Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 43 ✝ Friðrik Björns-son fæddist í Laufási í Miðnes- hreppi 2. mars 1927. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja laugardag- inn 17. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Björn Samúelsson, útvegs- bóndi í Laufási og Tjarnarkoti, f. 22. september 1881 í Blönduhlíð í Hörðu- dal í Dalasýslu, d. 3. september 1969, og Guðbjörg Sigríður Guðjónsdóttir, húsmóðir, f. 30. október 1893 á Gerðabakka í Miðneshreppi, d. 30. júní 1931. Systkini Friðriks eru Þórarinn Svanberg, f. 12. sept. 1914, d. 15. feb. 1998, Pétur Haf- steinn, f. 21. júlí 1918, Samúel Helgi, f. 28. júlí 1920, Bragi, f. 24. jan. 1922, d. 4. ágúst 1986, Aðal- heiður, f. 8. jan. 1925, d. 21. sept. 1969, Fanney, f. 14. sept. 1929. Friðrik kvæntist 8. apríl 1950, eftirlifandi eiginkonu sinni Þór- hildi Sigurðardóttur, hárgreiðslu- konu, f. 10. júlí 1927. Þórhildur er dóttir hjónanna Sigurðar Jóns Fríðhólm Benediktssonar, sjó- manns í Reykjavík og síðar Kópa- vogi, f. 23. feb. 1898, d. 3. des. 1976, og Steinunnar Jónsdóttur, dóttur, f. 17. apríl 1955, læknarit- ara. Börn þeirra eru Jónas, f. 11. mars 1974, og Eiríkur, f. 18. júlí 1983. 5) Friðrik Þór, f. 12. nóv. 1961, rafvirkjameistari í Sand- gerði, kvæntur Mörtu Eiríksdótt- ur, f. 1. maí 1961, kennara, sonur hans er Hafsteinn Þór Fríðhólm, f. 13. des. 1983, dóttir Mörtu er Hrafnhildur Ása Karlsdóttir, f. 23. nóv. 1990. 6) Fanney, f. 7. nóv. 1964, verslunarstjóri í Keflavík, dætur hennar eru Hildur Mekkín Draupnisdóttir, f. 10. apríl 1987, og Dagný Lind Draupnisdóttir, f. 9. júlí 1993. 7) Heiður Huld, f. 6. maí 1967, skrifstofumaður í Vog- um, gift Eiði Þórarinssyni, f. 24. okt. 1953, vinnuvélstjóra, dóttir þeirra er Kolbrún Sunna, f. 25. okt. 1991, dóttir Heiðar er Valgerður Ósk Ásbjörnsdóttir, f. 9. des. 1988. Langafabörn Friðriks eru sjö. Friðrik ólst upp í Sandgerði. Hann lærði rafvirkjun hjá Ljósa- fossi í Reykjavík. Síðan starfaði hann hjá Vélsmiðjunni Héðni í 18 ár, meðal annars í síldarverksmiðj- um víða á Austfjörðum á sumrin. Friðrik og Þórhildur byggðu sér hús við Reynihvamm í Kópavogi og bjuggu þar til ársins 1969, er þau fluttu til Sandgerðis. Í Sand- gerði starfaði hann hjá útgerðar- fyrirtækjum og einnig rak hann eigið rafmagnsverkstæði í nokkur ár. Um tíma starfaði hann einnig við rafmagnseftirlit á Suðurnesj- um og gegndi einnig ýmsum trún- aðarstörfum fyrir Sandgerðisbæ. Útför Friðriks verður gerð frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. húsmóður, f. 16. júlí 1902, d. 14. maí 1969. Friðrik og Þórhildur áttu heimili sitt í Kópavogi til ársins 1969, en fluttu þá til Sandgerðis og hafa búið þar síðan. Börn þeirra eru: 1) Stein- unn Fríðhólm, f. 17. ágúst 1948, verslunar- maður á Skagaströnd, gift Gunnlaugi Sig- marssyni, f. 26. júní 1949, bankaútibús- stjóra. Börn þeirra eru Jóhanna, f. 15. maí 1970, og Ragnar Friðrik, f. 8. feb. 1974. 2) Sigurður Sævar Fríðhólm, f. 18. des. 1949, rafvirkjameistari Sandgerði, kvæntur Sólrúnu Bragadóttur, f. 26. júní 1950, rann- sóknarmanni. Börn þeirra eru Þórhildur, f. 1. jan. 1969, Bragi Páll, f. 13. ágúst 1971, Sigursteinn, f. 27. apríl 1975, og Sigrún, f. 26. okt. 1980. 3) Þorbjörg Elín Fríð- hólm, f. 6. okt. 1951, starfsmaður I.G.S. Keflavíkurflugvelli, búsett í Sandgerði, gift Rúnari Þórarins- syni, f. 27. maí 1950, starfsmanni I.G.S. Keflavíkurflugvelli. Börn þeirra eru Erla Björg, f. 14. nóv. 1970, og Hallbjörn Valgeir, f. 13. júní 1981. 4) Jón Fríðhólm, f. 10. nóv. 1954, ketil- og plötusmiður í Hafnarfirði, kvæntur Ölmu Jóns- Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Þegar við sjáum líf ástvinar fjara út, þá finnum við svo vel hversu dýr- mætt eitt mannslíf er. Þá skiljum við betur sorgina á bakvið öll nafnlausu andlátin í fréttatíma fjölmiðlanna. Nú er góður vinur genginn og söknuðurinn er sár, nístir í hjartað. Fjölskyldan situr í kvöldrökkrinu og rifjar upp allar stundirnar með afa, pabba og tengdapabba. Frikki gamli var stríðinn grallari. Glettni í augum. Sérvitringur fram í fingurgóma og fékk að vera það. Þús- undþjalasmiður sem aldrei féll verk úr hendi. Minningarnar eru margar: Eggjaleit á vorin. Saltfiskur og skata í hádeginu á laugardögum. Verið að herða fisk í bílskúrnum. Sólþurrka saltfisk á sumrin. Verkfæri í röð og reglu í skærbleika bílskúrnum hans afa. Öll húsin sem Frissi byggði. Það síðasta gullfallegt heimili þeirra ömmu og afa á Suðurgötunni. Afi allt- af að dedúa eitthvað. Garðurinn allur að fá á sig mynd. Amma og afi á kvöldrúntinum í rauða Benzinum, afi var þá að merkja bæinn, þ.e. skoða ástandið í plássinu sínu, Sandgerði. Alltaf sami rúnturinn, niður á höfn, kíkja á Syðstakot o.fl. Lappi, litli loðni vinurinn. Afi og hundurinn voru miklir félagar. Lappi vildi alltaf borða sama fæði og afi. Stundum tuggði afi ofan í hann mat- inn ef Lappi vildi ekki borða og þá fékk hann jafnvel smjör með. Þá borðaði sá litli. Sumir eiga Benz sem stöðutákn en hjá Frikka gamla var bíllinn eins og vörubíll, notaður óspart í ótrúlega flutninga; t.d. flutti hann sand, mold, sex metra rör, girðingu, sements- poka, ketilsteina og fjögurra metra stiga á Benzinum árgerð 1985. Afi hafði tröllatrú á undraefninu WD40, notaði það sem bón á bílinn en erlendis breyttist efnið í skordýraeit- ur, hann eyddi heilu geitungabúi með því. Afi hreifst svo af Danmörku sem ferðalangur að þau amma keyptu hús þar og dvöldu í því í nokkur sumur. Sumardvöl fjölskyldunnar í húsinu á Jótlandi. Amma missir nú mikið eins og við öll. Hún og afi voru óaðskiljanleg og nutu félagsskapar hvort annars. Við biðjum góðan Guð að blessa hana, hjálpa henni og okkur öllum í gegnum sorgina. Elsku pabbi, afi og tengdó: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Friðrik Þór, Marta, Hafsteinn Þór og Hrafnhildur Ása. Elsku besti pabbi minn. Ég trúi því ekki að ég sitji hér og skrifi minning- argrein um þig. Þú sem ætlaðir að gera svo margt eftir hjartaaðgerðina sem þú fórst í í byrjun desember. Þú sem alltaf varst á fullu allan daginn og vildir alltaf allt fyrir alla gera. Í ágúst síðastliðnum þurfti mamma að fara á sjúkrahús í hjartaþræðingu og ég fór með hana inneftir. Daginn eftir fór ég til þín og þú hafðir fundið fyrir verk út í handlegg í nokkra daga en vildir ekkert gera í því, ætlaðir bara að fara þegar mamma kæmi heim svo ég dreif þig til læknis í Keflavík. Eftir skoðun var ég send með þig á Land- spítalann og þá kom í ljós að þú varst með kransæðastíflu og fórst í þræð- ingu strax daginn eftir. Þú þurftir að liggja inni í fimm daga og varst nú ekkert of ánægður með það, nóg að gera annað heldur en að liggja þarna. Það var skrítin tilviljun að þið skylduð vera sitt á hvoru sjúkrahúsinu þú og mamma. Síðar kom í ljós að þú þurftir að fara í hjartaaðgerð og í hana fórstu eins og áður sagði í byrjun desember. Hjartað þitt sterka reyndist vera mikið veikt og núna mánuði síðar ertu farinn frá okkur, elsku pabbi. Ég er svo glöð að hafa getað farið með þig í bíltúr í Sandgerði síðasta sunnudag. Ég sagði þér að ég væri að hugsa um að minnka við mig húsnæði og þá sagðir þú strax að ég ætti að koma aftur í Sandgerði. Ég hló nú bara að þér en þú fórst strax að plana hvort þú gætir ekki byggt handa mér hús sem hentaði mér og stelpunum. Við keyrðum út um allt og þú bentir hing- að og þangað á lóðir og allt var á fullu í höfðinu þínu. Þú varst enginn venju- legur maður, pabbi. Ég man ekki eftir þér öðruvísi en eitthvað að byggja eða bæta og 75 ára fluttir þú í litla sæta húsið ykkar mömmu sem þú byggðir á nokkrum mánuðum. Ég hét því á dánarbeði þínum að nú mundi ég selja húsið mitt hérna og flytja aftur í Sandgerði og hlúa að henni mömmu. Ég held að ég hafi erft ofvirknina frá þér því hjá mér þarf líka allt að gerast í gær og nú er ég búin að kaupa hús í Sandgerði og flyt þangað með hækkandi sól. Ég trúi því að þú hafir átt þinn þátt í þessu. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. (Úr 23. Davíðssálmi.) Takk, pabbi, fyrir allar yndislegu stundirnar okkar saman. Ég bið guð að styrkja okkur öll í sorginni. Þín verður sárt saknað. Þín dóttir Fanney. Elsku pabbi minn, ég trúi því ekki ennþá að þú sért farinn frá okkur, ég beið bara eftir að þú stæðir upp og labbaðir út, það hefði verið alveg eftir þér. Þú sem ætlaðir bara að skjótast inná spítala, fara í aðgerðina og koma heim fyrir jól og setja jólaljósin á hús- ið. En sú ósk rættist ekki og þú ert kominn til himna, laus við alla þján- ingu og örugglega byrjaður að vinna af fullum krafti aftur því aðgerðar- leysi þekktir þú ekki. Ég man þegar ég var lítil stelpa og fékk að fara með þér í rúgbrauðinu (Volksvagninum) að leggja rafmagn í hús. Ég var mikið stolt af að fá að taka á móti fjöðrinni þegar þú varst að draga í, ég var lengi vel ákveðin í að verða rafvirki eins og þú, en svo varð ég vitni að því hvað rafmagn getur verið hættulegt og þá var ég fljót að hætta við. Ég gleymi ekki deginum sem ég kom og færði ykkur mömmu hann Lappa litla, ég held að það hafi verið ást við fyrstu sýn, þið urðuð þvílíkir vinir strax á fyrsta degi og hann varð eins og litli bróðir. Mikið held ég að hann sakni þín, ég stend við loforð mitt um að passa hann alltaf þegar á þarf að halda, honum leiðist nú heldur ekki að koma í Vogana og leika við Lady. Þegar þú fórst að tala um að byggja hús í rólegheitunum svo þú hefðir eitthvað að gera þá hélt ég að það myndi taka svona tvö ár að minnsta kosti en auðvitað átti ég að vita betur, þið voruð flutt inn í nýja húsið 11 mánuðum síðar. Þú ert alveg ótrúlegur. Allir sem þekkja þig vita að ef þú tekur þér eitthvað fyrir hend- ur þá ert þú ekkert að drolla við hlut- ina, þeir verða að gerast strax, helst í gær. Það verður skrítið að koma á Suðurgötuna í kaffi og þú ekki að „meika“ þér sígarettu á meðan við drekkum kaffið. Elsku pabbi minn, viltu vaka yfir henni mömmu og styrkja hana í sorg- inni. Ég elska þig og mun sakna þín mikið, guð geymi þig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín dóttir Heiður Huld. Elsku afi. Það var alltaf svo gaman að heimsækja þig og vera með þér. Þú varst alltaf að brasa eitthvað og það var alltaf svo mikil orka í kringum þig. Sárt er að hugsa til þess að eiga aldrei eftir að sjá þig aftur, elsku afi, en allar minningarnar um þig sem ég er svo ríkur af munu fylgja mér alla tíð, og mun ég varðveita þær í hjarta mínu. Þú varst einn besti maður sem ég hef kynnst og þín verður sárt saknað. Það var erfitt að fá að vita það 15. janúar að þú værir að deyja, þú hafðir að vísu átt erfitt undanfarnar vikur eftir aðgerðina, en eftir að hafa heim- sótt þig nokkrum sinnum á Landspít- alann um jólin var ég einhvern veginn viss um að þú myndir ná þér aftur enda alltaf verið svo hress og sterkur. En örlögin urðu önnur. Alltaf þegar ég hugsa um þig þá sé ég okkur vera að byggja einhvers staðar, fyrst skúrinn á Vallargötunni og svo iðnaðarhúsnæðið sem þú byggðir nánast einn og ég fékk að naglhreinsa og skafa timbur. Eftir hvern vinnudag sendir þú mig heim með nokkrar spýtur og ég hélt áfram að byggja kofann minn. Þegar ég lauk við kofann komst þú og skoðaðir hann hjá mér. Þér leist mjög vel á hann, hrósaðir mér fyrir og þá varð ég stolt- ur.Við vorum alltaf að dytta að Lauf- ási, eitthvað að laga og þú sást alltaf til þess að ég fengi eitthvað að gera. Fjöruferðirnar þaðan voru ótrúlegar, við flæktumst um fjöruna fram og til baka og þú sagðir mér sögur frá æskuslóðunum sem mér fundust al- veg magnaðar. Þú varst með óþrjótandi kraft og það lýsir þér einna best að þú skyldir hefjast handa við að byggja nýtt hús kominn yfir sjötugt. Ég varð svo glað- ur þegar þú baðst mig um að hjálpa þér við húsið. Þá fékk ég loksins tæki- færi til að gera eitthvað fyrir þig sem þakklæti fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í lífinu. Því það var nánast alveg sama með hvað ég leitaði til þín alltaf réttirðu fram hjálparhönd, hvort sem það var að laga eitthvað eða leiðbeina mér í gegnum lífið þá varst þú með lausnina. Takk fyrir, elsku afi minn, fyrir að vera mér svo hlýr, góður og hafa hvatt mig í lífi og starfi. Þú átt stóran stað í hjarta mínu og átt ríkan þátt í að gera mig að þeirri manneskju sem ég er nú. Það mun aldrei nokkur taka þinn stað í hjarta mínu. Ég vil biðja góðan guð að styrkja ömmu, pabba og systkini á þessari sorgarstundu. Elsku afi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þinn Jónas Guðbjörn Jónsson. Það er mjög erfitt að þurfa að kveðja þig, elsku afi minn, en ég veit að þér líður vel. Þú hafðir alltaf mjög gaman af því að spjalla við fólkið í kringum þig, um daginn og veginn. Atvinna og einhverjar framkvæmdir voru vinsælt umræðuefni og þú spurðir Yngva Jón alltaf hvað hann væri að gera í vinnunni. Okkur þykir mjög vænt um það hversu mikinn áhuga þú hafðir á því sem var að ger- ast í kringum okkur, jafnvel þó svo að það skipti okkur litlu máli. Þú varst svo mikill athafnamaður alla tíð og vildir alltaf hafa eitthvað að gera, margar minningar eigum við öll þar sem þú er með nagla eða eitthvert verkfæri í höndunum. Svo héldu margir að karlinn væri nú orðin eitt- hvað skrítinn að byggja sér einbýlis- hús orðinn hálfáttræður. En þú sýnd- ir nú fólkinu að þú værir ekkert skrítinn og byggðir þetta fallega hús. Við í fjölskyldunni hlógum að vitleys- unni í þér en vorum þó öll mjög stolt af þér. Þó svo að ég hafi ekki verið nógu dugleg að heimsækja þig nú á seinni tímum, hugsa ég oft um þær stundir sem við áttum saman fyrir nokkrum árum er ég tók viðtal við þig og skrifaði ritgerð um ævi þína. Ég man hversu gaman þér þótti að segja mér frá lífi þínu og einnig hversu gaman mér þótti að hlusta á þig. Við hlógum mikið að sögunum þínum og þá sérstaklega þegar þú talaðir um hin ýmsu prakkarastrik þín. Skemmtilegasta atvikið fannst mér vera, þegar þú varst búinn að útbúa bræðsluverksmiðju úr einhvers kon- ar tjaldi úti á lóð í Tjarnarkoti og kveiktir í öllu saman. Ég man ennþá svipinn á þér þegar þú sagðir mér frá þessu og ég sá þetta allt saman fyrir mér. Þessi tími okkar saman var frá- bær og mér þykir mjög vænt um að hafa fengið að kynnast lífi þínu og þér á þennan skemmtilega og sérstaka hátt. Ég á margar skemmtilegar minn- ingar um þig og þessar skemmtilegu samræður okkar. Þær mun ég ávallt geyma í hjarta mín. Ég kveð þig nú með söknuð í hjarta og mun alltaf hugsa um þig sem afa kraftakall. Þín Sigrún. Með sorg í hjarta sest ég niður til að rita örfá minningarbrot um ynd- islegan vin og frænda Friðrik Björns- son rafvirkjameistara. Okkur datt ekki í hug, þegar þessi sterki og harð- duglegi maður fór í hjartaaðgerð skömmu fyrir jól, að sú aðgerð yrði honum að aldurtila. Á síðasta ári fór Friðrik að verða óvenju mæðinn og fann fyrir óþæg- indum fyrir hjarta. Aðgerð var nauð- synleg því lífið án þess að vera sístarf- andi átti ekki við Friðrik. Honum féll aldrei verk úr hendi, hann sagði við okkur hjónin á jóladag að sér myndi ekki fara að batna, fyrr en hann fengi hamar í hönd og gæti farið að gera eitthvað af viti. Fyrir á að giska fjórum árum datt Friðriki í hug að gaman væri að spreyta sig á að byggja fallegt timb- urhús handa þeim hjónum. Hafist var handa og hann linnti ekki látum fyrr er stórt og glæsilegt hús stóð tilbúið og segja má að hann hafi að mestu leyti gert allt sjálfur, honum fannst best að vera einn við vinnu og spreyta sig á hvers hann væri megnugur við störf sem hann hafði ekki lært. Hann gat bókstaflega gert allt sem hann ætlaði sér og ég væri ekki hissa þótt það hefði vantað þúsundþjala- smið á þann stað sem hann var kall- aður til. Kristján maður minn og Friðrik voru systrasynir og amma þeirra Þorbjörg Benónýsdóttir, ljósmóðir frá Syðstakoti, Miðneshreppi, tók á móti þeim báðum með stuttu millibili. Friðrik missti móður sína aðeins fjög- urra ára gamall og sótti hann mikið heim að Syðstakoti til að leita hugg- unar hjá ömmu, afa og Elínborgu móður Kristjáns, en Kristján sleit barnsskónum í Syðstakoti og léku frændurnir sér mikið saman, enda stutt á milli bæja. Friðrik varð mjög glaður þegar af- komendur okkar tóku sig til og byggðu nýtt „Syðstakot“ fyrir nokkr- um árum. Hann hefur verið þeirra hægri hönd við allt sem þau hafa tekið sér fyrir hendur innan húss, sem ut- an, þau eru ófá handtökin, sem hann hefur gert til að fegra umhverfið við Syðstakot og verður það aldrei full- þakkað. Í Syðstakoti leið Friðriki vel, þar gar hann dvalið með Lappa hund- inn sinn og minnst æsku- og unglings- áranna tímunum saman. Friðrik var afar hamingjusamur í einkalífi sínu. Ungur eignaðist hann góða, fjölhæfa og glæsilega konu, Þórhildi Sigurðardóttur, sem ól hon- um sérstaklega mannvæn börn og tekið hefur verið til þess hversu sam- hent fjölskyldan alltaf hefur verið. Guð gefi þeim styrk og huggun í þeim mikla söknuði við skyndilegt fráfall ógleymanlegs drengs. Blessuð sé minning hans. Síst vil ég tala um svefn við þig. Þreyttum anda er þægt að blunda og þannig bíða sælli funda – það kemur ekki mál við mig. Flýt þér, vinur, í fegra heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson.) Erla Wigelund. FRIÐRIK BJÖRNSSON  Fleiri minningargreinar um Friðrik Björnsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.