lifir enn nokkuð góðu lífi á handknattleiksvellinum því enn einu sinni varð íslenska landsliðið í handknattleik að sætta sig við að tapa fyrir Svíum, að þessu sinni þó með minnsta mun, 29:28, þegar þjóðirnar mættust í Malmö síðdegis í gær. Íslenska landsliðið komst þó nær því en oft áður að kveða „grýlu“ niður því það var með frumkvæðið lengst af síðari hálfleik eftir að hafa átt á brattann að sækja í þeim fyrri. Á lokasprettinum voru Svíar hins vegar sterkari í jöfnum og bráðskemmtilegum leik að við- stöddum tæplega 4.000 áhorfendum í Baltiska- íþróttahöllinni í Malmö. Ólafur Stefánsson átti stórleik fyrir íslenska liðið og skoraði 9 mörk en Ólafur og félagar verða aftur í eldlínunni í dag þegar þeir mæta Egyptum í næst síðasta undirbúningsleik ís- lenska landsliðsins áður en það heldur á Evr- ópumeistaramótið í Slóveníu eftir helgina. Thommy Nyhln / SCANPIX Einar Örn Jónsson og Rúnar Sigtryggsson taka Martin Boquist föstum tökum í leiknum í gær. „Svíagrýlan“ lifir góðu lífi  Svíar unnu/63 HANNES Hólmsteinn Gissurarson svarar gagnrýni Helgu Kress á fyrsta bindi ævisögu sinnar um Halldór Laxness í Lesbók í dag og segir að dylgjur Helgu um ritstuld sinn eigi ekki við nein rök að styðjast. Ennfremur segir hann að það hefði óneitanlega „verið viðkunn- anlegra, að Helga Kress hefði sagt hreinskiln- islega frá því, að hún ætti beinna hagsmuna að gæta í málinu,“ þegar hún skrifaði dóminn. Hannes segir að Helga hafi um nokkurt skeið verið að vinna að riti um Halldór Kiljan Laxness og telji eflaust að hann taki í bók sinni að einhverju leyti af henni umræðuefnið. Hannes segir og að Helga sé annar tveggja manna, sem hafa sérstakt leyfi fjölskyldu Lax- ness til að skoða bréfasafn hans. „Hún er því í raun ekki sjálfstæður fræðimaður, óháður fjöl- skyldu Laxness (eins og ég er), og kann það að skýra ýmislegt í gagnrýni hennar,“ segir Hannes. Hannes segir í greininni að Helga hafi gerst sek um furðulega ónákvæmni í gagnrýni sinni. Ennfremur segir hann að hin harða árás Helgu Kress og nokkurra annarra úr hinum þrönga hóp vinstri sinnaðra bókmenntafræð- inga á bók sína leiði athyglina frá aðalatriði málsins sem sé spurningin um það hvernig eigi að skrifa ævisögu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Furðuleg óná- kvæmni í gagnrýni Helgu Kress  Sagnfræði/Lesbók GENGI hlutabréfa deCODE Genetics, móður- félags Íslenskrar erfðagreiningar, fór í gær í fyrsta skipti í rúm tvö ár yfir 10 Bandaríkja- dali á hlut. Lokagengi bréfa félagsins á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinum í New York í gær var 10,35 dalir og hækkaði um 4,55% frá deginum áður. Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar kynntu fyrirtækið og ræddu um nýlega áfanga í starfsemi þess á 22. árlegri heilbrigð- isráðstefnu verðbréfafyrirtækisins JP Morgan í San Francisco í Bandaríkjunum í fyrradag. Gengi deCODE yfir 10 dali TVEIMUR af hverjum þremur aðspurðra líst illa á þær hug- myndir að Sparisjóður Reykja- víkur og nágrennis verði seldur Kaupþingi Búnaðarbanka eða KB banka eins og hann heitir nú. Liðlega 19% líst hvorki vel né illa á sölu SPRON en 13% líst vel á hana. Þegar aðeins er tekið mið af þeim sem tóku beina af- stöðu til sölu SPRON til KB banka líst 84% illa á hana en 16% vel. Þetta er meðal niðurstaðna í könnun sem IMG Gallup vann fyrir Samband íslenskra spari- sjóða. Í henni kemur einnig fram að afgerandi meirihluti, eða 70,5%, telur óréttlátt að stofnfjáreig- endur geti selt stofnfé við hærra verði en sem nemur núvirði þess, 19,4% töldu það réttlátt en 10,1% taldi það hvorki réttlátt né óréttlátt. Sé einungis tekið mið af þeim sem tóku beina afstöðu þá telja 78% þetta vera óréttlátt en 22% finnst það réttlátt. Flestir á móti því að bankar eignist sparisjóðina Í könnuninni var spurt hvort mönnum litist almennt vel eða illa á að sparisjóðir væru í eigu banka. Sex af hverjum tíu sögðu sér lítast illa á það, 23% leist hvorki vel né illa á það en 16,4% sögðu að sér litist vel á það. Af þeim sem tóku afstöðu leist 79% illa á að sparisjóðir kæmust í eigu bankanna en 21% leist vel á það. Í fjórða lagi var svo spurt hvort menn teldu það skipta litlu eða miklu máli hvort sparisjóð- irnir yrðu áfram til á íslenskum fjármálamarkaði. Tveir af hverj- um þremur svöruðu því til að þeir teldu það skipta miklu máli, 23,2% sögðu það skipta litlu máli en 9,8% þótti það hvorki skipta miklu né litlu máli. Af þeim sem tóku beina af- stöðu til spurningarinnar töldu 74% það skipta miklu að spari- sjóðirnir yrðu áfram starfandi á fjármálamarkaðinum en 26% sögðu það skipta litlu. Jón Björnsson, sparisjóðs- stjóri í Sparisjóði Norðlendinga, segir þessar niðurstöður sýna af- gerandi andstöðu þjóðarinnar við hugmyndir um sölu á SPRON og að almenningi þyki ósanngjarnt að menn taki til sín peninga sem viðskiptavinir sparisjóðanna og almenningur hafi skapað gegnum tíðina. Afgerandi andstaða við að KB banki kaupi SPRON  Mikill meirihluti/6 KARL Bjarni Guðmundsson, 28 ára sjómaður úr Grindavík, varð sigurvegarinn í keppni Stöðvar 2, Idol stjörnuleit sem fram fór í Vetrargarðinum í gærkvöld. Alls greiddu 150.000 manns atkvæði og fékk Kalli Bjarni, eins og hann er kallaður, 49% greiddra at- kvæða. 1.400 manns hófu keppnina í ágúst og komust þrír þeirra í úr- slit, hin voru Anna Katrín Guð- brandsdóttir, sautján ára mennt- skælingur, sem hlaut 19% greiddra atkvæða og Jón Sig- urðsson, 26 ára starfsmaður Sím- ans, sem hafði stuðning 32% þeirra sem greiddu atkvæði. „Ég vil þakka alveg innilega öllum sem hafa stutt við bakið á mér. Þetta er búið að vera alveg frábært og ég þakka öllum sem ég elska og ég þakka ykkur öll- um,“ sagði Kalli Bjarni þegar sig- urinn var í höfn áður en hann flutti aftur „Mustang Sally“, lagið sem færði honum sigurinn. Idol-teiti voru haldin víða um landið, þau stærstu á heimavelli keppendanna. Gífurleg fagn- aðarlæti brutust út í félagsheim- ilinu Festi í Grindavík þegar ljóst var að Kalli Bjarni hefði unnið keppnina. Þá fylltu stuðnings- menn Önnu Katrínar Sjallann og var gríðarleg stemmning á NASA á Austurvelli þar sem stuðnings- menn Jóns komu saman. Kalli Bjarni sjómaður frá Grindavík sigraði í Idol stjörnuleit „Þetta er búið að vera alveg frábært“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Kalli Bjarna, fyrsta Idol-stjarna Íslands, fagnar sigrinum þegar úrslitin lágu fyrir, ásamt Jóni og Önnu Katrínu.  Rífandi stemmning/65 SÍMALÍNUR voru rauðglóandi og löng bið eftir pitsum áður en úrslitaviðureignin í Idol stjörnuleit hófst í gærkvöld. Kristín Kristinsdóttir, starfsmaður á Domino’s pizza, sagði biðina eftir pitsu hafa lengst farið í 90 mínútur. „Það voru rúmlega 30 á bið áðan og þá voru 40 að svara í símann þannig að það voru 70 símtöl inni á sama tíma,“ segir Kristín. „Síminn stoppar oft um leið og Idol byrjar, þá minnkar allt. Ég hef fundið það að það er miklu meira að gera á föstudags- kvöldum eftir að Idol byrjaði,“ bætir hún við. Berglind Guðmundsdóttir, starfsmaður Pizza 67, segir að óvenjumikið hafi verið að gera í gærkvöld. Biðtími eftir heimsendri pitsu hafi verið um klukkutími en flestir komi að sækja pitsuna. „Það var allt stappað hérna. Það var óvenjumikið að gera í kvöld,“ segir hún. Allt að 90 mínútna bið eftir pitsum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.