Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 25
ÁRBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 25 Selfoss | Umfangsmiklar fram- kvæmdir standa yfir í frárennsl- ismálum fyrir byggðina á Selfossi. Unnið er að því að koma öllu frá- rennsli um tveggja þrepa hreinsi- stöð og í eina útrás sem verður við svonefnt Geitanes fyrir neðan flug- vallarsvæðið. Gert er ráð fyrir að hreinsistöðin verði tekin í notkun 2005 en þá lýkur meginhluta frá- rennslisframkvæmda í Árborg en fyrir 2010 er gert ráð fyrir að ljúka frágangi frárennslis á Eyrarbakka og Stokkseyri en þar þarf að fara nokkuð langt út frá ströndinni með útrásir til að uppfylla kröfur. Heildarkostnaður sveitarfélagsins vegna frárennslismála fram til 2010 er áætlaður 600–700 milljónir. Þess- ar framkvæmdir leggja grunn að mikilli stækkun byggðarinnar á Sel- fossi. Ein útrás við Geitanes Ásbjörn Blöndal, framkvæmda- stjóri framkvæmda- og veitusviðs Árborgar, sagði að nú væri unnið að framkvæmdum við að ganga frá bráðabirgðaútrás ofan við Geitanes- ið en útrásin er grafin ofan í botn Ölfusár. Þessar framkvæmdir kosta 50 milljónir og þeim lýkur í maí en þá verður búið að ganga frá snið- ræsi með bökkum Ölfusár og ein út- rás komin fyrir allt frárennsli byggðarinnar á Selfossi en áður voru margar útrásir með bökkum árinnar. Næsti áfangi framkvæmda er að koma fyrir tveggja þrepa hreinsistöð sem verður neðan við flugvallarsvæðið. Hreinsistöðin er á þriggja ára framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins og með henni lýkur stærstum hluta frárennslisfram- kvæmda hjá Árborg og sveitarfélag- ið hefur þá uppfyllt kröfur um hreinsun frárennslis. 2005 er síðasta ár sem reglur um endurgreiðslu virðisaukaskatts af þessum fram- kvæmdum ná til. Frá árinu 2005– 2010 er svo gert ráð fyrir fram- kvæmdum fyrir allt að 150 milljónir. Stórfyrirtæki forhreinsa frárennsli Ásbjörn sagði að reglur sveitarfé- lagsins væru þannig að stærri fyr- irtæki forhreinsuðu frárennsli frá sér áður en það færi í frárennsl- iskerfið. Hann sagði Mjólkurbú Flóamanna hafa staðið myndarlega að slíkri hreinsun. Sniðræsið með ánni getur vel tekið við frárennsli utan Ölfusár og gert er ráð fyrir lögn undir Ölfusárbrú til að tengja frárennsli utan ár við stofnræsið. Ásbjörn sagði ekkert því til fyr- irstöðu að taka við frárennsli frá Sláturfélagi Suðurlands þegar fyr- irtækið hefði forhreinsað það. Nú rennur frárennslið frá SS beint í ána skammt neðan við Víkina sem er annað aðalstangaveiðisvæðið í ánni við Selfoss. Auk framkvæmda við sniðræsi með Ölfusá er unnið að lagningu um 2ja km ræsis sunnan byggðarinnar við Selfoss og mun það tengjast sniðræsinu syðst í Fosslandshverf- inu. Þetta nýja ræsi, sem liggur á mörkum Selfoss í suðri, segir Ás- björn þjóna þeirri byggð sem nú er skipulögð í Suðurbyggðarhverfinu og ljóst sé að það geti tekið við mun meiru en því sem kemur norðan við það. Þannig er lagður grunnur að verulegri stækkun byggðarinnar í suður. Miklar grunnframkvæmdir í frárennslismálum í Árborg Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Framkvæmdir standa nú yfir við sniðræsið sem liggur með bökkum Ölfusár. Tveggja þrepa hreinsistöð tekin í notkun 2005Selfoss | Í nóvember sl. var Hótel Selfoss selt nýjum eigendum. Þá gerðu nýir eigendur sérleyfissamn- ing við Flugleiðahótel hf. um notkun vörumerkisins Icelandair Hotels og samning um markaðssamstarf. Kaupendur fasteignarinnar hafa nú selt rekstrarfélagið um Hótel Sel- foss. Samstarfi Icelandair Hotels og Hótels Selfoss hefur verið slitið. Hið nýja rekstrarfélag um Hótel Selfoss, Brúnás ehf., mun gera sér- leyfissamning við Íslandshótel um markaðsstarf en sú hótelkeðja er í eigu sömu aðila og eiga Brúnás ehf. Nýir eigendur fasteignarinnar hófu strax í nóvember vinnu við ýmis frá- gangsmál í byggingunni og nýlega hófust framkvæmdir við 180 manna veitingastað á norðurhlið hótelsins sem áformað er að taka í notkun 15. maí. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Framkvæmdir eru hafnar við nýjan 180 manna veitingastað á norðurhlið Hótels Selfoss með útsýni yfir ána. Nýir aðilar hafa tekið yfir rekstur Hótels Selfoss Selfoss | Bæjarstjórn Árborgar hef- ur samþykkt með 6 atkvæðum að ráða Birgi Edvald, aðstoðarskóla- stjóra Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, sem skólastjóra við Suðurbyggðarskóla á Selfossi sem tekur til starfa næsta haust. Margrét Erlingsdóttir, bæjarfulltrúi og for- maður skólanefndar, sat hjá en skólanefnd mælti með öðrum um- sækjanda, Guðmundi Ásmundssyni, aðstoðarskólastjóra við Vallaskóla á Selfossi. Halldór Valur Pálsson bæj- arfulltrúi sat einnig hjá og Páll Leó Jónsson bæjarfulltrúi vék af fundi en hann var einn umsækjenda. Ráðgjafanefnd fór yfir umsóknir um skólastjórastöðuna og taldi þá Birgi og Guðmund hæfasta sjö um- sækjenda. Taldi nefndin að heldur fleiri rök mæltu með því að Birgir Edvald yrði fyrir valinu. Nýr skólastjóri ráðinn við Suðurbyggðarskóla á gátt Lexus IS200 verða líka í öndvegi og hægt verður að eignast þá á sérlega góðum kjörum. Í *Toyota Betri notuðum bílum verða 80 bílar á sérstöku tilboðsverði. Einnig mikið úrval af notuðum vélsleðum. Sölumenn okkar eru í hátíðarskapi, nýttu þér það. Komdu í fjörið, njóttu gæðanna og skoðaðu nýjungarnar. Komdu á Nýbýlaveginn um helgina, - það verður bara skemmtilegt. Boðið er upp á glæsilegar veitingar alla helgina. Opið laugardag kl. 12-16 og sunnudag kl. 13-16. www.toyota.is Eigða'nn eða leigða'nn tilboð lc 90 53.300 verð pr mán Avensis 26.800 verð pr mán Yaris 17.400 verð pr mán Eigða'nn eða leigða'nn tilboð lc 9 53.300 verð pr mán Avensis 26.800 verð pr mán Yaris 17.400 verð pr mán * ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.