Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 41 ÞAÐ VAR rétt hjá Jóni Baldvini í Silfri Egils um daginn: Ein helsta for- senda mannauðs sem nú blasir við hjá ungu fólki á Íslandi – í listum, viðskiptum, verktækni, hönnun, íþróttum, vísindum – er Lánasjóður íslenskra námsmanna. Það var gæfuspor þegar jafnaðarmað- urinn Gylfi Þ. Gíslason ákvað að beita sér fyrir þessari skipan á far- sælum ráðherraferli sínum, og sem betur fer hefur sjóðurinn að grunni til staðið af sér nær samfellda setu Sjálfstæðisflokksins í menntamálaráðuneyt- inu í tvo áratugi. Stefna þeirrar stjórnar sem nú situr gagnvart námsaðstoð hefur fyrst og fremst birst í því að ekki þurfi að sinna sjóðnum. Með því að halda gríð- arháum endur- greiðslum, með því að vísa byrj- endum á bankana fyrsta árið, og með undarlegri framfærsluviðmiðun hef- ur dregið úr stuðningi sjóðsins við menntun í landinu og niður drabbast það aðal sjóðsins að tryggja öllum námsmöguleika án tillits til efnahags og fjölskylduaðstæðna. Nýr ráðherra Nú er kominn nýr menntamálaráð- herra og fer mikinn í yfirreið sinni um fjölmiðlana. Enn hefur ráðherrann ekkert tjáð sig um Lánasjóðinn en nokkurs hlýtur að mega vænast af honum í þeim efnum því að í stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá í vor leið gleymdist sjóðurinn ekki með öllu. Um hann er sagt að hann „gegni áfram því hlutverki að tryggja öllum tækifæri til náms. Hugað verði að því að lækka endurgreiðslubyrði náms- lána og lög um sjóðinn endurskoðuð.“ Samfylkingin er tilbúin að styðja hinn nýja ráðherra með ráðum og dáð við að ná fram þessum stefnumiðum stjórnarinnar. Við leggjum áherslu á fjóra þætti í því verki. Í fyrsta lagi þarf að endurskoða framfærslugrunn námslánanna og setja þær forsendur í tengsl við veru- leikann. Hér er ekki verið að tala um stórkostlegar kjarabætur heldur fyrst og fremst að opna augun fyrir staðreyndunum í næsta stórmarkaði. Samhliða þarf að auka svigrúm til eigin tekjuöflunar. Í öðru lagi er löngu kominn tími til að leggja af ábyrgðarmannakerf- ið. Samningur náms- manns og samfélags um námsaðstoð byggist á þeim sameiginlegu hagsmunum að fjárfesta í menntun, og ábyrgð- armannaskipanin hæfir illa þeim samningi. Það hefði óverulegar fjár- hagslegar afleiðingar að leggja þetta niður en mundi hins vegar skipta miklu fyrir þá náms- menn sem nú eiga í erf- iðleikum af þessum sök- um. Í þriðja lagi þarf að athuga betur í hverju námsaðstoðin felst hverju sinni. Aðstoðin sem sjóðurinn veitir er að mestum hluta lán sem menn greiða til baka að námi loknu en að hluta til styrkur, meðal annars vegna þess að vextir eru niðurgreiddir. Það er nú nokkuð tilviljunarkennt hvað hver og einn fær sem lán og hvað sem styrk. Vel má hugsa sér að endurskoða þetta hlutfall miðað við áherslur í mennta- málum, til dæmis þannig að lang- skólamenn fengju styrk á síðari hluta námsferils síns, þegar jafnaldrar þeirra eru flestir komnir í launavinnu og algengast er að fjölskyldulíf sé komið í blóma. Á hinn bóginn væri eðlilegt að styrkja til náms fólk sem ella sækti sér ekki menntun, til dæmis ungar einstæðar mæður (og feður) í fátæktargildru sem mörgum reynist illt að hafa sig úr. Þar er menntun oft besta aðstoðin. Því má hins vegar ekki gleyma að framlag Lánasjóðsins hefur ekki síst notið sín í samfélaginu vegna þess að hann hefur haft blessunarlega litla tilburði til að stjórna mönnum í nám. Reglan hefur verið sú að námsmað- urinn velur sjálfur hvað hann ætlar sér, innan marka lánshæfis að sjálf- sögðu, og menn standa jafnt að vígi gagnvart sjóðnum hvort sem þeir vilja verða fiskifræðingar, verð- bréfamiðlarar eða stunda gjörn- ingalist. Að námi loknu: Borga, borga, borga Í fjórða lagi þarf að endurskipuleggja endurgreiðslur af námslánum. Byrð- in af endurgreiðslunum er einfaldlega of mikil, sérstaklega fyrstu árin eftir að menn byrja að borga. Ungt fólk nýkomið úr námi þarf að berjast á mörgum vígstöðvum í senn. Á þeim aldri er oft orðin til lítil fjölskylda með tilheyrandi útgjöldum og um- svifum – barni fylgir til dæmis oftast bíll. Eftir námsárin er yfirleitt næst á dagskrá að gangast undir íslensku manndómsvígsluna og koma sér upp húsnæði. Og svo þarf að hefja endur- greiðslur af námslánunum. En tekjur geta verið afar misjafnar hjá fólki sem er að hefja störf, og tími ungra barnafjölskyldna til aukalegrar vinnu er takmarkaður og á að vera það. Við höfum stigið mikilvægt skref á síðustu árum við aðbúnað barnafólks með betra fæðingarorlofi. Eitt af næsta skrefum verður að vera að létta þessar byrðar ungs fólks sem er nýkomið úr námi. Hér má hugsa sér ýmsar leiðir, en að því sem að náms- lánunum snýr er í senn rökréttast og átakaminnst fyrir hag Lánasjóðsins að gera hluta endurgreiðslnannna frádráttarbæran frá skatti. Þetta er meðal þess sem við höfum verið að kynna undanfarið á Samfylk- ingardögum í Háskóla Íslands og ætl- um að kynna í öðrum háskólum á næsunni. Pass? Jájá, þetta kostar allt saman peninga. En staðan er núna einmitt sú að við eigum að verja meira fé til mennta- mála. Samfylkingin – sem er ábyrgur stjórnmálaflokkur og aðhaldssamur í fjármálum – er reiðubúinn að beita sér fyrir slíkum útgjöldum vegna þess að við vitum að það fé ber margs konar arð, bæði í samfélagslegum skilningi og í sjálfu lífi einstakling- anna og fjölskyldnanna. Að tíma þessu ekki jafngildir hins vegar því að segja pass við grundvallarspurn- ingum um líf Íslendinga og hagsæld í framtíðinni. Við erum til, Þorgerður Katrín. En þú? Námslánin, Þorgerður Katrín og Samfylkingin Mörður Árnason skrifar um lánamál stúdenta ’Nú er kominnnýr mennta- málaráðherra og fer mikinn í yfirreið sinni um fjölmiðlana.‘ Mörður Árnason Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og starfar í menntamálanefnd. VIÐ þessari spurningu er ekki til neitt einfalt svar. Læknavísindin hafa ekki ennþá fundið orsakirnar og ekki lækninguna. Ákveðnar vís- bendingar eru þó til staðar og ýmis úrræði hafa verið reynd með nokkrum eða verulegum ár- angri. Eyrnasuð hefur verið skilgreint sem upplifun hljóðs. Upp- runi hljóðsins kemur þó ekki úr umhverfinu og ekki er hægt að benda á hljóðgjafann. Hljóðið hlýtur sam- kvæmt þessu að eiga uppruna sinn innan líkama þess er hljóðið heyrir. Eitthvert innra hljóð skynjast sem hávaði fyr- ir þennan ákveðna einstakling. Þolendur lýsa hljóðinu á mismun- andi vegu. Sumir tala um vægt suð eða són. Aðrir um sterkan hávaða eða hvin. Fólk líkir hljóðinu við suð, píp, hringingar eða eins og foss sé í nánd eða jafnvel hávaðasamur mót- or. Hver svo sem orsökin er og hvernig svo sem hljóðið er tilkomið er þetta grafalvarlegt mál fyrir þann sem hefur þessi hljóð syngj- andi í höfðinu allan daginn. Eyrna- suð er heilsufarsvandamál sem rýrir mjög lífsgæði og oft starfsgetu þeirra sem meinið hrjáir. Það er jafnvel deilt um hvort þetta sé sjúkdómur eða „bara“ hvimleitt ein- kenni óþekkts eða þekkts sjúkdóms. Hver svo sem niðurstaða þeirra umræðna verður er það alveg ljóst að sá sem líður þarf úrræði og velferðarríkið Ísland ætti að geta veitt þau úrræði sem nágranna- löndin bjóða upp á. Það er mikilvægt að benda á það hér, að í nútíma þjóðfélagi virð- ist eyrnasuð vaxandi vandamál. Böndin berast að hávaða- mengun, þ.e. meira eða minna óþörfum hávaða, sem er í umhverfi okkar. Vissa er fyrir því að hávaða- skemmdir geta orsakað eyrnasuð. Því ber hver og einn ábyrgð á því að láta ekki misbjóða heyrn sinni. Há- vaði á tónleikum og skemmtunum hefur sannanlega skemmt heyrn og valdið eyrnasuði. Ég hvet því unga sem aldna til að vera á varðbergi og láta ekki bjóða sér of mikinn hávaða í skjóli þess að það sé eðlilegt, sjálf- sagt og eftirsóknarvert. Félagið Heyrnarhjálp, sem er fé- lag heyrnarskertra á Íslandi og þeirra sem þjást af eyrnasuði og öðrum vandamálum er lúta að heyrn, hefur oftsinnis tekið málið upp við heilbrigðisyfirvöld. Um ára- mót 2001–2 var að beiðni Heyrn- arhjálpar stofnaður starfshópur til að skoða mál eyrnasuðsþolenda og þjónustu við þá. Þessi starfshópur var skipaður sérfræðingum og full- trúa þolenda og lauk hann störfum á miðju sl. sumri með því að leggja fram hugmyndir að þverfaglegri þjónustu við fólk með suð í eyrum. Til að fylgja þessari vinnu eftir er nú boðið til ráðstefnu, þar sem mál eyrnasuðsþolenda verða rædd út frá ýmsum sjónarhornum. Félagið Heyrnarhjálp og Landlæknisemb- ættið standa saman að þessari ráð- stefnu, en markmið hennar er að veita fræðslu til fagfólks, þolenda og almennings og efla gagnkvæmt upp- lýsingaflæði og skoðanaskipti milli þessara aðila. Ráðstefnan verður haldin föstu- daginn 30 janúar nk. og er öllum op- in. Heyrnarhjálp leggur metnað sinn í að halda ráðstefnur sem hafa aðgengi fyrir alla. Auk góðrar að- stöðu fyrir hreyfihamlaða verður tónmöskvi í salnum, sem tryggir hljóðgæði fyrir heyrnartækjanot- endur, rittúlkun og táknmálstúlkun verður á öllu efni ráðstefnunnar og erlendur fyrirlesari verður túlkaður yfir á íslensku. Hliðstæða þessarar ráðstefnu hefur ekki verið í boði hér á landi áður. Þarna verður yfirgripsmikil fræðsla og umræða um málefni sem sjaldan er rætt opinberlega. Við hvetjum alla er málið varðar, leik- menn, fagfólk og ráðamenn í stjórn- og heilbrigðiskerfi til að nýta sér þetta tilboð. Félagið Heyrnarhjálp væntir þess að heilbrigðisráðuneyti og ráð- herra láti tillögur starfshóps um þverfaglega þjónustu við eyrnas- uðsþolendur verða að veruleika nú þegar. Slíkt þjónustuúrræði er löngu orðið tímabært og það er þjóðhagslega hagkvæmt. Hagnaður- inn skilar sér í færri veikindadögum og bættum lífsgæðum þeirra er um ræðir. Eyrnasuð, hvað er það? Málfríður Gunnarsdóttir skrifar um suð fyrir eyrum Málfríður Gunnarsdóttir ’Heyrnarhjálp leggurmetnað sinn í að halda ráðstefnur sem hafa aðgengi fyrir alla.‘ Höfundur er framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar. ÉG FAGNA grein Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar, stjórnarfor- manns Landsvirkjunar, sem birtist í Morgunblaðinu 11. des- ember þar sem hann bregst við grein minni í sama blaði 8. desember. Ég mun hér víkja að fimm atriðum í grein Jóhannesar. Í fyrsta lagi bregst stjórnarformaðurinn ekki við hugmynd minni um fjárhagslegt framlag Landsvirkj- unar og Alcoa til Vatna- jökulsþjóðgarðs. Ég átti von á efnislegum viðbrögðum við tillögu minni um að fyrirtækin leggi fram 2.000 millj- ónir króna til stofnunar og reksturs Vatnajök- ulsþjóðgarðs á næstu 20 árum, með 50 milljón króna upphafsframlagi. Í stað þess fjallar stjórnarformaður Landsvirkjunar um minniháttar framlög fyrirtækisins til upp- byggingar aðstöðu á svæðinu en lítur al- gjörlega framhjá meg- inviðfangsefninu sem við blasir. Frá Alcoa hafa ekki heyrst nein viðbrögð. Það er áríðandi að kalla eftir við- brögðum beggja fyrirtækjanna við ofangreindri hugmynd. Að öðrum kosti eru fyrirtækin að koma sér undan samfélagslegri ábyrgð gagn- vart íslensku þjóðinni. Í öðru lagi tel ég það nánast skop- legt að halda því fram að þau mann- virki sem nú er verið að reisa séu þannig úr garði gerð að þau lágmarki umhverfisáhrifin. Allir sem hafa ein- hvern skilning á vatnakerfum vita að stíflumannvirki sem beina vatni úr einum árfarvegi í annan valda óaft- urkræfum grundvallarbreytingum á umhverfi beggja ánna og vatnasviða þeirra. Nýleg skýrsla „World Comission on Dams“ (Heimsnefndar um stíflur) dregur þetta fram með af- ar skýrum hætti. Ég hvet Lands- virkjun til að stunda ekki málflutning sem gengur þvert á viðurkennd sjón- armið sérfræðinga víða í heiminum. Í þriðja lagi virðist stjórn- arformaðurinn ekki átta sig á að allur almenningur hefur réttmætu hlut- verki að gegna við mat á tillögum um framkvæmdir og al- menningur verður jafn- framt að geta treyst því að beitt sé fullkomn- ustu aðferðum til að tryggja umhverf- isvernd. Þegar ég vísa til almennings þá á ég ekki einungis við íbúa aðliggjandi svæða held- ur einnig á öllu Íslandi og í öðrum löndum. Fyrirtæki horfa illu heilli yfirleitt ekki til mjög langs tíma. Iðu- lega líta þau fram hjá því að sjálfbærni verk- efna sem þau ráðast í takmarkast ekki við að endurgreiða lán vegna þeirra heldur einnig að endurgreiða samfélag- inu allan kostnað vegna umhverfisskaða og leggja fé til verkefna sem bæta fyrir þau gæði sem hafa glatast. Í fjórða lagi er tíma- bært að friða vatnasvið Jökulsár á Fjöllum. Af- staða Landsvirkjunar til þessarar hugmyndar, eins og hún birtist í grein stjórnarformannsins, er ekki afdráttarlaus. „Engin áform eru nú uppi um virkjun Jökulsár á Fjöllum“, ritar stjórnarformaðurinn. Án þess að saka neinn um áróð- ursbragð, þá er orðalagið svo opið að það mætti halda að verið væri að blekkja fólk. Landsvirkjun ætti, með óyggjandi hætti, að taka undir raddir margra, einnig stjórnmálamanna, sem vilja að Jökulsá á Fjöllum verði aldrei raskað. Að lokum. Það má skilja grein stjórnarformannsins svo að Lands- virkjun hafi leitað alþjóðlegrar ráð- gjafar og m.a. fengið leiðsögn frá al- þjóðlegum sérfræðingum um verndun svæða. Mér vitandi hefur Landsvirkjun ekki leitað ráða hjá sérfræðingum IUCN, Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna. Ég vil hér með bjóða Jóhannesi Geir Sig- urgeirssyni og samstarfsmönnum hans að leita ráðgjafar okkar hjá IUCN. Landsvirkjun og Vatnajökuls- þjóðgarður Roger Croft svarar stjórnar- formanni Landsvirkjunar Roger Croft ’Mér vitandihefur Lands- virkjun ekki leitað ráða hjá sérfræðingum IUCN, Al- þjóðlegu náttúruverndar- samtakanna.‘ Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Náttúruverndarstofn- unar Skotlands og situr nú í stjórn Alþjóðlegu náttúruverndarsamtak- anna. Hann hefur um langt árabil starfað sem ráðgjafi um landgræðslu og náttúruvernd hér á landi. Laugavegi 54, sími 552 5201 Útsala stærðir 36-46 Árshátíðarkjólar FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.