Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 30
LISTIR 30 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Tríó Reykjavíkur, sem skipað er Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleik- ara, Gunnari Kvaran sellóleikara og Peter Máté píanóleikara, heldur sína árlegu nýárstónleika í Hafnarborg annað kvöld, sunnudag, kl. 20. Tón- leikarnir verða endurteknir mánu- dagskvöldið 26. janúar kl. 20. Sem fyrr eru Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson gestasöngvarar á tónleikunum og er þetta þriðja árið sem þau mæta til leiks á nýárstón- leikum Tríós Reykjavíkur. „Við fundum það strax fyrsta árið hvað við smullum vel saman sem hópur, enda eru Diddú og Bergþór í sérflokki bæði sem söngvarar, leik- arar og manneskjur. Það var líka greinilegt að tónleikarnir féllu í kramið hjá áheyrendum enda þurft- um við að margendurtaka þá og kom- ust færri að en vildu. Í framhaldinu stungum við því upp á því við Berg- þór og Diddú að við gerðum þessa tónleika að árlegum viðburði og þau tóku mjög vel í það,“ segir Gunnar Kvaran aðspurður um tildrög nýár- stónleika Tríós Reykjavíkur. Efnisskrá nýárstónleikanna verð- ur sem fyrr af léttara taginu þar sem boðið er upp á vínartónlist, sígauna- tónlist og tónlist úr þekktum söng- leikjum, bæði evrópskum og amer- ískum. „Ég held að óhætt séð að fullyrða að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi á efnisskrá okkar, því hún er geysilega fjölbreytt. Meðal þeirra hljóðfæralaga sem tónleika- gestum gefst kostur á að heyra má nefna Tzigane fyrir fiðlu og píanó eft- ir Ravel, Méditation úr Thaïs eftir Massenet, Tango eftir Piazzola, Ung- verskan dans nr. 2 eftir Brahms, auk þess sem hinn frægi Pizzikato Polka eftir J. Strauss verður á sínum stað. Af söngtónlist má nefna að sungin verður lagasyrpa úr Carousel eftir R. Rodgers, auk laga úr söngleikj- unum Cats eftir Andrew Lloyd Webber, Kysstu mig, Kata eftir Cole Porter og Annie Get your Gun eftir Irving Berlin. Úr óperum og óper- ettum munu Diddú og Bergþór flytja Pa, pa, pa úr Töfraflautunni eftir Mozart, Les oiseaux daus la charm- ille úr Ævintýrum Hoffmanns eftir Offenbach, Schenkt man sich Rosen in Tirol úr Der Vogelhändler eftir Zeller, Klukkudúettinn úr Leður- blökunni eftir Strauss, Varir þegja úr Kátu ekkjunni eftir Lehár og Ég vil dansa úr Sardasfurstynjunni eftir Kálmán.“ Góð leið til að létta sig upp í skammdeginu Að sögn Gunnars einkennast nýárstónleikar Tríós Reykjavíkur af mun meira glensi, léttleika og jafnvel óvæntum uppákomum, en tónleikar tríósins dags daglega. „Okkur finnst svo mikilvægt að fólk geti komið á tónleika hjá Tríói Reykjavíkur og skemmt sér konunglega. Að mínu mati er líka mikilvægt að ná til fleiri áheyrenda,“ segir Gunnar og bendir á að nýárstónleikar séu góð leið til að brúa bilið milli klassíkurinnar og þess létta popps sem tónlist Strauss og Lehár telst vera. „Við vitum það öll að ef maður fer á Sinfóníutónleika þar sem vín- artónlist er spiluð þá kemur fólk á þá tónleika sem sækir annars ekki Sin- fóníutónleika. Ástæða þessa er að fólk elskar vínarmúsík, enda er það mjög góð tónlist. Langflest þeirra laga sem við flytjum er eitthvað sem fólk þekkir og elskar að heyra, jafn- vel þótt það sé búið að heyra það oft áður. Fólk vill oft heyra þessi lög aft- ur og aftur, sem betur fer.“ Spurður hvers vegna hann telji að fólk sæki jafn mikið í að hlusta á vínartónlist í byrjun nýs árs og raun ber vitni seg- ir Gunnar það áreiðanlega tengjast þörfinni fyrir að létta sig upp í skammdeginu. „Þessi tónlist lyftir manni upp og fær okkur til að horfa björtum augum fram á veginn.“ Tónlist sem fólk elskar að heyra Morgunblaðið/Ásdís Gunnar Kvaran sellóleikari, Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Peter Máté píanóleikari, sem skipa Tríó Reykjavíkur, koma ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Bergþóri Pálssyni fram á nýárstónleikum í Hafnarborg. silja@mbl.is RITHRINGURINN efnir til smásagnasamkeppni og er þemað að þessu sinni hrylling- ur. Búist er við fjölbreyttum sögum því hrollvekja er teygj- anlegt hugtak, það sem einum hryllir við finnst öðrum hvers- dagslegt eða fyndið. Áhugasamir skrái sig á for- síðu Rithringsins, www.rit- hringur.is, fram til 31. janúar. Þar fá þátttakendur tímabund- inn séraðgang og senda söguna á vefinn. Sagan skal vera á bilinu 1.000–5.000 orð. Keppni um hroll- vekjusögur GRÍÐARLEGA góð aðsókn hefur verið á sýningu Ólafs Elíassonar, Frost Activity, í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi frá foropnuninni síðastliðið föstudagskvöld. Að Sögn Soffíu Karlsdóttur kynningarstjóra komu á fjórða þúsund manns í húsið sl. helgi, en fram til dagsins í dag hafa á sjötta þúsund manns heimsótt safnið og skoðað sýningu Ólafs. Þá hef- ur aðsókn í leiðsagnir ýmissa hópa, skólahópa og vinnu- staðahópa sjaldan eða aldrei verið meiri. Ef fram fer sem horfir sér Listasafn Reykja- víkur fram á að nýtt aðsókn- armet verði slegið með sýn- ingunni Frost Activity. Góð að- sókn á sýn- ingu Ólafs Elíassonar inn á krakka í elstu bekkjum grunnskólanna og svo aftur fram- haldsskólana. Við teljum Stein höfða sérstaklega vel til þeirra, m.a. þar sem hann var mikill húmoristi, þó húmorinn hafi oft verið ansi svartur, auk þess sem hann var óhræddur við að sletta. Ég held að KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ sýnir ein- leikinn Steinn Steinarr á litla sviði Borgarleikhússins í kvöld og annað kvöld kl. 20:30. Verkið var samið af leikaranum Elfari Loga Hannes- syni, sem fer með hlutverk Steins, og leikstjóranum Guðjóni Sigvalda- syni og frumsýnt í Hömrum á Ísa- firði í lok nóvember sl., en verkið fjallar um ævi og verk skáldsins úr Nauteyrarhreppi við norðanvert Ísafjarðardjúp. Spurður um tildrög sýningarinn- ar segir Elfar hugmyndina vera rúmlega ársgamla. „Síðasta upp- færsla mín var einleikur um Guð- mund Thorsteinsson, Mugg, og ég ákvað bara að halda mig við lista- mennina. Mér hefur alltaf fundist Steinn afar áhugaverður maður og hef í gegnum tíðina lesið töluvert bæði um og eftir hann.“ Að sögn Elfars notuðust þeir Guðjón aðeins við texta Steins sjálfs í einleiknum, ýmist ljóð hans eða tilsvör í við- tölum. Elfar lýsir einleiknum sem einræðu skáldsins við áhorfandann þar sem hann geri upp ævi sína og störf. Elfar hefur rekið Kómedíuleik- húsið síðan 1997 og er þetta sjötta uppfærslan. Síðustu ár hefur hann að sögn aðallega fengist við ein- leiksformið. „Mér líkar afar vel að vera einn á sviðinu, þó það sé vissu- lega mikil ákorun. Auk þess er miklu auðveldara að ferðast með einleiki,“ segir Elfar og bendir á að sýningin um Stein hafi frá upphafi verið hugsuð sem farandsýning. Úr Borgarleikhúsinu liggur leiðin norð- ur á Akureyri og síðan víðar út um land. „Við stílum sýninguna nokkuð þó verk hans séu komin nokkuð til ára sinni þá tali þau enn beint til krakkanna.“ Leikmynd og búningar uppfærsl- unnar eru í höndum Guðjóns Sig- valdasonar. Hann sá einnig um að hanna lýsinguna ásamt Friðþjófi Þorsteinssyni. Einræða skálds með svartan húmor Morgunblaðið/Jim Smart Elfar Logi Hannesson í hlutverki Steins Steinarr. BÖRNUM gafst kostur á að velja bestu myndskreytinguna á sýning- unni Þetta vilja börnin sjá sem ný- lokið er í Gerðubergi og kusu þau myndskreytingar Guðjóns Ketils- sonar úr bókinni Eyjadís eftir Unni Þóru Jökulsdóttur. Á sýningunni voru myndskreyt- ingar úr flestum íslenskum barna- bókum sem út komu á árinu 2003, þrjátíu og tveimur bókum eftir tuttugu og fjóra myndskreyta, þ. á m. Sigrúnu Eldjárn, Brian Pilkington, Ólaf Gunnar Guð- laugsson, Höllu Sólveigu Þorgeirs- dóttur og Áslaugu Jónsdóttur. Skipuð dómnefnd valdi Brian Pilk- ington sem besta myndskreytinn á sýningunni og hlaut hann Dimmal- imm-verðlaunin 2003 fyrir bókina Mánasteinar í vasanum. Meðan á sýningunni stóð gafst börnum einnig kostur á að velja þá myndskreytingu sem þeim þótti best. Niðurstaðan úr vali barnanna er nú kunn og urðu myndir Guðjóns Ketilssonar úr bókinni Eyjadís fyrir valinu að þessu sinni en Guðjón er best þekktur fyrir myndskreytingarnar í bókunum um Blíðfinn. Höfundur Eyjadísar er Unnur Þóra Jökuls- dóttir og er bókin gefin út hjá Máli og menningu. Börnin völdu myndskreytingu eftir Guðjón Ketilsson Guðjón Ketilsson. HJÁ Freyvangsleikhúsinu standa nú yfir æfingar á söngleiknum Ronju ræningjadóttur í leikstjórn Odds Bjarna Þorkelssonar. Þetta er í fyrsta sinn sem Frey- vangsleikhúsið setur upp barna- og fjölskylduleikrit og telst því merkur áfangi í sögu leiklistar í Eyjafjarð- arsveit. Leikendur í Ronju eru um 30 talsins auk þriggja manna hljómsveitar undir stjórn Hjálmars Stefáns Brynjólfssonar og síðan eru aðrir starfsmenn sýning- arinnar um 30 manns. Áætlað er að frumsýna leikritið í seinni hluta febrúarmánaðar. Freyvangsleikhúsið æfir Ronju ræningjadóttur Oddur Bjarni Þorkelsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.