Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞYRLA Landhelgisgæslunnar TF-LÍF sótti hjartveikan sjó- mann til Vestmannaeyja aðfara- nótt föstudags. Beiðni barst frá íslensku fiskiskipi sem statt var suður af Dyrhólaey, en ekki var hægt að hífa manninn um borð í þyrluna vegna veðurs. Siglt var með manninn til Vestmannaeyja og flutti þyrlan hann þaðan á Landspítala við Hringbraut. Sótti veikan sjómann ÓVENJU mörg óhöpp urðu í um- ferðinni á höfuðborgarsvæðinu í gær að sögn lögreglu. Alls höfðu fleiri en 30 árekstrar verið tilkynnt- ir til lögreglu á höfuðborgarsvæð- inu öllu í gærkvöldi, en ekki urðu al- varleg slys á fólki. Að sögn lögreglu er engin sérstök ástæða fyrir þess- um fjölda óhappa, veður var gott og hiti vel yfir frostmarki. Fjöldi um- ferðaróhappa SAMNINGUR sem er í burðarliðnum milli Alcoa og Bechtel/HRV annars vegar og arkitektahópsins TBL hins vegar um hönnun álversins í Reyðarfirði mun vera sá stærsti sem gerður hefur verið hér á landi við íslenska hönnuði og arkitektastofur. Mun samningurinn gilda allt til þess tíma þegar taka á álverið í notkun árið 2007, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, og jafnvel lengur. Þrjár íslenskar arkitektastofur standa að tillögu TBL, þær T.ark-Teiknistofan, Batteríið og Landslag. Hún var valin sú besta úr hópi fjögurra tillagna frá jafnmörgum hópum íslenskra arkitektastofa. Hafa arkitektar TBL, um tíu talsins, verið valdir til að hanna útlit, umhverfi og innra rými fyrirhugaðs álvers Fjarðaáls í Reyðarfirði. Alls starfa ríflega 40 manns hjá þessum arkitektastofum, en þær hafa áður unnið saman í samkeppnum. T.ark- Teiknistofan hefur m.a. hannað Nesjavallavirkjun og vinn- ur nú að hönnun Hellisheiðarvirkjunar. Batteríið hefur m.a. komið að hönnun fjölmargra skóla og Landslag hlaut nýlega alþjóðleg verðlaun fyrir hönnun á snjóflóðavarna- garði á Siglufirði. Hópurinn sendi inn tillögu í hönnunarsamkeppni sem Alcoa á Íslandi og Bechtel/HRV efndu til á síðasta ári. Sem fyrr segir bárust fjórar tillögur frá keppendum sem áður höfðu verið valdir í forvali. Auk TBL voru það í fyrsta lagi Arkitektastofan OÖ og Suðaustanátta landslags- arkitektúr, í öðru lagi ATL Design Group, sem samanstóð af Arkís, THG og Landark, og í þriðja lagi VA-arkitektar, Arkitektur.is, Landmótun og Holm & Grut Architects. Vandaðar tillögur Sérstök valnefnd mælti með tillögu TBL á grundvelli listræns gildis hennar og vegna þess að hún þótti samrým- ast vel markmiðum um sjálfbærni. Valnefndin var skipuð fulltrúum frá Alcoa á Íslandi, Bechtel/HRV, Fjarðabyggð og ráðgjöfum Alcoa frá Carnegie Mellon-háskólanum, að því er segir í tilkynningu Alcoa. Þar segir ennfremur að aðstandendur keppninnar leggi áherslu á að hún hafi einungis snúist um val á hugmynd að hönnun álversins. Endanlegt útlit álversins muni ekki nauðsynlega endurspegla vinningstillöguna. Þóttu tillög- urnar hafa verið faglegar og vandaðar og verða almenn- ingi til sýnis á Stríðsminjasafninu á Reyðarfirði dagana 31. janúar til 8. febrúar. Einnig stendur til að sýna þær í Reykjavík en verður það auglýst síðar. Viðamikill hönnunar- samningur í bígerð Horft inn í álversbygginguna í tillögu TBL-hópsins. Tillaga TBL-arkitektahópsins að útliti álversins í Reyðarfirði, þar sem megináhersla var lögð á að byggingin félli vel inn í umhverfið og byggingarefnið yrði umhverfisvænt. Fyrir ofan álverið er gert ráð fyrir stórri mön. Tillaga arkitektahópsins TBL að hönnun álversins í Reyðar- firði valin sú besta í samkeppni JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur með breytingum á reglugerðum ákveðið að koma til móts við þá sjúklinga sem þurftu að greiða umtalsverðan lækn- iskostnað og eru tekjulágir á meðan sérfræðilæknar deildu við heilbrigðis- yfirvöld nú í janúar. Hann segir að kostnaður hins opinbera vegna þessa gæti numið sex til sjö milljónum króna. Þeir sem greiddu fullt verð fyrir þjónustu sérfræðilækna þá átta virku daga sem deilan stóð yfir geta notað þá upphæð að fullu til að eiga rétt á af- sláttarskírteini í samræmi við há- markshlutdeild sjúklinga í læknis- kostnaði utan sjúkrahúsa. Þá er gerð breyting á greiðslureglum sem gagnast fyrst og fremst tekjulágum fjölskyldum og komið til móts við þær í hlutfalli við fjölskyldutekjur. Í þriðja lagi verða öll útgjöld slysatryggðra endurgreidd á umræddu tímabili og í fjórða lagi heimilar reglugerðarbreyt- ingin Tryggingastofnun ríkisins að taka þátt í ferðakostnaði þess sem sótti sér sérfræðilæknishjálp þann tíma sem enginn samningur var í gildi. „Þetta nær ekki yfir alla,“ segir heil- brigðisráðherra heldur þá sem helst þurfa á að halda. „Þetta nær yfir þá sem urðu fyrir umtalsverðum kostn- aði. Lögunum er ekki breytt.“ Þeir sem greiddu sérfræðilæknis- hjálp að fullu á þessum tíma í janúar geta haft samband við Trygginga- stofnun ríkisins til að kanna stöðu sína. Sjö til tíu milljónir endurgreiddar RAFVEITUR landsins munu minn- ast þess með ýmsum hætti í ár að lið- in eru 100 ár frá því rafvæðing hófst á Íslandi. Hápunktur hátíðarhald- anna á afmælisárinu verður svo í Hafnarfirði 12. desember en þann dag eru liðin 100 ár frá því að hug- sjóna- og framkvæmdamaðurinn Jó- hannes J. Reykdal stóð að fyrstu virkjuninni hér á landi er hann virkj- aði Lækinn í Hafnarfirði og lýsti upp 16 hús í bænum. Atburðir í hverjum mánuði í tilefni tímamótanna Samorka, samtök raforku- hita og vatnsveitna, kynnti dagskrá afmæl- isársins á fréttamannafundi í gær sem haldinn var í Rafheimum, minja- safni Orkuveitu Reykjavíkur í El- liðaárdal. Friðrik Sophusson, stjórn- arformaður Samorku, og Eiríkur Bogason, forstjóri Samorku, fjölluðu þar um sögu rafvæðingar á Íslandi. Jóhann Már Maríusson, formaður afmælisnefndar, kynnti dagskrána á afmælisárinu og sagði hann að eitt- hvað yrði um að vera í hverjum mán- uði allt afmælisárið. Munu íslensku orkufyrirtækin m.a. efna til kynn- inga og fræðslu hvert á sínu orku- veitusvæði. Þá verða orkuverin opin í sumar þar sem almenningi verður gefinn kostur á að skoða þau og kynna sér starfsemi þeirra. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, greindi frá hátíðarhöld- unum sem efnt verður til í desember. Fram kom í máli Lúðvíks að ákveðið hefur verið að endurbyggja gömlu virkjunina sem Jóhannes J. Reykdal byggði, í upprunalegri mynd. Jafn- framt verður auglýst samkeppni á næstunni um gerð minnisvarða um Jóhannes J. Reykdal. Samorka gefur út afmælisblað af þessu tilefni sem ber nafnið Kveikt á perunni. Rafmagn á Íslandi í 100 ár. Er blaðinu dreift með Morgun- blaðinu um allt land í dag. Í blaðinu er að finna greinar um sögu rafvæðingar á Íslandi, viðtöl og ýmsan fróðleik um nýtingu rafork- unnar og þær miklu þjóðfélagsbreyt- ingar sem fylgt hafa nýtingu orku- lindanna. Þá hefur verið opnað sérstakur vefur, www.rafmagn100.is, með fjöl- mörgum upplýsingum í tilefni af- mælisársins og sögulegum fróðleik um rafmagn á Íslandi í 100 ár. Þar munu einnig verða birtar upplýsing- ar um alla þá viðburði sem rafveitur landsins standa að í tilefni afmælis- ins. 100 ár eru liðin síðan rafvæðing Íslands hófst Fjölbreytt afmælisdagskrá Morgunblaðið/Kristinn Hátíðarhöld vegna 100 ára rafvæðingar Íslands kynnt í minjasafni Orku- veitu Reykjavíkur. F.v. Jóhann Már Maríusson, formaður afmælisnefndar, Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, Friðrik Sophusson, stjórn- arformaður Samorku, og Eiríkur Bogason, framkvæmdastjóri Samorku. HALLDÓR Guðbjarnason, fram- kvæmdastjóri Vísa á Íslandi, segir korthöfum af og til send bréf í tölv- una eða með pósti þar sem reynt sé að lokka þá til að gefa upp númer greiðslukorts. Notendur greiðslu- kortanna eigi ekki að gefa upp núm- erin nema þeir séu fullvissir hver viðtakandinn sé. Oftast séu þetta er- lendir glæpahringir sem noti það við póstverslun eða búi til nýtt kort með sama númeri en á nafni annars. Notandi Vísa korts hér á landi fékk í vikunni sent með tölvupósti bréf þar sem sagt var að upp hefði komist um misnotkun á korti hans erlendis. Sagði að það stafaði líklega af því að viðkomandi hefði verslað á vefnum og einhver óæskilegur kom- ist yfir kortanúmerið. Var honum boðið að skrá sig á þar til gerðri síðu til að koma í veg fyrir frekari mis- notkun á kortinu. Var bréfið sagt vera frá Visa Support Assistant og endaði netfang sendana á visa-secu- rity.com. „Þetta eru glæpahringir sem nota öll tiltæk ráð til að komast yfir kortanúmer,“ segir Halldór. Varhugaverð tölvubréf til greiðslukorthafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.