Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 63
STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þú ert réttlátur og ráðagóð- ur og því leitar fólk gjarnan til þín. Þú ert sannur vinur vina þinna og gengur stund- um einum of langt í þeirra þágu. Þú þarft að læra að segja nei. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þér finnst þú ekki ná til fólks og ættir því e.t.v. að endur- skoða hvernig þú talar til þess. Reyndu að koma því sem þú vilt koma á framfæri frá þér með öðrum hætti. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert eins og lurkum lamin/n án þess að vita hvað veldur því. Stundum þurfum við bara að taka því sem að höndum ber án of mikilla vangaveltna. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þér finnst athygli annarra óþægileg og allt að því kæf- andi. Þú þarft að fá þitt oln- bogarými svo þú getir notið þín. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Skoðanir sem þú hefur lengi haldið fram fá nú allt í einu hljómgrunn víðar en þig hafði nokkurn tíma órað fyrir. Þessu fylgja skemmtileg kynni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er úr vöndu að ráða þegar staðið er frammi fyrir mörgum möguleikum. Láttu ekki hug- fallast heldur íhugaðu fram- haldið í rólegheitum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það getur reynst þér erfitt að velja fólk til að vinna með en gefðu þér góðan tíma til þess því það á eftir að mæða mikið á samvinnunni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft að athuga vel hvernig þú setur hlutina fram því það skiptir sköpum að allir skilji hvað þú ert að fara. Annars er hætt við að hlutirnir gangi ekki upp. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Til þín er leitað um forustu í ákveðnu máli. Taktu það að þér þótt það kunni að kosta nokkurn tíma. Það verður þér örugglega bæði til gagns og gleði. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það getur verið gaman að láta gamminn geisa um allt milli himins og jarðar en mundu að viðmælandi þinn kann líka að hafa margt skemmtilegt fram að færa. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er ákaflega gefandi að eiga sálufélaga sem skilur mann og þekkir allar manns þarfir. Um leið og þú nýtur þessa þarftu að muna að slík vinátta verður að vera gagn- kvæm. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Grunnurinn þarf að vera góður til þess að það sem á honum rís sé til frambúðar. Gefðu þér því nægan tíma til að undirbúa hlutina. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Búðu þig undir óvænt tíðindi. Þá verður eftirleikurinn auð- veldari. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 63 DAGBÓK DYNSKÓGUR Mig kallar söngvum laufviða landið nakið. En þungt er bjarkarstofnunum strengjatakið, og blæöspin titrar sem hjarta harmstöfum vakið. Í ómsins hilling lifna nú svartir sandar, er fallinna skóga þytur þögninni bandar. – Svo gróðursins draumi auðnin í brjóst vor andar. Öll hrjóstrin verða að ljóði, er leysir snjóa. Þá lyftir höfði grein, sem fékk aldrei að gróa, og blæöspin hreyfist, hjarta norrænna skóga. Í söngvunum grær hvert laufblað, er lifði endur. Í dulræðu skrjáfi sandsins um sorfnar lendur mig kallar Dynskógur horfinn, höggvinn, brenndur. Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA DEMANTSBRÚÐKAUP. Hinn 2. janúar síðastliðinn héldu hjónin Jóhanna G. Vigfúsdóttir og Hjalti Bjarnason upp á 60 ára demantsbrúðkaup sitt. Þau áttu ánægjulegan dag með fjölskyldunni sinni. ÞAÐ kemur fyrir bestu pör að lenda í slemmu þar sem ÁK vantar í sama lit. Oft vinnast slíkar slemmur ef vörnin hittir ekki á útspilið, en í spili dagsins er um tví- sýna baráttu að ræða. Setj- um okkur í spor suðurs: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ÁD ♥ÁG1098 ♦ÁKG10 ♣97 Vestur Austur ♠10986 ♠432 ♥53 ♥D642 ♦7653 ♦94 ♣532 ♣ÁK84 Suður ♠KG75 ♥K7 ♦D82 ♣DG106 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 tíglar * Pass 2 grönd Pass 6 grönd Allir pass Úr því suður kaus að opna á þessa „ljótu“ 12 punkta er svo sem skiljanlegt að norð- ur keyri í slemmu. Austur getur ekki doblað sex grönd, því það myndi biðja um hjarta út, lit blinds. Hann getur því bara „beðið“ – í tvíræðri merkingu þess orðs. En austur er ekki bæn- heyrður. Eftir stutta bið eft- ir útspilinu liggur spaðatían á borðinu. Og nú kemur til kasta sagnhafa. Hann þarf að finna hjartadrottn- inguna, en það eitt dugir ekki til ef hún er við fjórða mann. Látum hann hitta á að spila gosanum út og svína fyrir drottninguna í austurs. Hann spilar næst hjarta- kóng, en tekur svo slagina á spaða og tígul. Sagnhafi er inni í borði í þessari stöðu til að spila síðasta tíglinum: Norður ♠-- ♥ÁG ♦10 ♣9 Vestur Austur ♠-- ♠-- ♥-- ♥D6 ♦7 ♦-- ♣532 ♣ÁK Suður ♠-- ♥-- ♦-- ♣DG106 Austur er varnarlaus. Hann hendir laufkóng í tíg- ultíuna, en fær næsta slag á ásinn og verður að spila hjarta frá drottningunni upp í ÁG. Þetta er nokkuð sjálfspil- andi ef sagnhafi hittir á hjartað. Og það ætti hann að gera, einmitt út af þessum aukamöguleika að austur sé með drottningu fjórðu í hjarta og ÁK í laufi. Því ekki á vestur ÁK í laufi, svo mik- ið er víst. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e5 2. Rf3 d6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Be7 6. Bc4 O-O 7. O-O c6 8. a4 d5 9. exd5 cxd5 10. Bd3 Rc6 11. Bb5 Dc7 12. h3 Hd8 13. Be3 Re4 14. Rce2 Re5 15. f3 Rf6 16. b3 Rg6 17. Dd2 De5 18. Bd3 Rh5 19. f4 Dc7 20. Hae1 Bd7 21. f5 Re5 22. g4 Rg3 23. Rxg3 Rxd3 Staðan kom upp í C-flokki Corus skákhátíðarinnar sem stendur nú yf- ir í Wijk aan Zee í Hollandi. Hin knáa og léttleikandi skákprinsessa frá Úkraínu, Kater- yna Lahno (2493) sneri núna laglega á serbneska stór- meistarann Milos SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Pavlovic (2548). 24. Bf4! Rxf4 25. Hxe7 Dd6 25... Rxh3+ 26. Kg2 Dc5 27. Hxd7 Hxd7 28. Kxh3 hefði einnig verið slæmt á svart. 26. Hxd7 Rxh3+ 27. Kg2 Hxd7 28. Kxh3 He8 29. f6 De5 30. fxg7 Kxg7 31. Rh5+ Kh8 32. Rf6 De3+ 33. Dxe3 Hxe3+ 34. Kg2 Hd6 35. Rf5 He2+ 36. Kf3 og svartur gafst upp. Skugginn/Barbara Birgis BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. október 2003 í kirkju Ár- bæjarsafns af sr. Guðmundi Karli Brynjarssyni þau Guðrún Hulda Gunnarsdóttir og Haraldur Dean Nelson. Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 19. janúar hófst að- alsveitakeppni félagsins með þátt- töku 10 sveita. Sveitirnar áttu mis- jöfnu gengi að fagna en best allra spilaði sveit Svanhildar Hall, þótt sveitarforinginn væri fjarri. Halli í Munaðarnesi, Sveinn á Vatnshömr- um, Jón mjólkurbílstjóri og Hildur hænsnabóndi gáfu engin grið og skoruðu 46 stig. Munaði þar mestu meðferð þeirra á „Kópakarlinum“ og hans sveitarfélögum sem aldrei sá til sólar þetta fyrsta kvöld. Bifrestingar sýndu líka að þeir eru til alls líklegir og sitja nú í öðru sæti skammt á eftir hinni „týndu“ Svanhildi. Staðan eftir fyrsta kvöldið er annars þessi: Svanhildur Hall 46 stig Bifröst 43 stig Halldóra Þorvaldsd. 37 stig Egill Kristinsson 36 stig Bridsfélag yngri spilara Spiluð var sveitakeppni á fyrsta spilakvöldi félagsins eftir áramót miðvikudaginn 21. janúar. Fjórar sveitir öttu kappi og voru spilaðir þrír 8 spila leikir. Sveit Kára Hreinssonar varð hlut- skörpust, skoraði 56 stig. Með hon- um í sveit voru Ellen Lárusdóttir, Ljósbrá Baldursdóttir og Bragi Björnsson. Sveitir Davíðs og Ýr voru jafnar í öðru sæti með 48 stig. Í sveit Ýr voru Hrafnhildur Ýr Matthías- dóttir, Halldóra Hjaltadóttir, Heiða Hrönn Sigmundsdóttir og Bára Val- gerður Friðriksdóttir. Í sveit Davíðs voru Davíð Jóhannsson, Guðmundur Andrésson, Anna Guðlaug Nielsen og Inda Hrönn Björnsdóttir. Næsta miðvikudag, 28. janúar verður aftur spiluð sveitakeppni sem er góð æfing fyrir komandi Íslands- mót yngri spilara í sveitakeppni sem verður helgina 31. janúar-1. febrúar. Allir 25 ára og yngri eru velkomnir. Bridsfélag Suðurnesja Síðasta mánudag var spilað 2. kvöldið af 3 í Butler. Þessi pör skor- uðu mest: Jóhannes Sigurðsson–Gísli Torfason 68 Karl Karlsson–Gunnlaugur Sævarsson 65 Þorgeir Halldórsson–Garðar Garðarsson 62 Staðan eftir 2 umferðir: Jóhannes Sigurðsson–Gísli Torfason 112 Þorgeir Halldórsson–Garðar Garðarsson108 Karl Karlsson–Gunnlaugur Sævarsson 108 Randver Ragnarss.–Gunnar Guðbjörnss. 97 Kristján Kristjánss.–Garðar Garðarss. 96 Lokaumferðin verður svo spiluð næsta mánudag. Bridsdeild Breiðfirðinga Eftir jólahlé hófst spilamennska 11. janúar. 13 pör mættu vel hvíld eftir gott hlé. Spilaður var tvímenn- ingur. Úrslit urðu: Unnar Guðmundss. – Sveinn Ragnarss. 151 Haraldur Sverrisson – Bjarni V. Sjonvik 140 Jón Jóhannesson – Birgir Kristjánsson 138. Í tvímenningi 18. jan., 14 pör, urðu úrslit þessi: Friðrik Jónsson – Þorbjörn Ben 184 Jón Jóhannesson – Birgir Kristjánsson 174 Sveinn Ragnars. – Sigurður J. Björgvins. 172 Sigurbjörg Einarsd. – Páll Þorsteinsson 172 Fyrirhuguð er sveitakeppni fé- lagsins. Spilað er í Breiðfirðingabúð sunnud. kl. 19. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson SMS tónar og tákn MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Síðustu innritunardagar BRIDSSKÓLINN                     Námskeið Bridsskólans í framhalds- og byrjendaflokki hefjast í næstu viku, á mánudag og miðvikudag. Framhald: Hefst 26. janúar og stendur yfir í 10 mánudagskvöld, þrjár klst. í senn, frá kl. 20-23. Byrjendur: Hefst 28. janúar og stendur yfir í 10 miðvikudagskvöld, þrjár klst. í senn, frá kl. 20-23. Upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 17 um helgina. Spilastaður: Síðumúli 37 í Reykjavík. Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 1. flokkur, 23. janúar 2004 Kr. 1.000.000,- 563B 3096H 5580B 8439H 11545E 19842H 21761H 23448B 25423F 30954G 37164B 50101B 52664B 54991B 57643B Þorrablót og dansleikur Félag harmonikuunnenda í Reykjavík og Þjóðdansafélag Reykjavíkur halda þorrablót og dansleik í Glæsibæ í kvöld. Húsið opnað kl. 19.00 og borðhald hefst kl. 20.00. Miðaverð kr. 3.000. Miðaverð á dansleik, sem hefst kl. 22.30, kr. 1.200. Hljómsveitir Þórleifs Finnssonar, Þorvaldar Björnssonar, Guðmundar Samúelssonar og Vindbelgirnir leika fyrir dansi. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Borðapantanir í símum 568 6422/894 2322/588 7467/893 0640.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.