Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 53
MESSUR Á MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 53 ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 14:00. Kór Áskirkju syngur. Organisti Kári Þormar. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11:00. Fjölbreytt tónlist. Skemmtileg samvera fyr- ir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 14:00. Félagar úr Kór Bústaðakirkju syngja. Organisti Gunnar Gunnarsson. Heitt á könnunni eftir messu. Pálmi Matt- híasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Eftir messu er fundur með ferming- arbörnum og foreldrum. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11:00 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur djákna o. fl. Guðsþjónusta kl. 11:00. Samskot til kirkjustarfsins. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Ólaf- ur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðs- þjónusta kl. 14:00. Organisti Kjartan Ólafsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11:00. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Sigurður Pálsson. Enska messa kl. 14. Prestur sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti Hörður Bragason. Guðrún Finnbjarn- arsdóttir leiðir safnaðarsöng. Messukaffi. Klais-orgelið hljómar. Hádegistónleikar með kynningum laugardag kl. 12:00. Hörður Áskelsson leikur á orgelið og kynn- ir. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Toshiki Toma prestur innflytjenda prédikar. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Barnaguðsþjónusta kl. 13.00. Umsjón Ólafur Jóhann Borg- þórsson. LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Hringbraut: Guðsþjónusta kl. 10:30. Sr. Bragi Skúlason. Fossvogur: Guðsþjónusta kl. 10:30. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. Landakot: Guðsþjónusta kl. 11:30. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Guðný Hallgrímsdóttir messar. Þuríður Vil- hjálmsdóttir syngur einsöng. Organisti Jón Stefánsson. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðarheimilið með Ágústu og Þóru. Öll börn velkomin og eru foreldrar, ömmur og afar og eldri systk- ini hvött til að koma með börnunum. Kaffi- sopi eftir stundina. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11:00. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar organista. Hildur Eir Bolladóttir, Heimir Haraldsson og Þorvaldur Þorvaldsson stýra sunnudagaskólanum, en sr. Bjarni Karlsson og Sigurbjörn Þorkelsson með- hjálpari þjóna að messunni ásamt fulltrú- um frá Lesarahópi kirkjunnar og nokkrum fermingarbörnum. Messukaffi. NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Kirkjukór Neskirkju syngur. Organisti Reynir Jón- asson. Prestur sr. Frank M. Halldórsson. Barnastarf á sama tíma. Sögur, brúður og söngur. Öll börn fá kirkjubókina og lím- miða. Kaffi, djús og spjall í safnaðarheim- ilinu eftir messu. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Fermingarbörn hvött til að mæta. Organisti Pavel Manasek. Prestur sr. Sigurður Grétar Helgason. Sunnudaga- skólinn á sama tíma. Minnum á æskulýðs- félagið kl. 20:00. Idol-gestir koma í heim- sókn. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Jazzmessa kl. 14:00. Barnastarf á sama tíma. Gitar Isl- ancio leikur. Ræðumaður Helgi Hróbjarts- son kristniboði. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barnasamvera í kirkjunni kl. 11:00. Umsjón með stundinni hefur Ása Björk Ólafsdóttir, guðfræðinemi. Allir velkomnir. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl.11.00. Organisti Kriztina Szklenár. Kirkjukórinn syngur. Fundur með foreldrum fermingarbarna eftir guðsþjónustu. Sunnu- dagaskólinn í safnaðarheimilinu á sama tíma. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11.00. Öll börn sem verða 5 ára á árinu eru sérstaklega boðin velkomin. Yngri barnakórinn syngur. Tómasarmessa kl. 20 í samvinnu við félag guðfræðinema og kristilegu skólahreyfinguna. Fyrirbænir, máltíð Drottins og fjölbreytt tónlist. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl 11.00. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju B hópur. Léttar veitingar í safnaðarsal að messu lokinni. (500 kr). Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellu á neðri hæð. (Sjá:nán- ar:www.digraneskirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur: Sr. Svavar Stefánsson. Djákni: Lilja G. Hallgrímsdóttir. Organisti: Lenka Mátéová. Kór kirkjunnar syngur und- ir stjórn organista. Meðhjálpari: Jóhanna Freyja Björnsdóttir. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu undir stjórn Elfu Sifjar Jónsdóttur. Eftir guðsþjón- ustuna er boðið upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu. Fermingarbörn næsta vors og foreldrar þeirra sérstaklega boðuð til guðsþjónustunnar. GRAFARVOGSKIRKJA: Messa kl. 11:00 í Grafarvogskirkju. Séra Bjarni Þór Bjarna- son prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Vigfúsi Þór Árnasyni. Kór Grafarvogs- kirkju syngur. Fiðla: Hjörleifur Valsson. Organisti: Hörður Bragason. Eftir guðsþjónustuna verður fundur með foreldrum og fermingarbörnum í Borga-, Engja-, Korpu-, Rima- og Vík- urskóla, þar sem verður meðal annars rætt um fermingarfræðsluna, ferminguna sjálfa og það sem henni tengist. Barna- guðsþjónusta kl. 11:00 í Grafarvogskirkju. Prestur séra Anna Sigríður Pálsdóttir. Um- sjón: Bryndís. Organisti: Gróa Hreinsdóttir. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00 í Borg- arholtsskóla. Umsjón: Signý. Undirleikari er Guðlaugur Viktorsson. HJALLAKIRKJA: Taize-guðsþjónusta kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Sungnir verða Taize-sálmar að franskri fyrirmynd. Fyrirbænastund. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðsþjón- usta kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrð- arstund á þriðjudag kl. 18 og Opið hús á fimmtudag kl. 12 (sjá einnig á www.hjalla- kirkja.is). Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 11.00 í umsjón Dóru Guðrúnar, Bóasar og Önnu Kristínar. Guðsþjónusta kl. 11.00. Séra Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur predikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syng- ur og leiðir safnaðarsöng. Organisti Julian Hewlett. Boðið verður upp á kaffi í Borgum eftir guðsþjónustu. Sr. Ægir Fr. Sig- urgeirsson. LINDAKIRKJA Í KÓPAVOGI: Fjölskyldu- guðsþjónusta í Lindaskóla kl. 11. Stopp leikhópurinn sýnir leikritið Óskirnar tíu, barn verður borið til skírnar. Þorvaldur Hall- dórsson leiðir safnaðarsönginn. Allir vel- komnir. Minnum á akstur frá Vatnsenda- og Salahverfi í guðsþjónustuna og heim aftur. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Hressandi söngur, lifandi samfélag! Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson pré- dikar. Kirkjukór leiðir söng. Organisti Jón Bjarnason. Altarisganga. Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 16. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Orgnisti Jón Bjarnason. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguð- sþjónusta kl.11.00. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Friðrik Schram kennir um efnið: Hvernig leita ég vilja Guðs með líf mitt? Síðari hluti. Einnig verður Arnheiður Ósk Ingvarsdóttir skírð og veisla á eftir. Sam- koma kl.20.00 með mikilli lofgjörð, vitn- isburði og fyrirbæn. Edda Matthíasdóttir Swan predikar. Allir velkomnir. Þáttur kirkj- unnar „Um trúna og tilveruna“ verður sýnd- ur á Ómega kl.13.30. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp: Samkomur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20:00. Bibl- íufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Sam- koma á morgun kl. 16. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Kl. 19.30 bænastund. Kl. 20 hjálpræð- issamkoma. Umsjón Inger Dahl. Mánu- dagur: Kl. 15 heimilasamband. Allar konur velkomnar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma sunnudag kl. 14. Sigrún Einarsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1-6 ára og 7-12 ára á samkomutíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir eru hjartanlega velkomnir. Nánari upplýsingar á www.kefas.is KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 17. Söngsamkoma með Valgeiri Skag- fjörð, hugleiðing Ragnhildur Ásgeirsdóttir. Fræðsla í Undralandi fyrir börnin í aldurs- skiptum hópum. Matur á fjölskylduvænu verði eftir samkomuna. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA: Sunnudagur 25. janúar: Al- menn samkoma kl.16:30. Ræðumaður Vörður Leví Traustason. Mikil lofgjörð í um- sjón Gospelkórs Fíladelfíu. Fyrirbænir. Allir hjartanlega velkomnir. Bænastundir alla virka morgna kl. 06:00. filadelfia@gosp- el.is www.gospel.is VEGURINN: Fjölskyldusamkoma kl. 11. Léttur hádegisverður að samkomu lokinni. Allir velkomnir. Bænastund kl. 19.30. Al- menn samkoma kl. 20. Vitnisburðir, lof- gjörð, fyrirbænir. Högni Valsson prédikar og samfélag á eftir í kaffisalnum. Tekið á móti fyrirbænaefnum í síma 564-2355 eða á vegurinn@vegurinn.is - Minnt er á safnaðarfund á morgun mánudag kl. 20. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Á laug- ardögum: Barnamessa kl. 14.00 að trú- fræðslu lokinni. Kirkjan er öllum opin á daginn frá kl. 8.00 til 18.30. Reykjavík, Maríukirkja við Raufarsel, Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laug- ardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30 Riftún í Ölfusi. Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Miðvikudaga kl. 20.00 Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Miðvikudaga: Messa kl. 18.30. Karmelklaustur. Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík, Barbörukapella, Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Alla fimmtu- daga: Rósakransbæn kl. 20.00 Stykkishólmur. Austurgötu 7. Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10.00. Ísafjörður. Sunnud: Messa kl. 11. Flateyri. Laugardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík. Sunnudaga kl. 16. Suðureyri. Sunnud: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan, Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa kl. 11.00. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: Barnaguðsþjónusta í kirkjunni sunnudag kl. 11 fh. Gunnar Kristjánsson, sókn- arprestur. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11:00 Sunnudagaskóli í Landakirkju. Mik- ill söngur og mikil lofgjörð. Biblíusaga, bibl- íukerti og brúðuheimsókn. Hvað segir rebbi refur í dag? Fjölmennum í kirkju með börnin. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og barna- fræðararnir. Kl. 14:00 Guðsþjónusta í Landakirkju. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guðmundar H Guðjónssonar. Ferm- ingarbörn lesa ritningarlestra. Guðsþjón- ustunni verður útvarpað á FM 104 hér í Vestmannaeyjum síðar í dag. Prestur sr. Fjölnir Ásbjörnsson. Kl. 15:10 Guðsþjón- usta á dvalarheimili aldraðra Hraun- búðum. Kl. 20:30 Æskulýðsfundur í Safn- aðarheimili Landakirkju hjá Æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM&K. Esther Bergsdóttir æskulýðsfulltrúi, sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtogarnir. MOSFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Kristján Valur Ingólfsson. Kirkju- kór Lágafellssóknar. Organisti Jónas Þórir. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu kl. 13. Jón Þorsteinsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl.11.00. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Kór kirkjunnar leiðir söng. Organisti Ant- onia Hevesi. Á sama tíma fer fram sunnu- dagaskóli í safnaðarheimili kirkjunnar og Hvaleyrarskóla. Munið barna- og fjöl- skylduhátíð allra lúterskra safnaða í Hafn- arfirði sem haldin verður að Ásvöllum kl.16.00. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar. Barnahátíð kl. 16. Sameiginleg barnahátíð Víðistaðasóknar, Ástjarnarsóknar, Hafnarfjarðarsóknar og Fríkirkjunnar verður haldin í íþróttahúsinu að Ásvöllum. Vönduð og skemmtileg dag- skrá. Sjá nánar í sameiginlegum auglýs- ingum og fréttatilkynningum. www.vid- istadakirkja.is FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl.11. Umsjón hafa Sigríður Kristín, Hera, Örn og Skarphéðinn. Barnahátíð í Íþróttahúsi Hauka að Ásvöll- um kl.16. Hátíðin er á vegum allra kirkn- anna í Hafnarfirði og leiðtogar og tónlist- arfólk úr barnastarfi safnaðanna leiða fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Trúð- ur kemur í heimsókn og börnunum boðið upp á góðgæti. Biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson tekur þátt í hátíðinni og ræðir við börnin. Lúðrasveit leikur nokkur lög áður en hátíðin hefst. Kynnir verður Adda Steina Björnsdóttir. ÁSTJARNARSÓKN í samkomusal Hauka á Ásvöllum. Barnaguðsþjónusta á sunnu- dögum kl. 11. Ponzý, unglingastarf Ástjarn- arsóknar á mánudögum kl. 20-22. KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli í Stóru- Vogaskóla á laugardögum kl. 11.15. Guðsþjónusta í Kálfatjarnarkirkju sunnu- dag kl. 17. Þorsteinn Haukur Þorsteinsson og tollhundurinn Bassi eru sérstakir gestir í kirkjunni og verður samvera með þeim frá kl. 16 í þjónustuhúsinu. Umræðuefni er heilbrigt líf án eiturlyfja og eru fjölskyldur fermingarbarna hvött til að taka þátt í sam- verunni með fermingarbörnunum. BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskólinn í Álftanesskóla kl. 11:00. Sama skemmti- lega efnið og leiðbeinendurnir. Mætum vel. Prestarnir. VÍDALÍNSKIRKJA: Messa með alt- arisgöngu sunnudaginn 25. janúar kl. 11:00. Kór kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng. Kór og orgeltónlist verður eingöngu eftir íslensk tónskáld. Sunnu- dagaskólinn yngri og eldri deild á sama tíma í kirkjunni. Fermingarbörn og foreldrar hvött til að mæta vel. Organisti: Jóhann Baldvinsson. Við athöfnina þjónar sr. Hans Markús Hafsteinsson. Heitt á könnunni í safnaðarheimilinu að lokinni athöfn. Prest- arnir. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta sunnudaginn 25. janúar kl.11. Kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Natalíu Chow Hewlett organista. Efni sunnudagaskólans kynnt, en umsjón með því hafa Ástríður Helga Sigurðardóttir og Ingibjörg Erlendsdóttir. Gospelkór Fíla- delfíu ásamt hljómsveit heldur tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju sunnudagskvöldið 25. janúar kl. 20:30 undir stjórn Óskars Ein- arssonar. Flutt verður létt gospeltónlist í bland við fallega lofgjörðarsálma. Athugið að ekkert kostar inn á tónleikana. NJARÐVÍKURKIRKJA (Innri-Njarðvík): Fjöl- skylduguðsþjónusta sunnudaginn 25. jan- úar kl.11. sem fer fram í Ytri- Njarðvík- urkirkju og verður efni sunnudagaskólans kynnt og eru íbúar safnaðarins hvattir til að mæta þangað. KEFLAVÍKURKIRKJA: Fjölskyldu- og út- varpsguðsþjónusta kl. 11 árd. Prestur sr. Helga Helena Sturlaugsdóttir. Barnakór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti og stjórn- andi ásamt Bylgju Dís Gunnarsdóttur er Hákon Leifsson. Meðhjálpari Helga Bjarnadóttir. Kirkjukaffi eftir messu. Sjá Vefrit Keflavíkurkirkju: keflavikurkirkja.is BORGARNESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl 11.15. Messa kl 14. Guðsþjónusta á Dvalarheimili aldraðra kl 15.30. Sókn- arprestur. HNÍFSDALSKAPELLA: Messa og alt- arisganga kl. 11. Kvennakórinn syngur undir stjórn Huldu Bragadóttur. Sunnu- dagaskóli kl. 13. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Kirkjuskóli kl. 11. Sóknarprestur. AKUREYRARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson. Barna- kór Akureyrarkirkju syngur. Stjórnandi Ey- þór Ingi Jónsson. Guðsþjónusta á Dvalarheimilinu Hlíð kl. 15.30. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Félagar úr Kór Akureyr- arkirkju syngja, organisti Eyþór Ingi Jóns- son. Kvöldmessa kl. 20.30. sr. Svavar A. Jónsson. Stúlknakór Akureyrarkirkju syng- ur. Stjórnandi Eyþór Ingi Jónsson. Ferming- arbörn eru sérstaklega hvött til að koma. GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera og guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Arnaldur Bárðarson þjónar. Félagar úr Kór Glerárkirkju syngja. Organisti Hjörtur Steinbergsson. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Kl. 11 sunnudagaskóli. Kl. 16.30 bænastund. Kl. 17 almenn samkoma, Níels Jakob Erl- ingsson talar. HVÍTASUNNUKIRKJAN á Akureyri: Kl. 16.30 sunnudag er vakningasamkoma. Samúel Ingimarsson prédikar. Yndislegur söngur, lífleg þátttaka og frábært guðsorð. LAUFÁSPRESTAKALL: Grenivíkurkirkja. Guðsþjónusta snnudag kl. 14. Svalbarðs- kirkja. Kyrrðarstund sunnudag kl. 21. EGILSSTAÐAKIRKJA: KIRKJUBÆJARKLAUSTURSPRESTA- KALL: Minningarkapella séra Jóns Stein- grímssonar: Sunnudagaskóli kl. 11:00. Starfið hefst af fullum krafti núna á sunnu- daginn. Mætum öll og eigum skemmtilega stund saman. Sr. Bryndís Malla Elídóttir. Guðsþjónusta kl. 14:00. Kór Prestsbakka- kirkju leiðir söng og organisti er Brian Ro- ger Bacon. Allir hjartanlega velkomnir. Sr. Baldur Gautur Baldursson. ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Messa kl. 14 sunnudag. Eldri borgarar boðnir vel- komnir. Kirkjukaffi á Hellu í boði sókn- arnefndar eftir messu. Sr. Skírnir Garð- arsson. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 11. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Létt- ur hádegisverður að messu lokinni. Morg- untíð sungin þriðjudag til föstudags kl. 10, kaffisopi á eftir. Foreldrasamvera miðviku- dag kl. 11-12. Æskulýðsfundur miðviku- dag kl. 20. Kirkjuskóli í Vallaskóla útistofu nr. 6 fimmtudag kl. 13.30. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. Guðspjall dagsins: Jesús gekk ofan af fjallinu. (Matt. 8.) Morgunblaðið/Ómar Skrúðhúsið við gömlu Silfrastaðakirkjuna í Árbæjarsafni. verið gífurlegt áfall fyrir fjölskyld- una, þegar húsið þeirra að Útgörðum brann til kaldra kola árið 1945. Með þrautseigju og dugnaði og vafalítið hjálp góðra vina og granna byggðu þau sér nýtt heimili, Baldursheim. Þar bjuggu þau uns þau fluttu til Reykjavíkur, í þeim tilgangi fyrst og fremst að hafa trygga atvinnu. Í Reykjavík bjuggu þau til að byrja með í bragga í Laugarneskamp, leigðu síðan á nokkrum stöðum, en festu að lokum kaup á sérhæð við Nýlendugötuna. Bragginn þætti auð- vitað ekki boðlegt húsnæði í dag, var það raunar ekki þá. Það kom samt ekki í veg fyrir að þar væri að finna hlýju og ástúð í ríkum mæli. Um það vitna mínar allra fyrstu bernsku- minningar. Stundum knúði sorgin dyra. Harmur ömmu var mikill, þegar afi lést og síðar þegar sonurinn Guðni, tengdasonurinn Hörður og foreldrar mínir Guðrún og Þorsteinn féllu frá um aldur fram. Ég þekki af eigin raun með hvílíkum styrk hún tók þessum fregnum. Hún var ávallt staðföst í trú sinni, sem í bland við skapstyrk, nýttist henni augljóslega þegar á þurfti að halda. Mig rekur ekki minni til að hún efaðist eitt and- artak um mildi og miskunnsemi hins háa Herra. Þrátt fyrir tímabundið mótlæti og erfiðar sorgarstundir, var amma fyrst og síðast félagslynd, glaðvær og skemmtileg návistum. Frá henni geislaði hlýja og gæska og fátt virtist geta bugað hana. Hún kunni ávallt þá list að njóta lífsins og meta gjafir al- mættisins. Þegar amma varð fimm- tug gáfu börnin henni farareyri til Vesturheims í þeim tilgangi að hitta fjölskyldu sína. Þetta var mikið ferðalag, ekki síst þegar tekið er mið af því að þá voru ferðalög almennings fremur fátíð. Hún ferðaðist um Kan- ada og Bandaríkin, þar sem hún tók hús á fjölda ættingja. Alls staðar var hún aufúsugestur og vel fagnað. Þessi ferð hennar varð kveikjan að ferðum frændfólksins í Vínlandi til gamla landsins. Amma hafði gaman af ferðalögum og ferðaðist til útlanda komin á áttræðis- og níræðisaldur. Rúmlega áttræð heimsótti hún okkar á Hornafjörð. Heimsóknin var fjölskyldunni gleðiefni og líður seint úr minni. Hún hafði gaman af og var góð í spilum. Bridds var uppáhaldsspilið, sem hún stundaði af áfergju og jafnvel ástríðu, þar til sjónin fór að daprast fyrir nokkrum árum. Við eigum mörg góð- ar minningar frá spilaborðinu með henni, „óttalegar ruður eru þetta“ sagði hún stundum eða „þetta eru nú hálfgerðar lýjur“. Lengi vel reykti hún, en taldi rétt að hætta, komin á áttræðisaldur. Bestu stundirnar með henni voru í rólegheitum, þegar eft- irminnileg atvik og viðburðir voru rifjuð upp. Mér eru til dæmis minn- isstæðar lýsingar hennar á Kötlugos- inu, hvernig þessar miklu hamfarir höfðu áhrif á fólkið og hana sjálfa, þá níu ára gamla. Þá var magnað að upplifa gegnum frásögn hennar ferðalag yfir Hellisheiðina, en ferð úr Flóanum í höfuðstaðinn var þá með nokkuð öðrum hætti en nú þekkist og gat jafnvel tekið nokkra daga. Amma var falleg kona og lagði ríka áherslu á að hlúa að útliti og vanda framkomu. Elli kelling náði aldrei tökum á henni – hún var glæsileg og hnarreist til síðustu stundar. Nú hefur hún lagt í ferðina sem hún vissi að væri óumflýjanleg – og hefur ef til vill á sinn hátt hlakkað til. Henni fannst kominn tími til að hitta fólkið sitt og standa andspænis Guði sínum, sem án nokkurs vafa tekur henni opnum örmum. Við söknum þessarar góðu og vel gerðu konu, sem í gegnum tíðina hefur umvafið okkur elsku og veitt ótæpilega af kærleik sínum. Hún er og verður okkur hvatning og verðug fyrirmynd. Fjölmargar og góðar endurminning- ar milda söknuðinn og fylla tómið sem myndaðist þegar Aðalheiður kvaddi okkur. Blessuð sé minning hennar. Sturlaugur Þorsteinsson.  Fleiri minningargreinar um Aðalheiði Eyjólfsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.