Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 31 SALSA EINS OG SALSA Á AÐ VERA 26., 27., 28. og 29. janúar, fjórum sinnum einn og hálfur tími. Pantaðu tíma í síma 551 3129 milli klukkan 16 og 22. Salsa fer sigurför um heiminn. Stine og Reynold frá Kúbu halda 6 tíma Salsanámskeið fyrir börn (yngst 10 ára), unglinga og fullorðna. Sértímar fyrir dömur. Aðstoðarkennarar verða Heiðar Ástvaldsson, Harpa Pálsdóttir og Erla Haraldsdóttir, sem öll hafa lært SALSA á Kúbu. Brautarholti 4 47. starfsár Hann er svartur, hún er hvít. Þau eru frábærir dansarar og kennarar. Þau fá aðstoð frá íslenskum toppkennurum, sem lært hafa salsa á Kúbu. Hefurðu betra tækifæri til að læra salsa? BOÐIÐ verður upp á leiðsögn um sýninguna á verkum Elíasar Hjör- leifssonar alla sunnudaga meðan sýning stendur en henni lýkur 14. mars. Fyrsta leiðsögn verður kl. 14 á morgun sunnudag. Flestar myndirnar eru frá árunum 1989 til 2002, en það ár féll Elías frá. Myndefnið er aðallega náttúra Ís- lands. Þau svæði sem voru honum sérstaklega hugleikin eru svæðið í nágrenni Heklu, að fjallabaki, við Hraunvötn og móbergsgljúfrin við Sólheimajökul. Sumar af þessum myndum málaði hann á staðnum, úti í náttúrunni. En myndefnið er ekki eingöngu landslag, heldur leitar hann víða fanga og tekur sér fullt frelsi til framsetningar. Einnig eru nokkur verk er þeir feðgar Ólafur og Elías unnu saman. Leiðsögn um sýningu Hafnarborgar FÉLAGSFUNDUR Félags Nýlista- safnsins sem haldinn var sl. miðviku- dag samþykkti kauptilboð í húseign félagsins að Vatnsstíg 3. Ljóst er því orðið að Vatnsstígurinn verður innan tíðar kvaddur en þar hefur Nýlista- safnið verið til húsa í 26 ár, þar af 23 í bakhúsinu nr. 3b en síðan í nr. 3. Geir Svansson, framkvæmdastjóri Nýlistasafnsins, segir að vegna ófyr- irséðra annmarka á húsnæðinu að Vatnstíg 3 og breyttra viðhorfa til safneignar Nýlistasafnsins hafi verið ákveðið að leita eftir hentugri íveru- stað fyrir starfsemi Nýlistasafnsins. „Ekki er tímabært að skýra frá nýrri staðsetningu safnsins en ljóst er að það verður áfram í hjarta miðborg- innar þar sem það mun halda áfram að vera einn af hornsteinum menn- ingarlífs Reykjavíkurborgar og út- vörður séreinkenna íslenskrar sam- tímamyndlistar í heiminum öllum,“ segir Geir. „Jafnframt flutningunum standa til breytingar á innra skipu- lagi Nýlistasafnsins í samræmi við breytta tíma. Nefndir meðlima safnsins um alla þætti í starfsemi fé- lagsins hafa verið að störfum und- anfarna mánuði í þeim tilgangi að marka stefnuna og skerpa á mark- miðum Nýlistasafnsins.“ Að mati stjórnar Nýlistasafnsins er hlutverk safnsins jafn mikilvægt og áður, að sinna og hlúa að sam- tímamyndlist og öðrum framsækn- um listum á Íslandi. „Nýlistasafnið/ The Living Art Museum er eitt þekktasta „vörumerkið“ í íslenskri myndlist og ætlar sér að viðhalda því um ókomna tíð.“ Nýlista- safnið selur Vatnsstíg 3 Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Tveimur sýningum lýkur á sunnu- dag á Kjarvalsstöðum. Annars vegar er um að ræða afmælissýningu Kjar- valsstaða, Myndlistarhúsið á Mikla- túni – Kjarvalsstaðir í 30 ár, þar sem stiklað er á 30 ára sögu sýningar- halds á Kjarvalsstöðum, deilum um rekstur, stjórnun og sýningarstefnu. Sýningarstjórar eru Aðalsteinn Ing- ólfsson, forstöðumaður Hönnunar- safns Íslands, og Eiríkur Þorláks- son, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur. Hin sýningin sem um ræðir er farandsýningin Ferðafuða – sýning á míníatúrum, sem hófst í Slunkaríki á Ísafirði haustið 2001 og lýkur nú á fimmta viðkomustaðnum á Kjarvalsstöðum. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvals- staðir eru opnir daglega frá kl. 10– 17. Alla sunnudaga kl. 15 er leiðsögn um sýningarnar. Einn aðgangseyrir gildir samdægurs í öll hús Listasafns Reykjavíkur, þ.e. auk Kjarvalsstaða í Hafnarhús og Ásmundarsafn. Á mánudögum er aðgangur ókeypis. Sýningum lýkur LJÓÐATÓNLEIKAR verða í Saln- um í dag kl. 16. Helga Rún Indr- iðadóttir sópran og Elisabeth Föll píanóleikari flytja verk eftir íslensk tónskáld, Schumann, Grieg og Sibelius. „Við flytjum Liederkreis op. 39 eftir Schumann við ljóð eftir Eichendorff. Ljóðin eru þannig, að það er eins og að fara til skiptis í heita og kalda sturtu; tilfinning- arnar eru svo miklar og marg- breytilegar milli ljóðanna. Lögin eru stutt, en samt er hvert lag eins og heil ópera. Við verðum með Grieg, ópus 48, lögin sem hann samdi við þýsk ljóð – meðal annars eftir Uhland og Geibel, og í lokin syngjum við þekkt lög eftir Sibelius, meðal annars Flickan kom ifrån sin älsklings möte.“ Tónleikana ætlar Helga Rún þó að byrja á fjórum ís- lenskum söngperlum, Kveðju eftir Þórarin Guðmundsson, Drauma- landið eftir Sigfús Einarsson, Vor- gyðjan kemur eftir Árna Thor- steinsson og Sofðu sofðu góði eftir Sigvalda Kaldalóns. Hún segir Kveðju og Draumalandið bera tals- verðan dám af þeirri staðreynd að hún býr fjarri Íslandi – í Þýskalandi. Hún segir norrænu ljóðin eiga talsvert sameiginlegt. „Þetta eru rómantísk ljóð og náttúrudýrkunin mikil. Sibelius mótaði þó sinn eigin heim, og er ekki eins þjóðlegur í stíl og Grieg. Það sama má segja um ís- lensku lögin, þau eru ekki mjög þjóðlagaleg.“ Helga Rós hefur verið í fastaliði óperunnar í Stuttgart frá árinu 1999 þar sem hún debúteraði sem Freyja í Rínargulli Wagners. „Í vet- ur hef ég verið að syngja hlutverk Zerlinu í Don Giovanni, ég syng Ines í Il trovatore, ég syng fyrstu dömu í Töfraflautunni og Evridísi í Orfeo eftir Monteverdi. Á næsta ári verð ég í Niflungahringnum, þar sem ég verð aftur í hlutverki Freyju, og ein af Rínardætrum í Ragnarrökum. Þegar maður er fastráðinn er maður ekkert alltaf að syngja draumahlutverkin. Hins veg- ar er andrúmsloftið við óperuna hér ákaflega gott og starfsandinn góð- ur. Það skiptir svo miklu máli upp á það að sýningar og tónleikar gangi vel.“ Óperuhúsið í Stuttgart var nú valið óperuhús ársins í fjórða sinn af tímaritinu Opernwelt. Önnur hlut- verk sem Helga Rún hefur verið að syngja þar eru Woglinde í Ragn- arrökum, Venus í Artúri konungi eftir Purcell, og Ninetetta í Ást á þremur appelsínum eftir Prokofij- ev. Þær Helga Rós og Elisabeth ljóðapíanisti, hafa átt náið samstarf frá árinu 2002. Listrænn stjórnandi LiedKunst KunstLied Elisabeth Föll lauk tónmennta- kennaraprófi og píanónámi í Karls- ruhe og Stuttgart, auk þess sem hún stundaði nám við ljóðadeild háskól- ans í Stuttgart hjá prófessor Kon- rad Richter. Síðar naut hún leið- sagnar Gérard Weiss í Basel og Irwin Gage í Zürich, en báðir höfðu þeir mjög mótandi áhrif á hana sem flytjanda ljóðatónlistar. Í samvinnu við söngvara á hún langan tónleika- feril að baki bæði í Þýskalandi og víðar í Evrópu. Elisabeth leikur reglulega á námskeiðum hinar al- þjóðlegu Bachakademíu í Stuttgart en er einnig virkur flytjandi kamm- ertónlistar. Elisabeth er stofnandi og jafnframt listrænn stjórnandi LiedKunst KunstLied, en það er fé- lagsskapur um ljóðatónlist, kamm- ermúsík og skáldskap. Á hans veg- um hefur Elisabeth haldið tónleika með nafntoguðum söngvurum eins og Sybillu Rubens, Helenu Schneid- erman, Brittu Schwarz, Lothar Od- inius, Michael Volle og Andreas Weller. Ljóðrænt sturtubað, heitt og kalt Morgunblaðið/Þorkell Elisabeth Föll og Helga Rós Indriðadóttir í Salnum. Í HET Domein galleríinu í Sitt- ard í Suður-Hollandi stendur nú yfir sýning á fossaverki Rúríar, „Archive – endangered waters“. Rúri var fulltrúi Íslands á Fen- eyjatvíæringnum sl. sumar og vakti verk hennar mikla athygli. Í kjölfarið fékk hún boð um að sýna verkið m.a. í Hollandi. Halldór Björn Runólfsson list- fræðingur komst svo að orði í Morgunblaðinu þann 18. sept- ember sl., um fossaverk Rúríar er hann hafði skoðað það í Fen- eyjum. „Rétt eins og væru þeir að taka bók úr bókaskáp grípa sýning- argestir um kjöl hvers ramma og draga út undir dunandi hljóði úr viðkomandi vatnsfalli. Þegar hamagangurinn er hvað mestur má heyra unaðslegan íslenskan náttúrusymfón glymja um skál- ann. Samstundis og römmunum er aftur rennt inn í skápinn hljóðna fossarnir.“ Het Domain galleríið í Hollandi er framsækið, tiltölulega ungt safn. Safnstjórinn þar situr í sýn- ingarnefndum víða um heim, meðal annars í Museum of Mod- ern Art, MoMA, í New York. Morgunblaðið/Kristinn Rúrí við verk sitt „Archive – endangered waters“. Fossverk Rúríar Í Borgarskjala- safni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, stendur nú yfir sýn- ing um Hestamanna- félagið Faxa í Borg- arfirði. Sýningin kemur frá Héraðs- skjalasafni Borgar- fjarðar og er liður í samstarfi safnanna. Sýndir eru verð- launagripir, skjöl og ljósmyndir sem veita innsýn í hið fjölbreytta og merka starf félagsins í gegnum árin. Nýlega fékk Héraðsskjalasafnið að gjöf skjöl Ara Guðmundssonar sem var einn af stofnfélögum Hesta- mannafélagsins og gegndi for- mennsku þar í 22 ár. Mikill fengur er fyrir héraðsskjala- safnið að fá skjölin til varð- veislu, en til stendur að rita sögu félags- ins. Sýningin stendur til 3. febrúar. Ólíkt – en líkt Á 6. hæð Borgar- skjalasafnsins stend- ur nú yfir ljósmynda- sýningin Ólíkt – en líkt og eru verkin úr fjölskyldualbúmum frá Birmingham, Alabama. Sýningin er í samvinnu við Borgarskjalasafnið í Birming- ham í Alabamaríki Bandaríkj- anna. Sýningunni lýkur 2. febr- úar. Sýningarnar eru opnar mán.– fim. 10–20, fös. 11–19 og um helgar 13–17. Aðgangur er ókeypis. Saga og starf hestamanna- félagsins Faxa Maður og hestar. ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.