Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Eysteinn ArnarSigurðsson fæddist á Arnar- vatni í Mývatnssveit hinn 6. október 1931. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri hinn 16. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson skáld og Hólmfríður Péturs- dóttir og áttu þau fimm börn saman, en Sigurður átti sex börn af fyrra hjóna- bandi. Alsystkini Eysteins voru því fjögur; Þóra, Arnheiður, Jón og Málmfríður. Hálfsystkinin voru Freydís, Ragna, Heiður, Arnljót- hann til Noregs og lærði einn vet- ur við Mære Landbruksskole í Þrándheimi. Fjóra vetur vann hann sem bryti og kennari við Laugaskóla. Eysteinn og Halldóra stofnuðu nýbýli á Arnarvatni 4 um 1960, og jafnframt bústörfum stundaði Eysteinn lengi vel vöru- bílaakstur við vegagerð. Eysteinn tók virkan þátt í Lax- árdeilunni svokölluðu og ýmsum öðrum náttúruverndarmálum. Einnig var hann formaður Veiði- félags Laxár og Krákár frá stofn- un þess 1970, til ársins 1997. Hann sat í skólanefnd Laugaskóla um árabil. Hann var mikill áhuga- maður um íþróttir og þá sér í lagi glímu, og var hann glímudómari. Sauðfjárrækt var þó hans aðal- áhugamál og sat hann um tíma í stjórn Landssamtaka sauðfjár- bænda. Einnig tók hann þátt í ýmsum öðrum félagsstörfum. Útför Eysteins fer fram frá Skútustaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ur, Huld og Sverrir. Eftirlifandi af systk- inahópnum eru Jón og Málmfríður. Eftirlifandi eigin- kona Eysteins er Hall- dóra Jónsdóttir, f. 10.4. 1926, frá Grýtu í Eyjafirði og áttu þau tvær dætur, Berg- þóru, f. 29.5. 1958, og Þórgunni, f. 10.5. 1961, d. 16.1. 1994. Dóttir Þórgunnar er Ásta Kristín Bene- diktsdóttir, f. 18.10. 1982. Eysteinn ólst upp á Arnarvatni. Hann stundaði nám við Héraðs- skólann á Laugum og Menntaskól- ann á Akureyri, og einnig fór Elsku afi minn er dáinn; svo ótrú- lega hratt kvaddi hann og fór. Hann var sjálfur engan veginn tilbúinn til að fara, en engu að síður er ég þakklát fyrir að hann þjáðist ekki lengur. Það var ólýsanlega erfitt að sjá þennan hrausta, sterka bónda síga saman og rýrna á örfáum vik- um og verða að dauðvona sjúklingi. En við eigum líka auðveldara með að rifja upp góðu minningarnar um hann, hvernig hann var á meðan hann var hraustur, af því að það er svo stutt síðan. Og þær minningar eru margar. Afi sem sat við eldhússborðið og borðaði súrmjólkina sína þegar ég kom fram á morgnana þegar ég var pínulítil, og tók mig síðan með í fjár- húsin. Afi með stóru, stóru hend- urnar sínar. Afi sem vakti mig alltaf í skólann, og keyrði eins hratt og hann þorði á eftir skólabílnum í þetta eina skipti sem það kom fyrir að við sváfum yfir okkur. Afi sem þekkti alla og vissi alltaf hverra manna allir voru. Afi sem gat talað tímunum saman við „hina kallana“ um hrúta og ættir kinda. Afi sem glotti bara þegar ég kom til hans í miklu uppnámi eftir að hafa lesið það í bók að honum hefði verið líkt við Arafat, foringja palestínskra skæruliða, í viðtali við norskt dag- blað fyrir 30 árum síðan. Afi sem alltaf var svo stoltur af mér, og afi sem ég er svo stolt af. Ég sakna þín óendanlega mikið en ég veit samt að þú ert á góðum stað núna. Ég veit alveg að mamma tók á móti þér, og líka allir „kallarnir“ sem vilja ræða við þig um hrúta og pólitík, og ótalmargir aðrir. Ég veit líka að það er engin tilviljun að þú kvaddir akkúrat þennan dag, ná- kvæmlega tíu árum eftir að mamma dó. Hvers vegna veit ég ekki, en það var ekki tilviljun. Líði þér sem allra best þarna hin- um megin. Þitt barnabarn Ásta Kristín. Eysteinn á Arnarvatni var í hópi þess fólks sem lagði krafta sína, metnað og áhuga að mörkum til að byggja upp sitt bú og aðstöðu í sinni sveit, – norðan þjóðvegarins við Arnarvatn. Þar var hann fæddur og allar nánustu rætur hans lágu ekki lengra en til næstu bæja. Ég man eftir þeim tíma þegar þau Halldóra voru að hefja sína uppbyggingu – án þess að ég hefði sem barn eða ung- lingur nokkur bein samskipti eða kynni af þeim hjónum. Eysteinn rak sitt fé austur á Fjöll – en mitt fólk hélt fé í heimalandi og á Framafrétt – og engin bein tilefni voru til sam- starfs og kynna við búskap eða skepnuhöld. Aftur á móti átti ég þess kost 16–20 ára gamall að kynn- ast Eysteini – og þá einkum í gegn- um glímu og áhuga hans á að að- stoða okkur yngri mennina til að viðhalda þessari íþrótt sem átti sér svo ríka hefð í Mývatnssveit. Þá kom það þægilega á óvart að maður nærri fertugu skyldi leggja sig í það – jafnvel viku eftir viku – að koma til fundar við okkur strákana með kraftadelluna og glíma af fullri hörku góða kvöldstund. Seinna kynntist ég Eysteini þann- ig í kringum margvísleg félagsmál á heimavelli, að ég áttaði mig á hversu heill hann gekk að hverju málefni. Þrátt fyrir það að hann virkaði feiminn og stundum beinlín- is óöruggur í ræðustóli þá kom hann afstöðu sinni og röksemdum til skila af fullri hreinskiptni. Þegar ég var fluttur burtu úr sveitinni og átti ekki samskiptatilefni við heima- menn nema sjaldan, lágu leiðir okk- ar Eysteins nokkuð oft saman á Grænavatni, bæði við heyskapar- verk með þeim Hjörleifi bónda og einnig í kring um samskipti þeirra önnur. Ferðir á hestamannamót og dvöl á tjaldsvæðum á Hellu á Rang- árvöllum, Vindheimamelum og Mel- gerðismelum – samfélag með góðu fólki, sem nýtur þess að eiga sam- veru og skemmtan – skapa minn- ingar sem við tökum með okkur meðan við höldum sönsum. Sögur og hæfileg skreytni, vel heppnað spaug og kátleg uppátæki ferða- félaga – ekki síður en alvöruumræð- ur um þjóðþrifamál geymast – kryddaðar tilfinningaþrungnum staðfestingum á grundvallarskoðun þátttakenda, – oft og einatt í bland við skemmtisögur af nágrönnum okkar og frændum, í meðförum eft- irhermunnar. Það er afskaplega mikils virði að geta viðhaldið sinni eigin sveitamennsku í samfélagi við menn eins og Eystein, sem mætti okkur strákunum og sér miklu yngri mönnum ævinlega sem jafn- ingjum í samræðu og allri um- gengni. Eysteinn lagði að mörkum til síns samfélags og samferðamanna, heill í hverju máli, – og lítið fyrir það að skríða fyrir valdsmönnum eða beygja sig fyrir yfirgangi. Það er ávinningur fyrir hvert byggðarlag og vinnuhóp að eiga félag með mönnum eins og honum. Fyrir fé- lagsskapinn og drengilega viðkynn- ingu þakka ég og sendi Halldóru, Bergþóru og Ástu og öðrum ástvin- um samúðarkveðjur mínar og minna. Benedikt Sigurðarson frá Grænavatni. Nú er mikill höfðingi fallinn. Minningarnar hrannast upp og erf- itt er að koma orðum að til að kveðja þennann kæra vin. Kynni okkar Eysteins hófust árið 1985 þegar við sameinuðum krafta okkar í baráttunni fyrir tilvist sauðkind- arinnar, en þar var minn þáttur út- flutningur á dilkakjöti. Þetta var sviptingasamur en skemmtilegur tími og alla tíð síðan héldum við kunningsskap og höfðum oft sam- band um hin ýmsu mál sem vörðuðu þetta áhugamál okkar. Það var einmitt um þetta leyti á hverju ári sem ég byrjaði að huga að því hvort ég kæmist norður til að veiða í ánni sem rann um hlaðið við Arnarvatn og hitta vin minn í leið- inni og njóta gestrisni þeirra hjóna Halldóru og Eysteins sem ég hef notið með örfáum undantekningum s.l. sautján ár. Þó oft væri þetta um háannatíma í heyskap eða öðru, fannst alltaf kvöldstund til að eyða saman og rifja upp gömul baráttu- mál. Ég get ekki látið hjá líða í þessari upprifjun að minnast á samherja okkar og landsfrægan baráttumann fyrir málefnum bænda, Þorgrím Starra í Garði. Meðan að hans naut við var hann alltaf kallaður til og var þá oft fjör við eldhúsborðið á Arnarvatni og flugu margar gull- ofnar setningar. Ég verð ævarandi þakklátur Eysteini fyrir það að benda mér á að heimsækja Þorgrím því heilsu hans færi hrakandi. Ég átti hugljúfa stund með Þorgrími sem lauk með því að hann gaf mér áritaða ljóðabók sína og við kvödd- umst innilega og það var okkar síð- asti fundur. Eysteinn var afburðagreindur maður og fjölfróður. Þótt oft lægi þungi í orðum hans var stutt í glettnina og gat hann oft gert spaugilegar athugasemdir um menn og málefni, en,alltaf í góðlegum tón sem einkenndi alla hans framgöngu. Það er stórt skarð hoggið í mann- lífsflóruna við Mývatn. Ég veit að fegurðin verður áfram við Mývatn, en í dag finnst mér vanta rödd sem gaf henni trúverðugan tón. Halldóra mín ég sendi þér og fjöl- skyldu þinni mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og bið að Guð gefi ykk- ur styrk í sorg ykkar. Gunnar Páll Ingólfsson. Hugsjónamenn liðinnar aldar, fæddir með ungmennafélagsandann í blóðinu og starfandi með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi, hverfa nú einn af öðrum til feðra sinna. Þeirrar gerðar var Eysteinn á Arnarvatni og lét sig því varða hvaðeina sem til heilla horfði varð- andi ræktun lands og lýðs. Hann var þannig í forystusveit þeirra sem börðust fyrir verndun Laxár og Mý- vatns og breyttu með sigri sínum í þeirri deilu viðhorfi þjóðarinnar til náttúruverndar, sem full þörf var á. Sigur í slíkri deilu krefst kjarks og áræðis því hvaðeina orkar tvímælis þá gert er og hefði ég betur þegið boð Eysteins um að taka þátt í að sprengja upp stífluna í Miðkvísl. Við Eysteinn unnum nokkuð sam- an að fiskrækt í Efri Laxá fyrst með það að markmiði að nýta ána að hluta sem uppeldis- og veiðisvæði fyrir lax sem eðlilega var nokkuð umdeilt þótt nafn árinnar segi sína EYSTEINN SIGURÐSSON ✝ Kári Ástvaldssonfæddist í Braut- arholti í Haganesvík 11. júlí 1956. Hann lést af slysförum 15. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ástvaldur Kristján Hjálmarsson, f. 13. júní 1921, d. 4. októ- ber 2002, og Sigríður Ingibjörg Sveinsdótt- ir, f. 8.maí 1931, áður bændur á Deplum í Fljótum og víðar. Systkini Kára eru: Haukur, búsettur á Deplum í Fljótum, f. 25. septem- ber 1950, maki Sigurlína Kristins- dóttir. Þau eiga þrjár dætur og tvö barnabörn. Sveinn, búsettur á Siglufirði, f. 25. mars 1953, maki Sigríður Skarphéðinsdóttir. Þau eiga saman einn son. Fyrir átti Sveinn tvo syni með Guðbjörgu Benjamínsdóttur. Sigríður átti einn son áður. Barnabörn þeirra eru fjögur. Reynir, búsettur í Keflavík, f. 7. ágúst 1957, maki Guðrún Jóna Sigurð- ardóttir. Þau eiga fjögur börn og tvö barnabörn. Lilja, bú- sett á Siglufirði, f. 30. desember 1960, maki Pétur Bjarna- son. Þau eiga þrjár dætur. Sigurjóna, búsett í Garðabæ, f . 29. september 1966, maki Bjarni Stefáns- son. Þau eiga tvær dætur. Kristján, bú- settur í Reykjavík, f. 20. júlí 1974, maki Sylvía Dröfn Eð- valdsdóttir. Þau eiga saman eina dóttur. Fyrir átti Sylvía tvö börn. Sambýliskona Kára var Ann- etta María Norbertsdóttir, búsett á Kvíabekk í Ólafsfirði, f. 6. maí 1968. Börn hennar eru Guðbjörg Helga, f. 18. ágúst 1990, og Vil- mundur Þeyr, f. 15. september 1992. Útför Kára fer fram frá Ólafs- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku Kári. Tárin virðast ekki vilja hætta að renna þegar ég í van- mætti mínum fyrir náttúruöflunum reyni að skilja og leita skýringa þess að þú sért dáinn. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir, þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H.) Í minningunni varst þú „stóri“ frændi minn á Bakka því í barnshuga mínum voru stærðarhlutföll ykkar bræðranna á Bakka augljós. Ég minnist stórra mjúkra bangsa sem við systurnar áttum sem báru nöfn ykkar beggja, annar hét Kári og hinn Reynir. Á þeim var enginn munur nema annar var brúnn og hinn svartur og hvítur. Þessir bangs- ar voru okkur systrunum afar kærir og fóru mjög gjarnan með okkur í háttinn. Ég er enn í dag ekki viss um hvor átti hvorn bangsa því einhvern veginn skiptumst við á með þá, og þeir voru í minningunni alltaf notaðir saman í leikjum. Okkar samskipti voru notaleg, nærvera þín var róleg og afslöppuð. Þú varst alltaf tilbúinn til að hjálpa öðrum og vildir öllum vel. Þú varst ávallt yfirvegaður og fórst hljóðlega og á þínum hraða í lífinu. Hár og grannur, með gleraugu og skegg. Augun þín voru full af glettni en samt svo gæðaleg. Nú eru augun þín lokuð og sorgin svo sár. Elsku Annetta og börn, amma, pabbi, mamma og systur, Sveinn, Reynir, Lilja, Jóna, Stjáni og fjöl- skyldur, megi góður Guð styrkja ykkur. Hinsta kveðja til þín, kæri frændi: Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Ég vil færa öllum þeim sem komu að leit og björgunarstarfi á Bakka mínar innilegustu þakkir. Sigríður Ásta Hauksdóttir. Það er tæpur tíminn til að kveðjast stundum óvænt örlög binda endi á vinafundum. Þó er sælla að sofna svona í fangi dagsins en bíða eftir andblæ sólarlagsins. Svo kvað Björn, ömmubróðir minn, á sínum tíma og get ég alveg gert orð hans að mínum þegar ég minnist Kára. Það var að kvöldi 2. janúar sl. að þau Annetta og Kári renndu við á Syðri-Á, stoppuðu stutt því þau voru að fara í jólaboð á öðr- um bæ. Á þessu kvöldi var veðrið eins og best gerist, sjórinn spegil- sléttur og geislarnir af Múlaljósun- um náðu langt út á fjörð. – Svo er það 14. janúar, við hjónin ennþá í Reykjavík, vegna veikinda Jóns. Er- um samt með hugann allan heima, vitandi að stórhríð er búin að geisa frá helgi og hlaðið hefir niður snjó. Um kvöldið hringi ég heim og fæ þær fregnir að snjóflóð hafi fallið á Bakkahúsið „nýrra“ og hrifið af grunni. Kári var framfrá en svarar ekki símanum. Við, eins og fleiri, gengum döpur til náða þessa nótt, reynandi þó að halda í vonina, en fengum svarið í útvarpsfréttunum um morguninn. Ég er ekkert viss um að Kári hefði kært sig um að ég skrifaði nokkra ævisögu um hann, enda ekki mein- ingin, þó svo að hann ætti það marg- falt skilið. Aðeins vil ég þakka hon- um alla hjálpsemi okkur til handa. Einnig þakka ég honum stundirnar sem við sátum í eldhúsinu og spjöll- uðum og supum kaffi á meðan Ann- etta og Jón æfðu dúett í stofunni. Þá þakka ég honum ekki síst að taka hann Lappa í fóstur meðan Jón var í geislameðferðinni. Öllum ástvinum hans sendum við hjónin okkar innilegustu samúðar- kveðjur og langar mig að kveðja hann með ljóðinu hans Guðmundar Inga Kristjánssonar: Tak þú jörð með opnum örmum óskabarn í hinsta sinn. Bú þú um á beði vörmum bóndann góða, soninn þinn. Honum veittu á hæstum vetri hlýjan svæfil, mjúka fold. Hvergi er værðin honum betri heldur en í þinni mold. Hvíldu í guðs friði. Ingibjörg Guðmundsdóttir á Syðri-Á. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Það er ólýsanlegur missir fyrir svo fámenna sveit sem Ólafsfjörður er, þegar ungur bóndi í blóma lífsins er hrifinn á brott með svo skyndilegum og ógnvekjandi hætti. Ef einhverja aðstoð þurfti við, hvort sem var að vetri eða sumri, var alltaf hægt að hafa samband við Kára. Hann var ætíð boðinn og bú- inn til að hjálpa öðrum. ,,Ekkert mál,“ var viðkvæðið hjá honum. Kári var hlédrægur en hafði mjög trausta nærveru, vann verk sín af vandvirkni og fór aldrei fram á neitt í staðinn. Hann var einn af máttarstólpum sveitarinnar og því verður erfitt að fylla það skarð sem hann skilur eftir. Við viljum þakka Kára fyrir að- stoðina við foreldra okkar og aðra sveitunga. Það var alltaf gott að vita af hon- um þarna í sveitinni. Elsku Annetta, Gugga og Villi, við hugsum til ykkar og biðjum um styrk ykkur til handa. Megi góður Guð styrkja móður hans og systkini í sorginni. Góður drengur er genginn, en minningin lifir. Systkinin frá Kálfsá. KÁRI ÁSTVALDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.