Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 32
FERÐALÖG 32 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Útsala útsala 20% aukaafsláttur við kassa Seltjarnarnesi, sími 561 1680 Kringlunni, sími 588 1680. iðunn tískuverslun Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgr. gjöld á flugvöllum). Aðrir litlir og stórir bílar 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið - Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU ÞAU segjast vera algjörir byrj- endur í golfíþróttinni, en eru sam- mála um að hér geti verið um skemmtilegt hjónasport að ræða sem þau ætla að leggja rækt við í framtíðinni. Hjónin Ari Bergmann Einarsson, útibússtjóri hjá SPRON, og Ólöf Erla Óladóttir, ritari hjá Verslunarráði Íslands, fóru um páskana í fyrra til Spánar í þeim til- gangi að læra golf. Þau höfðu aðeins tekið í kylfu áður en að Spánarferð- inni kom, en ekki náð neinum ár- angri svo heitið geti fyrr en að hafa verið í læri í Golfskóla Úrvals- Útsýnar á Spáni. Nú eru þau orðnir félagar í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og stefna að því að taka golfið með trukki með hækkandi sól. Hver var tilurð ferðarinnar og af hverju völduð þið golfferð? „Við höfum oft notað páskana til ferðalaga innanlands sem utan og að þessu sinni langaði okkur að komast í sumar og sól þar sem við gætum einbeitt okkur að golfíþrótt- inni. Því höfðum við samband við golfdeild Úrvals-Útsýnar og slógum til ásamt vinafólki okkar sem var á svipuðu róli og við í golfinu.“ Hvenær var ferðin farin og hversu lengi stóð hún? „Við fórum með leiguflugi 13. apríl til Faro-flugvallarins í Portú- gal, sem er rétt við landamæri Spánar, en þaðan er tveggja tíma akstur um Andalúsíuhéraðið til Madalascanas. Þó hér sé um ferða- mannabæ að ræða er hann mest fyrir Spánverja og er algengt að Se- villabúar eigi þarna sumarhús. Það var áberandi að ferðatími inn- fæddra var ekki hafinn. Vafalaust var enn of kalt fyrir þá, en loftslagið á þessum tíma hentaði okkur ágæt- lega enda var hitinn 20–25° og að mestu heiðskírt þá fjórtán daga sem við vorum þarna.“ Hvar dvölduð þið og hvernig reyndist aðbúnaðurinn? „Við vorum á Hótel Tierra Mar Golf, sem er við ströndina, en samt í göngufæri frá golfvellinum. Her- bergin voru með sjávarsýn og að- búnaður allur hinn besti, enda hót- elið nýuppgert. Góð sundlaug og sólbaðsaðstaða var í sundlaug- argarðinum, en þar fyrir framan var sandströndin og Atlantshafið fyrir þá sem kusu að synda í sjón- um. Hvernig var golfkennslan upp byggð og hverjir sáu um hana? „Golfkennslan var vel upp byggð og stóð yfir í sex daga. Byrjað var á helstu reglum, siðavenjum og und- irstöðuatriðum íþróttarinnar. Síðan var hópnum skipt í tvennt og tók hvor kennari sinn hóp. Fór annar hópurinn í pútt og stutta spilið á meðan hinn æfði löngu höggin og svo öfugt. Eftir kennsluna, sem fór formlega fram frá 8.45 til 13.30, var algengt að nemendur spiluðu 18 holur. Í lokin var síðan golfkeppni, en í lokahófi voru veittar viðurkenn- ingar og verðlaun. Umsjón með kennslunni höfðu golfkennararnir Magnús Birgisson og Hörður Arn- arson, en Ólafur Jóhannesson far- arstjóri var einnig til aðstoðar. Golf- völlurinn, Golf Dunas Donana, er í útjaðri þjóðgarðsins El Codo de Donana, sem er náttúruperla útaf fyrir sig með óvenjulegum gróðri og fjölskrúðugu fuglalífi. Þar mátti meðal annars sjá farfuglana ís- lensku, sem millilentu þarna á leið sinni frá Suður-Afríku til Norður- Evrópu. Umgjörð og ástand golf- vallarins var eins og best verður á kosið, en brautir eru þarna mun lengri en við eigum að venjast hér heima. Á móti kom að völlurinn var léttur á fótinn vegna sléttlendis. Fóruð þið í skoðunarferðir um nágrennið? „Við fórum í tvær skipulagðar skoðunarferðir, til Sevilla og til lítils og mjög sérstaks og forns bæjar, sem heitir El Rocio. Við rétt misst- um af Andalúsíuhátíðinni, sem hald- in er tveim vikum eftir páska í Se- villa, en fyrirtækjum og stofnunum er þá lokað vegna vikulangrar gleði sem fram fer í borginni með stans- lausum flamenco-dönsum, hestasýn- ingum og tilheyrarandi áti og drykkju. Að koma til Rocio er eins og að fara hundrað ár aftur í tím- ann, til dæmis er yfirborð allra gatna þar úr sandi, aðallega vegna mikillar hestaumferðar, en bærinn er frægur fyrir hrossarækt og góða reiðskóla. Miklar uppákomur fara einnig fram í Rocio. Til dæmis fjöl- menna Spánverjar þangað í píla- grímsferðir um hvítasunnuna og blanda saman trúarhita og léttleika með Andalúsíubúum. Á þessa stærstu trúarhátíð Spánverja mæta ár hvert yfir ein milljón manna. Flestir koma akandi á hefðbundinn hátt, en sumir vilja enn fara píla- grímsferðina, fótgangandi, ríðandi á hestbaki eða í fornum kerrum sem dregnar eru af uxum. Pílagrímarnir koma saman á laugardegi og þessi þriggja daga hátíðarhöld ná há- marki þegar líkneski af Maríu mey er tekið af stalli sínum í frægri kirkju staðarins og borið út undir lúðrablæstri og mikilli viðhöfn. At- höfn þessi varir klukkustundum saman. Við leigðum okkur bíl og vorum viðstödd svipaðar athafnir sem fóru fram í bæjunum Aya- monte og Isla Cristina í tilefni páskanna.“ Eruð þið dugleg að ferðast? „Ætli megi ekki segja að við séum dugleg að ferðast. Áður voru okkar uppáhaldsstaðir tengdir skíðasvæðum á Ítalíu og ýmsum fal- legum siglingastöðum, en golfið hef- ur nú ruglað þetta allt saman og nú eru það golfvellirnir sem heilla, bæði innanlands sem utan. En ef við ættum að nefna einn uppáhalds- stað væru það Bresku jómfrúareyj- arnar í Karíbahafi.“ Þið eruð sögð mikið skútusigl- ingafólk. Tengist sá áhugi ykkar ferðalögunum? „Skútuáhuginn tengist vissulega ferðalögum og vitum við fátt skemmtilegra en að leigja okkur skútu og ferðast um heimsins höf í góðra vina hóp, en það er nú önnur saga.“ Lærðu að spila golf á Spáni  EFTIRMINNILEG FERÐ Netklúbbur Íslenskra fjallaleiðsögumanna Í TILEFNI af 10 ára afmæli Ís- lenskra fjallaleiðsögumanna hefur félagið ákveðið að auka við þjónustu sína og er fyrsta skrefið stofnun netklúbbs Ís- lenskra fjallaleiðsögumanna. Netklúbburinn mun sam- kvæmt upplýsingum frá ÍFLM bjóða upp á áhugaverðar og ódýrar ferðir utan aðalferða- tímans á Íslandi. Netklúbb- urinn mun einnig bjóða upp á ýmiskonar tilboð í hverjum mánuði eins og dagsferðir, kennslu á gönguskíði og jökla- ferðamennsku, myndasýningar og kvöldgöngur. Nánari upplýsingar um netklúbbinn er hægt að nálgast á www.mountainguide.is/ netklub/frett.htm. Síðastliðin 10 ár hafa Íslenskir fjallaleiðsögumenn boðið upp á ferðir á Íslandi og Grænlandi og nú síðustu ár til Niger og Marakkó í N-Afríku Í fréttatilkynningu frá ÍFLM kemur fram að eigendur fyrirtækisins séu meðal reyndustu fjalla- og leið- sögumanna landsins og hjá fyrirtækinu starfi margir af færustu fjallamönnum Ís- lands. ÍT ferðir kynna gönguferðir Kynningarfundur ÍT ferða um gönguferðir sem vera átti laugardaginn 24. janúar hefur verið færður til sunnudagsins 25. janúar af óviðráðanlegum ástæðum. Klukkan 20 verða gönguferðir erlendis kynntar m.a. á Spáni og í Noregi og þar á eftir verða gönguferðir innanlands kynntar. Kynningin fer fram í félagshúsi Þrótt- ar við gervigrasvöllinn í Laugardal. Sérferð til Jamaica Boðið verður upp á sérferð með Heimsferðum til Ja- maica í Karíbahafinu í beinu leiguflugi 22. febrúar. Á Jamaica eru drifhvítar sandstrendur og gott veð- urfar og alls staðar hljómar reggae-tónlistin. Dvalið verður á ferðamannastaðn- um Ocho Rios á norður- strönd eyjunnar, en aðal- hótel Heimsferða er Renaissance Jamaica Grand Resort við ströndina. Stór garður umlykur hótelið og í honum eru þrjár sundlaug- ar, veitingastaðir, barir og skemmtistaðir. Í nágrenninu er hægt að fara í golf og stunda sjósport. Boðið er upp á kynnisferðir með íslenskum fararstjórum, meðal annars til Dunn’s fossanna, Port Antonino, að æskuheimili Bob Marleys, siglingar á bambusflekum og ferð á markaði heimamanna.  VÍTT OG BREITT HIN færeysk/danska Barbara Wade kom til Íslands í fyrsta skipti nú í jan- úar til að heilsa upp á ættingja sína sem hún hafði aldrei hitt. Færeysk ömmusystir hennar, Ingeborg, flutt- ist hingað til lands á fyrri hluta síð- ustu aldar, giftist íslenskum manni, Vigfúsi Guttormssyni, og átti með honum sex börn. Barbara er ánægð með ferðina þar sem hún hitti afkom- endur Ingeborgar og Vigfúsar. „Ég virðist eiga fleiri skyldmenni hér en í Danmörku,“ segir hún og hlær, en Barbara býr í Kaupmannahöfn. Hún ákvað með stuttum fyrirvara að koma til Íslands og er þakklát ætt- ingjum sínum fyrir hlýjar og góðar móttökur. „Sumir tóku sér frí og fóru með mér í skoðunarferðir, allir hafa verið svo indælir við mig,“ segir Barbara. Aðalstarf Barböru er líklega frá- brugðið því sem íslenskir ættingjar hennar hafa, en hún hefur undanfarin þrettán ár selt skartgripi á Gammel Torv á Strikinu í Kaupmannahöfn, á markaði sem opinn er sex daga vik- unnar allan ársins hring. Barbara sel- ur bæði eigin hönnun og annarra og flytur aðallega inn skart frá Asíulönd- um. Hálsmen úr silfri og skraut- steinum eins og ónyx, ametyst og aquamarine hannar hún í samvinnu við enskan hönnuð. Búðin og Barbara heita sama nafni og er hún ein af átta í sölutjöldum þar sem seldir eru skartgripir og fylgihlutir. Íslendingar eru meðal þeirra sem keypt hafa hálsmen og annað skart hjá Barböru á Strikinu og hún ákvað því að hafa með sér sýnishorn í nokk- urra daga ferðalag hingað til lands. Ekki er komið í ljós hvort við- skiptatengsl eru komin á um skart- gripasöluna en nokkrir sýndu a.m.k. áhuga. Barbara er sjálfmenntuð í skart- gripahönnuninni og hefur fengist við hana í mörg ár. Hún kom sér síðan upp sölubás undir eigin nafni á mark- aðnum á Strikinu fyrir þrettán árum en hafði þar til þá selt annars staðar. Íslendingar þekkja Strikið sem að- algötu Kaupmannahafnar og víst að margir sem eiga leið um koma við hjá Barböru og líta á hálsmenin hennar. Barbara er á leið til Asíu í næsta mánuði en ákvað að fara fyrst til Ís- lands eins og hana hafði lengi langað til. Hún segist hafa haft gaman af að koma til Íslands að vetri til, þar sem hún hafi alltaf séð Ísland fyrir sér snævi þakið. „En næst ætla ég að koma að sumri, þetta er meira að segja of kalt fyrir mig,“ segir Barb- ara sem vonast til að halda sambandi við ættingja sína hér á landi. Ættingi Íslands með skartgripi á Strikinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Barbara Wade: Kom til Íslands til að hitta ættingja og kynnti skart- gripina sína í leiðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.