Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 13 KARL Bretaprins heimsótti í gær höfuðstöðvar Coldwater Seafood, dótturfélags SH í Gimsby í Bretlandi, og kynnti sér starfsemi félagsins. „Prinsinn var einfaldlega að þiggja boð mitt frá því í október síðastliðnum um að heimsækja fyrirtækið og kynna sér starfsemi þess og stefnu í sjálf- bærri nýtingu auðlinda. Hann hitti hér helstu viðskiptavini fyrirtækisins og fulltrúa Marine Stewardship Council en við höfum unnið töluvert með þeim samtökum í gegnum við- skiptavini okkar, sérstaklega Marks & Spencer og McDonalds,“ segir Agnar Friðriksson, forstjóri Cold- water UK. Karl ríkisarfi var í um þrjár klukkustundir í höfðustöðvum Coldwater og tók meðal annars þátt í umræðum um fiskveiðistjórn, ásamt fulltrúum Coldwater, dreifingaraðila sjávarafurða og umhverfissamtaka. Einnig skoðaði hann fiskréttaverk- smiðju félagsins og bragðaði á fram- leiðslunni. Agnar segir það vissulega mikinn heiður að hafa fengið prinsinn í heim- sókn. „Það er sömuleiðis töluverður akkur fólginn í því fyrir okkur að fá hann í heimsókn. Margir viðskiptavin- ir okkar eru mjög stór fyrirtæki og við fengum hér tækifæri til að hitta æðstu stjórnendur þessara fyrirtækja, sem vitanlega vildu koma til að hitta hans hátign og taka þátt í umræðum um fiskveiðistjórn og þá ábyrgð sem hvíl- ir á okkur öllum varðandi nýtingu á fiskistofnum. Þetta eru menn sem við erum ekki í daglegu sambandi við og notuðum að sjálfsögðu tækifærið til að kynna þeim hvað fyrirtækið er að gera og hvert það er að stefna.“ Spurði mikið um Ísland Agnar segir ennfremur felast ákveðna viðurkenningu í því að Karl prins hafi þegið boð um að kynna sér fyrirtækið. „Hann þáði boð mitt um hæl. Við höfum tekið mjög virkan þátt í umræðum og starfi um sjálfbæra nýtingu fiskistofna og Coldwater fékk í fyrra viðurkenningu frá McDonald’s fyrir störf sín á þessum vettvangi. Ríkisarfinn er mikill áhugamaður um þessi mál og ég geri ráð fyrir því að honum hafi verið kunnugt um þetta framlag okkar og þess vegna þegið boð okkar. Hann var mjög vel að sér um þessi mál og spurði meðal annars mikið um Ísland og íslenska fiskveiði- stjórnunarkerfið. Hann rifjaði upp veiðiferðir sínar til Íslands og sagðist eiga þaðan ljúfar minningar. Prinsinn kom mér fyrir sjónir sem mjög við- kunnanlegur maður og hlýr. Hann gaf sér góðan tíma til að tala við starfs- fólkið og hafði greinilega mjög gaman af því.“ Agnar segir mikið umstang fylgja því að fá erfingja bresku krúnunnar í heimsókn. „Hér hefur undirbúningur verið mikill í margar vikur, öll heim- sóknin er skipulögð í smáatriðum og öryggisgæslan gríðarleg.“ Neytendur komi til bjargar Karl Bretaprins ávarpaði starfs- menn Coldwater í gær og sagðist vera innilega þakkalátur fyrirtækinu fyrir að fá tækifæri til að kynna sér starf- semi þess. Hann rifjaði einnig um hina miklu útgerðarsögu Grimsby en allt væri breytingum háð og í stað þess að vera lengur ein fremsta út- gerðarhöfn heimsins væri nú Grimsby leiðandi í framleiðslu sjáv- arafurða. Prinsinn sagði að ein af afleiðingum nútímatækni væri ofnýting náttúru- legra auðlinda, meðal annars fiski- stofna sem hefði gríðarleg áhrif á um- hverfi, en ekki síður efnahagsleg og samfélagsleg áhrif. Þetta ætti þó ekki við um nærri alla fiskistofna og fólk mætti alls ekki hætta að borða fisk. Auk betri rannsókna og bættrar fisk- veiðistjórnunar þyrfti að virkja kraft neytenda til að koma illa stöddum fiskistofnum til bjargar. Nefndi prins- inn Marine Stewardship Council í þessu sambandi en hann hefur stutt starfsemi samtakanna frá upphafi. Sagði hann að nú væru um 200 sjáv- arafurðir merktar umhverfisvottun samtakanna og seldar í 14 löndum. Stöðugt fleiri fiskistofnar fengju nú vottun samtakanna, nú síðast hefðu Norðmenn leitað eftir vottun fyrir veiðar úr fjórum stofnum, meðal ann- ars þorski og ýsu. Konungleg heim- sókn í Coldwater Karl Bretaprins kynnti sér starfsemi Coldwater UK Agnar Friðriksson, forstjóri Coldwater Seafood, ásamt Karli Bretaprinsi í fiskréttaverksmiðju félagsins. Agnar Friðriksson, forstjóri Coldwater Seafood, kynnir Karl Bretaprins fyrir Helga Antoni Eiríkssyni, innkaupastjóra félagsins. KAMBARÖST SU 220 kom til heimahafnar á Stöðvarfirði nýlega. Þessi tog- og netaveiðibátur hét áður Erling KE 140. Það er Albert Ó. Geirsson, útgerðarmaður, ásamt fjölskyldu sinni hér á Stöðvarfirði sem keypti bátinn af Saltveri í Kefla- vík. Kambaröst SU er 180 brúttórúm- lestir að stærð, en þetta nafn hafa mörg happaskip borið í gegnum ára- tugina hér á Stöðvarfirði. Nýtt út- gerðarfélag, Vesturholt, mun gera Kambaröst SU út til veiða og verður farið til netaveiða á næstunni. Skipstjóri Kambarastar er Sig- urður Guðmundsson frá Höfn í Hornafirði. Kaupin á skipinu fóru í gegnum skipasölu Benedikts Sverr- issonar í Kópavogi. Ný Kambaröst til Stöðvarfjarðar LOÐNUSKIPIÐ Faxi RE landaði fullfermi á Akranesi í gær. Þetta er fyrsta „Grandaskipið“ sem landar á Akranesi eftir að Grandi keypti allt hlutafé Eimskips í HB. „Þetta er ósköp einfalt. Það var hagkvæmast að láta Faxa landa á Akranesi og þannig verða fyr- irtækin rekin í framtíðinni, að gera það sem er hagkvæmast og kemur þeim báðum vel. Fyrsta merkið um samvinnuna var nú fyrr í janúar, þegar bein ofan af Akranesi voru flutt til bræðslu í beinamjölsverksmiðju Faxamjöls á Granda svo ekki þyrfti að gang- setja verksmiðjuna uppfrá fyrir smáslatta,“ segir Kristján Dav- íðsson, framkvæmdastjóri Granda. Hann segir að þessi löndun nú merki alls ekki að Faxamjöl á Granda verði ekki starfrækt í vetur. „Við gerum einfaldlega það sem er hagkvæmast hverju sinni.“ Loðnuveiðin gengur vel þegar veður leyfir og veiðist loðnan bæði í nót og troll. Samkvæmt upplýsingum Samtaka fisk- vinnslustöðva hefur um 14.600 tonnum af loðnu verið landað á vertíðinni, tæplega helming þess á Eskifirði. Morgunblaðið/Jón Á. Gunnlaugsson Faxi landar loðnu á Akranesi í fyrsta sinn eftir sameiningu HB og Granda. Faxi landar á Akranesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.