Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 29 Samfélag sjálfstætt starfandi fræðimanna Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur, hlaut Viðurkenningu Hagþenkis 2003 fyrir ævisögu sína um Stephan G. Stephansson í tveimur bindum. Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2003 í flokki fræðirita og bóka almenns efnis fyrir verkið Jón Sigurðsson - Ævisaga II. „Strákarnir okkar“ Til hamingju! NORSKA listakonan Siri Gjes- dal opnar sýningar á verkum sínum í sýningarsölum Nor- ræna hússins kl. 14 á morgun, laugardag. Yfirskrift sýning- arinnar er Bátur og haf en sýnd verða textílverk unnin úr vef og gömlum segldúk, kola-, krít-, og tússteikningar. Auk þess verður sett upp tónlistar- innsetning. Við opnunina koma fram kórinn Stavanger Vocal- ensemble og skáldkonan Od- veig Klyve. Siri Gjesdal er meðal þekkt- ustu textíllistakvenna Noregs og hefur tekið þátt í fjölda sýn- inga gegnum árin. Á síðasta ári tók hún þátt í sýningunni Trame d’autore í Chieri á Ítalíu og hélt einkasýningu í galleríi Rose Marie Kozcy í New York. Hún var jafnframt fulltrúi norskra listamanna á nítjándu alþjóðlegu textílsýningunni í Graz í Austurríki árið 2002. Siri Gjesdal sækir gjarnan innblástur í skáldskap og tón- list. Hún er búsett í Stavanger og hefur á síðustu árum unnið með tónskáldinu Nils Henrik Asheim, skáldkonunni Odveig Klyve og kórnum Stavanger Vocalensemble. Á sýningunni er að finna afrakstur þessa samstarfs, m.a. í tónlistar- innsetningu listakonunnar. Tónleikar í tilefni opnunarinnar Kórinn Stavanger Vocalen- semble mun halda tónleika kl. 13 á opnunardegi sýning- arinnar og síðan mun hann einnig koma fram á opnuninni. Kórinn var stofnaður fyrir 10 árum og skipar í dag veigamik- inn sess í tónlistarlífinu í Stav- anger. Kórinn hefur m.a. unnið með Norsku óperunni og Sin- fóníuhljómsveitinni í Stavanger við uppsetningu á óperunum La Boheme og Rigoletto. Stav- anger Vocalensemble hafnaði í öðru sæti í kórakeppninni Florilege Vocal sem haldin var í Tours í Frakklandi síðasta sumar. Hið konunglega menningar- og kirkjumálaráðuneyti Noregs hefur veitt Stavanger Vocalen- semble og Odveig Klyve styrk til að koma til Íslands til að halda tónleika og koma fram á opnuninni. Sýningin stendur til 7. mars. Morgunblaðið/Árni Sæberg Norska listakonan Siri Gjestal innan um verk sín í Norræna húsinu. Textíl, tónlistar- innsetning og kór Á EFNISSKRÁ Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í Háskólabíói á fimmtudagskvöldið kenndi margra grasa, og fyrsta atriði kvöldsins var eftir Brahms, tilbrigði op. 56a við stef eftir Haydn. Í tónleikaskránni stóð um verkið að klassískur stíll Haydns svifi yfir vötnunum þegar upphafs- stefið væri leikið, en eftir það væri tónlistin einkennandi fyrir Brahms, þétt, rómantísk og blæbrigðarík. Ekki var það að heyra á leik hljóm- sveitarinnar; stjórnandinn, Guð- mundur Óli Gunnarsson, virtist allan tímann vera að reyna að gæða til- brigðin klassískri heiðríkju sem hæfði þeim engan veginn. Heildar- hljómur hljómsveitarinnar var óeðli- lega bjartur, lítið heyrðist í sellóun- um og kontrabössunum, og var útkoman undarlega hæversk og ástríðulaus. Vissulega var ágætlega leikið frá tæknilegu sjónarmiði þó ör- lítill losarabragður væri á spila- mennskunni í byrjun, en túlkunin var bara alls ekki í anda tónskáldsins. Maður sá fyrir sér Brahms, sem var manna feitastur, reyna að troða sér í hirðbúning hins netta Haydns, og það var ekki beint kræsileg sjón. Öllu áhrifameiri var sellókonsert nr. 1 í C-dúr eftir Haydn, en þar var Sigurgeir Agnarsson í aðalhlutverki. Frammistaða hans var til fyrirmynd- ar, tónninn úr sellóinu var sterkur og fallega mótaður, bogatæknin áreynslulaus og fingraspil yfirleitt nákvæmt og jafnt. Ólíkt atriðinu á undan var túlkunin sannfærandi, bæði öguð, en einnig skáldleg og djúphugul. Hægi þátturinn var ein- staklega ljóðrænn, framvindan eðli- leg og blátt áfram, og margt í fyrsta kaflanum var líka vel gert. Sístur var lokaþátturinn, en þar voru hraðar hendingar, hlaup og þess háttar helst til óróleg, sem gerði að verkum að stundum var á mörkunum að hljóm- sveit og einleikari væru samtaka. Eftir hlé voru þrjár tónsmíðar frá Rússlandi, fyrst Nótt á nornagnípu eftir Mússorgskí. Þetta er hermitón- list sem líkir eftir villtum dansi norna að hylla djöfulinn á fjalli nokkru, allt þar til kirkjuklukkur óma í fjarska og flótti brestur á hyskið. Tónlistin er óhugnanleg, hrikaleg á köflum og með magnaðri stígandi, og því kom fremur bragðdauf túlkun Guðmund- ar Óla nokkuð á óvart. Djöfulgang- urinn var einhvern veginn ekki til staðar, verkið var að vísu leikið af ör- yggi, en þrátt fyrir það var útkoman óttalega klén. Ég er sannfærður um að með markvissari styrkleikabrigð- um, ýktari áherslum og þess háttar hefði verið hægt að gera miklu meira úr tónlistinni. Mun betra var næsta atriði efnis- skrárinnar, en það var Vókalísa eftir Rakhmanínov. Þetta er hljómsveitar- útsetning á undurfallegu sönglagi og var túlkunin þrunginn tilfinninga- heitri eftirsjá, einmitt eins og hún átti að vera. Rúsínan í pylsuendanum var samt 1812 hátíðarforleikurinn eftir Tsjaj- kovskí. Þar minnist tónskáldið föður- landsstríðsins er innrás Napóleons í Rússland var hrundið, enda heyrist í fallbyssum undir lok verksins. Leik- ur hljómsveitarinnar undir kraftmik- illi stjórn Guðmundar Óla var virki- lega glæsilegur, heildarhljómurinn ávallt í góðu jafnvægi, meira að segja þegar lúðrasveit, grá fyrir járnum, stóð upp rétt fyrir tryllingslegan lokahnykkinn og ÞRUMAÐI yfir áheyrendum. Fallbyssudrunurnar úr hátölurum á sviðinu voru líka flottar, en gaman hefði verið að heyra þær úr THX-hljóðkerfi bíósins, þó það hefði sennilega orðið heldur yfirdrifið. Í öllu falli var þetta vel heppnaður flutningur og skemmtilegur endir á tónleikunum. Kölski hylltur TÓNLIST Háskólabíó Sinfóníuhljómsveit Íslands; einleikari: Sigurgeir Agnarsson; stjórnandi: Guð- mundur Óli Gunnarsson. Háskólabíó, fimmtudaginn 22. janúar. Tónlist eftir Brahms, Haydn, Mússorgskí, Rakhman- ínov og Tsjajkovskí. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Sigurgeir Agnarsson Guðmundur Óli Gunnarsson Jónas Sen SUNNUKÓRINN á Ísafirði fagnar á morgun 70 ára afmæli sínu og sólarkomu. Á Ísafirði er hefð fyrir því að baka pönnukökur á sólardag- inn og frá fyrstu tíð hafa pönnukök- ur verið fastur liður á Sunnukórs- böllunum þótt snittur hafi bæst við matseðilinn á seinni árum. Í tilefni afmælisins var ákveðið að halda Sunnukórsballið að þessu sinni í íþróttahúsinu á Torfunesi á Ísafirði enda fjöldi fólks sem hyggst koma og fagna afmælinu með kórnum. Frumflytja þrjú lög og texta Að venju byrjar dagskráin með því að kórinn syngur nokkur lög, þ.á m. verða frumflutt þrjú lög við frumsamda texta Ólínu Þorvarðar- dóttur, rektors Menntaskóla Ísa- fjarðar: Lagið Sunna eftir Jónas Tómasson tónskáld; Norðurljósa- blús, lag og texti eftir Villa Valla (Vilberg Vilbergsson), og Sunnu- polki, lag eftir Baldur Geirmunds- son. Þá syngur kórinn Rís heil þú sól, lag eftir Jón Laxdal við kvæði Hannesar Hafstein en kórinn hefur sungið þetta lag í hvert sinn sem hann hefur fagnað afmæli sínu. Þá mun kórinn syngja Habanera úr Carmen, einsöngvari er Ingunn Ósk Sturludóttir. Veislustjóri verð- ur Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands. Faðir hans, Ragnar H. Ragnar, var stjórnandi kórsins í aldarfjórðung og var Hjálmar orðinn undirleikari hjá kórnum áður en hann fermdist. Ár- ið 1975 gerðist hann stjórnandi kórsins og gegndi því starfi í tvö ár. Í tilefni afmælisins gaf kórinn út geisladisk sem kom út fyrir ára- mótin. Kórinn kom fram í ávarpi útvarpsstjóra á gamlárskvöld og söng þar tvö lög. Á vordögum mun kórinn flytja lagaflokkinn Streng- leika eftir Jónas Tómasson eldri, við ljóð Guðmundar Guðmundsson- ar skólaskálds. Verður það gert í samstarfi við sóknarnefnd Ísafjarð- arkirkju og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Sunnu- kórinn 70 ára Á CAFÉ Borg í Kópavogi stend- ur nú yfir ljóða- sýningin Blá- leikur að orðum en þar eru ljóð Hrafns Andrésar Harðarsonar framreidd á málmplötum Gríms Marinós Steindórssonar. Sl. haust hófst samstarf milli Ritlistarhópsins og Café Borgar, sem áður hét Vinstri bakkinn, um ljóðasýn- ingar. Steinþór Jóhannsson, sem er nú um stundir talsmaður og forsprakki hópsins, reið á vaðið í september. Síðan komu þau Krist- jana Emilía Guðmundsdóttir, Hjörtur Pálsson og Eyvindur P. Eiríksson. Við opnun hverrar sýn- ingar les skáldið úr verkum sín- um. Stendur hver sýning í einn mánuð og varsýningin Bláleikur að orðum opnuð hinn 8. janúar sl. Hrafn Andrés Harðarson er einn af frumkvöðlum Ritlist- arhóps Kópavogs, sem gaf út ljóðasöfnin Glugga 1996, Ljósmál 1997 og Sköpun 2001. Hrafn hefur skrifað smásögur, blaða- og tímaritsgreinar um bókasöfn, bækur og menningar- mál. Hann var ritstjóri 4. heftis Andblæs árið 1996. Ljóð Hrafns hafa birst í tíma- ritum, blöðum og safnritum. Eftir hann eru ljóðabækurnar: Fyrrvera, 1982 (ásamt þeim Magnúsi Gestssyni og Þórhalli Þórhallssyni), Þríleikur að orðum (myndskreytt af Hörn Hrafns- dóttur) 1990,Tónmyndaljóð ásamt Grími Marinó Steindórssyni myndlistarmanni og Gunnari Reyni Sveinssyni tónskáldi, 1992 (ensk útgáfa 1993 og endur- prentuð 1999), Hafið brennur með þýðingum á ljóðum lettnesku skáldkonunnar Vizma Belsevica, 1994 og Hlér 1996 (með tónlist Gunnars Reynis og myndum Gríms Marinós), Vængstýfðir draumar 1999 með þýðingum á ljóðum 11 lettneskra skálda og myndskreytingu eftir Lolitu Zikmane, Úr viðjum ásamt Grími Marinó Steindórssyni, 1999. Bláleikur að orðum Ljóð Hrafns A. Harðarsonar á blikkplötum á Café Borg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.