Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Arndís BjörgSteingrímsdóttir fæddist í Nesi í Að- aldal 21. september 1931. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 11. janúar síðastliðinn. Foreldrar Arndísar voru Steingrímur Sigurgeir Baldvins- son, f. 29.10. 1893, d. 11.7. 1968, og Sigríð- ur Vilhelmína Pét- ursdóttir, f. 13.3. 1899, d. 1.2. 1984, en þau bjuggu í Nesi í Aðaldal. Systkini Arndísar: eru Jó- hanna Álfheiður í Árnesi, f. 20.8. 1920, d. 25.3. 2002, Pétur í Laxár- nesi, f. 14.12. 1929 og Kristbjörg Freydís í Hrauni, f. 21.9. 1931. Arndís giftist 13. ágúst 1955 Örnólfi Örnólfssyni, búfræðingi frá Breiðabóli í Skálavík, f. 18.5. 1917, d. 23.7. 1972. Foreldrar hans voru Örnólfur Níels Hálfdánarson, f. 19.8. 1888, d. 11.9. 1960, og Mar- grét Reinaldsdóttir, f. 31.12. 1894, d. 10.12. 1966, er bjuggu á Breiða- bóli í Skálavík. Börn Arndísar og býlismaður Jóhann Pálmason, f. 23.10. 1967. Seinni eiginmaður Arndísar var Erlendur Sigurðsson frá Urriðaá á Mýrum, f. 19.2. 1938. Þau skildu. Foreldrar Erlendar voru Sigurður Guðjónsson, f. 30.3. 1899, d. 16.7. 1990 og Hólmfríður Þórdís Guð- mundsdóttir, f. 28.11. 1909, d. 15.2. 2000. Arndís ólst upp á heimili for- eldra sinna í Nesi í Aðaldal. Hún lauk landsprófi frá Laugaskóla 1950, gekk í lýðháskóla í Sörängen í Svíþjóð 1950–51 og Húsmæðra- skólann á Laugalandi í Eyjafirði 1952–53. Fyrstu búskaparár Arn- dísar og Örnólfs bjuggu þau á Hvanneyri, Súðavík og Vegamót- um í Miklaholtshreppi, en árið 1962 hófu þau búskap í Nesi, í fyrstu í fé- lagi við foreldra Arndísar, en tóku síðan alfarið við búrekstrinum. Arndís átti heimili sitt í Nesi til dauðadags, en hætti búskap árið 1989 og stundaði eftir það vinnu á Akureyri sem matráðskona við leikskóla til haustsins 2001. Útför Arndísar verður gerð frá Nesi í Aðaldal í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Örnólfs eru: 1) Sigríð- ur Margrét leikskóla- kennari, f. 8.1. 1956, eiginmaður hennar Guðbrandur Magnús- son framleiðslustjóri, f. 17.9. 1955. Börn þeirra eru: a) Krist- jana Björg, f. 29.10. 1976, sambýlismaður hennar Helgi Már Kristinsson, f. 14.1. 1973. Barn þeirra Andri Snær, f. 23.12. 1999. b) Arna Ösp, f. 14.6. 1978, sambýlis- maður hennar Ívar Örn Sverrisson, f. 7.2. 1977. Barn þeirra Arngrímur, f. 6.9. 2003. c) Sölvi, f. 31.7. 1987. 2) Hálfdán að- stoðarskólameistari, f. 12.4. 1957, eiginkona hans Hugrún Sigmunds- dóttir leikskólakennari, f. 30.1. 1961. Börn þeirra eru: a) Arnhild- ur, f. 24.4. 1988, b) Örnólfur Hlyn- ur, f. 19.8. 1992, c) Kjartan, f. 30.5. 1996. 3) Steingerður hjúkrunar- fræðingur, f. 4.10. 1971. Fyrri sam- býlismaður Stefán Hlynur Björg- vinsson, f. 2.12. 1969. Dóttir þeirra Svandís Dögg, f. 13.10. 1994. Sam- Glæsileiki og myndarskapur eru lýsingarorð sem koma upp í hugann þegar ég rifja upp fyrstu kynni mín af Öddu. Það var um verslunar- mannahelgi fyrir rúmum tuttugu og fimm árum þegar ég, þá unglings- stúlka, kom í Nes ásamt syni hennar. Þar var mér strax afskaplega vel tek- ið, drifin í eldhús að kaffiborði. Adda var í ljósum kjól og bar á borð fyrir okkur dísæta hvíta marengstertu sem kallar fram vatn í munninn enn þann dag í dag. Ekki hafði ég setið lengi þegar hún fór að spyrja mig hvaðan ég væri og hverra manna eins og sannra Íslendinga er siður. Þetta gerði hún af hlýju og einlægum áhuga þannig að öll feimni var fljót að renna af mér. Nokkrum árum síðar átti ég eftir að kynnast Öddu mun betur þegar við Hálfdán sonur hennar hófum sambúð. Einnig áttum við eftir að verða vinnufélagar og búa langdvöl- um saman eftir að hún fór að vinna á Akureyri. Adda var einstaklega fjölhæf kona. Hún var fluggreind, víðlesin og hafsjór af fróðleik. Það var sama hvar borið var niður; í bókmenntum, þjóðmálum eða hannyrðum svo eitt- hvað sé nefnt. Alls staðar var hún vel heima og einstaklega viðræðugóð hvort sem um var að ræða almenn málefni eða ráðleggingar í persónu- legum málum. Adda ólst upp á bökkum Laxár í Aðaldal og bjó þar mestalla ævina og undi hag sínum hvergi betur. Hún þekkti hvern bolla og hverja þúfu og að ganga með henni um heimahag- ana var eins og að ganga á helgri jörð þar sem hver blettur átti sína sögu. Áin og Heiðin voru henni sérstaklega kær og ekki fórum við austur án þess að stungið væri upp á því að fara nið- ur að á eða keyra árhringinn. Þar þekkti hún alla bestu veiðistaðina og var lagin við laxveiðar. Á hverju hausti var róið yfir í Heiði til berja eða farið í lautarferð og oftar en ekki sá hún sjálf um róðurinn yfir straum- þunga ána. Vísa Steingríms föður Öddu lýsir vel viðhorfi hennar til árinnar: Hvílík dásemd á láði og legi, litadýrð yfir sjónarhring. Áin heldur að entum degi alheims fegurstu skrautsýning. Adda gerði sjálf töluvert af því að setja saman vísur og átti ekki langt að sækja það, þar sem báðir foreldr- ar hennar voru ágætir hagyrðingar. Hún var félagi í kvæðamannafélag- inu Kveðanda ásamt systrum sínum og tók þar virkan þátt á meðan kraft- arnir entust. Þær systur voru af- skaplega samrýndar og höfðu sömu áhugamál, vísnagerð, taflmennsku og garðyrkju svo eitthvað sé nefnt. Það var gaman að fylgjast með þeim tvíburasystrum sitja að tafli og gleyma stað og stund. Síðustu skák- irnar telfdu þær á þriðja í jólum þeg- ar Adda var orðin sárþjáð af veik- indum sínum. Adda hafði yndi af garðyrkju og ræktaði upp fallegan blómagarð í Nesi. Það var sama hvað sett var nið- ur í moldina, allt óx og dafnaði í höndunum á henni. Þegar komið var í sveitina að sumarlagi var það gjarn- an fyrsta verk að hjálpa til við garð- hirðu enda umfangið á við myndar- legasta skrúðgarð. Adda var mikil hannyrðakona og óþreytandi að prjóna á barnabörnin. Þegar von var á nýjum fjölskyldu- meðlim brást það ekki að teknir voru fram prjónar og galdraðar fram agn- arsmáar peysur, hosur og vettlingar sem fá nú enn meira gildi en áður. Þegar Adda greindist með krabba- mein fyrir tæpum tveimur árum sýndi hún einstakan styrk og æðru- leysi sem hún hélt til hinstu stundar. Hún var staðráðin í að láta ekki sjúk- dóminn buga sig og setti sér alltaf ný og ný markmið. Einn daginn í lok fyrstu meðferðarinnar kom hún heim og sagði við mig: „Jæja Hugrún mín, nú heldur þú áreiðanlega að ég sé orðin vitlaus. Veistu hvað ég gerði?“ Þá hafði hún farið í hannyrðaverslun og keypt efni í þrjá útsaumsdúka og sagðist ætla að sauma sér minnis- varða með því að gefa börnunum sín- um sinn dúkinn hverju. Síðan dreif hún mig með sér í búðina til að velja munstur og liti og hófst að því búnu handa. Dúkunum lauk hún öllum og verða þeir sannarlega minnisvarði um stórhug hennar og eljusemi. Hún lauk ekki bara dúkunum, heldur hverju því verki sem hún byrjaði á, tátiljur prjónaði hún á sig og dætur sínar, vettlinga á börnin mín, heklaði höfuðföt á sig og krabbameinssjúka vinkonu sína og lét ganga frá öllum mögulegum mál- um í sveitinni sinni. Þrátt fyrir veikindin gafst stund milli stríða og í sumar voru farnar nokkrar ógleymanlegar ferðir um óbyggðir, meðal annars í Fjörður og á Flateyjardal og síðast en ekki síst fjölskylduferð í Heiðina fyrir austan í yndislegu veðri þar sem hægt var að liggja í berjamónum og horfa yfir sveitina í allri sinni dýrð. Í desember þegar ljóst var í hvað stefndi lagði hún ofurkapp á að kaupa jólagjafir handa sínu fólki og gerði það að mestu leyti sjálf. Einnig sat hún við og föndraði og saumaði jólakortin sem hún sendi. Það voru ljúfar stundir sem við áttum saman yfir kortagerð og kortaskrifum á síð- kvöldum í desember við kertaljós þar sem við fengum okkur kaffitár, köku- lús og smábrjóstbirtu með til að full- komna andrúmsloftið. Hún var stað- ráðin í að lifa meðan hún lifði og það gerði hún sannarlega. Þegar ég kveð kæra tengdamóður mína í hinsta sinn er mér efst í huga þakklæti fyrir allt sem hún hefur kennt mér og þá hlýju og gæsku sem hún sýndi börnunum mínum alla tíð. Blessuð sé minning Arndísar í Nesi. Hugrún Sigmundsdóttir. Elsku Adda amma. Mig langar að þakka þér fyrir tím- ann sem við áttum saman. Eftir að pabbi og mamma skildu bjóst þú hjá okkur mömmu. Þú passaðir mig oft þegar mamma var í skólanum eða að vinna og þá brölluðum við ýmislegt saman. Þú spilaðir við mig, last fyrir mig og sagðir mér sögur. Stundum fékk ég að baka með þér eða stússa eitthvað í eldhúsinu, það var mest gaman. Oft fórum við mamma og heim- sóttum þig í sveitina þegar þú varst þar um helgar eða á sumrin og þó að ekki væru nein dýr á bænum, var ýmislegt hægt að dunda við. Ég fékk stundum að drullumalla á stéttinni við húsið og skreytti svo kökurnar með fallegum blómum úr garðinum þínum. Það var líka spennandi að fá að tjalda í garðinum og fara í þykj- ustu útilegu með dúkkurnar. Á haustin fórum við oft í berjamó ann- aðhvort í Nátthagamónum eða yfir í Heiði, þá var mest gaman að fara á bát yfir ána. Einn dag í sumar fórum við í bíltúr niður að ánni í góðu veðri að skoða blómin og fuglana. Vinkona mín var með og við fengum að hlaupa á undan bílnum og reka litlu ungana sem ekki gátu flogið, af veginum svo þeir yrðu ekki undir bílnum. Við náðum nokkr- um spóaungum og lóuunga, en mikið voru þeir hræddir greyin. Við týnd- um líka fullt af blómum handa þér, sáum uglu, fundum hreiður og sáum álftahjónin synda með ungana sína. Þetta var skemmtilegur dagur. Síðast fórum við í sveitina í lok nóvember og þá fékk vinkona mín aftur að koma með mér. Við föndr- uðum jólakort, hlustuðum á jólalögin og borðuðum smákökur og ýmislegt góðgæti eins og við gátum í okkur látið. Maður var aldrei svangur í sveitinni hjá ömmu og oftar en ekki lumaði hún á nammi eða ís. Það verður skrítið að koma í sveit- ina og vita að þú tekur ekki lengur á móti okkur með bros á vör og faðmar okkur og kyssir. En ég á fullt af minningum um þig, elsku amma mín, og kisuvettlingarnir sem þú prjón- aðir handa mér, verma ekki síður hjartað en hendurnar. Mér brá þegar þú varst orðin mjög veik, en ég veit að þér líður betur núna því nú ertu hjá Guði. Ég er líka viss um að þú ert búin að hitta afa Örnólf aftur. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér amma mín, þú varst vitur, skemmti- leg og mjög góð. Þú verður alltaf hjá mér í hjarta mínu. Þín Svandís Dögg. Tímans straumur streymir fram hann stendur aldrei kyr hann ber í faðmi árin öll og allt sem skeði fyr, við straumfall tímans stend ég hljóð og stari á luktar dyr. Við skulum fara áarhring, veðrið er svo fallegt –. Þannig heilsaðir þú mér oft þegar ég kom í heimsókn til þín í Nes á fögrum sumarkvöldum. Meðan ég lét bílinn læðast veginn eftir árbakkanum fylgdust vökul augu þín með töfrum landslagsins, lífríki árinnar og litbrigðum kvölds- ins. – Stansaðu aðeins hérna. – Önd með ungahóp við bakkann, gárur eft- ir silung sem vakir í lognsléttu yf- irborðinu, samspil ljóss og skugga í straumfallinu, kannski lyftir lax sér á Vitaðsgjafa eða Presthyl, einhver af þessum höfðingjum árinnar sem þú áður fyrr hafðir svo gaman af að þreyta kapp við. Ef við nemum staðar á móts við Álftasker til að fylgjast með svana- fjölskyldunni syndir stegginn óðara í átt til okkar, hann lyftir sér á vatninu og breiðir ógnandi út vængina reiðubúinn að verja sín heimavé, svanamóðirin heldur sig til hlés með hnoðrana gráu. Uppi í heiðarbrekk- unum kallast lambamæður og lömb á, annars er allt hljótt, nema árnið- urinn. Við tínum vönd af fjalldalafífl- um á bakkanum við Horn, tímum því þó varla þeir eru svo fallegir, vönd- urinn verður smár. Það teygist úr tímanum, það er svo margt að skoða, margs að minnast. Við rifjum upp at- vik frá bernskudögunum, reynum að staðsetja örnefni sem nú eru komin undir gróin tún og minnumst þess þegar litlir barnafætur trítluðu þess- ar leiðir og hve þær virtust langar þá. Ég ek síðasta spölinn með miðnæt- ursólina beint í augun, á hlaðinu í Nesi er hringnum lokað. Nú hefur lífshringur þinn einnig lokast. Við förum ekki fleiri áar- hringi saman. Lífið virðist svo óréttlátt á stund- um. Þú hefðir átt skilið að fá mörg góð ár enn, nú þegar þú hefðir átt nægan tíma til að sinna áhugamálum þínum. Þú varst fagurkeri. Allt sem þú lagðir hendur að bar því vitni. Blómagarðurinn þinn sem þú rækt- aðir af alúð og smekkvísi, heimili þitt, hannyrðir þínar og fatasaumur. Hugverk þín fágaðir þú af sömu natni og vandvirkni og handaverk þín, það sýna ljóðagerð þín og kveð- skapur. Í kveðskapnum gast þú verið glettin á stundum og kímnigáfan var í besta lagi. Þú sýndir mikinn kjark og dugnað í stríði þínu við banvænan sjúkdóm og hélst reisn þinni og baráttuvilja til hinstu stundar þrátt fyrir tapað stríð við þann sem sigrar okkur öll að lok- um. Ég dáðist oft að þrautseigju þinni og glaðlyndinu sem aldrei brást þér þrátt fyrir alla erfiðleika. Að missa ástvin er eins og að glata þætti úr lífi sínu, að missa tvíbura- systur er eins og að glata hluta af sjálfum sér. Ég mun sakna þín inni- lega og minnast þín ætíð. Þó við vær- um ekki að öllu leyti líkar og hefðum ólíkar skoðanir á ýmsu vorum við ávallt tengdar þeim böndum sem aldrei bresta. Ég mun minnast þín þegar grænk- ar á vorin, hvönnin og kjarrið í Lax- árhólmunum laufgast og hófsóleyj- arnar glita bakkana, þegar ég hlusta á strengina niða og fossana syngja, þegar berin blána í heiðarbrekkun- um og beitilyngið blómgast, þegar haustlitirnir gylla víðinn og roða lyngið í heiðarvanganum, þegar stjörnur og norðurljós skarta á vetr- arhimninum, einnig þá mun ég minn- ast þín og alls þess sem við áttum sameiginlegt. Systir mín elskuleg. Hjartans þakkir fyrir allar góðu samveru- stundirnar allt frá barnæsku. Þú varst mér svo mikils virði. Öll samúð mín er hjá börnum þín- um, tengdabörnum og barnabörnum sem önnuðust þig og stóðu við hlið þér uns yfir lauk. Þegar höndin sem letraði lífsferil þinn lokaði sinni bók í stofuna til þín gekk engill inn og engil á burt með sér tók. Vertu Guði falin. Ég kveð þig með ástúð og þökk. Kristbjörg. Margar fyrstu bernskuminningar mínar tengjast heimili afa og ömmu í Nesi og móðursystkinum mínum, Pétri og tvíburasystrunum Öddu og Boggu sem ýmsum þóttu svo líkar að þær þekktust varla í sundur. Mér þóttu þær aldrei sérlega líkar og hvor um sig hefur alla tíð átt sinn sérstaka sess í hjarta mínu. Báðar voru jafnskemmtilegar, en hvor á sinn hátt. Báðar jafnglæsilegar, en hvor á sinn hátt. Báðar svo sérstak- ar, en hvor á sinn hátt. Ein fyrsta myndin sem kemur upp í hugann erfrá sameiginlegu brúðkaupi þeirra í Nesi, mér fannst þær líkastar álfa- meyjum þegar þær voru leiddar inn kirkjugólfið í hvítu kjólunum sínum með slör og blómakransa á höfði. Fátt þótti mér jafnspennandi þeg- ar ég var krakki og að hlusta á syst- urnar þrjár spjalla, gantast og segja sögur. Mikið var stundum hlegið, ekki síst þegar þær tóku upp á því að herma eftir röddum og tilburðum þeirra er við sögu komu. Stundum tók mamma gítarinn og þær sungu vísur og gamanbragi sem þær sömdu um eitt og annað sem hafði gerst í ARNDÍS BJÖRG STEINGRÍMSDÓTTIR Mig langar til að minnast Dóru vinkonu minnar með örfáum orðum hér, nú þegar komið er að kveðju- stund. Við Dóra kynntumst fyrir um 50 árum og hefur sú mikla og góða vinátta sem myndaðist þá verið mér styrkur og gleði alla tíð síðan. Aldrei féll skuggi á vináttu okkar og á tíma sem þessum hvarflar hug- urinn aftur og ég minnist allra góðu stundanna sem við áttum í gegnum árin og skemmtilegu samtalanna okkar. Eftir að ég flutti aftur í bæinn hittumst við svo reglulega og við töl- uðum saman í síma oft í viku og héld- um traustu sambandi, alltaf var DÓRA S. HLÍÐBERG ✝ Dóra SigþrúðurHlíðberg fæddist í Reykjavík 25. júlí 1936. Hún lést á Gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi 17. janúar síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Bú- staðakirkju 23. jan- úar. sama rósemin yfir Dóru og alltaf mátti ég vita að hennar sýn á hlutina yrði skemmti- leg og upplífgandi. Í langan tíma höfðum við það sem venju að hitt- ast á miðvikudögum og ganga saman niður Laugaveginn og fá okk- ur kaffisopa og spjalla saman. Það voru góðar stundir með einstak- lega góðri vinkonu. Það var alltaf notalegt að heimsækja Dóru og Rafn og hún var mikill fagurkeri og bar heimili þeirra svo sannarlega vott um það og eins sum- arbústaðurinn sem þau höfðu komið sér upp og voru svo sæl og ánægð með. Dóra var mikill persónuleiki, með lúmskan, yndislegan húmor og heilsteypt og hlý. Ég kveð með sökn- uði bestu vinkonu mína og sendi mín- ar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar, elsku Rafn, Siggi Valur, Rafn Yngvi, Kristín og fjölskyldur. Guð blessi ykkur öll. Sjöfn K. Smith.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.